Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ EINA SEM ÞARF AÐ GERA ER AÐ SVARA LÉTTUM SPURNINGUM Á mbl.ÍS Vinningar 50.000 kr. inneign fyrir heppinn Eurocard-korthafa Ferð fyrir tvo til Rimini á Ítalíu í boði Samvinnuferða-Landsýn Máltíð fyrir tvo á Hard Rock Café Playstation-leikjatölva frá Skífunni Miðar fyrir tvo á kvikmyndina Herra Ripley (The Talented Mr. Ripley) Samvinnuferðir * Landsýn 5 OSKARSVERÐLAUNA! Herra Ripley (The Talented Mr. Ripley) er nýjasta stórmynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Anthony Minghella, sem gerði Óskarsverðlaunamyndina The English Patient. Með aðalhlutverk í myndinni fara Matt Damon (Good Will Hunting) og Gwyneth Paltrow (fékk Óskarinn sem besta leikkonan fyrir Shakespeare in Love), Jude Law, Kate Blanchett og Philip Seymour Hoffman. Myndin fjallar um mann sem gerir allt'til þess að lifa sem annar maður með ófyrirséðum afleiðingum! HERRA RIPLEY á mbl.is! I tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Herra Ripley (The Talented Mr. Ripley) bjóða mbl.is og Skífan þér að taka þátt í skemmtilegum leik á mbl.is. Glæsilegir vinningar í boði. MasierCard LANDIÐ # Í 1 • Í' ' ' 1" ?> * * • m w m|J 30. Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Frá undirritun samningsins á Hólmavík. Frá vinstri: Magnús Sigurðs- son, Benedikt Grímsson, Þór Orn Jónsson, Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, Matthías Lvðsson og Guðmundur B. Magnússon. Byggt við Hjúkrun- ar- og dvalarheim- ilið á Hólmavrk Hólmavík - Samstarfssamningur milli Héraðsnefndar Strandasýslu og heilbrigðisráðuneytisins um við- byggingu við Hjúkrunar- og Dvai- arheimilis Hólmavík var undirrit- aður nýverið. Það var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sem undirritaði samninginn f.h. ráðuneytisins og fulltrúar héraðs- nefndar f.h. heimamanna. I ávarpi heilbrigðisráðherra við þetta tækifæri kom fram að um er að ræða viðbyggingu á þremur hæðum, samtals um 425 fermetrar, auk endumýjunar á gamla sjúkra- húsinu sem að sögn ráðherra var löngu orðið tímabært, bæði hvað varðar aðstöðu starfsfólks og sjúk- linga. Fjármögnun skiptist þannig , að Héraðsnefnd Srandasýslu greið- ir 22,02%, Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir 37,85% og Ríkis- sjóður greiðir 40,13%. Fyrirhugað er að bjóða verkið út með vorinu og er áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2002. Áætlaður byggingar- kostnaður er 92,2 milljónir króna, Birna Richardsdóttir oddviti Hólmavíkurhrepps, þakkaði ráð- herra og starfsmönnum ráðuneyt- isins, f.h. heimamanna, þeirra þátt í gerð samningisins. Að því loknu bauð Héraðsnefnd Strandasýslu öllum viðstöddum til kaffisamsætis á Café Riis,til að fagna samningn- um. 8. bekkur Víkur- skóla verðlaunaður Fagradal - Áttundi bekkur Grunnskóla Mýrdalshrepps hlaut verðlaun frá Tóbaksvarnanefnd í aukaútdrætti í Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja. Alls hlutu 13 bekkir af 321 bekk sem keppa á íslandi verðlaun að þessu sinni.Um er að ræða merkta boii handa nemendum og kenn- ara. AIIs taka 14 Evrópulönd þátt í samkeppninni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vera fijálsir, reyklausir og byrja ekki við að fikta við reykingar, einnig að sýna fram á óæskilegar og lífs- hættulegar afleiðingar reykinga. Stærstu vinningarnir ferð fyrir allan bekkin til Berlínar og ferðir innanlands verða dregnir út í maí. Sveitarsljórn Norður-Héraðs Lýsir yfír stuðn- ingi við Hellis- heiðargöng Vaðbrekku, Jökuldal - Sveitar- stjórn Norður-Héraðs lýsir heils- hugar stuðningi við jarðgangagerð undir Hellisheiði milli Vopnafjarð- ar og Héraðs og telur það einu færu leiðina til að gera Vopnafjörð og Mið-Austurland að einu at- vinnusvæði. Tillagan var samþykkt samhljóða í sveitarstjórn. Arnór Benediktsson oddviti bað um að fá að gera grein fyrir at- kvæði sínu. „Sú umræða sem orðið hefur um jarðgöng undir Hellis- heiði má á engan hátt verða til að fresta vegtengingu um Hofsárdal til Vopnafjarðar svo íbúar norðan heiðar fái heils árs tengingu norð- ur og austur um Hárekstaðaleið.“ s 5 E NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKAPAR Þegar þlg vantar innréttingu Frí teiknivinna og tilbobsgerb Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Séra Óskar flytur fyrstu predik- unina i Ólafsvíkurkirkju. Settur í emb- ætti á Ólafsvík Ólafsvík - Fjölmenni var við guðs- þjónustu í Ólafsvíkurkirkju sl. sunnudag þegar sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur í Snæfells- ness- og Dalaumdæmi, setti ný- skipaðan sóknarprest, sr. Óskar Hafstein Óskarsson, í embætti í Ól- afsvíkurprestakalli. Fyrstu embættisverk hins unga prests var svo að skíra barn áður en hann sté í stól og flutti predik- un. Aðalinntak ræðunnar var bæn- in og gildi hennar. Lagði sr. Óskar áherslu á að beðið væri af auðmýkt. Hann kvaðst hlakka til að ganga mót nýrri öld með söfnuði sínum. Ólafsvíkingar bjóða sr. Óskar Hafstein velkominn til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.