Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 28

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forystukreppa Kristilegra demókrata í Þýzkalandi eftir afsögn Scháubles Flokksmenn hvattir til að fara að enffu óðsleara Bcrlín. AFP, Rcutcrs, AP. V.^ KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi (CDU) hófu í gær að leita logandi ljósi að mögulegum arftaka Wolfgangs Scháuble, sem í fyrradag sá sig knúinn til að lýsa yfir afsögn sinni sem leiðtogi flokksins og þingflokksformaður. Ahrifamenn í herbúðum þýzkra íhaldsmanna hvöttu þó til þess í gær að flokks- menn rösuðu ekki um ráð fram held- ur gæfu sér þann tíma sem til þyrfti til að leysa forystuvandann. Scháu- ble víkur ekki formlega úr flokks- leiðtogasætinu fyrr en á næsta flokksþingi, sem áformað er að halda í apnl. Edmund Stoiber, leiðtogi CSU, systurflokks CDU í Bæjarlandi, hvatti til þess að „gæði yrðu látin ganga fyrir hraða“ við val á eftir- manni Scháuble. Stoiber, sem er forsætisráðherra Bæjaralands og harður íhaldsmað- ur, er talinn gera sér vonir um að verða kanzlaraefni CDU og CSU í næstu Sambandsþingkosningum. Fjármálahneykslið, sem skekið hefur CDU undanfarna mánuði - frá því Helmut Kohl, fv. kanzlari og leið- togi flokksins til 25 ára, viðurkenndi í lok nóvember að hann hefði haldið úti kerfi leynilegra bankareikninga til fjármögnunar flokksstarfsins - hefur ekki aðeins rúið þennan áhrifamesta stjórnmálaflokk í sögu Þýzkalands eftir stríð trausti og svipt hann möguleikanum á sigri í Wolfgang Angela SchSuble Merkel mikilvægum héraðsþingkosningum sem framundan eru, heldur einnig grafið undan áhrifum flokksins sem forystuafls stjórnarandstöðunnar. Flokkstj órnarfundur í gærkvöldi Scháuble kallaði flokksstjórnina saman í gærkvöldi til að ræða hvort útnefna skyldi arftaka hans í emb- ætti þingflokksformanns strax nk. þriðjudag eins og áformað hefur ver- ið, eða hvort bíða ætti fram yfir kosningar til þings Slésvíkur Holt- setalands, sem fara fram 27. febrúar. Almennt er álitið að Friedrich Merz, fjárlagasérfræðingur þing- flokksins, eigi stuðning meirihluta hans vísan til að taka við þingflokks- formennskunni en hann virðist með metnaði sínum og meintri hvatvísi hafa fyrirgert stuðningi nokkurra þingmanna, einkum í hópi liðsmanna CSU, sem myndar sameiginlegan Edmund Friedrich Stoiber Merz þingflokk með CDU á Sambands- þinginu í Berlín. Með því að slá kjöri nýrrar þingflokksforystu á frest myndi jafnframt vera haldið opnu embætti fyrir Volker Ruhe, sem var varnarmálaráðherra í síðustu ríkis- stjóm Kohls og er nú í forystu fyrir kosningabaráttu CDU í Slésvík- Holtsetalandi. Búizt er við að hann tapi þessum kosningum. Þótt liðsmenn CSU hafi formlega ekkert að segja um það hver velst í leiðtogasæti CDU, munu þeir þurfa að eiga náið samstarf við hann, hver sem það verður sem flokksþingið í apríl velur til að gegna embættinu. Hvatning Stoibers til að ígrunda valið vel endurspeglar takmarkaða hrifningu hinna kaþólsku íhalds- manna í Suður-Þýzkalandi af Angelu Merkel, núverandi framkvæmda- stjóra CDU, sem eins og stendur þyk- ir eiga einna bezta möguleika á að hreppa flokksleiðtogasætið, en hún er Volker Kurt Riihe Biedenkopf frjálslyndur austur-þýzkur mótmæl- andi, 45 ára að aldri. Auk Merkel hafa tveir eldri herra- menn verið nefndir til sögunnar í þessu sambandi. Bernhard Vogel, 67 ára gamall forsætisráðherra Þyr- ingjalands, og Kurt Biedenkopf, sjötugur héraðsleiðtogi Saxlands, hafa þótt koma til greina til að veita flokknum forystu í stuttan tíma, eða þar til honum hefur tekizt að hreinsa sig af afleiðingum fjármálahneyksl- isins og byggja upp trúverðugleika og traust á ný. Einnig hefur Ruhe ekki verið afskrifaður sem mögulegt leiðtogaefni, og svipað á við um Jur- gen Ruttgers, héraðsleiðtoga CDU í Nordrhein-Westfalen, hinu fjöl- mennasta þýzku sambandslandanna 16, en hann þarf einnig að sanna sig í kosningum í maí nk., auk þess sem hann er fyrrverandi skjólstæðingur Kohls, sem eins og sakir standa er honum ekki endilega til framdráttar. j9usaojsi|@s»oj3i| :|ieuia iau'saojsq'MMM t8Z9<60Z 00 •uoi6u|q8BM 18Z96 XOS O d aoitsnr hoj saavMaa Bin Laden á eldspýtna- stokk ELDSPÝTNASTOKKUM með auglýsingu á máli Urdúmanna með mynd af skæruliðanum Osama bin Laden hefur verið dreift í borginni Pesháwar við landamæri Afganist- ans. Á cldspýtnastokkunum kemur fram að 500.000 dollara verðlaun, eða um 35 milljónir króna, eru í boði fyrir hvern þann sem vísar á bin Laden. Það er bandaríska send- iráðið í Pesháwar sem keypti auglýsinguna og er fullum trúnaði heitið. Sú fjárhæð sem þar er í boði fyrir handtöku bin Laden er þó mun lægri en þær fimm milljónir dollara sem ríkisstjórn Banda- rikjanna tilkynnti að væru settar til höfuðs skæruliðanum. Rfkisstjorn Rúmeníu gengst við ábyrgð Viðurkennir umfang mengunarinnar Wallström, sem sór um umhverfismál framkvæmdastjórnar ESB, ásamt umhverfisráðherra Ungverjalands við komuna til Baia Mare í gær. Baia Mare, Búkarest. AFP, AP. MARGOT Wallström, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær samstöðu ríkja um að sá sem bæri ábyrgð á blásýrumengun í Dóná, Tisza og Szamosá skyldi bera þann kostnað er hlytist af mengun- inni. Wallström gaf þó einnig í skyn að ESB myndi veita fjárhagslega aðstoð við hreinsun ánna en yfirvöld í Rúmeníu hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt umfang mengunarslyss- ins sem varð þegar blásýrublandað vatn frá gullnámu blandaðist vatni Szamos-ár. „Rúmenar vilja hvorki hylja né draga úr umfangi slyssins," sagði Romica Tomescu, umhverfisráð- hen-a Rúmeníu, og sagði það mat ríkisins að sá sem skaðanum ylli skyldi bera ábyrgð. Blásýrumeng- unin hefur valdið miklum skaða á lífríki í Rúmeníu, Ungverjalandi og Júgóslavíu. Wallström kynnti sér aðstæður við árnar Tisza og Baia Mare og við staðinn þar sem blásýrublandað vatnið flæddi frá stíflu gullnám- unnar út í Szamosá, til að gera sér grein fyrir umfangi slyssins og meta þá aðstoð sem ESB geti veitt. Hún sagðist strax hefjast handa við að mynda alþjóðlega verkefnisnefnd til að meta skaðann og draga úr áhrifum mengunarinnar. Þá gagn- rýndi hún viðhorf ástralska náma- fyrirtækisins Esmeralda Explor- ations Ltd. sem á hlut í námunni, en fyrirtækið hefur dregið ábyrgð sína í efa. „Þeir verða að vera mjög var- kárir í yfirlýsingum sínum... Þetta er alvarlegt mengunarslys. Fyrir þá sem reiða sig á árvatnið er það harmleikur," sagði Wallström og kvað áhrif slyssins þó e.t.v. ekki að fullu ljós fyrr en eftir 20-50 ár. Eigendur gullnámunnar geta átt von á fjölda málsókna í kjölfar mengunarslyssins. Náman er í eigu fjögurra rúmenskra ríkisfyrirtækja og Esmeralda Exploration Ltd. sem dregur í efa að blásýrublandað vatnið sé ástæða mengunarslyssins og hefur því sent sína eigin sérfræð- inga á staðinn til að kanna orsakir. „Það sem hefur forgang hjá okkur núna er að komast að hinu sanna,“ sagði Brett Montgomery, stjórnar- formaður fyrirtækisins. Ungverjaland er án efa það það ríki sem varð fyrir einna mestu tjóni og segja Ungverjar að um 100 tonn af fiski hafa drepist í kjölfar mengunarinnar. Þeir hafa hótað málsókn og sagði Janos Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands, ábyrgð Rúmeníu augljósa, yfirlýs- ingar annars efnis væru óábyrgar. Hann sagðist jafnframt harma að óþekktir árásarmenn hefðu kastað dauðum fiskum á sendiráð Rúmena í Ungverjalandi í gær. Petre Marinescu, forstjóri Rúm- ensku vatnsveitunnar, sagði hins vegar í viðtali við AFP-fréttastof- una að klór en ekki blásýra hefði drepið hundruð tonna af fiski í Dóná. Of mikið klór hafi verið notað af yfirvöldum til að eyða áhrifum blásýrunnar. „Fiskarnir sem veidd- ir hafa verið sýna einkenni sem benda til að eitrunin sé ekki af völd- um blásýru,“ sagði Marinescu og sagði Ungverja verða að sanna úr hverju fiskurinn hefði drepist. Milosevic endur- kjörinn flokks- leiðtogi SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, var endurkjörinn formaður serbneska sósíalista- flokksins, á landsfundi flokksins í Belgradí gær. Hann var einn í framboði. Engar breytingar voru gerðar á æðstu forystu flokksins eða helstu stefnumið- um. í ræðu, sem Milosevic flutti hinum á að giska 2000 flokks- þingsfulltrúum, sagði hann að serbneski herinn hefði sigrað í Kosovo og nú væri „nafn Serbíu órjúfanlega tengt baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði um all- an heim“. Krafðist Milosevic að alþjóðlegu friðargæslusveitirn- ar í Kosovo, KFOR, og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) yfir- gæfu sjálfsstjómarhéraðið. Staðhæfði hann að sveitimar hefðu orðið til einskis gagns. Sjálfur er Milosevic á lista yfir stríðsglæpamenn hjá Alþjóða- glæpadómstólnum í Haag. Að- eins útvaldir blaðamenn fengu að vera viðstaddir flokksþingið. Klima víkur ALFRED Gusenbauer var í gær útnefndur formaður aust- urríska Jafnaðarmannaflokks- ins en Viktor Klima, fyrrver- andi kanslari, sagði af sér formennskunni eftir að viðræð- ur hans við Þjóðarflokkinn fóm út um þúfur. Þjóðarflokkurinn tók síðar saman við hinn hægri- sinnaða Frelsisflokk Jörgs Haiders. Gusenbauer stendur á fertugu og er yngsti formaður- inn í sögu austurríska Jafnaðar- mannaflokksins. Skammt er síðan hann gekk til liðs við flokkinn. Verður útnefning hans staðfest á þingi flokksins í apríl. Viðræðum um bætur frestað VIÐRÆÐUM um bætur til þeirra, sem voru í þrælkunar- vinnu í Þýskalandi á stríðsárun- um, var frestað í Berlín í gær og stefnt að næstu lotu í Washing- ton 7. og 8. mars. Er um það rætt hvernig skipta skuli bótun- um, um 372 milljörðum ísl. kr., en það, sem kom í veg fyrir samkomulag í Berlín, var sú krafa fimm Austur-Evrópur- íkja, Rússlands, Hvíta Rúss- lands, Tékklands, Póllands og Úkraínu, að bætur, sem renna skulu til einstaklinga, verði hækkaðar. Norska stjórnin í hættu? FLOKKARNIR tveir sem ráða meirihluta þingsæta á norska Stórþinginu, Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, kynntu í gær áform um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um umdeilt mál, það er hvort reisa eigi gasorkuver í Noregi. Verði af atkvæðagreiðslunni þarf minnihlutastjórn Kjells Magne Bondeviks annað hvort að breyta afstöðu sinni til málsins eða segja af sér. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.