Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 33 LISTIR Emil Þór Guðmundsson skoðar myndir Ljósmyndarafélagsins. Sýning á ljósmynd- um í Gerðarsafni SÝNING Ljósmyndarafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélags íslands verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 15 í Gerðarsafni, Listasafni Kópa- vogs, og stendur til 19. mars. Sýn- ingin er jafnframt samkeppni blaða- Ijósmyndara um bestu fréttamyndir ársins. Samkeppnin skiptist í fjóra aðalflokka, fréttir, fþróttir, manna- myndir og opinn flokk. Undir opna flokkinn falla landslagsmyndir, tískuljósmyndir, skoplegar myndir, myndraðir og myndir úr daglega líf- inu. Liðlega 500 myndir bárust í sam- keppni blaðaljósmyndara og úr þeim valdi dómnefnd 128 myndir sem eru á sýningu blaðaljósmyndara. Sú nýbreytni einkennir sýning- arnar tvær að flestar myndanna eru unnar í stafrænu formi og prentaðar á stafræna stóra prentara. Myndim- ar á sýningu Ljósmyndarafélagsins eru allar unnar stórar, allt frá því að vera lxlm og þaðan af stærri. Mynd- imar bera með sér hversu víðfeðmt myndefni Ijósmyndaramir velja sér, allt frá andlitsmyndum á myndstofu til háspennuvirkja á hálendinu. Auk þessara tveggja sýninga er sérstök sýning á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara. Þar gefur að líta ýmsar svipmyndir frá liðnum tímum og er sýningin haldin í aldarminningu Vigfúsar. Morgunblaðið/Golli Jóhann Torfason, Krislján Logason og Birgir Snæbjörn Birgisson skoða myndirnar á sýningu blaðaljósmyndara. Fyrirlestrar o g námskeið í LHÍ HJÁ Listaháskóla íslands eru framundan tveir fyrirlestrar og þrjú námskeið. Skúlína Kjartansdóttir myndlistarmaður flytur fyrirlestur á Laugarnesvegi 91, stofu 24, mánu- daginn 21. febrúar kl. 12.30. Skúlína vinnur við rýmishönnun hjá tölvu- M-2000 Föstudagur 18. febrúar: Óvæntir bólfélagar - fyrsta stefnumót. Hótel Borg kl: 21.00. Fyrsta stefnumót Óvæntra bólfélaga skartar ögrandi sammna listamanna úr ólík- um listgreinum; Megasi og Gjörningaklúbbnum (The Icelandic Love Corporation); Helvitis slagverkssinfóníunni undir stjórn Mattíasar Hem- stock og Telefóníu kvöldsins undir stjórn Andrew McKenzie. Plötusnúður stefnumótsins er dr. Gunni. Óvæntir bólfélagar munu skjóta upp kollinum í hverj- um mánuði það sem eftir lifir menningarársins. Miðasala: Forsala hjá Tólf tónum og við inngang. Miða- verð kr. 1000. leikjaframleiðendum í Liverpool og fjallar fyrirlesturinn um störf henn- ar þar. Liivia Leshkin tískuhönnuður frá Eistlandi flytur fyrirlestur miðviku- daginn 23. febrúar í Skipholti 1, stofu 113, kl. 12.30. Leshkin fjallar um tískuhönnun og það hvernig tískuhönnuður þarf að bregðast við þörfum mismunandi samsettra hópa viðskiptavina. Námskeið Borgarsýn nefnist fyrirlestraröð um „útsýni" í myndlist. Með tilliti til listasögunnar verður fjallað um borgarlandslag í víðu samhengi. Kennari er Einar Garibaldi Eiríks- son myndlistarmaður. Kennt verður í stofu 113, Skipholti 1, inngangur B og hefst námskeiðið annan mánu- dag, 28. febrúar. Anna Þóra Karlsdóttir mynd- listarmaður kennir á námskeiði sem nefnist Flókagerð sem hefst 3. mars nk. Ýmsir möguleikar tækninnar verða kynntir og þátttakendur koma með hugmyndir sem þeir hafa áhuga á að útfæra. Kennt verður í stofu 112, Skipholti, inngangur B. Á námskeiði sem nefnist Módel- teikning verður lögð er áhersla á stöðu, hlutfoll og líkamsuppbygg- ingu. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður. Námskeiðið hefst 6. mars. Kennt verður í stofu 411, Skipholti 1, inngangur B. Smámyndasýniiig’ Morgunblaðið/Golli Frá samsýningu listamanna í Galleríi Fold. Gallerí Fold ÝMSIR LISTAMENN Sýningin er opin frá 10 til 18 virka daga, frá 10 til 17 laugar- daga og frá 14 til 17 sunnudaga. Til 20. febrúar. SMÁMYNDIR era nú til sýnis í Galleríi Fold og er þar um að ræða verk eftir ekki færri en þrjátíu og einn listamann, alls níutíu og níu myndir. Þannig var til sýningar- innar stofnað að öllum var boðið að senda inn verk. Alls bárust um 200 verk frá tæplega fimmtíu lista- mönnum og úr þeim var valið það sem nú má skoða í sýningarsaln- um. Eins og von er til er sýningin fjölbreytt, aðferðir ólíkar og við- fangsefnið af ýmsum toga, jafn- framt því sem gæðin eru auðvitað misjöfn þegar svo vítt svið er kann- að. Listamennirnir koma líka víðs vegar að. Innan um er fólk sem á að baki langan feril og er löngu orðið þekkt af list sinni, en á sýn- ingunni má líka sjá verk margra sem fáir kannast líklega við. Af þessari sýningu má sjá að ótrúlega margir eru að fást við list- sköpun í landinu auk þeirra sem mest ber á og sýna reglulega í gall- eríum og söfnum. Þessi viðleitni er listinni í landinu afar mikilvæg því líkt og í öðrum greinum gengur það ekki að aðeins örfáir sinni starfinu ef listin á að blómstra og búa að áhugasömum og kunnugum njótendum. Listin býr að kröftugri „grasrót" - svo beitt sé klisjunni - og mikilli breidd í sköpun. Þó er að sjálfsögðu líka nauðsynlegt að nálgast þessa miklu breidd með gagnrýnu hugarfari og gera mikl- ar kröfur til þeirra sem vilja sýna verk sín og kynna. Gallerí Fold gegnir mikilvægu hlutverki í listalífi Reykjavíkur enda er það langstærsta listhúsið í borginni. Sýningarsalir þar hafa nýlega verið stækkaðir um helm- ing svo rýmra er um verkin og kostur gefst á að greina betur á milli listtegunda og -manna. Þarna er að finna mikið úrval verka eftir afar stóran hóp fólks, allt frá þekktum málurum af eldri kynslóð til ungra og óþekktra listamanna; allt frá olíumálverkum að leirker- um og -krúsum. Þó einbeitir gall- eríið sér að því sem kalla mætti „hefðbundna" eða „aðgengilega" list og sýnir ekki verk sem kenna má við nýrri stefnur í listinni eða avant-garde list. Verkin á smámyndasýningunni endurspegla þessar áherslur í rekstri gallerísins og gera ekki of miklar kröfur til áhorfandans. Nær allar myndirnar á sýningunni eru hins vegar vandlega útfærðar og af greinilegri tilfinningu. Sýn- ingin er falleg og verkin líka en þar sem aðeins eru sýnd tvö til fjögur verk eftir hvern listamann er ekki gott að meta frekar framlag hvers og eins. Jón Proppé af öllum úlpum föstudag, laugardag og sunnudag Frábært úrval
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.