Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. FEB RÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A * Ovissa á N-Irlandi vegna afvopnunarmála Uppstokkun í brezka Ihaldsflokknum Portillo aftur í eldlínuna Reynt til þrautar að fínna lausn Belfast, London, Dyflinni. AP, Reuters, AFP. PETER Mandelson, Norður-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, sagði í fyrrakvöld, að enn væri unnt að bjarga friðarferlinu á Norð- ur-írlandi. Kvaðst hann ekki myndu setja af hina nýskipuðu samsteypu- stjóm í landinu alveg í bráð þótt fram kæmi í nýrri skýrslu að IRA, írski lýðveldisherinn, ætlaði ekki að afhenda vopnin. í skýrslu, sem kanadíski hershöfð- inginn John de Chastelain hefur tek- ið saman, kemur fram að ekkert bendi til að IRA hyggist afvopnast eins og um var samið. Hefur skýrsl- an verið lögð fyrir bresku, írsku og n-£rsku stjórnina en ekki birt opin- berlega enn. Vilja beina stjórn frá London David Trimble, forsætisráðherra N-írlands og helsti leiðtogi mótmæl- enda, segir að ljóst sé, að IRA hafi svildð gerða samninga og því sé ekki annað framundan en að leysa upp hina nýju samsteypustjóm mótmæl- enda og kaþólskra manna og koma á beinni stjórn frá London. Að því Rakst áher- flugvél Teheran. AP. FARÞEGAVÉL íranska flugfélags- ins Iran Air og herflugvél lentu í árekstri á Mehrabad-flugvellinum í Teheran í gær. Tíu manns sem vom um borð í farþegavélinni létust. Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA var Iran Air vélin, sem var af gerðinni Airbus A-300, á leið í eitt af flugskýlum flugvallarins til viðhalds þegar hún rakst á C-130 herflugvélina sem hafði aukið hrað- ann fyrir flugtak. Yfirvöld flugvallarins vildu í gær búnu megi athuga í nýjum viðræðum hvort IRA vilji afvopnast, ella verði að beita Sinn Fein, stjórnmálaarmi samtakanna, pólitískum refsiaðgerð- um. í yfirlýsingu frá IRA segir hins vegar að eftir sem áður styðji hreyf- ingin friðarsamningana. Að loknum fundi í Dyflinni með Brian Cowen, utanríkisráðherra ír- lands, sagði Mandelson, að skoða yrði skýrsluna vel og reyna að finna einhverja útleið. Það jákvæða í henni væri að vopnahléið á N-írlandi hefði verið virt og það væri ekki svo lítið. Kenna óbilgirni sambandssinna um Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, segir það vera út í hött að IRA sé til- búið til að afvopnast „fyrir fimm eða sex vikur í stjórn“ og ennfremur að upphafleg áætlun um að IRA hefði afvopnast ekki síðar en í maí nk. hefði verið miðuð við að samsteypu- stjórnin tæki við völdum seint á ár- inu 1998. „Sambandssinnar láta alla ein- ekki tjá sig um slysið, en Mehra- bad-flugvöllurinn þjónar bæði al- mennu farþegaflugi og herflugvél- daga lönd og leið þegar þeim þókn- ast,“ sagði Adams. „Það er okkar hlutverk sem stjórnmálamanna að sýna þeim sem vopnin hafa að stjórn- málastarfið ber árangur. Óbilgimi sambandssinna er hins vegar að svipta okkur þessu tækifæri.“ Afvopnunamefndin, sem de Chastelain er í forsvari fyrir, hefur einnig átt viðræður við tvær skæm- liðahreyfingar mótmælenda, Varn- arsamtök Ulsters og Sjálfboðalið Ulsters, en þær bera ábyrgð á morð- um margra hundraða kaþólskra manna. Skilyrði þeirra fyrir afvopn- un er að IRA verði fyrri til að leggja niður vopn. Miklar viðræður Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlaði að ræða við David Trimble í gær og Bertie Ahern, for- sætisráðherra Irlands, hafði boðað til fundar með leiðtogum Sinn Fein. Þá lét Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, málið til sín taka í fyrradag er hann skoraði á deiluaðila að virða ákvæði friðarsamningsins. AP um. A myndinni sjást flugmenn kanna flak annarrar vélarinnar í gær. Lundúnum. The Daily Telegraph. MICHAEL Portillo er nú aftur kominn í eldlínu stjórnmálabar- áttu brezka íhalds- flokksins eftir að William Hague, leið- togi flokksins, stokk- aði upp í skugga- ráðuneyti sínu og fékk Portillo til að taka að sér að vera mótherji Gordons Brown fjármála- ráðherra. fhaldsflokkurinn á enn á brattann að sækja, nú þegar rúmt ár er eftir af kjör- tímabilinu. Hague hefur lagt nokkuð mikið undir með því að fá Portillo í lið með sér í skuggaráðuneytinu, en sá síðarncfndi er almennt álitinn líklegasti arftaki Hagues sem flokksleiðtogi. Sem talsmaður fjármála hefur Portillo nú fengið mest krefjandi hlutverkið í skuggaráðuneytinu. Hague þykir hafa sýnt nokkuð harða framgöngu í hinni óvæntu uppstokkun. Að hann skyldi hafa ákveðið að ýta út úr liðinu þeim John Redwood, sem fór með um- hverfismál i skuggaráðuneytinu, og John Maples, sem fór með ut- anríkismálin, þykir til marks um þetta. Þótt talsmaður íhalds- flokksins segði að þeir hefðu „vik- ið sáttir" lék enginn vafi á því meðal þingmanna að þeir hefðu verið reknir. Þessar lyktir þykja pólitískur ósigur einkum fyrir Redwood, en hann bauð sig fram til flokksleiðtoga gegn John Major árið 1995. Archie Norman, sem áður stýrði brezku Asda-stórmarkaða- keðjunni, tekur við umhverfismál- unum og Francis Maude - sem víkur fyrir Portillo sem fjármála- talsmaður skuggaráðuneytisins - tekur við utanríkismálunum. Þeg- ar Hague stokkaði síðast upp í liðinu í júní sl. lét hann svo um- mælt að þetta væri liðið sem myndi fara fyrir kosningabaráttu flokksins fyrir næstu þingkosning- ar. En óróleika var farið að gæta innan flokksins vegna þess að ekkert hefur gengið að bæta stöðu hans í skoðanakönnunum. Ríkissljórn Verka- mannaflokksins nýtur enn meira fylgis á miðju kjörtímabili en nokkur önnur brezk stjórn síðustu ára. Þrýst hafði verið á Hague að fela Portillo mikilvægt hlutverk, en aðeins tveir mán- uðir eru síðan Portil- lo, sem var varnarmálaráðherra í ríkissljórn Johns Ma- jors, komst aftur inn á þing í aukakosning- um í Kensington og Chelsea- kjördæminu í Lundúnum. Margir flokksmenn líta á Portillo sem eitt vænlegasta leiðtogaefnið. En jafn- vel þótt búizt væri við að það væri aðeins tímaspursmál hvenær hann kæmist í leiðandi stöðu kom hinn hraði frami hans mörgurn á óvart. Hague sagði að breytingarnar myndu „bæta stórkostlega við hæfni, slagkraft og eldmóð skugg- aráðuneytisins". Hann lýsti Port- illo sem manni, sem „þegar hafi sannazt að sé þungavigtarmaður í' stjórnmálum“. Að sögn heimildar- manna í íhaldsflokknum krafði Hague Portillo ekki um neinn sér- stakan hollustueið við sig. Portillo sagðist „hlakka til að eiga náið samstarf við William, þar sem við leggjumst á eitt í bar- áttunni fyrir lægri sköttum og minni ríkisafskiptum af efnahags- lífinu". Sú ályktun er dregin af manna- breytingunum að Hague fyrirhugi að leggja út í kosningabaráttu þar sem áherzla verður lögð á gagn- rýna stefnu í Evrópumálum. Port- illo, sem er þekktur fyrir að vera harður andstæðingur þess að sterlingspundinu verði skipt út fyrir Evrópumyntina, mun fara fyrir baráttunni gegn myntbanda- lagsaðild Bretlands. Michael Portillo Dönsk dagblöð rekja ævintýralega tilurð yfírlýsingar ráðherraráðs Evrópusambandsins Klima og Klestil óskuðu eftir þrýsting’i Vín, Kaupmannahöfn, París. AFP, AP. Vegfarendur í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, deila um Haider í gær. „Aldrei Haider" stendur á skilti sem andstæðingar hans halda á. í DANSKA blaðinu Ekstra Bladet var í gær fullyrt, að Thomas Klestil, forseti Austurríkis, hefði um síðustu helgi hringt í Antonio Guterres, for- sætisráðherra Portúgals, for- mennskuríkis ESB þetta misserið, og beðið um að sambandið beitti miklum þrýstingi til að reyna að hindra stjómarsamstarf Frelsis- flokksins og Þjóðarflokksins, flokks austurrískra íhaldsmanna, en flokk- arnir gengu frá stjómarsáttmála á þriðjudagskvöld. Samkvæmt frásögn blaðsins greindi Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, utanrík- ismálanefnd danska þingsins frá beiðni Klestils á lokuðum fundi á þriðjudag. Er Rasmussen sagður hafa lagt áherzlu á, að þessar upp- lýsingar væra trúnaðarmál. I París staðfesti heimildarmaður AFP í frönsku utanríkisþjónustunni frásögn Ekstra Bladet og bætti því við að Klestil hefði tjáð Jacques Chirac Frakklandsforseta að ESB mætti gera opinberar þær aðgerðir sem það hygðist grípa til í því skyni að hafa áhrtf á stjómarmyndunina í Austurríki. Með tilvísun í nokkra ónafn- greinda heimildarmenn segja bæði Ekstra Bladet og Jyllandsposten frá því í gær að á sunnudag hefði Guter- res hringt í Rasmussen og upplýst hann um óskir Klestils. Rasmussen neitaði í gær að staðfesta frásögnina, en danska ríkisútvarpið sagðist í gær hafa sannreynt að rétt hefði verið greint frá því sem fram fór á fundi utanríkismálanefndarinnar. Fáheyrt Hinir 17 meðlimir nefndarinnar, sem koma úr öllum flokkum sem eiga sæti á danska þinginu, era bundnir ströngum trúnaðarreglum um það sem rætt er á fundum henn- ar og gera sig seka um refsivert at- hæfi virði þeir þessar reglur ekki. Leki samt upplýsingar út af slíkum fundum er því hægt að álykta sem svo, að mönnum sem sátu hann þyki málið þess eðlis að þeim þyki skylda sín til að upplýsa almenning vega þyngra en þagnarskyldan. „Forseti Austurríkis og fráfarandi ríldsstjómarleiðtogi áttu virkan þátt í því er ESB-ríkin sendu frá sér við- vörunina gegn stjórnarþátttöku Frelsisflokksins," segir í frásögn Jyllandsposten, og Ekstra Bladet tekur enn dýpra í árinni: ,jVusturríki bað sjálft um ESB-hótanimar“. Viktor Klima, fráfarandi kanzlari og leiðtogi austurrískra jafnaðar- manna, er sagður hafa á kvöldverð- aríúndi með ríkisstjórnarleiðtogum nokkurra annarra ESB-ríkja á helf- ararráðstefnunni í Stokkhólmi í síð- ustu viku vakið máls á því að ESB gripi til aðgerða. Ekstra Bladet full- yrðir að Klima hafi þama augljós- lega beitt sér í nafni pólitískra einka- hagsmuna. A alþjóðlegu efnahagsráðstefn- unni í Davos í Sviss um helgina hafi síðan áfram verið bak við tjöldin unnið að því að koma hugmyndum um aðgerðir ESB í málinu í ákveðinn farveg, og Klestil forseti hafi með hnitmiðuðum símtölum á sunnudag hjálpað til við að reka endahnútinn á þá yfirlýsingu sem Guterres fékk síðan alla hina ríkisstjórnarleiðtog- ana til að skrifa undir og birt var á mánudag. Rasmussen er sagður hafa sagt utanríkismálanefndinni að hann sjálfur hefði fyrst seint á sunnudags- kvöld frétt hvernig yfirlýsingin hljómaði og hann hefði aðeins haft val um að segja já eða nei. „Eða í rauninni aðeins já. Því hvemig hefði það litið út hefði Danmörk skorazt undan? Það hefði verið túlkað sem stuðningur við Haider og gerði því það að verkum að ekki var um neitt annað að ræða en skrifa undir,“ er Rasmussen sagður hafa sagt. Svo mikið hafi legið á vegna þess að Klestil forseti hafi eindregið óskað eftir sameiginlegri ályktun allra 14 bandalagslanda Austurríkis í ESB. Ekstra Bladet segir Klestil hafa með þessu „farið leið sem engin dæmi væra fyrir um að þjóðhöfðingi hefði gert: að biðja erlend ríki um hjálp við lausn innanríkispólitískrar deilu“. Þetta væri sambærilegt við, að Margrét Þórhildur drottning og Nymp Rasmussen myndu biðja ESB um að hóta Danmörku póli- tískri einangran ef í það stefndi að mynduð yrði í Kaupmannahöfn borgaraleg stjórn með þátttöku lýð- skramarans Piu Kjærsgaard. „Þetta væri fullkomlega óhugsandi, en samt nákvæmlega það, sem forseti og kanzlari Austurríkis gerðu,“ skrifar Ekstra Bladet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.