Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 29 ERLENT I eiiiangrun á Netinu Stanford. AP. ÞVÍ meiri tími, sem fer í Netið, því minni tími fer í hið daglega líf inni á heimilinu eða utan þess. Er þetta nið- urstaða rannsóknar, sem greint var frá í fyrradag. Fólk, sem er á Netinu fimm klukkustundir á viku eða lengur, hef- ur minni tíma en annars væri til að vera með fjölskyldu sinni og vinum og horfir raunar einnig minna á sjón- varp. „Því lengur, sem það er á Net- inu, því minni tíma hefur það fyrir raunverulegt fólk,“ sagði Norman Nie, stjórnmálafræðingur við Stan- ford-háskóla í Kalifomíu, en hann vann að rannsókninni ásamt Lutz Erbring, prófessor við Frjálsa há- skólann í Berlín. Rannsóknin náði til 4.113 Banda- ríkjamanna á 2.689 heimilum. Kvaðst þriðjungurinn vera lengur en fimm klukkustundir á Netinu á viku og 13% þeirra sögðust hafa minni tíma aflögu fyrir fjölskylduna. 8% þeirra kváðust taka minni þátt í félagslífinu en áður. Næstum 60% sögðust horfa minna á sjónvarp en áður og munaði nokk- um veginn sama tíma og fólk ver í Netið. I ljós kom einnig, að því leng- ur, sem fólk hefur haft Netið, því meiri tími fer í það en af einstökum athöfnum er það tölvupósturinn, sem er tímafrekastur. Netið virðist líka ýta undir, að fólk flytji vinnuna að hluta inn á heimilið án þess, að nokk- uð dragi úr þeim tíma, sem það er á hinum eiginlega vinnustað. ----------------- Skattheimtu- menn krefj- ast vopnaðr- ar verndar The Daily Telegraph. KÍNVERSKIR skattheimtumenn hafa nú óskað eftir vernd vopnaðra lögreglumanna eftir að 20 skatt- heimtumenn hafa verið drepnir af fólki sem reynir að komast hjá því að greiða skatta sína. A vegum kínversku skattheimt- unnar standa nú yfir viðræður um að ráða til starfa vopnaða lögreglu- þjóna sem einnig gætu aðstoðað við skattheimtuna sjálfa með því að ógna þeim sem reynast ófúsir að láta fé sitt af hendi. Kínverjar skulda nú hundruð milljarða króna í ógreidda skatta og hafa rúmlega 20 skatt- heimtumenn verið drepnir síðan 1993. Þá hafa hundruð þeirra særst í árásum í sveitum landsins, að sögn Jin Renqing, ráðherra skattamála. Nokkrir háttsettir starfsmenn skattheimtunnar draga þó gagnsemi vopnaðra skattheimtumanna í efa. „Jafnvel lögreglan kemur ekki til aðstoðar þegar hópur ófriðarseggja neitar að greiða skatta sína,“ var haft eftir einum skattstjóranna. Frásagnir sem þessar eru sjald- gæf staðfesting kínverska ríkisins á því ofbeldi sem lengi vel hefur ein- kennt skattheimtu í dreifbýlli byggðum landsins. Bændur og verkamenn neita gjarnan að greiða skatta sem eru oft á tíðum fyrirskip- aðir eftir hentisemi misheiðarlegra skattstjóra viðkomandi byggðar. Kastari 1.895 kr. r\cisiciri Halogenljós 4.().")0 kr. Eldhúsljós 2.395 kr. Ljósakróna 9.995 kr. Garðljós 5.995 kr. Eldhúsljós 1.995 kr. Þú finnur ljósið sem þú leitar að í ljósadeild Húsasmiðjunnar Skráðu þig í vefklúbbinn www.husa.is HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Kennslustund í hönnun Óvenjuskemmtileg og djörf hönnun sem svo sannarlega hefur slegið í gegn í Evrópu. Multipla var valinn bfll ársins í Danmörku M.a er hann eini bíllinn til sýnis á Nýlistasafninu í New York sem dæmi um frábæra hönnun. Sex sæti, gott aögengi og yfirdrifið pláss fyrir alla. Undrabíll sem þú verður að skoða og prófa til að trúa. Multipla Fiat er hinn fullkomni fjölskyldubíll. Fiat Multipla Verð kr. 1.630.000 *ABS hemlalæsivörn *4 loftpúöar *6 sæti ‘Rafstýrö hæðarstilling framsætis *6 x þriggja punkta belti *160w hljómflutningstæki ‘Fjarstýrðarsamlæsingar *Grindarbyggður 'Upphitaðirog rafdrifnirspeglar *8 ára gegnumtæringarábyrgö straktor .■n Opiö á laugardögum 13-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.