Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningafundur Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins
Viðræðum um sérmál
er að mestu lokið
SAMNINGANEFNDIR verkalýðs-
félaganna fjögurra sem mynda Flóa-
bandalagið og Samtaka atvinnulífs-
ins luku í gær að mestu yfirferð yfir
væntanlega sérkjarasamninga og
ætla að hefja viðræður um megin-
markmið aðalkjarasamninga næst-
komandi mánudag.
Halldór Bjömsson, formaður Efl-
ingar, segir að staðan í þessum mál-
um sé vel viðunandi. Samkomulag sé
um sum sérmál, önnur séu í burðar-
liðnum en lítil hreyfing sé hins vegar
komin á nokkur önnur sérmál sem til
umræðu hafa verið.
Samið til 12 mánaða ef ekki
nást haldbærar tryggingar
Á næsta fundi ætla samninga-
nefndimar að snúa sér að megin-
kröfum Flóabandalagsfélaganna í
kjaraviðræðunum. „Ef við náum
ekki einhverjum haldbæmm trygg-
ingum í samningum, miðað við þá
tímalengd samninga sem við höfum
lagt fram hugmyndir um, sé ég ekki
að við getum gert samning til lengri
tíma en tólf mánaða," segir Halldór.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, sagði eftir fundinn með forystu-
mönnum Flóabandalagsins í gær, að
viðræðum um sérkröfur þess væri að
mestu leyti lokið. „Það er komið að
því að málið í heild komi til um-
ræðu,“ sagði hann.
Lítill sem enginn árangur hefur
orðið af viðræðum vinnuveitenda og
Verkamannasambandsins, sem hef-
ur sett á fót sérstakan aðgerðahóp
sem er ætlað að gera tillögur um að-
gerðir ef ekki næst samkomulag við
atvinnurekendur.
Ari Edwald sagði að Samtök at-
vinnulífsins hefðu áhuga á að gera
tilraun til að Ijúka viðræðum við
Verkamannasambandið um sérmál
eins og kostur væri með svipuðum
hætti og gert hefði verið við Flóa-
bandalagið, þrátt fyrir að afar mikið
bæri í milli varðandi launaþáttinn.
I gær beindu VMSI og Lands-
samband iðnverkafólks þeim tilmæl-
um til aðildarfélaganna að þegar þau
taki upp samninga sína við sveitar-
félögin, athugi þau alvarlega að gera
ekki eða framlengja kjarasamning
við þau til lengri tíma en eins árs.
Minnt er á að samböndin gerðu til-
raun í haust til að koma á kjara-
samningi til eins árs, sem atvinnu-
rekendur höfnuðu. Nú hafi hins
vegar ýmis félög og hópar framlengt
eða gert samninga tii næstu ára-
móta.
RSÍ ræðir gerð skammtíma-
samnings við Reykjavíkurborg
Á heimasíðu Rafiðnaðarsam-
bandsins kom fram í gær að rafiðn-
aðarmenn hafi, á samningafundi með
Reykjavíkurborg, farið yfir hugsan-
legar breytingar á launakerfinu og
hugmyndir um að gera samning til
skamms tíma. „Nú yrði gengið frá
sérmálum en þar sem það væri mjög
viðamikið mál að búa til nýtt launa-
kerfi og raða starfsmönnum inn í það
væri eðlilegt að semja til skamms
tíma og nýta hann til þess,“ segir í
samningafréttum á heimasíðu RSÍ.
Grundartangi
Ljós-
leiðari
slitnaði
LJÓSLEIÐARINN á milli
Grundartanga og Akraness
slitnaði um klukkan ellefu í
gærmorgun, en viðgerð lauk
klukkan fjögur síðdegis. Þetta
kom fram í samtali Morgun-
blaðsins við Ólaf Þ. Stephen-
sen, forstöðumann upplýsinga-
og kynningarmála Landssím-
ans.
Bilunin olli því að símasam-
bandslaust varð m.a. hjá Norð-
uráli um tíma, en Jón Þorvalds-
son, upplýsingafulltrúi fyrir-
tækisins, sagði að það hefði
haft óveruleg áhrif á rekstur-
inn. Hann sagði að menn hefðu
notast við farsíma og þá hefði
Landssíminn brugðist skjótt
og vel við biluninni.
Áform um aukinn lífeyrissparnað landsmanna
Ekki ákveðið hversu mikið
skattfrelsi verður aukið
EKKI liggur fyrir enn sem komið er
hversu mikið skattfrelsi lífeyris-
spamaðar verður aukið frá því sem
nú er, en unnið er að undirbúningi
tillagna í þessum efnum, eins og
kom fram í máli forsætisráðherra á
Viðskiptaþingi á miðvikudag.
Samkvæmt núgildandi tilhögun
geta launamenn lagt til hliðar 2% af
launum til viðbótar 10% lögbundnu
framlagi í lífeyrissjóði og á móti
leggur ríkið fram 0,2% geri fólk
samning um viðbótarlífeyrissparn-
að.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði að hugmyndirnar gengju út á
að auka við þennan tvö prósent
spamað og hlutfallslegt framlag rík-
isins í sama mæli en hversu mikið
það yrði lægi ekki fyrir ennþá. Hins
vegar væri þetta ekki flókið í fram-
kvæmd, þar sem allir launagreið-
endur væm búnir að koma sér upp
launakerfum sem gerði þeim kleift
að halda utan um skil í þessu kerfi.
Geir sagði að færri hefðu hagnýtt
sér þessa sparnaðarleið en vonast
hefði verið til í upphafi. Útgjöld rík-
isins vegna þessa væm þess vegna
minni en ráð hefði verið gert fyrir í
upphafi og því væri svigrúm fyrir
hendi til að auka möguleikana á
þessum sparnaði.
Geir sagðist eiga von á að tillögur
í þessum efnum litu dagsins ljós fyrr
en síðar, en lagabreytingu þyrfti til.
Snjó-
mokstur
VÍÐA á höfuðborgarsvæðinu má
enn sjá bifreiðir á kafi í snjó-
sköflum eftir illviðrið um helgina.
Þeir Sigurður og Rögnvaldur
unnu af kappi við að moka út bíl
systur Sigurðar þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins átti leið hjá.
Skóflurnar sem þeir félagar not-
uðu voru hvorki stórar né öflug-
ar, en þeir létu það ekki á sig fá
og luku verkinu eins og til var
ætlast. Haldi áfram að snjóa kann
þó að reynast nauðsynlegt að
fjárfesta í betri skóflum. Þokka-
legt veðurútlit er suðvestanlands
næstu daga.
Varað við
stryknín-
blönduðum
e-töflum
Ríkislögreglustjórinn hefur
gert embætti landlæknis, öll-
um lögreglustjórum og lög-
regluskóla ríkisins viðvart
vegna gmns um að e-töflur
með hinu banvæna eitri
strykníni í kunni að vera í
umferð hér á landi.
Á lögregluvefnum police.is
kemur fram að í tilkynningu
sem alþjóðaskrifstofu ríkis-
lögreglustjórans hafi borist,
sé varað við afbrigði af e-
töflunni, sem lögreglan í Hol-
landi hefur lagt hald á, og
blandað er eiturefninu strykn-
íni.
Ekki greinst
hér á landi
Eins og kunnugt er af frétt-
um hefur lögreglan hér á
landi lagt hald á mikið magn
af e-töflum á undanförnum ár-
um og í flestum tilfellum vom
þær fluttar inn frá Hollandi.
Stryknín er lífshættulegt
efni og notað meðal annars til
að vinna á rottum. Af þessu
tilefni er sérstök ástæða til að
vara við notkun ííkniefnisins
sem kann að vera í umferð á
íslandi. Lögreglan hefur hins
vegar ekki vitneskju um að
svo sé. Lögregluyfirvöld ann-
arra landa hafa sent frá sér
viðvörun þessa efnis, m.a. til
heilbrigðisstofnana en einnig
til fíkniefnaneytenda eftir því
sem hægt er.
Samkomu-
lagum
löggæslu í
Grindavík
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur og
sýslumaðurinn í Keflavík hafa náð
sameiginlegri niðurstöðu um lög-
gæslu í sveitarfélaginu. Sam-
kvæmt því er sameiginlegur skiln-
ingur beggja að það sé til mikilla
bóta að komið verði á sólarhrings-
vakt í öllu umdæminu. Báðir aðilar
taka undir mikilvægi grenndarlög-
gæslu.
I fréttatilkynningu segir að lög-
reglan muni nýta staðarþekkingu
lögreglumanna frá Grindavík sem
best og jafnframt geti Grindvík-
ingar búist við því að sjá ný andlit
og nýjar hugmyndir um löggæslu.
Einar Njálsson, bæjarstjóri í
Grindavík, sagði í samtali við
Morgunblaðið að lögreglustöðin í
Grindavík yrði áfram miðstöð lög-
gæslu í bænum og þar yrðu tveir
menn með bfl til umráða allan sól-
arhringinn og sæju þeir einnig um
löggæslu í Vogunum. Breytingarn-
ar taka gildi 1. mars.
jSérblöð í dag_____JEfltiyuWtfoWfo
—II
JftergttnblaMb
BÍÓBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is