Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mál o g miðill BÆKUR I\1 á 1 t r ío 0 i HANDBÓK UM MÁLFAR í TALMIÐLUM MÁL OG MYND Handbók: Höf. Ari Páll Kristinsson. 169 bls. Útg. Málvísindastofnun H.I. 1998. Mál og mynd: Höf. Ellert B. Sigurbjörnsson. 61 bls. Útg. Ríkisútvarpið-Sjónvarp. Reykjavík, 1999. MÁLFAR í útvarpi hefur verið gagnrýnt frá fyrstu tíð, stundum réttilega, stundum ranglega. Er- lendar fréttir verður að þýða. Og fréttamenn verða oft að vinna hratt. Er þá fljótlegast að þýða frá orði til orðs. En þá verða áhrifin frá hinu framandi tungumáli jafnan augljós. Og þá koma fram orðmyndir eins og snjóstormur í stað stórhríðar. En málfar getur líka verið aðfinnsluvert þó það sé ekki beinlínis rangt. Til dæmis heyrist ósjaldan orðalag sem þetta: Hann var beðinn um að út- skýra ... Þarna er »um« aðeins til að lengja textann, merkingarlaust, ónauðsynlegt og í raun og veru kauðalegt. Handbók Ara Páls er hin þarfasta því höfundur gagnrýnir og leiðbeinir í senn og tekur á flestum atriðum sem brenna á fjölmiðlafólki. Hann bendir á að málfar í talmiðlum megi hvorki líkja eftir venjulegu talmáli né dæmigerðu ritmáli: »Málfar tal- miðla verður oft m.a. að vera mun skýrara á allan hátt en hversdags- legt talmál, bæði í framburði og allri framsetningu, einmitt vegna þess að hlustandinn er í annarri aðstöðu en viðmælandi í venjulegu samtali sem getur haft áhrif á mælanda með fasi sínu eða spurningum.« Undirritaður hefur á tilfinning- unni að málfar fréttamanna hafi slípast með árunum, vafalaust sakir betri þjálfunar, minna álags og til- komu sjónvarps. Öðru máli gegnir um málfar í viðtalsþáttum ýmiss konar þar sem engar kröfur eru gerðar og margur kemur fram und- irbúningslaust. Ef ekki stöku sinn- um hugsunarlaust! Ari Páll tekur dæmi af langdregnu orðalagi með ofnotkun nafnorða. Orsökin er ekki alltaf slök málkennd. Allt eins geta menn verið að upphefja hlutverk sitt og málefni með orðskrúðinu. Að breyta verður að gera breytingar. Að leggja til verður að gera tillögur. Á árum áður, þegar stundvísi var í heiðri höfð í framhaldsskólum, kom eigi að síður fyrir að morgunsvæfir skrópuðu. Og taldist ekki til höfuð- synda. Nú heitir það - klippt og Nýtl umdir sólimmi 15 daga ferö til Krítar 17. apríl 48.715 kr Inn'tla'ð- f«*J"» sama„-. 63.25« «'■» «"n' lOdaga ferð tíl Portúgals 2. apríl 32.775 2 ,era»« latnan- » alllr fl“»»allar. kr. . a ,•* , í v* 4 v 10 daga páskaferð til Portugals 14. apríl Jjl .* WmÞ i i kr- 19.975 . ■MMIi ■ . . 15 daga vorferð til Portúgals 24. apríl 47.810 kr. .'Sl ; jivts]r <'Ji f§j FERÐIR 12 daga páskaferð til IVIallorca 14. apríl Í9.275kr ámnnn mr»e» “ uri piaya oa “ mnilnlrð. saman'. 51.«'« *r' ‘ 21 dagsvorferð til IVIallorca 26. apríl rmkre'^rBan\ZZTaV‘'lanke,,ar- 10 daga golfferð til Cabamas í Portúigal 65.900 Wk _- m'iáað viö 2 í Lriori kr. ■ Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Akranes Borgarnes Kirkjubraut 1 Vesturgarður, Borgarbraut 61 S: 431 4884 • Fax: 431 4465 S: 437 1040 • Fax: 437 1041 Blönduós Dalvík Brekkubyggð 21 Ráðhúsinu S: 452 4168 *Fax: 452 4672 rj-r “* *»•' ■■ Isafjörður Vesturferðir, Aðalstræti 7 S: 456 5111 « Fax: 456 5185 Sauðárkrókur Skagfirðingabraut 21 S: 466 1405 • Fax: 466 1661 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 S: 478 1000 • Fax: 478 1901 Akureyri Selfoss Keflavík Ráðhústorg 3 Suðurgarður hf„ Austurvegi 22 Hafnargötu 15 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 S: 482 1666 • Fax: 482 2807 S: 421 1353 • Fax: 421 1356 Höfn Vestmannaeyjar Grindavík Jöklaferðir, Hafnarbraut Eyjabúð, Strandvegi 60 Flakkarinn, Víkurbraut 27 Sími 481 1450 S: 426 8060 • Fax: 426 7060 skorið - að eiga við mætingarvanda að stríða! Aukafrumlagið það er not- að í tíma og ótíma. Maður er ef til vill spurður: Hvernig gengur verkið? Dæmigert svar: Það má segja það að það gangi nokkuð vel! Ari Páll vill ekki tala um rétt mál og rangt heldur um vandað mál og óvandað. Hann leggur líka áherslu á skýran og greinagóðan framburð. Leiðbeiningar hans þar að lútandi eru almenns eðlis. Reglur um staðl- aðan framburð íslensks máls hafa aldrei verið settar. Á íyrri hluta lið- innar aldar komu menn sér saman um að útrýma flámælinu sem nú má heita horfið. Höfundur sér þó enn ástæðu til að vara við því. Þó sumur framburður sé upprunalegri en ann- ar hefur því sjaldan verið haldið fram að framburður eins landshluta sé öðrum æðri. Málfar höfuðborgar- innar hefur í raun orðið ofan á - hér sem í öðrum löndum. Einhvem tíma hlýtur samt að draga til þess að sett- ar verði afdráttarlausari framburð- arreglur. Sama máli gegnir auðvitað um orðaröð í setningum, setninga- skipan og beygingar. Til að sá þátt- urinn verði ekki út undan birtir Ari Páll orðalista fyrir fjölmiðlafólk þar sem sýndar eru fallmyndir vand- beygðra orða. Bók þessi er samin í krafti þeirrar vissu að málkennd og framburð megi bæta. Hvort tveggja er þó að nokkru leyti áskapað. Menn eru mis- jafnlega skýrmæltir og áheyrilegir. Ennfremur reynist sumum auðvelt að koma saman rituðum texta, öðr- um ekki. Þó margur útvarpsmaður- inn hafi talað vel í gegnum tíðina er óhætt að fullyrða að enginn hafi náð eyrum hlustenda eftirminnilegar en Helgi Hjörvar á sínum tíma. Þar fór saman mikil rödd, skýr framburður og afburða lestækni. Engrar tilsagn- ar mun hann þó hafa notið frá mál- fræðingum né öðrum sérfræðing- um... »Leiðbeiningar um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi og öðrum myndmiðlum« stendur á tit- ilsíðu Máls og myndar. Bókin er fyrst og fremst ætluð þeim sem þýða og útbúa texta með kvikmyndum og sjónvarpsefni. Ennfremur upplýsir höfundur að bókin sé aðallega miðuð við þýðingar úr ensku þar eð lang- mest sé þýtt úr því tungumáli. Þá minnir Ellert á að hjá stórþjóðunum tíðkist að setja innlent tal í stað er- lends. En það er kostnaðarsamara en svo að Islendingar hafi ráð á því. Þess vegna verða áhorfendur að sætta sig við textunina. Það er óneitanlega þreytandi að fylgjast með mynd en þurfa jafn- framt að lesa jafnóðum texta sem birtist neðst á skjánum. Textinn verður því að vera gagnorður en jafnframt sem best fyrir komið. Ell ert leggur áherslu á að þýðandinn verði að umrita og stytta. Aðeins tvær línur má birta í senn. Sýnir höf- undur ýmis dæmi þess hvernig hent- ast sé að skipta texta milli lína til að auðvelda lesturinn. Ennfremur fer hann yfir helstu reglur lögboðinnar greinannerkjasetmngar og kennir hvernig þeim skuli best fylgt. Þær eru þó hvergi svo strangar að notk- un þeirra - svo og skáleturs - geti ekki verið smekksatriði. Ellert setur líka fram hagnýtar reglur varðandi umritun erlendra staða- og mannanafna. Fyrir kemur að þýðendur stytta sér leið og birta enska umritun óbreytta. Ellert tek- ur dæmi af Tchaikovsky eins og það er ritað á ensku sem íslensk mál- nefnd leggur til að ritað sé Tsjajkovskíj og Chekhov sem mál- nefndin vill rita Tsjekhov. Smekk- vísi og tilefni telur Ellert verða að ráða hvenær rita skuli erlend stað- anöfn samkvæmt gamalli hefð, til að mynda Lundúnir í stað London eða Jórvík í stað York. Enginn vafi leikur á að tal og texti í fjölmiðlum hefur mikil og varanleg áhrif á málfar almennt. Ábyrgð þeirra, einkum talmiðla, er því víð- tækari en svo að einungis taki til líð- andi stundar. Enn gildir það sem Sveinbjörn Sigurjónsson sagði fyrir sextíu árum: »Maður segir manni fréttir með orðum útvarpsins. Þann- ig verður fréttamál þess mælt mál í landinu á örskömmum tíma.« Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.