Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 31 LISTIR Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Henryk Górecki Ymist hægferðug og fallega hljómandi eða kröftug og áleitin Morgunblaðið/Sverrir Þóra Kristín Johansen leikur einleik á sembal á tónleikum með Kammersveit Reykjavíkur í Langholtskirkju á sunnudagskvöld. Afdrifarík kynni af sembal Schroeders KAMMERSVEIT Reykjavíkur leikur verk eftir pólska tónskáldið Henryk Górecki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjögur verk: Þrjú lög í gömlum stíl fyrir strengjasveit, frá árinu 1963, Kon- sert op. 40 fyrir sembal og strengjasveit, frá 1980, Góða nótt op. 63 fyrir altflautu, píanó, sópran og tam-tam, frá 1990, og Lítil sál- umessa op. 66 fyrir píanó og 13 hljóðfæri, frál993. Þóra Kristín Johansen leikur einleik í sembalkonsertinum og einsöngvari í Góða nótt er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson. Rut Ingólfsdóttir, fiðlu- leikari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, segir að með þessum tónleikum vilji Kammersveit Reykjavíkur gefa áheyrendum tækifæri til að kynn- Djass á Kaffi Nauthól SÖNGKONAN Þóra Gréta og Andrés Þór gítarleikari leika þekktar djassperlur á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík á laugar- dagskvöldið kl. 20:30. Sýningum lýkur Gallerí Fold Samsýningunni Margt smátt, 31 listamaður í baksal Gallerís Foldar lýkur á sunnu- dag. Galleríið er opið laugardag og sunnudag kl. 10-17. Hallgrímskirkja Sýningu Leifs Breiðfjörð á 17 vatnslita- og pastelmyndum lýkur fimmtudaginn 24. febrúar ast verkum Góreckis. Henni vitan- lega hafi verk eftir hann ekki heyrst hér á landi áður utan einu sinni, þegar Sinfóníuhljómsveit Is- lands flutti Sorgarsinfóníu hans fyrir nokkrum árum. Það var ein- mitt hún sem gerði Górecki heims- frægan á sínum tíma. Hann hafði þá stundað tónsmíðar í áratugi en verk hans voru lítt þekkt nema í þröngum hópi. Árið 1993 skaust Sorgarsinfónían svo upp í efstu sæti vinsældalista í Bretlandi og seldist í hundruðum þúsunda eint- aka. Hefur haldið sig Qarri sviðsljósinu Górecki hafði þegið boð Kamm- ersveitarinnar að koma til Islands og vera viðstaddur tónleikana en að sögn Rutar getur því miður ekki orðið af því vegna veikinda hans að undanförnu. Tónskáldið hefur um ævina haldið sig fjarri sviðsljósinu, bæði vegna heilsufars síns og mik- illar þarfar fyrir einveru. Górecki er fæddur árið 1933 í borginni Kat- ovice, þar sem hann býr enn, en hann er auk þess langdvölum uppi í fjöllunum þar sem hann á hús og semur tónlist sína í ró og næði. Rut kveðst vona að tónleikarnir gefi gott sýnishorn af tónsmíðum Góreckis, enda eru þrjátíu ár á milli elsta verksins sem þar verður leikið og hins yngsta. „Górecki hefur sinn mjög svo sérstaka stíl. Segja má að tónlist hans sé mjög pólsk og á vissan hátt austur-evrópsk. Maður getur fundið miklar þjáningar í gegnum tónlistina en þessi maður hefur ör- ugglega þurft að þjást mjög mikið í lífinu. Ýmist eru verkin hægferðug og mjög fallega hljómandi, eða mjög kröftug og allt að því áleitin. Og þar í flokki er sembalkonsert- inn, sem Þóra Kristín leikur," segir Rut. Forsala aðgöngumiða er í Máli og menningu á Laugavegi. Tónleik- arnir eru helgaðir minningu Lárus- ar Sveinssonar trompetleikara en hann var einn af stofnendum Kam- mersveitar Reykjavíkur. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem Þóra Kristín Johansen semballeik- ari kemur fram á tónleikum á Is- landi, enda hefur hún dvalið í Hol- landi í 28 ár, fyrst við nám og síðar störf í hinum ýmsu tónlistarhópum; dúóum, tríóum og kvartettum, en hún hefur auk þess fengist við kennslu. Á allra síðustu árum hefur hún fært út kvíamar og sameinað krafta tónlistar- og myndlistar und- ir merkjum margmiðlunartækni en nýverið gaf hún út níu DVD-diska með verkum níu myndlistarmanna og tónlist níu tónskálda í flutningi Bifrons-hópsins. Afraksturinn má sjá og heyra í Nýlistasafninu laugar- daginn 26. febrúar nk. Þóra sleit bamsskónum á Reyni- melnum í Reykjavik og hóf ung nám í píanóleik, fyrst hjá Hermínu S. Kristjánsson og seinna hjá Jóni Nor- dal. Fljótlega eftir að hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík hélt hún til fram- haldsnáms í píanóleik í Amsterdam. Þegar hún hafði numið þar píanó- leik i eitt ár skipti hún yfir í sembal og byijaði alveg upp á nýtt. „Svo varð ég ástfangin og ílengdist," seg- ir hún. Fór ekki í fleiri pianótíma eftir það Hún rifjar upp hvernig hugur hennar snerist frá píaninu að sem- balnum á einum degi. „Það var eig- inlega alveg óvart. Ég var beðin um að spila Bach-sónötu með fiðluleik- ara. Kennarinn hennar var Jaap Schroeder, barokkfíðluleikari sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann vildi endilega láta okkur spila á uppmnaleg hljóðfæri, svo við fórum heim til hans þar sem hann var með sembal og æfðum þar. Þar með var ekki aftur snúið - ég innritaði mig í sembaldeildina dag- inn eftir og fór ekki í fleiri píanó- tíma eftir það,“ segir Þóra. Alveg ný reynsla Hún segir sembalkonsert Góreck- is afar skemmtilegt verk en þekkti ekkert til tónskáldsins né verka þess áður. „Mér finnst líka mjög gaman að spila með svona góðu tónlistar- fólki og skemmtilegum stjómanda," segir Þóra og hælir Bemharði Wilk- inson á hvert reipi. Svo upplýsir hún að þrátt fyrir langan tónlistarferil sé þetta f fyrsta sinn sem hún spili undir stjóm hljómsveitarstjóra, þar sem hún hafi jú alla tíð leikið með minni hópum. „Svo þetta er alveg ný reynsla," segir hún og viðurkennir að hún sé ennþá með dálítinn fiðr- ing. „Reyndar hef ég einu sinni ver- ið beðin um að spila með hljómsveit í Amsterdam, á synthesizer, en ég var rekin vegna þess að ég kom alltaf vitlaust inn, skildi ekki slagið,“ segir Þóra hlæjandi, „annars var það allt í lagi - þetta var svo leiðinlegt verk.“ DflGflR 14.-19. febrúar E3 iJi bók/ðta. /túdei\t\ Stúdentaheimiiinu við Hringbraut • Sími 5700 777 TOLVUBOKH 25-70 % *3ss&-* afsláttur af öllum t‘’lvste$‘ur! erlendum tölvubókum Nú eru hinir árlegu tölvubókadagar BóksöLu stúdenta 1 fullum gangi. Mörg þúsund bókatitlar! Ef þú átt ekki heimangengt er www.boksala.is einföLd og örugg leið til að nálgast bækurnar. Einnig má nátgast þær á www.visir.is. Nú er leikur einn að versla á Netinu Eftir gagngorar ondurbætur gotum við fullyrt að netverslun Bóksölu stúdenta só ein sú fullkomnasta á landinu. Nýtt viðmót og nýjar lausnir svara auknum kröfum notenda um aðgengi og öryggi og síðast en ekki síst lágt vöruverð. Blrgðastaða Þeir sem versla é vefnum sjá strax hvort varan er til ( versluninni eða hvort þarf að útvega hana f rá útgefanda. ðryool Bóksalan notar SSL dulkóðunarkerfið, hið sama og bankar og sparisjóðir nota. bó«/»AViadcfvU. 'á'- <vsp^ PÓSTURINN bók/fcla. /túdeivtk. @ visir.is D Ertu í tímaþröng? „F0R BUSY PE0PLE" eru handbækur fyrir þá sem hafa lítinn tíma en þurfa að læra hlutina hratt og örugglega. Við bjóðum eftirtaldar bækur á einstöku verði: The Internet, Access 2000, Excel 2000, Word 2000, Office 2000, og FrontPage 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.