Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra Kampakátir tíundubekkingar í Dalvíkurskóla að lokinni sólarhrings áheitagöngu á skíðum um bæinn. Nemendur í Dalvíkurskóla í stórræðum Drógu fískiker um bæinn í sólarhring TÍUNDI bekkur Dalvíkurskóla stendur í stórræðum í allan vetur við fjáröflun fyrir skólaferðalag sitt sem farið verður í lok mars til vinabæjar Dalvíkurbyggðar, Viborgar í Dan- mörku. Bekkurinn hefur á annað ár átt í samskiptum við jafnaldra sína í Sondre Skole í Viborg með ýmsum hætti. Skipst hefur verið á bréfum, tölvu- pósti, myndbandsspólum og gjöfum. Efni frá Dönunum hefur verið notað í dönskukennslu með góðum árangri og hefur allt þetta vakið fróðleiksfýsn um frændur vora, land og þjóð og að- stæður jafnaldranna í Danmörku. Nemendur í Dalvíkurskóla hafa sinnt losun á heimilissorpi, selt kökur og hátíðarkaffi við ýmis tækifæri, þrifið í félagsmiðstöðinni og sinnt öll- um mögulegum tækifærum til fjár- öflunar fyrir skólaferð sína. Nú um helgina stóðu þau fyrir áheitasöfnun, gengið var í hús og ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir beðin um áheit fyrir sólarhrings framtak. Að þessu sinni var ákveðið að aka hvert öðru í Sæplasts-keri á skíðum um götur Dalvíkur í heilan sólarhring. Sæplast styrkti áheitin og útvegaði ker og starfsmenn þess sáu um að gera það ferðafært með því að festa undir það gömul skíði úr safni Sveins Torfasonar skíðaþjálf- ara hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Slæmt veður var meðan söfnunin fór fram, en krakkarnir létu það ekki á sig fá heldur óku um bæinn í 24 tíma í stormi, stórhríð og náttmyrkri um tíma! Ferðafélag Akureyrar Skíðaganga og þorrablót FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til helgarferðar í Botna um helgina. Farið verður af stað á laugardag, ek- ið í Svartárkot og gengið þaðan á gönguskíðum inn í Botna, sem er einn af skálum félagsins. Um kvöldið verður haldið þar þorrablót og svo gengið heim að Svartárkoti á skíðum á sunnudag. Leiðin er um 11 kfló- metrar og þykir frekar létt. Upplýs- ingar og skráning í ferðina er á skrif- stofu Ferðafélags Akureyrar í Strandgötu og er opið þar á morgun, föstudag, frá kl. 17.30 til 19. FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000 19 Tll móts við hestamenn glæsilegrienfyrr Palm SA7595 • Beisli, í gjafaumbúðum (höfuðleður, reiðmúll, taumur, mél)........... • Beisli, í giafaumbúðum (höfuðleour, reiðmúll, taumur, mél)........... • Hnakkur, Hrfmnir með öllum fylgihlutum • Gjarðir 14 strengja.... • Gjarðir 7 strengja.......400,- • Reiði..........1.200,- • ístaðsólar....1.200,- • Teymingar- gjarðir........1.900,- • Stallmúlar frá kr...300,- • Jofa reiðhjálmar frá kr.........3.570,- Alto SH7659 MR Tölt 2000 meðöllum aukabúnaði ^f 49.900,; Fóðurvörur FIís peysa Verð Racing steinefnablanda Bíótín 1 og 5 lítra FUXM8BH Verð reiðskór Hestamín Sérstakttilboð Afgreiðslutími: þriðjudaginn 15. kl. 8-19 miðvikudaginn 16. kl. 8-19 fimmtudaginn 17. kl. 8-19 föstudaginn 18. kl. 8-19 laugardaginn 19. kl. 10-16 sunnudaginn 20. kl. 11-16 Multifan viftur og styringar igSafé Togs reiðúlpur, litir: orange, blár...5.200,- Kuldareiðgallar, litir: blár, grænn....l3.900,- Reiðúlpa vatteruð litur: dökkblár 3.900,- Rússkinns reiðskálmar....5900,- Rússkinns legghlífar.....1.900,- Veitingar í kaffihorninu Lynghálsi 3 Sími: 5401125 *Fax: 5401120 / Avallt í leiðinni ogferðarvirði Codeba /w** 3ja punkta Vjbf C0208810858 ** Verðfrá tiK > KATHARINE HAMNETT EYEWEAR UN5AN Laugavegi 8 ■ 551 4800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.