Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lést í bflslysi á Reykja- nesbraut Járnblendifélagið og Norðurál stofna hafnarfyrirtækið Klafa um Grundartangahöfn Ætlað að sinna uppskipun- arþörfum beggja fyrirtækja ÍSLENSKA járnblendifélagið og Norðurál á Grundartanga hafa sameiginlega stofnað fyrir- tækið Klafa til að annast starfsemi við Grund- artangahöfn og kemur fram í fréttatilkynningu, sem gefín var út í gær, að Kláfa sé ætlað að anna þörfum beggja fyrirtækjanna fyrir upp- skipun hráefna og útskipun afurða, en áður hafí félögin sinnt þessum verkum hvort í sínu lagi. Klafi er í jafnri eigu beggja fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningunni, og gera áætlanir ráð fyrir hagræði af samstarfi um höfnina. Klafa er einnig ætlað að þjónusta aðra skipa- umferð um Grundartangahöfn, en til þessa hef- ur slík þjónusta ekki staðið sjófarendum til boða. Kveðast eigendur hafnarinnar vænta þess að hafnarfyrirtækið muni leiða af sér aukna vöruveltu um Grundartangahöfn og uppbygg- ingu á hafntengdri starfsemi á Grundartanga- svæðinu. Nýráðinn framkvæmdastjóri Klafa er Guð- mundur Eiríksson, sem var áður tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Loftorku í Borgarnesi. Stjórn Klafa skipa Ragnar Guðmundsson frá Norðuráli og Bjarni Bjarnason frá íslenska járnblendifélaginu. Flutningar gætu numið 1,5 milljón tonnum á ári Höfnin á Grundartanga var upphaflega gerð í lok 8. áratugarins til að mæta þörfum Islenska járnblendifélagsins. Eigendur hafnarinnar eru sveitarfélög á Vesturlandi. Árið 1997 var hafist handa við stækkun Grundartangahafnar vegna byggingar álvers Norðuráls. Stækkun hafnar- innar lauk árið 1998 og þjónar hún öllum hafn- arþörfum beggja fyrirtækjanna. 60.000 tonna skip geta lagst að nýja viðlegukantinum í höfn- inni við góðar aðstæður. Sjóflutningaþörf Norðuráls við 60.000 tonna framleiðslu nemur 220 þúsund tonnum á ári en í framtíðinni er áætlað að hún geti orðið allt að einni milljón tonna á ári. Arlegir flutningar Járnblendifélagsins um Grundartangahöfn nema nú um 530 þúsund tonnum. Heildarflutn- ingar beggja fyrirtækjanna um höfnina gætu numið um 1,5 milljónum tonna innan nokkuri’a ára, segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að nafnið Klafi sé sótt í jarð- arnafnið Klafastaðir en verksmiðja Járnblendi- félagsins og hluti Norðuráls standi í landi Klafastaða. KONAN sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut við Kúagerði síðstliðinn þriðjudag hét Anna Margrét Pétursdóttir, til heim- ilis í Einihlíð 12 í Hafnarfirði. Anna Margrét var 41 árs að aldri, fædd 9. september árið 1958. Hún lætur eftir sig eigin- mann, Pál Kristjánsson og einn son, Kristján. Dóttir Önnu Margrétar og Páls, Asa Pálsdóttir, lést í bíls- lysi hinn 4. maí síðastliðið vor, þá fimmtán ára, er ekið var á hana á gangbraut yfir Reykja- nesbraut við Öldugötu í Hafn- arfirði. Fórust í flugslysi MEÐAL farþega í MD-83 far- þegaþotu Alaska Airlines, sem hrapaði í Kalifomíuflóa aðfara- nótt síðastliðins þriðjudags voru hinn íslenzkættaði Karl Karlsson og kona hans Carol Karlsson. Þau bjuggu í Petaluma í ná- grenni San Francisco en Karl hafði búið vestanhafs í 40 ár eða írá 10 ára aldri. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1949 og starfaði sem lögreglumaður vestanhafs og var nýlega kom- inn á eftirlaun. Hann lætur eft- ir sig þrjú uppkomin böm með fyrri eiginkonu sinni. Hann og kona hans Carol höfðu verið í tíu daga leyfi í Pu- erta Vallarta. Staðall gefínn út fyrir dyraverði NYR breskur staðall fyrir dyra- verði kom á markað í lok síðasta árs. Hann er saminn með þá í huga sem annast dyravörslu og móttöku gesta og einnig þá sem kaupa þjónustu dyravarða. Að staðlinum standa þeir sem eiga hagsmuna að gæta í sambandi við dyravörslu. I staðlinum er að finna leiðbeiningar um útlit og fram- komu, leit á fólki og hvernig eigi að taka á ágreiningi. Þetta kemur fram í fréttabréfi Staðlaráðs fs- lands, Staðlamál. íslenskum veit- ingahúsum stendur þessi staðall til boða. Þá er einnig í staðlinum fjallað um aðferðir við skýrslugjöf og skráningu atvika. Gerð er krafa um þjálfun dyravarða og fylgir lýsing á því hvað hún eigi að fela í sér. Þar má nefna þekkingu á eit- urlyfjum, skyndihjálp og bruna- vörnum. Lögð er áhersla á þjón- ustu við viðskiptavini og félagslega færni, meðal annars færni í líka- mstjáningu til að koma í veg fyrir að ágreiningur þróist út í ofbeldi. í Bretlandi er dyravarsla orðin viðurkennd starfsgrein og dyra- verðir ekki lengur flokkaðir sem útkastarar. Það er í mörgum til- fellum í dyravörslunni sem andlit fyrirtækisins birtist gestum og því huga framsækin fyrirtæki betur en áður að þessum þætti. Hjörtur Hjartarson, kynningarstjóri Staðlaráðs íslands, taldi ekki lík- legt að íslenskir aðilar færu að taka upp þennan staðal, því ólíkt dyravörslu í Englandi væri það fag ekki orðið hefðbundin atvinnu- grein á íslandi. Hér væru menn meira að vinna sem dyraverðir í íhlaupavinnu og engin fyrirtæki sem sérhæfðu sig í þessari þjón- ustu eingöngu, líkt og víða erlend- is. Hann taldi þó ekki loku fyrir það skotið að einhverjir aðilar myndu kynna sér málið, því mikils virði væri að kynna sér slíkan staðal þar sem dregin er saman reynsla fjölmargra hagsmunaaðila í dyravörslu. Risaskip á Grundartanga TVÖ risastór flutningaskip lágu samtímis við bryggju í Grundar- tangahöfn í gær. Að sögn Péturs Baldvinssonar hafnarsijóra var annað skipið, Lea- der, að flytja 16.500 tonn af súráli til Norðuráls. Skipið er ekki full- lestað en burðargeta þess er 37.500 tonn og það er skráð í Panama. Hitt skipið, Highland Trust, er með 4.200 tonn af koksi til íslenska jám- blendifélagsins. Burðargeta skips- ins er 42.800 tonn. Andlát LIJÐVÍK KRISTJÁNSSON LÚÐVÍK Kristjáns- son rithöfundur lést 1. febrúar síðastlið- inn, 88 ára að aldri. Lúðvík var kunnast- ur fyrir hið mikla rit sitt Islenskir sjávar- hættir. Lúðvík fæddist í Stykkishólmi 2. september 1911. Foreldrar hans voru Kristján Árna- son frá Jaðri í Ólafs- vík og Súsanna Ein- arsdóttir. Lúðvík stundaði nám í Flensborg Lúðvík Kristjánsson rithöfundur. Heimilislína Búnaðarbankans - ræktaðu garðinn þinn Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum • Lægri vextir á yfirdrætti Heimilisbanki á Netinu • VISA farkort • Fjármögnunarleiðir Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki fffájft/fK HEIMILISLÍNAN veturinn 1926-1927 og lauk þaðan gagnfræða- prófi vorið 1929. Eftir nám í Flensborg stundaði hann kennslu í Fróðár- hreppi veturinn 1929- 1930. Síðan lauk hann kennaraprófi vorið 1932. Hann fékk leyfi til að sækja kennslustundir í Háskóla íslands og var nemandi þar um tveggja vetra skeið, 1932-1934. Hann kenndi í Miðbæjar- skólanum frá 1932-1944. Árið 1937 gerðist Lúð- vík ritstjóri Ægis, tíma- rits Fiskifélags íslands, og þeirri stöðu gegndi hann til 1954 og var jafnframt kenn- ari á vélstjóranámskeiðum félags- ins. Frá árinu 1964 sneri Lúðvík sér alfarið að ritun fslenskra sjávar- hátta, sem voru gefnir út í fimm bindum á tímabilinu 1980-1986. Auk þess skrifaði hann margar bækur um sagnfræðileg efni, ásamt því að rita fjölda greina í blöð og tímarit. Lúðvík var sæmdur heiðursdoktors- gráðu Háskóla íslands árið 1981. Hann kvæntist 30. október 1936 Helgu Jónsdóttur, sem lést 1. apríl 1989. Hann lætur eftir sig þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.