Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 54fi + Jóhanna Sigríður Guðjdnsddttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1913. Hún lést í Seljahlíð hinn 28. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðjdn Guðmun- dsson frá Arnkötlu- dal í Kirkjubdls- hreppi,verkstjdri hjá Reykjavíkurbæ, og Sigríður Bjaniaddttir frá Reykhdlum í Reykhölasveit. Þau Sigríður og Guðjdn eignuðust sex börn; Bjarndísi er lést í æsku, Jtíhönnu, Sigurdísi, Þorbjörgu, Kristínu og Friðrik Hafstein. Böm Guðjdns frá fyrra hjdnabandi vom Halldóra, Haflína og Guðmundur. Árið 1941 giftist Jdhanna Sigur- berg Benediktssyni, skipasmíðameistara í Reykjavík, f. 23.2. 1909, d. 24.1. 1993. Hann var sonur Bene- dikts Hallddrs Krist- jánssonar, bdnda í Haganesi í Fljótum, og konu hans, Unu Krist- jánsddttur. Jdhanna og Sigur- berg eignuðust fjdrar dætur. Þær em: 1) Hrafnhildur, f. 27. maí 1942, gift Steini Lár- ussyni. Þeirra böm eru; Kjartan, maki Magndís Sigurðarddttir og eiga þau tvö börn; Sigurbergur, maki Hanna María Jónsdóttir og eiga þau eitt bam; Hrönn Sigríður, maki Jdn Vilberg Magnússon og eiga þau eitt bam. 2) Sigurdís, f. 16. febrúár 1945, maki Pétur H. Bjömsson. Böm þeirrra eru María Björk S. Glick, gift Ram Glick; María Björk, á tvö böm frá fyrra hjónabandi; Hanna Kristín, maki Steinþdr Skúlason og eiga þau þrjár dætur; Pétur Steinn, unnusta hans er Þorbjörg Sævarsddttir. 3) Dagbjört, f. 21. ágúst 1947. Böm hennar em Harpa, gift Rúrik Vatn- arssyni og eiga þau fjögur böm; Heimir, maki Guðný Úlfarsddttir og eiga þau eitt bam; Haukur, maki Auður Guðmundsddttir. 4) Steinunn, f. 29. desember 1950, gift Jan Torben Jörgensen, og eiga þau tvö börn, Kristján, unnusta hans er Mette Möller Jensen; og Katrínu. Jóhanna dlst upp í Reykjavík. Þau Sigurberg reistu sér hús í Efstasundi 5 í Reykjavík þar sem þau bjuggu lengst af. Eftir að dæt- ur þeirra vom uppkomnar hdf Jd- hanna störf við saumaskap hjá Belgjagerðinni hf. og síðan hjá Hildu hf. Útför Jdhönnu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. JÓHANNA SIGRÍÐUR G UÐJÓNSDÓTTIR í dag er til moldar borin tengda- móðir okkar, Jóhanna Sigríður Guð- jónsdóttir. Við kynntumst henni og eiginmanni hennar, Sigurberg Bene- diktssyni, þegar við sem ungir menn felldum hug til dætra þeirra. Ljúfur persónuleiki Hönnu, eins og hún var ávallt kölluð, var okkur strax ljós. Hún gaf. An kvaða eða takmarka. Hún gaf hlýju, umhyggju og ást, alla sína tíð, og þau hjón bæði. Líf þeirra var helgað dætrunum fjórum, mök- um þeirra, barnabömum og síðar barnabamabörnum. Þau héldu fjöl- skyldunni saman, vakin og sofin bára þau umhyggju fyrir öllum sínum. Samheldni dætranna er ekki tilvilj- un, til hennar var sáð af foreldranum strax í æsku. Jóhanna var húsmóðir síns tíma. Hún byggði upp heimili fyrir mann sinn og dætur, án hávaða og kvart- ana. Ekkert verkefni sem hún þurfti að leysa af hendi fyrir fjölskylduna var henni of erfitt eða tímafrekt. Aldrei heyrðist hún kvarta þótt knappt hafi verið um fé á tímum byggingar hússins þeirra í Efstas- undi 5. Hún var hagsýn, nýtin og sparsöm, handlagin með afbrigðum og smekkleg. Hún drýgði tekjur heimilisins með því að sauma fatnað fyrir fólk, saumaði fötin á dæturnar ungar, hvort sem var bamafatnaður eða síðar samkvæmiskjólar. Jakka- föt og frakkar á eiginmanninn eða leðurjakkar á tengdasynina vora henni ekki vandamál. Gæðin vora eins og best verður hjá lærðustu klæðskeram. í hennar huga skyldu verkin framkvæmd af fullkomnun eða sleppa þeim ella. Veganesti dætranna út í lífið ber þessa vott. Heimili þeirra hjóna var alltaf op- ið, hlýja og gestrisni vai- í fyrirrúmi. Meðal skærastu minninga elstu barnabarnanna era þeir tímar sem þau fengu, þá fimm fjörkálfar, að gista öll saman hjá afa og ömmu í Ef- stasundi. Þá snerist líf Hönnu og Sigga um barnabörnin. Kærleikur- inn var án takmarka. Matseðillinn var hannaðui’ með þeirra óskir í huga og ærsl og hávaði æskunnar truflaði ekki hugarró ömmu og afa. Helgar- bíltúrarnir vora ekki fullkomnir fyrir börnin ef ekki var komið við í Efsta- sundi. Heimsækja afa á verkstæðið í kjallaranum, þiggja faðmlög ömmu og afa og bakkelsi á eftir. Saltkjöt og baunii’, kjöt í karrí eða kjötsúpa vora ekki í uppáhaldi hjá börnum okkar í þá tíma. Jóhanna vissi það og þegar hún eldaði slíkan mat hringdi hún ósjaldan í okkur tengdasynina sem í Reykjavík bjuggum og bauð okkur að koma við eftir vinnu og fá bita. Hugur hennar til fjölskyldunnar var slíkur, jafn til allra. Sigurberg vai’ allt fram til þess er heilsunni fór að hraka stjórnsamur og ráðríkur maður. Þeir þættir í fari hans voru þó afgerandi í þágu vel- ferðar fjölskyldunnar. Hann vildi öll- um sínum vel og taldi að það þyrfti að stjórna stíft til þess að vel færi. Jó- hanna kunni þá list að sigla milli skers og bára, hafði hægt um sig þegar stjórnsemi bóndans varð áber- andi og stýrði því sem hún vildi stýra með hægð og ró. I hugum barna- bamanna var það afi sem réð og amma var svolítið i skugga hans. En eftir því sem aldur þeirra og þroski óx varð þeim Ijóst hvílíkt lífsakkeri amma var. Hún var alltaf til staðar, faðmandi, huggandi og sættandi. Einn okkar er búsettur i Dan- mörku. Jóhanna og Sigurberg dvöldu oft á heimili okkar þar og sömuleiðis við hjá þeim í Efstasundi og síðar í Hvassaleiti. Þeir tímar munu aldrei gleymast, né dagar okk- ar saman í Haganesi, þar sem þau nutu sín hvað best. Þrátt fyrir tung- umálaerfiðleika í fyrstu náðist gott samband milli okkar. Tungumál þeirra var einfalt; kærleikur og ást. Það þurfti ekki endilega að nota mörg orð til tjáningar. Vorið 1986 fluttu þau hjón í Hvassaleiti 58 sem þá varð griðastað- ur yngri barnabarnanna. Líkamlegri heilsu Sigurbergs fór hrakandi. Síð- ustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsum og lést 24. janúar 1993. Jóhanna, sem þá var nokkuð farin að heilsu, stund- aði hann af ást og umhyggju eins og henni var unnt. Þótt okkur sé öllum ljóst að Jó- hönnu var hvíldin kærkomin er sökn- uður í huga okkar allra. Barnabörn hennar era nú ellefu talsins og barnabarnabömin fjórtán. Þau lan- gömmubarnanna sem náð hafa viti og þroska sakna líka langömmu. Heimsóknirnar til hennar í Seljahlíð, þar sem hún bjó síðustu tæp tvö árin, era skýrar í minningu þeirra. Gleði hennar við að fá þau til sín vai’ svo ljós. Lífsgleði og jákvæði vora ein- kenni hennar, allt fram til síðasta dags. Starfsfólk Seljahlíðar hefur annast Jóhönnu af einstakri umhyggju og ástúð. Hún fann hlýju þeirra í sinn garð og minntist á það í hvert sinn sem við heimsóttum hana. Aðspurð hvernig hún hefði það var svarið ávallt: „Agætt,“ hvernig sem heilsu hennar var háttað. Við viljum koma fram þakklæti til þessa frábæra starfsfólks. Án þess að lasta aðra get- um við fullyrt að hvergi hefði henni liðið betur síðustu árin en í Seljahlíð. Við kveðjum nú Hönnu, þessa heiðurskonu, með minningum um sterkan persónuleika, ást hennar og umhyggju fyrir okkur og fjölskyld- um okkar. Steinn Lárusson, Pétur H. Björnsson, Jan Torben Jorgenscn. Elsku amma mín. Nú kveð ég þig í síðasta sinn. Þegar ég hugsa til baka á ég svo ótrúlega margar fallegar minningar um lífið okkar saman. Þú og afi í Efstasundinu. Það voruð þið sem sameinuðuð okkur í þessa stóru fjölskyldu. Alltaf svo mikil gleði, hlýja og ást sem streymdi frá ykkur um mig alla og gerir enn í minning- unni. Já, góðai’ minningai’ verða aldrei frá okkur teknai’ og erfitt að skrifa um þær því þær snerta mig svo djúpt. Því segi ég bless, amma mín, með tilvitnun sem hefði getað komið frá þínu hjarta : „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekld um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyft- ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." Þín dótturdóttir, Hanna K. Pétursdóttir. Elsku langamma. Því fórst þú frá mér? Þú varst besta langamma í heimi og ert það enn. En nú ert þú fiogin upp sem engill. Ég veit að langafi bíður eftir þér og bið því að heilsa. Þín langömmudóttir, Hildur. Elsku langamma. Eftir að þú yfir- gafst mig er allt svo tómlegt. Mér þótti svo vænt um þig að ég mátti vart missa þig. Þú varst besta og ljúf- asta langamma í heimi. Ég sakna þín en veit að þér líður betur hjá afa og Guði. Þín langömmudóttii’, Snædís. Hin sterku tengsl okkar til íslands hafa sérstaklega verið í gegnum ömmu okkar. í hvert sinn sem ákvörðun var tekin um að við ætluð- um að koma til íslands, sem var minnst einu sinni á ári, var tilhlökkun hennar og eftirvænting svo ótrúleg að óhjákvæmilegt var annað en að smitast af henni. Hvernig hún tók á móti okkur og lét okkur finna hvað við voram vel- komin er ein af skærastu minningun- um um hana. Oft var sambandið í gegnum símann, en það var engin hindran í að frásögnum af atburðum, f smáum sem stóram, væri miðlað á milli. Það kom svo vel í ljós að allir í fjölskyldunni ættu að halda saman, fjarlægðin átti ekki að vera nein hindran. Þess vegna kom hún líka oft til Danmerkur þar sem hún kunni vel við sig. Þó að við hittum ömmu og íslensku fjölskylduna sjaldnar en við vildum, hefur það haft í för með sér djúpstæð tengsl okkar á milli. Við bjuggum oft hjá ömmu sem okkur fannst forrétt- indi og þá kynntumst við hinum fjöl- breytilegu hliðum sem elsku amma okkar hafði. Samheldni fjölskyldnanna sveif í kringum ömmu hvar sem hún var. Með sinni góðu skapgerð og líflega anda hafði hún þann dásamlega eig- inleika að öllum í kringum hana leið vel. Þessi glaðværð og smitandi hlát- ur vora ótrúlega sterk séreinkenni ömmu, sem elskaði að hafa sína í kringum sig. Hún var stolt af fjöl- skyldunni sinni og endurtók oft og mörgum sinnum að hún væri hennar stóra líkidæmi. Hún hafði vakandi auga á öllum, hverjum og einum. Hún var ákveðin kona sem hélt fast við sínar skoðanir og þoldi illa lé- leg vinnubrögð. Ef eitthvað stóð til í fjölskyldunni var hún virkur þátttak- andi. Forvitni hennar kom í veg fyrir að hún missti af hinum minnstu smá- atriðum. Þessi forvitna sál gaf henni lífsviljann til hins síðasta. Síðustu ár hafa verið erfið, þar sem við vissum aldrei hvort við vor- um að sjá hana í síðasta sinn: Við reyndum alltaf að undirbúa okkur undir síðustu kveðjuna, en það var eins og við gætum aldrei alveg kvatt hana. Amma mun skilja eftir sig stórt tómarúm. Við munum ávallt minnast hennar með dýpstu virðingu og kær- leik. Katrín og Kristján Jörgensen. Elsku amma, nú erað þig afi sam- an á ný. Þegar ég hugsa um þig kem- ur fyrst í huga mér hvað þú varst allt- af glaðvær, lífsglöð og hlý. Þú hafðir alveg óendanlegan lífskraft og lífsá- nægju sem streymdi frá þér og þú hafðir alltaf svo mikið að gefa. Heim- ilið ykkar afa var í mínum augum hlýjasti og öraggasti staður í heimi og þið vorað alltaf til staðar, þolin- móð og umburðarlynd. Ég minnist þess hve nú naust tónl- istar og þegar við fóram reglulega saman á tónleika. Ég minnist líka þeirrar stundar þegar þið afi gáfuð mér gítarinn í afmælisgjöf sem ég hafði óskað mér svo lengi, og stund- unum þar sem við gengum á milh tískuverslana og skoðuðum föt, keyptum svo efni og þú saumaðir á mig föt af bestu gerð. Ég hugsa í dag hve mikil gæfa það er að hafa fengið að vera svona mikið með ykkur afa og hvað ég lærði margt af ykkur sem varð mér til gæfu seinna í lífinu. Nú á ég yndis- legar minningar um þig og afa sem ylja mér um hjartarætumar og ég kveð þig með trega, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Harpa. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt og gefið mér. Núna ert þú búin að kveðja okkar heim og farin á brott í þann heim sem við öll endum í. Ég veit að nú líður þér vel og hefur hitt hann afa eftir sjö ára að- skilnað og efast ég ekki um að það hafi verið fagnaðarfundir þegar Siggi tók á mótti henni Hönnu sinni. Það var alltaf gaman að vera í náv- ist þinni. Þú fylgdist vel með því sem ég var að gera. Þú hafðir mjög gam- an af því að segja mér frá því þegar þú varst í skóla á Laugarvatni, því við höfðum báðar yndi af þessum stað og heilluðumst af töfram Laugarvatn.s,_ Margir vora hissa á því að ég færr aftur og aftur austur fyi*ir fjall (Laugarvatn) á sumrin og dveldi þar í þrjá mánuði, en þú skildir mig, þú vissir hversu gott var að vera þar og hversu fallegur staðurinn er. Þó svo að þrek þitt hafi verið lítið undir það síðasta gafstu þér alltaf tíma til að hlakka til einhvers. Ég gifti mig í ágúst 1998 og þú talaðir um að ekki vildir þú missa af því og gerðir þú það heldur ekki, varst mun lengur en fólk átti von á og skemmtir þér mjög vel. Það gladdi mig mjög að þú skyldir geta tekið þátt í hessum u stóra degi með okkur Jóni Vilberg. Núna undir það síðasta var heilsunni farin að hraka. En þú sýndir mér það enn á ný að þú vildir ekki missa af stórviðburðum í hfi mínu, er þú upp- lifðir það með mér að ég varð mamma í fyrsta sinn, það gerðist 11. desember síðastliðinn. Þú fylgdist með meðgöngu minni og beiðst spennt eftir fæðingunni. Ég gleymi seint þeim degi er ég hitti þig síðast og við Jón Vilberg komum með Birgi Stein mánaðargamlan til þín í Selja- hhð. Ég lagði hann í fangið á þér uppi í rúmi, þú lifnaðir öll við og talaðir um það hvað hann væri fallegur og góð- ur. Honum leið vel í örmum þínum, elsku amma, eins og mér hefur alltaf liðið. Farin er til fjarlægra heima, fmn ég söknuð mikinn nú. Eg minningu þína mun ætíð geyma, í mínu hjarta lifir þú. Hvíl þú í friði, elsku amma. Hrönn Sigríður Steinsdóttir. Elsku langamma mín. Allt í einu ertu farin frá mér. Ég man svo vel þegar við töluðum um allt milli him- ins og jarðar og þú gafst mér góð ráfir- varðandi framtíðina. Ég get nýtt mér mörg af þínum góðu ráðum og met þau mikils. Ég veit að þú og afi erað saman á ný og eigið margar góðar stundir saman. Ég hugga mig við þá tilhugsun að þú ert nú ánægð. Ég mun alltaf minnast þín með söknuði. Þitt langömmubam, Sara Dís. SIGURÐUR TEITSSON + Sigurður Teits- son fæddist í Reykjavík 8. október 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 17. janúar síð- astliðinn og fdr útför hans fram frá Árbæj- arkirkju 25. janúar. Hann kom ævinlega eins og stormsveipur. Við verkstjórarnir hjá gömlu Rafmagnsveitu Reykjavíkur vissum upp á okkur skammirn- ar, Siggi Teits var mættur á staðinn. Við vorum drifnir út á vettvang og urðum að gera skil á syndum okkar. Þrátt fyrii’ daglegt streð voru ferðir þessar ekki einungis farnar til að leysa okkar faglegu mál, heldur kynntumst við Sigurði Teitssyni, sem vissulega hafði ekki hefðbundn- ar skoðanii’ á málunum og urðu oft skemmtilegar umræður um lífsins gagn og nauðsynjar. Við vottum fjölskyldu Sigurðar samúð okkai’ um leið og við minn- umst góðs samstarfsmanns. RúnarSveinbjörnsson, Árni Eyvindsson. Kveðja frá íþróttafélaginu Fylki Þegar frá fellur góður félagi og tryggur stuðningsmaður allt frá bernsku félagsins þá er mér það sem 'g, hefur*' formanni félagsins bæði Ijúft og skylt að minnast hans og þakka það óeigingjama sjálf- boðastarf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu íþrótta- félagsins Fylkis í gegn- um tíðina. Sigurð Teits- son þekkja allir í hverfinu okkar. Hann var einn af þessum köllum sem alltaf hafa verið að snudda í kring- um fótboltann í stórum sem smáum verkum oj seinustu árin hann verið í hliðverjahópnum á heimaleikjum Fylkis. Sigurður gerði meira en það að leggja sjálfur hönd á plóg. Dóttir hans Anna og sonurinn Guðmundur, makar þeirra og börn hafa öll meira og minna komið við sögu okkar ágæta félags. Guðmundur og Anna og Árni maður hennar hafa öll verið virkir stjómarmenn í deildum fé- lagsins auk annarra framlaga þefrra í þágu þess. Á slíkum grunni og af verkum manna eins og Sigurðar er félagið okkar Fylkir byggt. - Fyrii’ hönd íþróttafélagsins Fylk- is þakka ég Sigurði hans góðu verk í þágu félagsins. Ég votta Guðrúnu eiginkonu hans, Guðmundi og Önnu, mökum þefrra og börnum öllum okkar dýpstu sam- úð. Megi minningin um góðan Fylk- ismann lifa. Rúnar Geirinundsson, for- maður íþrdttafélagsins Fylkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.