Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 57

Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 5 7 KIRKJUSTARF + Einvarður Rúnar Albertsson fædd- ist á Akranesi 30. október 1947. Hann lést af slysförum 15. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskála- kirkju 21. janúar. Úti gnauðar suðvest- anrokið, síminn hring- ir, maður skynjar strax að eitthvað hefur kom- ið fyrir. A ýmsu öðru átti ég von en að fá þær hörmulegu fréttir að Einvarður Rúnar Albertsson væri látinn. En svona er lífið, maður veit aldrei hver er næstur. Minn kæri 1 frændi hafði lent í bílslysi og látist og þótt maður neitaði í fyrstu að trúa fékk það engu breytt. Pessu varð að taka eins og öðru óumflýjan- legu í þessu lífi. En erfitt er að sætta sig við að Rúnar sé farinn. Að við eigum virkilega ekki eftir að hittast aftur og rökræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Þegar ég hripa þessar j línur á blað sit ég einn, dapur í huga, reynandi þó að hressa upp á hugann með því að hlusta á diskinn með Álf- I tagerðisbræðrum. Núna eru þeir að syngja síðasta lagið á diskinum um þrestina tvo sem fóru hvor í sína átt. Þá er bara að byrja á fyrsta laginu. „Það er svo margt að minnast á.“ Já, vel á minnst, það er margs að minn- ast og margt að þakka. Ég sé fyrir mér þegar Rúnar kom á hverju sumri norður og dvaldi hjá okkur í Húsey. Það voru ógleymanlegir tím- ar, mikið um að vera, ýmis ótrúleg uppátæki og líf í tuskunum. Ekki svo að skilja að allt hafi verið dans á rósum, nei, öðru nær, oft var erfitt að sætta sig við framkomu þeirra fullorðnu og er ekki sagt að laun heimsins séu vanþakklæti? Það fannst okkur að minnsta kosti mjög oft á þessum tíma. Svo liðu árin, Rúnar kláraði sitt nám, kynntist henni Ingibjörgu og hún fór að koma með honum norður. Þau fóru að búa og eignuðust fjögur mannvænleg j börn. Þó ferðunum norður fækkaði með árunum hélt Rúnar alltaf ein- stakri tryggð við ættingja sína í Skagafirðinum og kom og aðstoðaði þegar eitthvað var um að vera. Rétt- ir, hitaveitulögn og fleira og fleira, alltaf var hann boðinn og búinn að koma og hjálpa til. Það var sko eng- in lognmolla og ekki setið auðum höndum eftir að hann var kominn til að drífa í hlutunum. Frekar en að gera ekkert fór hann iðulega með netstubb eða stöngina sína og veiddi í „Affallanum". Já, það voru ekki margar ferðimar norður sem hann sleppti því að veiða eitthvað. Veiði- skapurinn var honum í blóð borinn. Talandi um veiðiskap, eftirminnilegt er þegar við veiddum laxinn í Gull- hylnum (á þeim tíma var það víst bannað). Á leiðinni heim mættum við Badda og Bjössa frænda frá Mælifellsá við hliðið heima og Rún- ar, alltaf jafn ráðagóður, bjó til þá Isögu að við hefðum veitt hann á gimisspotta í „Réttarhylnum". Ég sé enn fyrir mér svipinn á þeim frændum þegar þeir vom að bolla- leggja hvernig þetta hefði eiginlega getað gerst, þetta væri með ólíkind- um, eins og þeir sögðu. Ég held nú að frænda í Húsey hafi gmnað eitt- hvað en sagan þín og útlistanir um hvernig við veiddum laxinn hafi bjargað okkur. Þegar minnst er á Bjössa frá Mælifellsá kemur upp í hugann ferðin sem við þrír fómm ríðandi frá Stafnsrétt og norður í Mælifellsá, hann kominn hátt á ní- ræðisaldur. Þessa ferð rifjuðum við oft upp; vel á minnst, í þessari ferð töluðum við um hvað Bjössi væri vel em og ræddum um hvemig við yrðum á hans aldri. Svarið hef- ur nú fengist að hálfu leyti. í haust náðum við að rifja upp og syngja vísumar sem hann kenndi okkur í þessari ferð. Rúnar hafði mikið yndi af söng og naut þess mjög að syngja. Viðhorf hans til söngsins finnst mér koma best fram í gullfal- legu ljóði Þuríðar Kristjánsdóttur, Mætti söngsins. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál. Lyftir oss hærra í hæðir helgarvortbænamál. Sameinar óhka anda eykur kærleikans mátt. Bægir frá böh og vanda bendirísólarátt Harmur úr huganum víki hamingjan taki völd. Ástin að eilífu ríki eflist hún þúsund fóld. Farsæld og fegurð glæðir forðast hatur og tál. Söngurinn sefar og græðir söngur er alheimsmál. Kallið var komið, komin var stundin eins og þar stendur. Rúnari var ætlað að fara þama og það varð ekki umflúið. Guð hélt sinni vernd- arhendi yfir afastrákunum hans, það er kraftaverk að þeir skyldu sleppa nánast ómeiddir úr þessum hildar- leik. Þekkjandi persónuleika Rúnars og trúandi á líf eftir þetta er ég ansi hræddur um að hann eigi erfitt með að sætta þig við þennan viðskilnað. Guð minn! Veit þú mínum kæra frænda frið og hjálpa þeim sem eftir standa að sættast við orðinn hlut. Niðurlagsorðin leyfi ég mér að taka úr síðasta laginu á diskinum sem ég er enn að hlusta á. / En kveðja leið um himinshvel/í hinsta sinn. Far vel! Far vel. Megi aðstandendum auðnast styrkur til að takast á við þetta mikla áfall. Með samúðarkveðjum. Felix Jósafatsson. Haustið 1988 kom ég til baka í Tækniskóla Islands eftir árs frí. Bekkurinn sem ég settist í var einn sá fámennasti sem hefur verið í þeim skóla, eða aðeins þrír nemend- ur. Málmiðnaður var í miklum erfið- leikum og ekki síst skipasmíðastöðv- arnar sem voru komnar í þrot vegna afskipta stjómvalda af eðlilegri þró- un og fjárfestingum í sjávarútvegi. Lítil bjartsýni var í gangi í þessum geira atvinnulífsins. Ef til vill var þetta ástæðan fyrir því að einungis þrír nemendur byrjuðu þetta haust í vélaiðnfræðideild skólans. Þessi bekkur hafði hærri meðalaldur og örugglega meiri faglega reynslu en nokkur annar í sögu skólans. Fyrir mig sem rúmlega tvítugan iðnaðar- mann var þetta byijunin á tveimur skemmtilegustu og mest þroskandi skólaárum sem ég hef átt. Fyrir suma kennara skólans var þetta byrjunin á erfiðu tímabili, þar sem kennslugögn undangenginna ára voru hraustlega gagnrýnd og rök- rædd. Þama mætti heimur skólans, með sínum fræðum, heimi reynsl- unnar. Þetta var vettvangur fjör- ugra skoðanaskipta og umræðu um námsefnið og þjóðmálin. Bekkjar- bræður mínir vom Erling Einars- son, 37 ára úr Grindavík, og Ein- varður, 41 árs úr Garðinum, báðir vélsmiðir með langa starfsreynslu í iðnaði og atvinnurekstri. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkrar línur um Einvarð koma upp í hugann góðar minningar frá þeim tíma er leiðir okkar lágu saman í Tækniskólanum. Oft voru vinnudag- arnir í skólanum langir, unnið langt fram á kvöld og oft um helgar. Eng- inn var duglegri en Einvarður, kraftur hans og úthald voru oft með ólíkindum. Ekki ósjaldan var farið í sund eftir skólann, syntir nokkur hundruð metrar og málin síðan rædd í heita pottinum. Stundum var tilefni til að fagna einhverjum áf- anga og gera sér glaðan dag. And- rúmsloftið í kringum Einvarð var alltaf létt og skemmtilegt, mikill húmor og lífsgleði. Eitt sinn ákváð- um við að fara í bekkjarferð til Vest- urlands og heimsækja fjölmörg fyr- irtæki þar og kynnast starfsemi þeirra. Einvarður sá um að skipu- leggja ferðina og tala við menn hjá fyrirtækjunum. Það var létt fyrir hann að tala við menn og sannfæra þá og opna allar dyr. Okkur var alls staðar vel tekið. Einvarður var vel inni i málum, það var sama hver rekstur fyrirtækjanna var, hann hafði brennandi áhuga og ekkert var honum óviðkomandi. Þennan ánægjulega dag enduðum við síðan hjá tengdaforeldrum hans á Akra- nesi. Sama alúðin og gestrisnin var á því heimili og við höfðum oft kynnst á heimili Einvarðs og Ingibjargar í Garðinum. Smáu atvikin koma einn- ig upp í hugann, „Steinn, maður geymir aldrei bindin sín með bindis- hnútnum á“ og á eftir fylgdi kennsla hvernig á að hugsa vel um bindin og binda góðan bindishnút. Enn bind ég hnútinn sem Einvarður kenndi mér. Hnúturinn hefur reynst mér vel eins og annað sem Einvarður miðlaði af sinni þekkingu og reynslu, og það var hann óspar á. Einvarður var góður félagi, traustur og hjálp- samur. Föðurleg umhyggja eink- enndi samneytið við hann, jafnt inn- an skólans sem utan, og fyrir það er ég honum mjög þakklátur. Engan hef ég hitt á lífsleiðinni sem hefur haft, á svo stuttum tíma, jafn mikil áhrif á skoðanir mínar og heims- mynd. Ætíð var stutt í góð ráð. Allt var mögulegt, ekkert sjálfgefið og alltaf til annað sjónarhom á hlutina. Þetta voru góðir tímar. Eftir nám í rekstrardeild skólans fór Einvarður að starfa fyrir Miðnes hf. sem útgerðarstjóri og síðar sem rekstrarstjóri í Sandgerði eftir sam- einingu fyrirtækisins við Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. Fyrir okkur sem vorum með honum í skóla kom þetta starfsval ekki á óvart, enda hafði hann mikinn áhuga á öllu sem sneri að útgerð og fiskvinnslu. Eftir að skólanum sleppti sökkt- um við bekkjarbræðurnir okkur nið- ur í vinnu og viðfangsefni á ólíkum vettvangi. í nokkur skipti áttum við þess kost að setjast niður og rifja upp þessi ár sem við áttum saman. Við hittumst sl. vetur, í seinasta skipti, á kúttmagakvöldi hjá Lionsk- lúbbnum í Grindavík. Þetta var góð kvöldstund með góðum félögum. Fallinn er frá góður drengur, - minningin um hann mun lifa í brjóst- um samferðamanna. Ég bið Guð að styrkja og blessa alla ástvini Einvarðs. Steinn Eiríksson. Sáhefurgleðinagist er gefur sinn bikar til hálfs, nemur þá ljúfu list að lifa opinn og frjáls. Því gullvog er gleði á vörum ogglettniísvörum. Sá geymir minninga mynd er mannkosti þá hefur reynt og höndlað þá hamingjulind sem hugur fær göfugast greint Því ijósblik langfarans vegi, það lifir þótt stjömumar deyi. (S.H.) Kæri vinur og frændi. Söknuður- inn er sár, og margt leitar á hugann frá liðinni tíð. Bestu stundir ævi minnar er tímabilið þegar ég átti því láni að fagna að búa hjá foreldrum þínum, þér og systkinunum á Akra- nesi. Þá vorum við ung og lífið leikur einn - og það var ekki síst þér að þakka. Trygglyndi þitt gegnum tíð- ina var ógleymanlegt. Megi góður guð geyma þig. Til allra aðstan- denda sendi ég samúðarkveðju. Birna frá Sölvanesi. Safnaðarstarf Kristnihátíð í Hruna- prestakalli í TILEFNI 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi verða haldnar kristnihátíðir í hveiju prestakalli Ár- nesprófastsdæmis, sem eru alls tíu, nú á fyrrihluta ársins. Sú fyrsta var haldin í Hruna- prestakalli síðastliðinn sunnudag og hófst með gregorískri messu í Hruna. Þar prédikaði séra Þórir Jökull Þor- steinsson, sóknarprestur á Selfossi, en séra Eiríkur Jóhannsson, sóknar- prestur, þjónaði einnig fyrir altari. Þetta var fjölsótt og afar hátíðleg stund í hinni veglegu kirkju sem nú er orðin 145 ára gömul. Að messu lok- inni buðu sóknamefndir Hruna og Hrepphólasókna ásamt kvenfélagi sveitarinnar til kaffisamsætis í Fé- lagsheimilinu á Flúðum. Þar fór fram sérstök hátíðardagskrá. Kirkjukór Selfosskirkju, sem var meðal kirkju- gesta, flutti söngdagskrá undir stjóm Glúms Gylfasonar. Frú Rósa B. Blöndals, skáldkona, flutti árþúsundasálm sem hún orti í tilefni þess að 1000 ár em frá kristni- töku á íslandi. Alls er sálmurinn 17 erindi og sungu hátíðargestir fimm erindi í sal meðan skáldkonan flutti verkið. Þess má geta að Rósa fermd- ist frá Hrunakirkju árið 1927. Dr. Gunnar Karlsson prófessor flutti mjög fróðlegt erindi um kristnitöku á Islandi. Þá söng Katrín Sigurðardótt- ir, ópemsöngkona og bóndi, nokkur lög, undirleikari var Edit Molnár, tónlistarkennari og organisti. Þess má geta að sóknarprestur og kirkju- kór Hmnaprestakalls munu síðar í vetur endurgjalda heimsókn Selfyss- inganna og verða við guðsþjónustu í Selfosskirkju síðar í vetur. Árshátíð KFUM & K 2000 Laugardaginn 5. febrúar verður árshátíð KFUM & K haldin í aðal- stöðvum félaganna við Holtaveg. Húsið verður opnað klukkan 19 en borðhald hefst stundvíslega kl. 19.30. Glæsilegur matseðill og vönduð og fjölbreytt dagskrá. Miðaverð er kr. 2.500. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tfrna því sætafjöldi er tak- markaður. Miðasala fer fram á skrif- stofú KFUM og KFUK við Holtaveg, sfrni 588-8899. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnaðar- heimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið fyrir ungl- inga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félags- miðstöðinni Bústöðum. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla al- durshópa kl. 14-16 í saftiaðarheimil- inu. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fúndur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Hallgrúnskirlqa. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smuming. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og bamamorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Grindarbotninn. Þjálfun eftir með- göngu og fæðingu. Halldóra Eyjólfs- dóttir sjúkraþjálfi. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Langholtskirkja er opin til bænagjörðar í hádeginu. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Or- gelleikur til kl. 12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður á vægu verði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Fermingar- drengir heimsækja og skiptast á upp- lýsingum um lífið og tilvemna við þá sem eldri em. Frekari dagskrá og veitingar í umsjá þjónustuhóps Laugameskirkju, kirkjuvarð;u' og sóknarprests. Neskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara nk. laugardag 5. febr. Tvíréttuð heit máltíð kl. 12.30. Frú Vigdís Jack kemur í heimsókn og rifjar upp fmm- býlingsár sín sem prestsfrú. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 kl. 10-12 og 16-18 í síðasta lagi á fostudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Selfjamameskirkja. Starf fyrir 6-8 ára böm kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á fostudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. KI. 11.15 leik- fimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554- 1620, skriflega í þar til gerðan bæna- kassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvupósti (Digraneskirkja@simn- et.is). Fella- og Ilólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja.Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samvemstundir, heyr- um guðs orð og syngjum með böm- unum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir bömin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Kyrrðarstundir em nú á þriðjudögum. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung böm og foreldra þeirra kl. 10-12 íVonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- ogkyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíu- lesturkl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 17.30 TTT-starf, tíu til tólf ára krakka. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund með Taize-söngvum. Koma má fyrirbæn- arefnum til prestanna með fyrirvara eða í stundinni sjálfri. Keflavíkurkirkja. Fermingar- undirbúningur kl. 13.30-15.40 i Kirkjulundi. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 vitnis- burðarsamkoma. Ingibjörg Einars- dóttir stjómar, mikill söngur og gleði. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund i dag kl. 17. Fyrirbænar- efnum má koma til sóknarprests. KFUM & K. Kangakvartettinn heldur tónleika fostudaginn 4. febr- úar í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 20.30. Á efnisskrá verða m.a. gospel, gamlir og góðir sálmar í nýjum útsetningum og einn- ig söngvar frá Afríku. Miðaverð á tónleikana er kr. 700 en frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd fullorð- inna. Miðar seldir við innganginn. Allur ágóði rennur til starfs Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect éru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. í I*að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- 8 Hnubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- "4 nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Fasteignir á Netinu ^mbl.is 4£.tW/= EITTHVAO TJÝTl MINNINGAR EINVARÐUR RÚNAR ALBERTSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.