Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 34

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFSKIPTIESB AF INN ANRÍKISMÁLUM STJÓRNARMYNDUNIN í Austurríki með aðild Frels- isflokks Jörgs Haiders kallaði fram harkaleg viðbrögð pólitískrar forustu Evrópusambandsins. Ráðherraráð sam- bandsins hótaði að einangra Austurríki og rjúfa samstarf við landið, sem er aðili að þessu evrópska ríkjabandalagi. Framkvæmdastjórnin í Brussel fór rólegar í sakirnar, þar sem hún hefur vafalaust gert sér grein fyrir þeim erfiðleik- um, sem sambandið stæði frammi fyrir kæmi hótun ráð- herraráðsins til framkvæmda gagnvart einu aðildarríkinu. Framferði þeirra pólitísku leiðtoga, sem skipa ráðherra- ráð ESB, rekja sumir til ákalls austurrískra flokksbræðra þeirra, sem voru að missa völdin. Hefur íhlutunin vafalaust skaðað Evrópusambandið til framtíðar, því sjónir manna hafa í kjölfarið beinzt að yfirþjóðlegu valdi þess. Um þetta var fjallað í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag og þar sagði m.a.: „Með því að hafa afskipti af stjórnarmyndun og póli- tískri þróun í einu aðildarríkjanna hefur Evrópusambandið beitt sér með áður óþekktum hætti. Sambandið kemur nú fram sem pólitískt afl og beitir kröftum sínum inn á við. í þessu efni er rétt að hafa í huga, að það voru jafnaðarmenn í ESB, sem einkum knúðu fram viðbrögðin innan sambands- ins við stjórnarmynduninni í Austurríki. Skriðþunga sam- bandsins var síðan beitt í pólitískum tilgangi gegn einu að- ildarríkjanna. Hér ræðir því um þáttaskil á vettvangi ESB og atburð, sem kann að hafa áhrif á fjölmörgum sviðum.“ Nokkru síð- ar segir í Reykjavíkurbréfinu: „I umræðum um þessi innanríkismál Austurríkis hefur ýmsum þótt afskipti Brussel vísbending um það sem gæti gerst í litlum fullvalda ríkjum sem hefðu ekki sama bol- magn og gamalt stórveldi eins og Austurríki og ekki fráleitt að til að mynda íslendingar gæfu því gaum. Það mætti líka hugleiða þau orð Halldórs Laxness í Skáldatíma þar sem hann ekki síst gerir upp við bitra reynslu sem samfylgdar- maður marxismans, að á Janusar-höfðinu eru tvö andlit, andlit nasismans og andlit marxismans. Evrópusambandið hefur aldrei gert athugasemd við það, að þetta gamla andlit marxismans blasi við þjóðunum. En í þeim efnum er víða pottur brotinn. Það væri líka niðurlægjandi og óviðunandi, t.a.m. fyrir litla þjóð, að eiga yfír höfði sér sífelldar athuga- semdir um innanríkismál ef sá gállinn væri á skriffinnsku- kerfinu í aðalstöðvum þessa annars að mörgu leyti merka sambands.“ Davíð Oddsson, forsætisráðherra, vék að viðbrögðum Evrópusambandsins við stjórnarmynduninni í Austurríki í ræðu sinni, sem hann flutti á Viðskiptaþingi Verzlunarráðs Islands í fyrradag. Forsætisráðherra sagði m.a.: „Um þessar mundir er þó ekkert sem þrýstir á aðild ís- lands, enda hneigist sambandið nú í þveröfuga átt við okkar hagsmuni. Embættismannakerfi Evrópusambandsins og sú reglusetning sambandsins sem ekki tengist viðskiptum og innri markaðinum verður sífellt fyrirferðarmeiri í aðild- arríkjunum. Æ víðfeðmara verður hið pólitíska inngrip sambandsins í þætti sem fram til þessa hafa verið hluti lýð- ræðislegs ákvörðunarferlis aðildarríkjanna, t.a.m. í skatta- og velferðarmálum. Smærri ríki sambandsins hafa sífellt minni áhrif á sín mál og manna færri lykilstöður á vegum þess. Hin fljótfærnislegu viðbrögð ráðherraráðs Evrópu- sambandsins við kosningum og stjórnarmyndun í Austur- ríki kristalla vel þessi síauknu afskipti og hafa fært þau á nýtt og áður óþekkt plan. Meginskýringarnar sem utanrík- isráðherrar Þýskalands og Bretlands gáfu á þeirri aðgerð voru ekki hin ógeðfelldu pólitísku sjónarmið formanns ann- ars stjórnarflokksins í kynþáttamálum, heldur var áhersl- an á að sá væri andvígur stækkun Evrópusambandsins og auknu samrunaferli. Því væri ekki hægt að samþykkja í Brussel að flokkur hans tæki þátt í ríkisstjórn í Austur- ríki.“ Það skýtur nokkuð skökku við, að einmitt nú voru birtar niðurstöður úr könnun, sem gerð var í desembermánuði sl., um afstöðu íslendinga til þess, að ríkisstjórnin hefji við- ræður án skuldbindinga við Evrópusambandið. Samkvæmt henni telur 51% landsmanna sig því sammála eða mjög sammála. Hins vegar skiptast landsmenn í tvo jafna hópa í afstöðunni til aðildarumsóknar, 32% í hvorum. Hvort afskipti ráðherraráðs ESB af innanríkismálum í Austurríki hefðu haft áhrif í niðurstöðu slíkrar skoðana- könnunar skal ósagt látið. Hins vegar má fullyrða, að flestir Islendingar tækju því illa ef forusta Evrópusambandsins reyndi að hlutast til um íslenzk innanríkismál, t.a.m. sjáv- arútvegsmál. í því ljósi ber að skoða ummæli forsætisráð- herra. Ný ,j ar ðgangaáætlun Vegagerðarinnar til næ Næstu jarðgö fyrir norðan c Samgönguráðherra kynnti jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar og for- könnun hennar á veg- tengingu milli lands og Eyja í gær. Arna Schram skýrir frá blaða- mannafundi ráðherra og skýrslunum tveimur og áætlunum um að næst verði byggð jarðgöng fyrir norðan og austan. SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, kynnti í gær langtímaáætlanir Vegagerðarinnar um gerð jarðganga á íslandi og tók fram við það tækifæri að hann legði til að jarðgangagerð milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar annars vegar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar njóti forgangs og yrði boðin út í einum pakka að lokinni frekari rannsókn og öðrum undir- búningi á svæðunum. Fram kom á kynningarfundinum að miðað væri við að rannsóknir á svæðunum gætu hafíst á þessu ári en talið væri að þær gætu staðið yfir næstu tvö árin á eftir. Að því búnu tæki sjálf jarð- gangagerðin við og talið að hún gæti staðið yfir í samtals um sex ár þ.e. um 4 ár fyrir norðan og um 2 ár fyr- ir austan miðað við að göngin verði unnin frá báðum endum. „Ljóst er að mikil hagkvæmni næst út úr því að bjóða út svo stóran pakka sem nær yfir langt tímabil og þess vegna mun ég gera tillögu um að þessi fyrr- nefndu tvö verkefni verði boðin út í einu lagi,“ sagði samgönguráðherra en tók fram að það væri háð því hvernig rannsóknum miðaði á hvoru verkefninu yrði byrjað. „Framvinda stóriðjuframkvæmda á Austurlandi getur einnig haft áhrif á það á hvor- um staðnum verður byrjað,“ bætti ráðherra við og lagði mikla áherslu á þessi síðustu orð sín. í fyrrgreindri áætlun Vegagerðar- innar er einnig gert ráð fyrir því að jarðgöng milli Amarfjarðar og Dýra- fjarðar verði eitt af næstu verkefn- um í jarðgangagerð og kom fram á fundinum að líklegt væri að rann- sóknir og undirbúningur á því svæði hæfust á þessu ári en að ekki yrði farið út í sjálfar framkvæmdirnar fyrr en lokið hefði verið við fyrr- nefndu verkefnin tvö, þ.e. jarðganga- gerð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar annars vegar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar. Gert er ráð fyrir því að garðgangagerðin fyr- ir vestan taki tvö ár og því er miðað við að öll þessi þrjú jarðgangaverk- efni sem hér hafa verið nefnd taki alls tíu ár sé gengið út frá því að unnið sé út frá báðum gangaendum. Kostnaðaráætlun fyrir verkefnin þrjú er rúmir 9 milljarðar króna „Það þýðir að jafnaði ríflega 1.100 milljónir á ári, ef miðað er við að öll göngin verði einbreið. Með tvíbreið- um göngum í öllum tilfellum yrði heildarkostnaður um 11 milljarðar og árlegur kostnaður að meðaltali tæplega 1.400 milljónir," segir í áætl- un Vegagerðarinnar en í máli Hreins Haraldssonar, formanns þeirrar nefndar sem hafði veg og vanda af áætlanagerðinni, kom fram að frekar væri gert ráð fyrir því að göngin fyr- ir norðan og austan yrði tvíbreið en Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti jarðgangaáætlun á blaðamannafundi í gær. TÖOm ff.y.s.1 kámbjjall U" Jarðgöhg 5,3 km 120-150 mhy.s^ ivarfjörðui ^fjorði 10 km h i-u-X esi /. Y, ', / göngin fyrir vestan einbreið. Miðað við það yrði áætlaður samanlagður kostnaður fyrstnefndu ganganna um 8,3 milljarðar og heildarkostnaður ganganna þriggja um 10,5 milljarðar króna. Þegar samgönguráðherra var innt- ur eftir því hvernig hann hygðist fjármagna þessi verkefni tók hann fram að ekki lægi fyrir áætlun um fjármögnun verkefnanna en benti þó á að þau yrðu fjármögnuð sérstak- lega. Nefndi hann m.a. að tií greina kæmi að fjármagna þau með þeim hagnaði sem fengist fýrir sölu ríkis- eigna. „Það hefur komið fram að rík- isstjórnin gerir ráð fyrir sölu ríkis- eigna (á þessu kjörtímabili) til þess að lækka skuldir annars vegar og til þess að setja peninga í mikilvæga mannvirkjagerð hins vegar. Ég á von á því að þar verði svigrúm sem nýta megi til samgöngubóta,“ sagði ráð- herra og lagði áherslu á að ekki væri ætlunin að setja á sérstaka skatta til að afla verkefnunum fjár. Göngin sýna arðsemi Rótin að því að Vegagerðin hóf vinnu við umrædda skýrslu er þings- ályktun sem Alþingi samþykkti í mars 1999 um að samgönguráðherra verði falið að vinna langtímaáætlun um gerð jarðganga á íslandi. í kjölfarið skipaði vegamálastjóri vinnuhóp innan Vegagerðarinnar til að vinna verkefnið en í honum voru Hreinn Haraldsson, formaður hóps- ins, sem áður var nefndur, Eymund- ur Runólfsson og Gísli Eiríksson. Auk þeirra voru svo skipaðir í stýri- hóp þeir Helgi Hallgrímsson og Jón Rögnvaldsson. Á fundinum kom fram að tillögur hópsins um langtímaáætlun í jarð- gangagerð hefðu verið byggðar að nokkru leyti á nýrri áherslum en hingað til hefur tíðkast. Þessa er einnig getið í skýrslunni en þar segir að áður hafi við forgangsröðun jarð- gangaframkvæmda verið litið til þess að vetrareinangrun væri veigamesta atriðið. „Hér má segja að meiri áhersla sé lögð á göng sem geta stækkað og styrkt byggðakjarna, ekki síst með styttingu vegalengda. Meginástæður þessarar viðhorfs- breytingar eru tvær. Einn mikil- vægra þátta til að sporna við stöð- ugri fólksfækkun á landsbyggðinni hlýtur að vera efling byggðakjarna rn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.