Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 37 UMRÆÐAN Dauðaþögn ríkisstjórnar NÝVERIÐ var kveðinn upp dómur í svo nefndu Vatneyrar- máli. Þeir sem að því máli hafa staðið hafa sýnt kjark og áræði miðað við það sem rík- isstjórn hefur viljað með því aðgerðar- og stefnuleysi sem hún hefur sýnt allt frá því að svonefndur Valdim- arsdómur var kveðinn upp. Þá gerði ríkis- stjórn þær minnstu breytingar sem unnt var og með því var viðhaldið óvissu og nánast óbreyttri framkvæmd fiskveiðis- stjórnunarkerfís sem íslensk þjóð hefur fengið yfir sig nóg af. Sameign þjóðarinnar Umgengni og framkvæmd stjórnunarinnar er það sem brenn- ur á landsmönnum og krafan er að gerð verði breyting sem aflétti eignarhaldi, komi í veg fyrir brask og séð verði til þess að brottkast verði takmarkað við ónýtar afurðir og verðlausar. Þetta þýð- ir að allur veiddur fiskur á að koma í land og allt það sem eru raunveruleg verðmæti skuli koma í land. Það er einnig skýla- us krafa að nýliðun geti átt sér stað í út- gerð. Jafnframt er krafan sú að þeir sem reka útgerð og vinnslu sjávarafurða fái aðlög- unarhæfar breytingar sem byggjast á jafn- ræði og eðlilegri nýtingu auðlind- arinnar. Margir spyrja: Er þetta hægt? Mitt svar er: Þetta er hægt. Allt sem þarf er vilji til breyt- inga án kollsteypu. Únnt er að byggja á kvótakerfinu en útfæra framkvæmd stjórnunarinnar á þann veg sem viðunandi er fyrir þá sem nú lifa og hrærast í kerfinu og ætla sér á annað borð að vera með í viðunandinýtingu sameiginlegrar auðlindar. essu máli. Þingmaðurinn, þing- Fiskveiðistjórnun Það verður að leggja fram, í kjölfar Vatneyr- ardómsins, segír Gísli S. Einarsson, tillögur sem mögulegt er að skapa sátt um. flokksformaðurinn, formaður Byggðastofnunar og varaformaður sjávarútvegsnefndar, Kristinn H. Gunnarsson, er í raun talsmaður Framsóknar í málinu því aðrir steinþegja. Meira að segja kvóta- pabbi/utanríkisráðherra segir ekki orð í málinu. Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð Davíðsstjórnar þegar málið verður rætt á Alþingi nú á næstu dögum. Hverjir verða með, hverjir verða á móti? Það verður að leggja fram, í kjölfar Vatneyrardómsins, tillögur sem mögulegt er að skapa sátt um. Eg geri þá kröfu að minn þing- flokkur leggi fram tillögur, og í raun geri ég kröfur til þess að allir leggi sig fram um að gera breyt- ingar á framkvæmd stjórnunar kvótakerfisins. Útboðsleið sem „áhugamenn" lögðu fram er góðra gjalda verð, en útfærslur og tillög- ur um afnám ígildi eignarhalds vantar, ennfremur tillögur um önn- ur atriði sem áður eru nefnd í þess- ari grein um brottkast og brask. Það verður fróðlegt að heyra við- horf rauðgræningja í þessu máli. Þeir hafa lifað á því að allir þeir sem á móti eru safnist saman í þeirra hóp, sama um hvaða mál er að ræða. Um það segi ég: Verði þeim að góðu því að „á móti menn- irnir“ í framsókn og íhaldi skila sér heim á bás þegar á þarf að halda. Þetta er ekki auðvelt Undirritaður hefur á undanförn- um árum marglýst skoðun sinni á verstu ágöllum kerfisins og ávallt komist að þeirri niðurstöðu að lausn málsins felist í jafnræði og að Gísli S. Einarsson þeir sem við sjávarútveg starfa við- urkenni tilveru og tilvist allra út- gerðarforma. Einnig verður að vera ljóst að þeir sem nýta auðlindina verða að greiða fyrir rannsóknir og þann kostnað sem fylgir nýtingu hennar og allir landsmenn njóti hennar. Skilyrði er að brottkast og brask hverfi. Skilyrði er að nýliðun geti átt sér stað, öðru vísi en gegnum erfðir. En það er enginn að segja að þetta sé auðvelt. Höfundur er þingmaður Samfylking- ar á Vesturlandi. Verkbókhald KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Það er eitthvað meira við Mégane Break Tegund Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Farangursrými CD Aksturstölva Fjarstýrð hljómtæki Verð Corolla 1600 16v 110 iá 2 3081 já nei nei 1.589.000 kr. Astra Station 1600 16v 101 Já 2 5001 nei nei nei 1.582.000 kr. Golf Station 1600 16v 100 já 4 4601 Já nei nei 1.670.000 kr. Baleno 1600 16v 96 já 2 3751 nei nei nei 1.515.000 kr. Break 1600 16v 107 já 4 510 1 já já 1.588.000 kr. Mégane Break kostar frá 1.588.000 kr. Renault Mégane Brake er stórkostlegur skutbíll, rúmbetri og öruggari en gengur og gerist. Taflan hér að ofan sýnir svo ekki verður um villst að Break nýtur umtalsverðs forskots þegar hugað er að verði miðað við stærð, búnað og öryggi. Veldu rúinbetri bíl. Prófaðu Mégane Break. RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.