Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 52
3$2 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR - ÓSKAR HELGASON + Guðmundur Ósk- ar Helgason var fæddur í Borgarnesi 6. janúar 1912 og ólst að mestu þar upp. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 25. janúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgi Guðmundsson verka- maður og kona hans Katrín María Jóns- dóttir, frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Þau fluttust 1925 til Hafn- arfjarðar, þar sem Guðmundur vann fyrstu tvö árin sem sendill í búð, en síðan fór hann að vinna í vegavinnu í Borg- arfirði á sumrin og fiskvinnu á vetrum. Hann fylgdi foreldrum sínum 1933 til búskapar í Hólma- koti, Hraunhreppi á Mýrum. Við fráfall föður síns 1935 tók hann við búi með móður sinni. Hinn 27. desember 1939 gekk Guðmundur að eiga Grétu Gunn- hildi Sigurðardóttur frá Seljum í Hraunhreppi, f. 1. september 1907. Hún var dóttir Sigurðar -**Þúrðarsonar bónda og konu hans, Guðrúnar Guðjónsdóttur, en var fóstruð frá unga aldri hjá hjónun- um á Seljum, Elínu Þórðardóttur og Guðlaugi Jónssyni. Gréta féll frá 7. nóvember 1994. Þau bjuggu blönduðu kúa- og sauðfjárbúi á Hólmakoti og hlutu ítrekað viðurkenn- ingu fyrir mjólkur- gæði. Böm þeirra em Sigrún, f. 29. júní 1943, og Helgi, f. 25. október 1947. Sigrún og sambýlis- maður hennar, Karl Júlíusson frá Arnar- firði vestra, fisk- verkunarmaður, búa í Grindavík og eiga þau þijá syni: Guð- mund Grétar, Sigurð Rúnar og Jón Júlfus. Helgi er bóndi í Hólmakoti, kvæntur Sjöfn Ingu Kristinsdóttur, frá Svart- hamri í Álftafirði við ísafjarðar- djúp, og eru börn þeirra flmm: Margrét Ástrós og er sambýlis- maður hennar Magnús Þ. Fjeld- sted, Heiðrún Harpa, Guðný Olöf, Guðmundur Óskar og Gunnhildur Henný, en þijú böm Sjafnar frá fyrri sambúð em Kristinn Sigurð- ur, Jóna Guðrún og Ingibjörg Andrea. Einnig fóstmðu þau Guð- mundur og Gréta um nokkur sum- ur dreng úr Keflavík, sem misst hafði föður sinn, Guðleif Sigur- jónsson. Guðmundur var jarðsunginn frá Akrakirkju laugardaginn 29. janúar. Guðmundur í Hólmakoti er horfínn af heimi, nokkuð óvænt og snöggt, þótt fjör og þrek hafí verið að smá- fjara út síðustu árin, enda orðinn 88 ára og hafði aldrei hlífst við slítandi -cjrfiði fram undir lokin. Segja má, að hann hafi ráðið ævifleyi sínu til hlunns upp úr því að hann missti sína kæru Grétu fyrir rúmum fimm árum og fór í homið hjá Helga syni sínum og Sjöfn tengdadóttur, sem höfðu um alllangt skeið verið að taka við búr- ekstrinum. Var þeim hjónum mjög svipað skammtað skeið, en hún náði 87 ára aldri. Guðmundur, sem flestir nákomnir kölluðu Munda, eltist mjög fallega, var léttur í lund og spori, ávallt glaður og góður í skapi og sam- skiptum, gekk út um bæjarhlöð og hressti sig í blænum, velti aldrei raunum eða áhyggjum á samferða- fólkið. Sjálfsagt var heldur ekki mikið um þær, af þeirri einföldu ástæðu, að sá hefur nóg sem sér nægja lætur. Þau hjón höfðu bæði einstakt lag á að lifa í lygnum straumi nægjusemi og jafnvægis í efnalegu jafnt sem and- legu tilliti. Fáir hefðu komist nær því en Mundi að geta talist helgur maður. Því olli hið sérstæða gildakerfi hans, sem var honum gersamlega samgróið og fjani allri uppgerð. Það kom manni þannig fyrir, að hann lagði helst ekíd kvarða eiginhags til grund- vallar hugsun sinni og orðum, heldur lét sér annast um að taka mið af vel- ferð og hagræði viðmælandans. Þetta viðhorf seytlaði svo látlaust inn í mann, að ekki varð eftir tekið fyrr en við síðari ígrundun. Og það birtist í margs konar myndum. ítrekaðar við- urkenningar fyrir hágæða mjólkur- innlegg glöddu hann innilega sem fullvissa um að hafa gert sitt besta gagnvart neytendum. Það kom ekki síður fram í viðmóti við skepnumar. Eitt sinn spurði ég hann, við hvað hann miðaði kjamfóðurgjöf í búpen- inginn, og ætlaðist til að fá svar á hag- rænum gmnni. En þá brosti hann sínu blíðasta og sagði: „Þeim þykir þetta svo gott“. Mundi var sem sé ör- ugglega einn þeirra, sem finna velh'ð- an gripanna á eigin skrokki. Allt annað atferli hans og þeirra hjóna beggja bar með sér sama lífs- viðhorf. Þau mátu meira að búa af lagni og natni við hóflegt bú en að gleypa yfir miklu, trúðu að sígandi lukka væri best og að búa meira að eigin afrakstri en dýmm aðfóngum. Þannig vora þau skuldfælin og söfn- uðu fyrir tækjakaupum, þótt það kostaði skakkafóll við gengisfellingar áður en markinu var náð. Þeim verð- ur því hvorki bragðið um hlut að því að yfirfylla markaðinn né að sölsa undir sig lánsfé. En kann samfélagið þeim þakkir fyrir það? Ekkert hefur bætt þeim upp að hafa ekki nýtt ódýr lán og styrki til jafns við aðra og á hinn bóginn hafa þau og arftakar þeirra orðið fyrir því undarlega rétt- læti að takmarka fullvirði afurða við fyrri bústærð, í stað þess að fá að þróa hana í eðlilegt horf, þótt síðar gerist en hjá öðram. En nú er ég far- inn að þrasa um veraldleg efni, og er mál að linni. Guðmundur lifði sáttur og glaður við sitt hlutskipti, þótt sjálfsagt hafi honum fundist margt mega ganga betur. Þótt eitthvað blési á móti eða stórfenglegt gerðist, sagði hann aldrei meira en „Það er bara svona!“, svo að hvarfla tók að okkur, hve mikið þyrfti að bera út af til þess að hann segði eitthvað meira. Ekki svo að skilja, að hann hafi brostið hluttekn- L Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla FaUeg Haue'sáfef í.slenski póstlistinn s. 5571960 www.postlistinn.is Blóinabwðm öa^ðshom v/ Fossvogsl<irl<jMgci»A Sími: 554 0500 3111II1IJLILI1XIXE h h H h h h h h h h h h Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 IÍiiiiiiiiiiiiiii .Ciróðrarstöðin mnm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. 'Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 ANNA MARÍA HÉÐINSDÓTTIR + Anna María Héðinsdúttir fæddist á Húsavík 13. maí 1977. Hún andaðist á heimili sínu 31. desember síðastliðinn og fúr útför hennar fram frá Húsavíkur- kirkju 8. janúar. Á nýársnótt fékk ég þær hörmu- legu fréttir að vinkona mín væri dáin. í huga mér birtust margar minning- ar um hana frá því við voram í bama- skóla og alveg fram á annan í jólum síðastliðinn. Ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta sinn sem ég færi að skemmta mér með henni og að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Eg minnist þess mjög vel þegar við vorum í bamaskóla því hún var alltaf fremst í flokki, t.d. lék hún í skólaleikritum og söng þegar ein- hvers konar skemmtun var í bekkn- um eða öllum skólanum. Alltaf var hún mjög lífsglöð, hló mikið og var hlátur hennar mjög smitandi. Fyrir tæpum fjóram árum geislaði hún af gleði þegar hún fæddi litla prinsessu í heiminn. Samskipti okkar urðu nán- ari þá er við eignuðumst framburð okkar á svipuðum tíma. Elsku Anna María, ég mun sakna okkar eftir- minnilegu göngutúra með börnin okkar og ég kveð þig nú með sáram söknuði, elsku vinkona. Ég vona að guð taki vel á móti þér og umvefji þig örmum sínum, elsku Anna María. Elsku Lilja Björg, Bibbi, Héðinn, Sirrý, Helgi, Nonni og aðrir aðstand- endur. Megi guð styrka ykkur í þessari miklu sorg. Árný. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ingu við aðra. Af henni hafði hann yfrið nóg, svo að segja mætti, að hann hafi staðið í beinu taugasambandi. Þessa nutum við fjölskyldan allt frá því, að við tókum að festa rætur til sumardvalar í næstu jörð, Seljum, sem Gréta var uppvaxin á, svo að jarðirnar tvær vora þeirra ættarríki. Ætíð höfðu þau glöggar gætur á, að allt færi vel, og vora þá fús og skjót tO hjálpar, ef út af bar. Á þeim árum, er ég stundaði hestamennsku, vora famir slarkfengnir leiðangrar að sækja hrossin. Brást þá ekki, að Guð- mundur tók á móti rekstrinum við réttina sína eða annað aðhald, hjálp- aði við að fanga og spekja hrossin og taka þau í vörslu, ef ófærð hamlaði, og loks að bjóða tvífættum inn í kaffi og meðlæti hjá Grétu. Var öllum mik- 01 söknuður að þeim fagnaði, þá er hrossahald mitt lagðist af. Þau Gréta og Guðmundur undu ævidögum sínum vel í hlýlegum heimkynnum á fögra bæjarstæði við vatnið og hólmana, á kæram ættar- slóðum og umföðmuð vaxandi ætt- stofni. Hið næsta vora þau umvafin fífusundum, móum og fylkingum holta og í fjarska umkringd víðum fjallahring Flóans, frá Jökli og austur og suður um tO KeOis, en yfir hvelfist tilbreytingarríkur himinn með sólfari miklu á sumram og heiðstimdum og mánabjörtum vetrarnóttum. Þó hleypti Guðmundur heimdraganum að jafnaði milli sumaranna með vina- hópi til ferðar um fjarlægar slóðir á landinu. Með fráfalU þeirra hjóna og öðram umskiptum á þeirra slóðum nú undir aldarlokin era veigamikO kyns- lóðaskipti að verða tO lykta leidd. Þeim og þeirra kynslóð sé þökk fyrir mikinn og góðan arf, sem þau hafa skilað eftirkomendum, þeim vonandi til varanlegrar blessunar. Blessuð sé minning Guðmundar og Grétu. Aðstandendum er vottuð inrúleg hluttekning okkar fjölskyldunnar. Bjami Bragi Júnsson. ÞORSTEINN DAVÍÐSSON + Þorsteinn Dav- íðsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjúskadal 7. mars 1899. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. jan- úar síðastliðinn og fúr útför hans fram frá Akureyrarkirkju 25. janúar. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins 26. janúar síðastliðinn vantaði hluta af eft- irfarandi grein. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. Þegar ævi kemur kvöld krýndur þökkum ferðu heila brynju og hrein- an skjöld héðan með þér berðu. Árið 1981 var þetta kveðja sam- starfsfólksins skráð á skinn, en hann hafði þá starfað við skinnaiðnaðinn í 60 ár. Starfsvettvangurinn var lengst af í Sútunarverksmiðjunni Iðunni á Gleráreyram. Þegar hann lét af störfum var af- hjúpaður við hátíðlega athöfn kopar- skjöldur á kletti í brekkunni fyrir sunnan verksmiðjumar með þessari áletrun: Þorsteinslundur 1921-1981. íslensk samvinnuhreyfing þakkar Þorsteini Davíðssyni og þúsundum annarra starfsmanna Sambands- verksmiðjanna fómfús störf, á sex áratugum hafa þeir séð þennan iðnað vaxa úr mjóum vísi í mddnn meið. í þessu hæðardragi er fagur trjál- undur, þar sem 200 plöntur vora gróðursettar af samstarfsfólki við þessi tímamót. Á100 ára afmæli Þorsteins 7. mars sl. fékk hann margar hlýjar kveðjur frá fyrirtækjum, samtökum og ein- staklingum. Hér er ein þeirra: ,Á þessum tímamótum viljum við þakka honum ómetanlegt brautryðjenda- starf á sviði skinnaverkunar, úr- vinnslu afurða úr íslenskum landbún- aðarafurðum og uppbyggingar íslensks iðnaðar.“ Sendendur vora: Skinnaiðnaður hf., Kaupfélag Eyfirð- inga, Akureyrarbær, Bændasamtök Islands og Samtök iðnaðarins. Af þessu má marka hvað Þorsteinn kom víða við á langri starfsævi, þar sem margt er svo fjarlægt að fletta þarf upp í sögubókum. En þá kemur líka í Ijós verðmæti starfsins sem hann sldlaði ekki aðeins vinnuveit- endum sínum heldur líka samfélaginu íheOd. í þessu sambandi og til að varpa frekari ljósi á lífsstarfið leyfi ég mér að vitna til orða Þórarins Hjartarson- ar sagnfræðings í grein sem birtist á 100 ára afmæli Þorsteins, Þórarinn er að ljúka við að skrifa sögu sútunar á Islandi og sem er vel við hæfi að komi út á þessu síðasta aldarári hins mikla brautryðjanda í þessari iðngrein. „Ég þekki Þorstein Davíðsson ekki persónulega. Ég hef hins vegar feng- ið vinnu við að skrifa um íslenskan skinnaiðnað á 20. öld og þá hef ég rek- ist á nafn hans æði oft, oftar en nokkurs annars manns. Það má reyndar ljóst vera af því sem þegar er sagt. Þó var þetta lítið annað en byrjun skinnaiðnaðar á Ákureyri. Þetta var fyrir daga EFTA og sérhæfingar- innar í íslenskum iðn- aði. Og í hinum unga iðnaðarbæ Akureyri þurftu ýmsir fram- kvöðlar að vera allt í öllu. Þorsteinn var það. Þá braut, sem hann og samstarfsfólk hans gekk, þurfti að ryðja fyrst. Auðvitað var margt af vanefnum gert. En menn urðu að duga á eigin spýtur eða drepast. I því reyndist hin þrjóska sjálfsbjargarvið- leitni mönnum best. Ég hygg að Þor- steinn hafi haft mikið af henni. Ég held því ekki fram að Þorsteinn Da- víðsson hafi verið neinn kraftaverka- mður. Bæði vora stundum fengnir er- lendir fagmenn til starfa á Gleráreyram og margir heimamenn kappkostuðu að ná tökum á iðnaðin- um sem skjótast. En þá var það líka ómetanlegt að til var maður með al- hliða reynslu sem gat gengið á undan með fordæmi í margs konar störíúm. Hann mætti manna fyrstur á morgn- ana og fór gjaman síðastur heim og féU víst sjaldan verk úr hendi. Þessi iðnaður var þjóðinni lífsnauðsyn. Á stríðsáranum þurftu Islendingar að framleiða megnið af skófatnaði sínum sjálfir, rétt eins og klæðnaðinn. Stærstu einingamar bæði í sútun og skógerð vora á Gleráreyrum. Sér- staklega var sútunin þar nauðsynleg fyrir margs kyns verkstæði og hand- verk vítt um land. Starfsfólk Skinna- verksmiðjunnar þurfti að ná fæmi í afar fjölskrúðugri framleiðslu.“ Hér má glöggt sjá að hann ætlaði engum meira en sjálfum sér og varð fljótt viðurkenndur sem fremstur meðaljafningja. Faðir minn Amþór Þorsteinsson og Þorsteinn vora nánir samstarfs- menn um áratuga skeið og er mér af því tOefni Ijúft að vitna í afmælisgrein hans þegar Þorsteinn varð sextugur: „Þorsteinn er hversdagsgæfur mað- ur, en þó skapfastur og fylginn sér í betra lagi, og segja má að honum falli aldrei verk úr hendi. Hann er örugg- ur stjómandi og svo trúr sínu fyrir- tæki að á betra verður ekki kosið.“ Þannig var einnig mín reynsla af samstarfinu á seinni áratugum í starfsævi hans. Þorsteinn var heOsteyptur heiðurs- maður og fölskvalaust vinarþel hans mun lifa lengi í endurminningunni. Við Gísela sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jún Arnþúrsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.