Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 13
Samstarf um
uppbyggingu
ættfræ ðigrunns
SAMNINGUR var undirritaður í
gær milli Gen.is og Snorra Þor-
finnssonar ehf. sem á og rekur
Vesturfarasetrið á Hofsósi um
uppbyggingu ættfræðigrunns með
áherslu á fólk af íslenskum ættum
í Norður-Ameríku.
„Samningurinn gefur okkur
nýja möguleika á að veita þá þjón-
ustu sem okkur er í raunar skylt
að veita,“ sagði Valgeir Þorvalds-
son, forstöðumaður Vestur-
farasetursins. „Við sáum fram á
að byggja okkar eigin grunn sem
hefði tekið lengri tíma því við vilj-
um standa undir þeim væntingum
sem til okkar eru gerðar.“
Samningurinn er liður í að
byggja Vesturfarasetrið upp sem
alhliða þjónustumiðstöð fyrir þá
sem vilja kynna sér ættir og örlög
þeirra sem fluttu vestur um haf.
Jafnframt er ætlunin að aðstoða
fólk af fslenskum ættum í Norður-
Ameríku við að leita upprunans á
íslandi.
Tryggvi Pétursson, stjórnarfor-
maður Gen.is, sagði að 30 ára
vinna Ættfræðistofu Þorsteins
Jónssonar væri sé grunnur sem
byggt væri á. „Þetta er einn
stærsti grunnur sem til er með
um 3-400 þúsund manns af ís-
lenskum ættum í Vesturheimi,“
sagði hann. Frekari upplýsingar í
grunninn verða m.a. unnar í sam-
vinnu við erlenda ættfræðinga,
t.d. í Kanada.
Gen.is mun leggja Vestur-
farasetrinu til ættfræðing, sem
skrá mun öll gögn og jafnframt
mun fyrirtækið annast upp-
lýsingaþjónustu um ættir fyrir
setrið og sjá um bókasafn safns-
ins.
Mikilvæg
þjónusta
Mikill áhugi er meðal afkom-
enda Islendinga í vesturheimi á
ætt- og uppruna og berast fjöl-
margar fyrirspurnir til Vestur-
farasetursins á hverju ári. Spurt
er um hvort mögulegt sé að finna
bæinn sem forfeðurnir komu frá,
leiði í kirkjugarðinum eða núlif-
andi ættingja, sem talar ensku.
„Þetta er mjög mikilvæg þjónusta
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þorsteinn Jónsson útgáfustjóri, Tryggvi Pétursson stjórnarformaður Gen.is, Jóhann Páll Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri Gen.is og Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi við undirskrift
samnings milli Genealogia Islandorum hf. (Gen.is) og Snorra Þorfinssonar ehf.
sem við veitum en jafnframt vand-
meðfarin en þakklátara fólk fyrir-
finnst ekki,“ sagði Valgeir.
Þorsteinn Jónsson, útgáfustjóri
Gen.is, sagði að þegar væru
komnar út nokkrar bækur sem
byggðar væru á ættfræðigrunnin-
um og að auki sögulegum grunni.
Ætlunin væri að gefa út fleiri
slíkar bækur með upplýsingum
um íbúa á hverjum stað og sögu
þeirra ásamt nýjum og gömlum
myndum af fólki og landslagi.
Sagði hann að þegar fram liðu
stundir yrði þessum upplýsingum
um alla Islendinga komið á Netið.
„Þetta snýst því ekki eingöngu
um að tengja fólk í gegnum ætt-
fræðina,“ sagði Þorsteinn. „Held-
ur er söguleg áhersla einnig mjög
mikil.“
sii-i
09 raftækjaverslunarkeðja RflFTff KMUERZLUN ÍSLflNDS If
■ heiminum - ekki aðeins a
Norðurlöndum
- ANNO 1929
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776