Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 27

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 27 Kofí Annan skoðar eyðilegginguna í a-tímorskum bæjum Lofar aðstoð við að end- urreisa Austur-Tímor Dili, Liquisa. AP, AFP. Reuters Kofi Annan, frarakvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hughreystir fjöl- skyldu sem missti ættingja í fjöldamorðum vígasveita í bænum Liquisa. KOFI Annan, framkvæmdastjon Sameinuðu þjóðanna, fór í gær í sólarhringsheimsókn til Austur- Tímor og sagði að samtökin væru staðráðin í að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að aðstoða við end- urreisn landsins. Annan hélt til- finningaþrungna ræðu í bænum Liquica þar sem hann minntist fórnarlamba vígasveita stuðnings- manna Indónesíustjórnar sem frömdu fjöldamorð á Austur-Tímor á síðasta ári. Vígasveitirnar myrtu allt að 50 óvopnaða flóttamenn í kirkju í Liquica í apríl og árásin var undan- fari enn meiri blóðsúthellinga eftir að Austur-Tímorar samþykktu sjálfstæði með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í ágúst. „Mér finnst það sérlega átakan- legt að guðshús skuli hafa verið vanhelgað með þessum hætti,“ sagði Annan við um 5.000 íbúa Liquica sem tóku á móti honum. „Ég vildi geta sagt ykkur það sjálf- ur að Sameinuðu þjóðirnar eru hérna til að hjálpa ykkur að endur- reisa landið. Við viijum hjálpa ykk- ur að jafna ykkur á þessu hörmu- lega tímabili í sögu ykkar.“ Annan bætti við að þjáningum Austur-Tímora væri ekki lokið, margir ættu enn um sárt að binda og landsmenn yrðu að vera þolin- móðir því endurreisnarstarfið tæki langan tíma. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna búa sig nú undir að taka við öryggisgæslunni í allri Austur- Tímor í lok mánaðarins, fimm mán- uðum eftir að fjölþjóðlegt herlið undir stjórn Ástrala náði landinu á sitt vald. Herliðið er þegar farið frá austur- og miðhluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar fá tvö til þrjú ár til að búa Austur-Tímor undir sjálfstæði. Samtökin eiga gríðarmikið verk fyrir höndum því endurreisa þarf landið því sem næst frá grunni vegna mikillar eyðileggingar af völdum vígasveita, sem voru andvígar því að Austur- Tímor fengi sjálfstæði. Uppbygging geti hafíst fyrir alvöru „Peningamir eru farnir að streyma inn þannig að hægt verður að hefja uppbyggingarstarfið fyrir alvöru og skapa ný störf,“ sagði Annan. Hann fór einnig lofsamleg- um orðum um starfsmenn Samein- uðu þjóðanna á Austur-Tímor og vísaði á bug ásökunum um að sam- tökin hefðu dregið úr hömlu að hefja uppbyggingarstarfið. Hann skoraði ennfremur á um 100.000 austur-tímorska flóttamenn í Vest- ur-Tímor, sem tilheyrir Indónesíu, að snúa aftur til Austur-Tímor. Indónesar hernámu Austur-Tímor, sem var portúgölsk nýlenda, árið 1975 og talið er að um 100.000 manns - eða sjötti hver íbúi lands- ins - hafi látið lífið í kjölfar innrás- arinnar. Yfirráðum Indónesíu yfir landinu lauk formlega í október. Æðsti embættismaður Samein- uðu þjóðanna á Austur-Tímor, Sergio Vieira de Mello, og leiðtogi austur-tímorskra aðskilnaðarsinna, Jose Alexandre Gusmao, tóku á móti Annan á flugvellinum í Dili. Hann skoðaði einnig rústir húsa, sem eyðilögðust í íkveikjum víga- sveitanna í Dili. Daginn áður hafði Annan rætt við ráðamenn í Indónesíu og lagt áherslu á að það væri hlutverk þar- lendra yfirvalda að refsa þeim sem bæru ábyrgð á blóðsúthellingunum og eyðileggingunni á Austur-Tím- or. Engin þörf væri á því að draga þá fyrir alþjóðlegan dómstól ef stjórnin í Jakarta stæði við loforð sín um að sækja þá til saka í Ind- ónesíu. Prakkarastrik tölvusérfræðings „Clinton“ vildi meira netklám CHRISTOPHER Petro, sem er sér- fræðingur í tölvuöryggismálum, tókst nýlega að komast inn í viðtal sem fréttamiðillinn CNN.com tók á Netinu við Bill Clinton forseta, að sögn BBC. Petro þóttist vera for- setinn og hvatti til að klám á Netinu yrði aukið. Fréttastöðin segir að ekki hafi fyrr verið tekið viðtal við starfandi forseta og það sent út beint á Netið. Sérfræðingurinn sagði að enginn vandi hefði verið að komast í gegn. „Þetta var algerlega óundirbúið. Ég var bara að fylgjast með viðtal- inu eins og aðrir ...Ég var beðinn um gælunafn." Notendur urðu því vitni að því aö forsetinn sagði: „Sjálfur get ég sagt að ég vildi að meira væri um klám á Netinu.“ Petro segir þetta hafa ver- ið það fyrsta sem sér datt í hug og hann hafi alls ekki beitt aðferðum tölvuþrjóta til að komast inn í við- talið. „Ég vona að þetta græsku- lausa prakkararstrik hafi haft þau áhrif að liðsmenn CNN átti sig á því að kerfið er ekki öruggt og það verði að laga áður en einhver valdi þeim eða gestum stöðvarinnar raunverulegu tjóni.“ Fulltrúi CNN sagði að ekki væri ætlunin að cndurskoða kerfið sem notað væri. Allt bendi til að Petro hafi getað notað gælunafnið Clinton vegna þess að kerfið þoldi ekki álagið og brast. Joe Lockhart, tals- maður forsetans, sagði Clinton ekki munu hætta að veita viðtöl á Netinu. 50% aukaafsláttur AF ÚTSÖLUVÖRUM Frá föstudegi til sunnudags er 50% aukaafsláttur af útsöluvörum í Nanoq, fimmtíu prósenta aukaafsláttur af útsöluvörum. Ekki missa af þessu tækifæri til að krækja í vandaða flík á enn betra verði. Kíktu í Nanoq og vertu til! ^4 NANOQ+ Kringlunni 4-12 • Sími 575 5100 www.nanoq.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.