Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 44
>44 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 UMR/EÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- skattur - eignaupptaka ÞAÐ VEKUR undrun mína, hversu lítið hefur verið rætt í ,,-">fjölmiðlum um fast- eignaskattinn. Skatt- ur af íbúðarhúsnæði er þó örugglega fár- ánlegasti skattur, sem finnst. Skal ég nú reyna að leiða að því nokkur rök. Óumdeilt er að allir þurfa þak yfir höfuðið, og allir kjósa sér að afla sér hám- arks öryggis í þeim tilgangi. Til þess að eignast íbúðarhús- næði vinna margir myrkranna á milli og geta þannig eftir langvarandi þrældóm loksins . l^omist í eigin íbúð. Álögur / Eg tel að allir elli- lífeyrisþegar, sem ekki njóta tekna utan lögboð- inna trygginga og greiðslu úr eigin lífeyr- -issjóðum, segir Ingólfur um íslendingi, að hækkað markaðsverð fasteigna kalli á hækkaða tekjuþörf sveitarfélaga. Þetta er augljóslega ein af sjónhverfinga- brellum pólitískra loddara. Ekki orkar það tví- mælis, að fasteigna- skatturinn er fyrst og síðast ranglátur gagn- vart ellilífeyrisþegum, sem hafa á 40-50 ára starfsævi eignast það húsnæði sem þeir hafa lengi keppt að. Reykjavíkurborg kemur þó myndarlega til móts við þá tekjulægstu, með afslætti fast- eignagjalda, en það er ekki nóg. Eg tel að allir ellilífeyrisþegar, sem ekki njóta tekna utan lögboð- inna trygginga og greiðslu úr eigin lífeyrissjóðum eigi að vera lausir við þessa fráleitu eignaupptöku. Það má gjarnan benda á, að elli- lífeyrisþegar í dag hafa skilað ævi- starfi, sem lyft hefir þessari þjóð frá örbyrgð til allsnægta - þeir ættu því að njóta þess að vera heiðursborgarar í dag. Höfundur er fyrrvcrandi forsljóri. Ingólfur Aðal- steinsson Lífey rissj óðafargan RÚMLEGA þrír áratugir eru síðan fé- lagar í Félagi íslenskra rafvh'kja tóku upp bar- áttu fyrir stofnun líf- eyrissjóðs og það í and- stöðu við stjórn félagsins undir for- mennsku hins reynda formanns Óskars Hall- grímssonar. Vissulega var þörf fyrir hærri ellilífeyri, enda dugði sú upphæð sem greidd var frá Tryggingastofnun rík- isins engan veginn fyr- ir mannsæmandi lífi í ellinni. (Svo er reyndar enn.) Sérfræðingar voru fengnir til þess að reikna ýmsa möguleika. Þá- verandi 10 prósent launa í söfnunar- sjóði var talið viðunandi sem sú við- bót við lífeyri Tryggingastofnunar. Þessi 10 prósent af launum hvers launamanns varð síðan almennt framlag. Rafvirkjar höfðu þó gert könnun sem ekki hefur verið gert hátt undir höfði. Sú könnun fólst í því að reikna út hverja upphæð af launum þyrfti að greiða til að tryggja sómasamleg ellilaun ef ekki væri um söfnunarsjóð að ræða heldur gegnumstreymis- sjóð. Með slíku væri engum pening- um safnað í sjóð heldur innheimt hverju sinni aðeins sú upphæð sem dygði til útborgunar. I þessu dæmi var reiknað með hinni kunnu upphæð sem frá Trygg- ingastofnun kom og þá bætt við þeirri upphæð sem tO viðbótar þurfti svo sómasamleg ellilaun væru kom- in. Reiknimeistarar rafvirkja töldu að til þess að ná þessu þyrfti milli 4 til 5 prósent af launum fyrst um sinn þar sem raf- virkjar væru tiltölulega ung stétt. Þegar á liði þyrfti þessi tala að hækka en yrði tæplega hærri en 5,6 prósent. Þar sem kunnugt var að atvinnurekendur gátu fallist á að greiða 10 prósent hækkun launa, sem kallað var 4 prósent frá launþega og 6 prósent frá at- vinnurekanda, lá í aug- um uppi að hægt hefði verið að semja um þessi 10 prósent þannig að 5,6 prósent færu í lí- feyrisgreiðslur en 4,4, prósent í beina launahækkun. Með gegnumst- reymissjóðnum væri engum pening- um safnað og því engin áhætta varð- andi ávöxtun fjárins. Einnig var engin þörf fyrir sjóðsstjóra og mikil skrifstofubatterí. Enginn vafi er á að auðvelt hefði verið að semja við ríkið um að Tryggingastofnun tæki að sér að útdeila þessu fé ásamt því fé sem stofnunin var hvort eð að senda elli- lífeyrisþegum. Auk þess hefðu verkalýðsleiðtogar ekki lent í þeirri pínlegu stöðu sem nú er, að reyna að gæta hagsmuna félaga sinna en um leið að ávaxta fé, en þetta tvennt getur í raun alls ekki farið saman, enginn getur þjónað tveim herrum. Nú er lífeyrissjóðafarganið að taka á sig enn nýja mynd. Verslunar- menn hafa þegar samið um hækkun greiðslna allt upp í 14 prósent af launum og verkamenn kynna sömu kröfur. Lífeyrissjóðirnir búa við þá kröfu samkvæmt lögum að verða að taka Lífeyrissjóðir Með gegnumstreymis- sjóðum væri engum peningum safnað, segir Kristinn Snæland, og því engin áhætta varð- andi ávöxtun fjárins. ávallt hæstu vexti sem ganga á markaðnum. Aðeins þetta atriði gæti riðið þeim að fullu því með auknu framboði lánsfjár stæðu þeir að lok- um uppi með fé sem enginn vildi fá að láni. Auk þess er alltaf fyiir hendi sú áhætta að lög verði sett eða hrun verðiáfjármálamörkuðum. Sápukúl- an gæti sprungið. Fjárfestingabanki atvinnulífsins var fyrir stuttu metinn á nokkra milljarða. Núna, án þess að hann hafi vaxið um nokkurn hlut, er hann skyndilega metinn á nær 30 milljarða. Þessi vöxtur er sápukúla. Islensk erfðagreining er metin á um 150 milljarða og fyrir utan hið ágæta hús í Arbænum og býsn af til- raunaglösum er þetta fyrirtæki enn ekkert annað er risavaxin sápukúla. Svona mætti lengi telja sápukúlur ís- lensks fjármálalífs. Við slíkar að- stæður ættu vinnumenn almennings, verkalýðsleiðtogar og stjórnmála- menn að taka saman höndum um að leggja lífeyrissjóðina niður svo fljótt sem unnt er en beina í staðinn fjár- streymi launþega til tryggingar lí- feyris í ellinni beint inn í Trygging- astofnun ríkisins. Höfundur er leigubifreiðarstjóri. Kristinn Snæland Aðalsteinsson, eigi að vera lausir við þessa frá- leitu eignaupptöku. Allir eiga að greiða útsvar af tekjum sínum. Það verður því að teljast refsiskattur á atorkuna, að skattleggja ráðdeildarmanninn fyrir að byggja eigin íbúðarhús- næði, meðan annar aðili, sem eyðir sínum tekjum í tilgangsleysi, greiðir ekki neitt. Þessi skattlagning er að því leyti ennþá fjarstæðukenndari heldur en eignaskatturinn, að fast- >• eignaskatturinn greiðist af eign, sem getur verið skuld, að mestu leyti. Nýlega hefur verið tilkynnt að fasteignamat í Reykjavík hækki um 18%, en sú hækkun miðast við ^hækkun markaðsverðs. Hækkun fasteignaverðs í Reykjavík stafar fyrst og fremst af auknum fólks- flutningum til Reykjavíkur. Og hver eru þá viðbrögð borgar- stjórnar? Jú, jú, hún hækkar fast- eignaskatt og þjónustugjöld um sömu prósentutölu. Ekki er það auðskilið venjuleg- VILTU LÉTTAST? VILTU ÞYNGJAST? Höfum náð frábærum árangri Upplýsingar í síma 698-3600 Er óhagkvæmt að flytja inn norskar kýr? MIKIL umræða hef- ur verið manna á meðal á undanförnum misser- um um innflutning á norskum NRF-kúm til íslands. Sótt hefur ver- ið um að flytja inn í til- raunaskyni fósturvísa úr völdum norskum kúm og fá úr þeim norskar kvígur, til að bera saman við íslensk- ar kvígur á Islandi. Gert er ráð fyrir að bera kvígurnar saman á fyrsta mjaltaskeiði. Andstaða gegn inn- flutningi hefur verið áberandi, bæði meðal íslenskra kúa- bænda, almennra borgara og sér- fræðinga. Sjúkdómar í kúm og sykursýki í börnum Sigurður Sigurðarson, sérfræðing- ur í nautgripasjúkdómum í Noregi og á íslandi, hefur varað við hættu á að alvarlegir smitsjúkdómar í nautgrip- um, sem eru til í Noregi en ekki hér, berist til landsins. Sumir þessir sjúk- dómar leggjast einnig á sauðfé. Sig- urður bendir sérstaklega á að áhætt- an aukist við margendurtekinn innflutning, sem verða myndi stað- reynd ef norskar kýr yfirtækju ís- lensk fjós. Undirritaður hefur varað við að flytja inn norskar kýr vegna þess að í þeim er há tíðni á sérstöku mjólkur- prótíni, betakaseíni Al, sem er grun- að um að valda sykursýki í bömum. Tíðni gensins sem framleiðir þetta prótín er mun lægri í íslenskum kúm en norskum. í íslenskri mjólk er þar að auki há tíðni á heppilegu ostaprót- íni, kappakaseíni B, sem eykur nýt- ingu ostefnis í mjólkinni við ostagerð. Andmælendur innflutnings hafa bent á að norsku kýmar væra mun stærn og þyngri en þær íslensku, þær þyrftu stærri bása, træðu frekar upp sum- arbeitiland í votviðratíð, þær væra hyrndar og þyrfti að afhoma alla kálfa, og þær entust illa. Einnig hefur verið bent á að margir bænd- ur á íslandi nái yfir 6.000 lítra nyt úr ís- lenskum kúm og mjólk- urmagn á Islandi hafi aukist upp úr öllu valdi fyrir ári, væntanlega íyrir aukna kjamfóður- notkun, þegar bændum var boðið að leggja inn alla þá mjólk sem þeir gátu framleitt. Sumir íslenskir bændur era alltaf með miklar afurðir eftir kýr sínar. Aðrir ná aldrei miðlungsafurðum. Þó era kýmar hjá bestu og lökustu bændum að mestu leyti undan sömu nautum. Það er vitað að munur á nyt- hæð einstakra kúa á sama búi stafar að langmestu leyti (80-85%) af mis- mun í aðbúð, en ekki nema að litlu leyti (15-20%) af arfgengum mun á kúnum. Þess vegna má auka afúrðir kúabúa á íslandi afar mikið án þess að skipta um kúakyn. Island ber ábyrgð á því að varð- veita alla sína búfjárstofna frá útrým- ingu, þar með talið kúastofninn, ef hann skyldi lenda í útrýmingarhættu. Ekkert hefur heyrst frá innflutnings- mönnum um það hvemig þeir telji best að varðveita íslensku kúna, ef farið verði alfarið yfir í norskar kýr, hvorki hvar hún skuli varðveitt né hvernig eigi að standa undir kostnaði afþví. Innflutningpxr óhag- kvæmur ef sykursýki eykst Ekki var lagt mat á væntanlegan ábata af innflutningi þegar Lands- samband kúabænda sótti um leyfi fyrii' innflutningi á fóstinvísum úr Kúainnflutningur Aðalniðurstaða könnun- arinnar var sú, segir Stefán Aðalsteinsson, að innflutningur væri mjög óhagkvæmur ef hann ylli aukningu í sykursýki. norskum kúm í tilraunaskyni, enda þótt lög kveði á um að slíkt skuli gert. Hins vegar vai- nýlega gerð takmörk- uð könnun á hagkvæmni þess að flytja inn norskar kýr. Sú könnun var unnin sem prófverkefni fyrir BS- gráðu í hagfræði- og viðskiptadeild Háskóla Islands. Aðalniðurstaða könnunarinnar var sú, að innflutningur væri mjög óhag- kvæmur ef hann ylli aukningu í syk- ursýki, en hún gæti meira en tvö- faldast á tímanum sem það tæki að skipta úr íslenskum kúm í norskar, sé reiknað með að betakaseín A1 valdi sykursýki. Innflutningsmenn leggja áherslu á að orsakasamband betakaseíns og sykursýki í börnum sé ekki sannað. Þó er vitað að betakaseín A1 veldur sykursýki í tilraunamúsum. Til að mæta þeim möguleika að betakaseín A1 valdi sykursýki í bömum vilja þefr velja norska fósturvísa þannig að ekki verði aukning í sykursýki á Islandi við innflutning á þeim. Sú hugmynd verður fánýt þegar fram í sækir ef alfarið verður farið yf- fr í norskar kýr hér á landi. Þá væri ísland orðið hluti af norrænni rækt- unarheild rauðra kúa, þar sem eitt yrði látið yfir alla ganga. Þá yrði auk- in sykursýkihætta staðreynd. í könnuninni sem að ofan getur var Stefán Aðalsteinsson fengið álit tveggja forstöðumanna í mjólkuriðnaði á því hvers virði það sé fyrir ísland að vera með kúastofn sem hefur lægri tíðni en aðrir kúastofnar á geninu sem granað er um að valda sykursýki. Annar aðilinn taldi óvíst að hægt væri að ná auknum markaði fyrir mjólkmvörur á þessum forsendum og því væri tæplega verið að fórna neinu á erlendum mörkuðum með innflutn- ingi. Hinn aðilinn taldi hins vegar, að ef umrætt prótín væri sannanlega fá- tíðara í íslenskri mjólk en norski'i þá yrði að skoða málið mjög vandlega áð- ur en innflutningur yrði leyfður. Ef gott verð fengist fyrir duft úr ís- lenskri mjólk gæti orðið um gífurlega framleiðsluaukningu á mjólk að ræða á Islandi, því að núverandi mjólkur- magn hrekkm- skammt, ef duftið næði vinsældum erlendis. Hér gæti því orðið um að ræða mikla búbót fyr- ir þjóðarbúið í heild og sérstaklega bændur. Hér er gert ráð fyrir að úr duftinu yrði framleitt barnamjólkur- duft fyrir pelaböm. Tahð er mögulegt að útrýma gen- inu fyrir betakaseín A1 alveg úr ís- lenska kúastofninum með snörpu úr- vali á innan við áratug. Þannig gæti duft úr íslenskri mjólk orðið alveg laust við þetta varasama prótín. Það gæti orðið ný og verðmæt afurð. Það yrði í fyrsta skipti sem leiðir gætu opnast fyrir mikla framleiðslu á verð- mætri mjólkurafurð til útlanda. Nú virðist full ástæða til að staldra við og slá innflutningi um sinn á frest. Þess í stað þarf að einbeita sér að því að rannsaka nánar samband betaka- seíns A1 og sykursýld í börnum. Ef ekki er um orsakasamband að ræða, má alltaf taka upp innflutningsþráð- inn aftur. Ef fyiri granm- um orsakasamb- and verður staðfestur liggur beint við að hefja framleiðlu á mjólkurdufti til útflutnings úr íslenskri mjólk sem væri með öllu laust við betakaseín Al. Samtímis þessum aðgerðum þarf að útrýma betakaseín Al-geninu úr kúa- stofninum og bæta með úrvali þá ág- alla aðra á stofninum sem mestu máli skipta. Höfundur er doktor í búfjárfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nor- ræna genabankans fyrir búfé í Nor- egi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.