Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
IHnrgiiwMtóilf
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DÓMSTÓLAR OG
FJÖLMIÐLAR
HRAFN Bragason hæstaréttardómari skrifar grein í nýtt
tölublað af Tímariti lögfræðinga og fjallar þar um dóm-
stóla og fjölmiðla, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Fram kemur að greinin er að mestu samhljóða erindi, sem
hæstaréttardómarinn flutti á norrænu lögfræðingamóti í Osló
á sl. sumri. Grein Hrafns Bragasonar bendir til þess, að dóm-
arar hafi nokkrar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla um einstaka
dóma og málefni dómstóla og telji nauðsynlegt að laga starf-
semi dómstólanna að breyttum aðstæðum að einhverju leyti.
I umfjöllun þeirri sem hér um ræðir er það til baga að
hæstaréttardómarinn fjallar alltaf um fjölmiðla almennt og
setur þá undir einn og sama hatt. Þó blasir við, að fjölmiðlar
eru eðli málsins samkvæmt ólíkir og starfshættir ljósvaka-
miðla eru t.d. gjörólíkir starfsháttum prentmiðla, sem eru svo
innbyrðis mjög ólíkir.
I grein Hrafns Bragasonar segir m.a.: „Þá færist það í vöxt,
að aðilar eða málflutningsmenn þeirra láti ótæpilega í sér
heyra í fjölmiðlum eftir að þeir telja sig hafa „tapað málum“.
Kemur þá fyrir, að dómar eru affluttir og reynt er að koma
höggi á einstaka dómara, sem tekið hafa þátt í meðferð máls-
ins, til þess að gera niðurstöðuna tortryggilega. Fjölmiðlar
sækjast eftir því að gefa þessum aðilum og talsmönnum
þeirra hluta af rými sínu, en lítið er leitast við að bregða upp
annarri hlið mála. Er þetta jafnvel gert í fjölmiðlum, sem
venjulega vilja láta taka sig alvarlega.“
Hvað á hæstaréttardómarinn við og um hvaða fjölmiðla er
hann að fjalla? Hefði nú ekki verið eðlilegt, að dómarinn nafn-
greindi fjölmiðlana og styddi þessar ásakanir með rökum í
grein sinni?
I grein Hrafns Bragasonar segir ennfremur: „Raddir sak-
fræðinga og háskólakennara um málefni dómstólanna virðast
lítt ná eyrum almennings. Svo virðist sem fjölmiðlar á hinum
Norðurlöndunum séu áhugasamari og duglegri við að fá álit
þessara aðila á málefnum dómstóla. Frumkvæði þessara
starfshópa sjálfra til þátttöku í opinberri umræðu virðist
einnig meira þar en á íslandi."
Það á a.m.k. við um Morgunblaðið, að þegar upp koma
grundvallaratriði í sambandi við einstaka dóma leitar blaðið
gjarnan álits lögmanna og háskólakennara. Staðreyndin er
sú, að ef um umdeild mál er að ræða og þau eru það oft í okkar
fámenna samfélagi eru háskólakennarar tregir til að tjá sig
opinberlega og stundum er það einungis formaður Lög-
mannafélagsins, sem stöðu sinnar vegna lýsir afstöðu til við-
komandi málefna. Afstaða háskólakennaranna er á margan
hátt skiljanleg en það er óneitanlega öfugsnúið ef hún verður
tilefni til gagnrýni hæstaréttardómara á fjölmiðla fyrir að
þeir geri ekki það, sem þeir leitast við að gera, en fá menn
ekki til samtals við sig.
Þá segir Hrafn Bragason: „Hérlendis virðist hins vegar svo
komið að flestir fjölmiðlanna leita til sama hæstaréttarlög-
mannsins um álit á lögfræðilegum málefnum. Þótt ekkert
verði að því fundið að leitað sé álits viðkomandi lögmanns
verður ekki hjá því komizt að benda á, að það er oftast neik-
vætt í garð dómstólanna og almenningur gæti því fengið það á
tilfinninguna að þar sé eitthvað mikið að.“
Er það við hæfi, að hæstaréttardómari tali þannig undir rós
í tímaritsgrein? Tæplega. Það hlýtur að vera eðlilegt að gera
þá kröfu til dómarans, að hann upplýsi við hvern hann á, svo
að hægt sé að fjalla efnislega um þessar ásakanir.
I mörgum tilvikum þykir Morgunblaðinu eðlilegt að leita
umsagnar formanns Lögmannafélags Islands, Jakobs R.
Möller, um álitamál, sem upp koma, og svo er um fleiri fjöl-
miðla. Að öðru leyti er talað við þá lögmenn, sem hlut eiga að
máli. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að tala við dómar-
ana sjálfa en í umfjöllun sem þessari er gjarnan búið að segja
frá niðurstöðum dómstóls og rökstuðningi hans.
Hrafn Bragason segir: „Dómurum og líklega mörgum öðr-
um lögfræðingum þykir allt of oft farast fyrir, að blaðamenn
tryggi að réttar og sannar heimildir séu að baki fréttum af
dómsmálum, frásagnir verði oft einhliða og venjuleg sakamál
kalli á stórar fyrirsagnir en minna sé sagt frá dómum, sem
hafa mikið fordæmisgildi og geta haft veruleg áhrif á líf al-
mennings."
Er nú hægt að setja fram svona fullyrðingar? Hér er enn
talað um blaðamenn almennt, þannig að það er erfitt að festa
hendur á því hvað dómarinn á við. Morgunblaðið vinnur frétt-
ir um dómsmál upp úr dómunum sjálfum. Betri heimildir eru
ekki til. Og staðreyndin er sú, að síðustu misseri hafa geisað í
þjóðfélaginu gífurlega miklar umræður um dóma, sem geta
haft úrslitaáhrif á líf fólksins í þessu landi. Það á ekki sízt við
um kvótadóm Hæstaréttar. Það eru fyrst og fremst dómar,
sem hafa þjóðfélagsleg áhrif eða fordæmisgildi, sem eru
fréttnæmir, og þess vegna er um þá fjallað. Hvað á hæstarétt-
ardómarinn eiginlega við?
Það er fagnaðarefni að hæstaréttardómarinn skuli hafa
frumkvæði að því að fjalla um þetta málefni en umfjöllun hans
hefði mátt einkennast af meira jafnvægi.
Átök hafa verið um stöðu Náttúruverndarráðs að undanförnu
Ráðgefandi ráð eða gagn-
rýnin grasrótarsamtök?
Átök hafa verið milli
N áttúruverndarráðs
og umhverfisráð-
herra, sem segir að
ráðgjöf ráðsins hafí
ekki nýst sér.
Lögskipað hlutverk
ráðsins er þó ekki
síst að ráðleggja
ráðherra í náttúru-
verndarmálum.
Egill Olafsson ræddi
við umhverfisráð-
herra og fráfarandi
formann ráðsins og
rifjaði upp hvemig
staðið var að breyt-
ingu laga um
náttúruvernd þegar
hlutverki ráðsins
var breytt.
MEÐ nýjum lögum um nátt-
úruvernd, sem samþykkt
voru á Alþingi árið 1996,
var skipulagi náttúru-
vemdarmála breytt. Kveðið var skýrt
á um yfirstjórn umhverfisráðherra og
stofnun Náttúruverndar ríkisins, sem
er undir yfirstjórn hans. Verkefni
Náttúruvemdarráðs voru hins vegar
færð til ráðherra og Náttúruverndar
ríkisms. Eftir breytinguna var Nátt-
úmvemdarráð fyrst og fremst ráðgef-
andi stofnun.
Ráðgjöf og aðhald
I lögunum segir um verkefni ráðs-
ins: „Náttúravemdarráð skal stuðla að
náttúravernd og vera umhverfisráð-
herra, Náttúravemd ríkisins og öðram
stjómvöldum til ráðgjafar um náttúra-
vemdarmál. Náttúraverndarráð gerir
tillögur til ráðherra um friðlýsingar og
aðrar vemdunaraðgerðir, og fjallar um
náttúravemdaráætlun, sbr. 65. og 66.
gr., áður en hún er lögð fyrir Alþingi.
Náttúravemdarráð fylgist með þróun
náttúravemdar á alþjóðavettvangi."
Við umræðu um lagaframvarpið vék
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður
að stöðu Náttúravemdarráðs og sagði
ekki sjálfsagt að ráðið ætti að vera
vera jafn kerfisbundið og
framvarpið gerði ráð fyr-
ir. Hann varpaði þeirri
hugmynd fram að það
kynni að vera skynsam-
legra, ef menn vildu halda ...
Náttúravemdarráði sem umræðuvett-
vangi, að hafa ráðið til hliðar við Nátt-
úravemd ríkisins og hlutverk þess
væri að vera eins konar vökumaður í
náttúraverndarmálum í víðu sam-
hengi. Ráðið gæti þá verið eins konar
samviska sem ætti að veita stjómvöld-
um aðhald. Hann sagði að sér sýndist
alveg koma til greina að náttúravernd-
arþing kysi alla fulltrúa í Náttúra-
vemdarráð, en samkvæmt lögunum
var það að hluta til skipað af umhverf-
isráðherra.
Að öðra leyti urðu litlar umræður í
þinginu um stöðu ráðsins gagnvart
umhverfisráðherra.
Náttúravemdarlögunum var aftur
breytt 1999. I framvarpi umhverfis-
ráðherra vora óveralegar breytingar
lagðar til á Náttúraverndarráði eða
stöðu þess. Hluverk ráðsins var áfram
Mikil séif ræði-
þekking innan
ráðsins
Morgunblaðið/RAX
Umhverfisráðherra var ósátt við hvemig Náttúruverndarráð stóð að ráð-
gjöf um rammaáætlun ríkisstjórnar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
verk sitt sem ráðgjafar-
ráð og í samræmi við það
hefði ráðið reiknað með
að umhverfisráðuneytið
leitaði til þess eftir ráð-
gjöf og séríræðiþekk-
ingu. Ráðuneytið hefði
hins vegar ekki leitað
mikið til ráðsins. Nátt-
úruvemdarráð hefði
þess vegna markað þá
stefnu að segja óumbeðið
álit sitt á náttúravemd-
armálum. Það hefði átt
fundi með ýmsum aðil-
um, m.a. Landsvirkjun
og Markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjun.
„Við höfum í störfum okkar leitast
við að tala máli náttúraverndar þegar
okkur gafst tækifæri til þess,“ sagði
Ólöf Guðný.
Ólöf Guðný sagði að Náttúravernd-
arráð hefði talið miður að umhverfis-
ráðherra skyldi ekki hafa meira sam-
ráð við það. Innan þess væri fyrir
hendi mikil sérfræðiþekking þar sem
það væri skipað sérfræðingum í nátt-
úrafræði og skipulagsmálum og for-
ystumönnum í náttúravemd sem
hefðu starfað að þeim málum í áratugi
margir hverjir. Það væri
brýnt að styrkja veralega
ráðgjafarhlutverk Nátt-
úruvemdarráðs, en það
hefði verið ófullnægjandi
að mati ráðsins.
Siv
Friðleifsdóttir
Ólöf Guðný
V aldimarsdóttir
að vera ráðgefandi. Nánast engar um-
ræður urðu um stöðu ráðsins við af-
greiðslu framvarpsins á síðasta ári ef
frá er talin umræða um skipan þess, en
það sjónarmið kom fram hjá Hjörleifi
og Kristínu Halldórsdótttur að nátt-
úravemdarþing ætti að kjósa fleiri
fulltrúa í ráðið á kostnað fulltrúa sem
ráðherra skipaði. Þau gagnrýndu einn-
ig að Náttúravemdarráði væri ekki
ætluð starfsaðstaða í lögum. Við um-
ræðu í umhverfisnefnd var gerð sú
breyting á frumvarpinu að Náttúra-
verndarráði var gert að opna
skrifstofu og veitt heimild til
að ráða til sín einn starfs-
mann.
Þegar Ólafur Örn Har-
....... aldsson, formaður umhverf-
isráðherra, mælti fyrir breytingartil-
lögunni sagði hann að þetta styrkti
veralega starfsaðstöðu ráðsins og með
því móti gæti það sinnt betur hlutverki
sínu sem gagnrýnisaðili, óháðari
stjómvöldum en áður var. Að öðra
leyti urðu ekki umræður við afgreiðslu
framvarpsins um stöðu Náttúravemd-
arráðs gagnvart ráðherra.
Ráðuneytið leitaði ekki
mikið eftir ráðgjöf
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrr-
verandi formaður Náttúraverndar-
ráðs, sagði að íráfarandi Náttúra-
vemdarráð hefði þurft að móta störf
ráðsins frá granni eftir lagabreyting-
una 1996, en þá vora öll stjómsýslu-
verkefni ráðsins flutt til Náttúru-
vemdar ríkisins. Hún sagði að hið nýja
Náttúraverndarráð hefði litið á hlut-
Mistök gerð
við kynningu
ráðgjafarinnar
Fram hefur komið í fjölmiðlum að
stirðleiki hefur verið í samskiptum frá-
farandi Náttúravemdarráðs og um-
hverfisráðherra. Það sem virðist hafa
orðið til að spilla samskiptunum er
álitsgerð ráðsins um rammaáætlun
ríkisstjórnarinnar um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma. Náttúraverndarráð
gagnrýndi þessa áætlun nokkuð
harkalega. Raunar sagði Ólöf Guðný
að umhverfisráðuneytið hefði sent ráð-
inu úrelta útgáfu af rammaáætluninni
og gagnrýni ráðsins hefði ekki orðið
jafnhörð ef ráðið hefði verið með rétta
pappíra í höndum. Hins vegar hefði
ráðið ekki reiknað með að ráðherra
myndi bregðast eins hart við ráðgjöf-
inni og hún gerði.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
heira sagði að það sem hún hefði fyrst
og fremst verið ósátt við hefði verið
hvernig Náttúravemdarráð stóð að því
að veita henni ráðgjöfina. Náttúra-
verndarráð væri lögskipað ráð sem
hefði m.a. það hlutverk að vera um-
hverfisráðherra til ráðgjafar og því
hefði hún talið eðlilegt að ráðið sendi
ráðgjöfina fyrst til sín. Álitsgerðin
hefði hins vegar verið send til fjölmiðla
og ríkisstjórnarinnar áður en sér hefði
gefist eðlilegt ráðrúm til að skoða
hana. Þetta væra óeðlileg vinnubrögð
og um það væra flestir sammála.
Ólöf Guðný sagði að álitsgerðin hefði
borist til fjölmiðla án sinnar vitundar
og kvaðst geta viðurkennt að óheppi-
lega hefði verið staðið að kynningu á
henni. Þetta mál hefði haft neikvæð
áhrif á samskipti ráðsins og umhverfis-
ráðherra. Hún benti hins vegar á að ef
ágreiningur sín og ráðherra hefði stað-
ið í vegi fyrir eðlilegum samskiptum
milli Náttúraverndarráðs og ráðherra
ættu þau mál að vera leyst núna þar
sem hún hefði látið af störfum og nýr
formaður tekið við.
Ólöf Guðný sagðist geta tekið undii-
það sjónarmið að ef ráðherra kærði sig
ekki um ráðgjöf Náttúravemdarráðs
væri til lítils að starfrækja slíkt ráð.
Hún sagðist hins vegar telja að í Nátt-
úraverndarráði væri fyrir hendi mikil
sérfræðiþekking sem ætti að geta nýst
ráðherra vel. Hún sagði að þó að frjáls
félagasamtök á sviði náttúraverndar
hefðu verið að eflast á seinni áram
væri hún þeirrar skoðunar að það
væra viss vandkvæði á því að fela þeim
alfarið verkefni ráðsins. Áhersla hefði
verið lögð á það í sinni formannstíð að
Náttúraverndarráð rökstyddi vel sína
ráðgjöf, enda hefði hún allar forsendur
til að standa ítarlega og málefnalega að
henni. Sú gagnrýni hefði heyrst að
frjáls félagasamtök væra oft nokkuð
herská í sinni gagnrýni og því hefðu
þau þess vegna stundum ekki verið
tekin nægilega alvarlega. Það væri því
sitt mat að það væri þörf fyrir málefna-
lega og gagnrýna umfjöllun Náttúra-
vemdarráðs.
Hugmyndum um breytingar
á ráðinu hafnað
Siv Friðleifsdóttir sagðist á þeim sex
mánuðum sem liðnir era síðan hún tók
við ráðherraembætti hafa átt tvo fundi
með fullskipuðu Náttúraverndarráði
þar sem mörg mál bar á góma. Hún
sagðist því ekki vera sammála þeirri
gagnrýni að hún hefði ekki verið í
nægjanlegum samskiptum við ráðið.
Því væri hins vegar ekki að leyna að
ráðgjöfin var veitt á óeðlilegan hátt. I
ályktunum ráðsins hefði verið að finna
rangfærslur og eins hefði verið staðið
óeðlilega að kynningu þeirra eins og
áður er rakið. Siv sagðist finna fyrir
fullum vilja hjá nýskipuðu ráði til að
bæta úr þessu.
Siv sagðist hafa velt upp nokkram
möguleikum á breytingum á starfsemi
Náttúravemdarráðs. Hún hefði sett
þessar hugmyndir fram í þeim tilgangi
að fá fram umræðu um stöðu ráðsins. í
fyrsta lagi væri hægt skipa í ráðið ein-
göngu í gegnum tilnefning-
ar frá samtökum og stofn-
unum. Með þessu væri
stuðlað að því að ráðið væri
alfarið skipað séríræðing-
um. I öðru lagi kæmi til
greina að kjósa allt þingið á náttúra-
verndarþingi, sem þýddi að ráðið yrði
líkara grasrótarsamtökum. Þetta gæti
hins vegar leitt til þess að ráðið myndi
starfa eins og enn ein grasrótarsam-
tökin. I þriðja lagi kæmi til greina að
leggja ráðið niður og deila því fjár-
magni sem það hefur fengið, um fjórar
milljónir króna á ári, til frjálsra félaga-
samtaka. Náttúruverndarþing hefði
fjallað um þessar hugmyndir og sam-
þykkt ályktun þess efnis að ekki ætti
að gera breytingar á ráðinu.
Siv sagðist vonast eftir að nýju Nátt-
úraverndarráði tækist vel upp í störf-
um sínum og hún myndi leita eftir ráð-
gjöf þess. Aðspurð útilokaði hún þó
ekki að breytingar yrðu gerðar á stöðu
þess þótt ekki væru uppi tillögur um að
breyta lögum um starfsemi þess á
þessari stundu.
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 39
McCain vinnur óvæntan stórsigur í forkosningum repúblikana í New Hampshire
Getur nú gert sér raunhæf-
ar vonir um tilnefningu
Reuters
Stuðningsmenn Johns McCains í Suður-Karúlínu hylla hann þegar hann kom þangað í gær frá New Hampshire.
John McCain er nú
talinn geta gert sér
raunhæfar vonir um
að verða tilnefndur
forsetaefni repúblik-
ana eftir hafa unnið
óvæntan stórsigur í
New Hampshire á
George W. Bush sem
hingað til hefur verið
talinn nær öruggur
um að hreppa til-
nefninguna.
Manchester. AP, AFP, Washington Post.
OHN McCain, öldungadeildar-
þingmaðm- frá Arizona, vann
óvæntan stórsigur á George
W. Bush, ríkisstjóra Texas, í
forkosningum repúblikana í New
Hampshire í fyrradag vegna forseta-
kosninganna í Bandaríkjunum í nóv-
ember. A1 Gore varaforseti hélt hins
vegar velli í forkosningum demókrata
og vann nauman sigur á Bill Bradley,
fyrrverandi öldungadeildarþingmanni
og körfuknattleikshetju.
„Við höfum sent kröftug skilaboð til
Washington um að breytingar séu í
vændum,“ sagði McCain við stuðn-
ingsmenn sína þegar þeir fögnuðu úr-
slitunum. Hann sagði að loforð sín um
að knýja fram breytingar á reglum um
fjármögnun stjórnmálaframboða,
draga úr áhrifum sérhagsmunahópa í
Washington og minnka vægi peninga í
bandarískum stjórnmálum hefðu átt
stærstan þátt í sigrinum.
Þegar atkvæði í 96% kjörsvæðanna
höfðu verið talin var MeCain með 49%
fylgi en Bush 31%. Auðkýfingurinn og
útgefandinn Steve Forbes var í þriðja
sæti með 13% atkvæða og Alan Keyes,
fyrrverandi sendiherra, fékk 6%.
Staða Gore styrkist
í forkosningum demókrata fékk
Gore 52% atkvæða en Bradley 47%.
Varaforsetinn sagði að úrslitin væra
ills viti fyrir Bradley, sem beið ósigur í
forkosningum í Iowa í vikunni sem leið
með miklu meiri mun. „Ef hann getur
ekki sigrað hér er það hrikalegt áfall
fyrir hann,“ sagði Gore við íréttamenn.
Margir stjórnmálaskýrendur vora á
sama máli og töldu úrslitin auka mjög
líkurnar á því að Gore yrði tilnefndur
forsetaefni demókrata. Bradley naut
góðs af því að tæpur þriðjungur kjós-
enda í forkosningum demókrata í New
Hampshire er ekki í de-
mókrataflokknum og naut
hann stuðnings mikils meiri-
hluta þeirra. Atkvæði
óháðra kjósenda skipta hins
vegar mun minna máli í
komandi forkosningum og
mikið fylgi Gore meðal
skráðra flokksfélaga bendir
til þess að Bradley eigi á brattann að
sækja í næstu lotu kosningabaráttunn-
ar.
Um það bil þriðji hver kjósandi í for-
kosningum repúblikana var óháður og
kannanir við kjörstaði bentu til þess að
þrír af hverjum fjóram þeirra hefðu
kosið McCain. Þessi mikli stuðningur
er talinn helsta skýringin á því að sigur
McCain varð mun meiri en búist var
við.
Ólíkt Bradley fékk McCain hins
vegar mikið fylgi í nánast öllum kjós-
endahópunum. Hann naut meiri stuðn-
ings en Bush meðal karla og kvenna,
ungra og gamalla, ríkra og fátækra.
Bush fékk hins vegar meira fylgi með-
al mjög íhaldssamra kjósenda.
Bush rejmdi að gera lítið úr ósigrin-
um og benti á að McCain hafði ákveðið
að taka ekki þátt í kosningabaráttunni
í Iowa til að geta einbeitt sér að for-
kosningunum í New Hampshire og
Suður-Karólínu eftir hálfan mánuð.
„Leiðin að tilnefningu repúblikana er
löng,“ sagði Bush. „Mín leið mun liggja
um öll ríkin 50 og ég ætla ekki að láta
staðar numið fyrr en ég er kominn á
Pennsylvania Avenue 1600 [Hvíta hús-
ið].“
Bush enn talinn
sigurstranglegastur
„Dásamlegri kosningabaráttu er
lokið í New Hampshire en mikil her-
ferð um allt landið er rétt nýhafin,“
sagði McCain eftir sigurinn.
Margir telja þó að Bush sé enn lík-
legastur til að verða tilnefndur forseta-
efni repúblikana nema sigur McCain í
New Hampshire verði tU þess að mikl-
ar fjárhæðir streymi í kosningasjóð
hans á næstu vikum. Bush stendur
miklu betur að vígi fjárhagslega og
hefur slegið fjáröflunarmet í kosninga-
baráttunni. Samkvæmt nýjustu upp-
lýsingum nemur kosningasjóður Bush
31,4 milljónum dala (2,2 milljörðum
króna) en sjóður McCain 7,7 milljón-
um dala (550 milljónum kr.). Takist
McCain ekki að minnka þennan mun
gæti hann átt erfitt uppdráttar í stóra
ríkjunum, sem gætu ráðið úrslitum í
forkosningunum.
Líklegt er að úrslit forkosninganna í
báðum flokkunum ráðist á næstu fimm
vikum. Næstu forkosningar repúblik-
ana verða í Delaware á þriðjudaginn
kemur, í Suður-Karólínu viku síðar, og
Arizona og Michigan 22. febrúar. For-
kosningar verða síðan í ellefu ríkjum 7.
mars og í sex ríkjum viku síðar.
Forkosningamar í
New Hampshire eru tald-
ar þýðingarmiklar í Ijósi
þess að frá árinu 1952
hafa allir forsetar Banda-
ríkjanna nema einn farið
með sigur af hólmi í n'k-
inu áður en þeir voru
kjörnir í Hvíta húsið. Bill
Clinton er eina undantekningin, en
hann beið ósigur fyrir Paul Tsongas,
fyrrverandi öldungadeildarþingmanni,
í forkosningunum í New Hampshire
árið 1992.
McCain „óveiyulegur
slj órnmálamaður “
Sigur McCain í New Hampshire
gerir hann að mai-ktækum frambjóð-
anda sem á raunhæfan möguleika á að
verða tilnefndur forsetaefni repúblik-
ana. „Þetta grefur undan þeirri goð-
sögn að sigur Bush í forkosningunum
sé óhjákvæmilegur,11 sagði Linda Di-
Valli, sem hefur annast skoðanakann-
anir iýrir repúblikana.
Líklegt er að stórsigur McCain valdi
titringi meðal frammámanna i
Repúblikanaflokknum, þingmanna,
ríkisstjóra og annarra sem hafa fylkt
sér um Bush og töldu að hann ætti sig-
ur vísan.
Flestir stjórnmálaskýrendur era á
einu máli um að margh- þættir hafi
stuðlað að stórsigii McCain. Hann hafi
t.a.m. eytt meiri tíma í New Hamp-
shire en Bush, laðað að marga sem
ekki var búist við að myndu kjósa og
sýnt leiðtogahæfileika sem margir
kjósendur í ríldnu hafi kunnað að
meta.
„Litið var á hann sem óvenjulegan
stjómmálamann,“ sagði Linda Fowler,
prófessor við Dartmouth-háskóla, og
benti á að kjósendur í New Hampshire
hafi oft hneigst til að styðja frambjóð-
endur sem fara sínar eigin leiðir.
Slæm frammistaða Bush í sjónvarpi
kom McCain einnig til góða. „Bush
kemur alls ekki mjög vel fyrir í sjón-
varpi. Hann var ekki traustvekjandi og
stóð sig ekki vel í kappræðunum, eink-
um í samanburði við McCain sem var
líflegur og sótti í sig veðrið,“ sagði
Fowler.
Hún bætti við að stefna McCain í
skatta- og fjármálum hefði einnig
mælst vel fyrir meðal kjósenda í New
Hampshire.
Bush og McCain deildu einkum um
skattamál, sem hafa oft verið mjög
þýðingarmikil í forkosningum í New
Hampshire. Bush lofaði miklum
skattalækkunum í samræmi við tillög-
ur repúblikana á þinginu. McCain boð-
aði hins vegar minni skattalækkanir en
lofaði að nota hluta áætlaðs fjárlaga-
afgangs á næstu áram til að efla al-
mannatryggingar og greiða niður
skuldir Bandaríkjanna.
Ráðgjafar repúblikana
töldu að ósigur Bush myndi
ekki verða til þess að hann
breytti stefnu sinni eða
skilaboðum en sögðu að
hann yrði að breyta baráttu-
aðferðum sínum.
Bush hefur þótt litlaus í
kosningabaráttunni og hef-
ur verið gagnrýndur fyrir að
veigra sér við að svara spurningum
fréttamanna.
McCain hefur hins vegar verið mjög
líflegur og þróttmikill í kosningabar-
áttunni. Hann hefur verið óhræddur
við að slá á létta strengi og sagði t.a.m.
í kappræðum nýlega að ef Alan
Greenspan, seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna, félli frá myndi hann „festa
hann upp, setja dökk gleraugu á hann
og halda honum eins lengi og nokkur
kostur væri“.
Einlægni McCain hefur stundum
komið fréttamönnum í opna skjöldu og
hann nýtur mikilla vinsælda meðal
þeirra, enda hefur hann verið mjög fús
að ræða við þá. Hann hefur þá látið
móðan mása og verið óhræddur við að
afhjúpa bresti sína.
McCain var stríðsfangi í Hanoi í
fimm og hálft ár í Víetnamstríðinu og
margir Bandaríkjamenn líta á hann
sem þjóðhetju. Blaðamaður The Sun-
day Times hefur einnig lýst McCain
sem „sannri bandarískri hetju“. „Með-
an Bill Clinton kom sér hjá því að
gegna herþjónustu í Víetnam og Geor-
ge W. Bush var þjóðvarðliði í Texas,
„varði ríki sitt frækilega gegn ná-
grönnunum í Oklahoma“, fór McCain í
árásarferðir sem flugmaður í banda-
ríska hernum.“
McCain skýrir frá starfsferlinum í
hernum og fangelsisvistinni í æviminn-
ingum sínum, Faith of my Fathers,
sem út komu á liðnu ári. Þar kemur
fram að flugvél McCain var skotin nið-
ur yfir Hanoi í október 1967 þegar
hann fór í 23. árásarferð sína. Hann
brotnaði á báðum höndum og hægra
hné þegar hann skaut sér út úr flug-
stjórnarklefanum og lenti í fallhlíf á
stöðuvatni í Hanoi. Honum tókst að
blása upp björgunarvesti sitt áður en
hann missti meðvitund og rankaði við
sér þegar reiðir íbúar borgarinnar tog-
uðu hann upp úr vatninu. Eftir að þeir
höfðu sparkað í hann tók einn borgar-
búanna sig til og axlarbraut hann með
riffilskafti og annar stakk byssusting í
nára hans.
Var knúinn
til játningar
McCain var fluttur í herfangelsi og
þar var honum sagt að hann fengi enga
læknisaðhlynningu nema hann játaði
að hann væri stríðsglæpamaður.
McCain neitaði en gafst upp eftir fjóra
daga þar sem hann óttaðist að sárin
myndu draga hann til dauða.
Víetnamamir komust
að því að faðir McCain
var aðmíráll í bandaríska
hemum og hugðust nót-
færa sér hann í áróðurs-
skyni. Þeir reyndu að
knýja hann til að afneita
landi sínu og buðust jafn-
vel til að láta hann lausan
ef hann gerði það, en
hann hafnaði því.
McCain sætti oft barsmíðum og
pyntingum í fangelsinu og reyndi
tvisvar sinnum að svipta sig lífi. Þar
sem hann fékk ekki næga læknisað-
hlynningu urðu beinbrotin til þess að
hann getur ekki enn reist hendurnar
nema upp að öxlum og ekki greitt sér.
McCain segist skammast sín fyrir
að hafa gefist upp og játað á sig stríðs-
glæpi en fyrrverandi stríðsfangar í Ví-
etnam segja að hann hafi staðist þessa
eldraun einstaklega vel. „Þessi maður
er hörkutól,“ hafði The Times eftir ein-
um þeirra.
Sjálfm- hefur McCain gert lítið úr
starfsferli sínum í hernum. „Það krefst
ekki mikilla hæfileika að vera skotinn
niður.“
„Þetta grefur
undan
goðsögninni
um að sigur
Bush sé óhjá-
kvæmilegur“
Mikið fylgi
meðal óháðra
kjósenda
helsta skýring-
in á stór-
sigrinum