Morgunblaðið - 18.02.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 35
stu tíu ára lögð fyrir Alþingi
n g verða
>g austan
sem eru það stórir, að þeir geta
haldið uppi fjölbreyttu atvinnu-,
mennta- og menningarlífi. Þá hefur
komið í ljós [...] að nýlegir, vel upp-
byggðir fjallvegir geta í mörgum til-
fellum tryggt góðar heilsárssam-
göngur og þótt vetrarþjónusta sé þar
sívaxandi er kostnaður viðráðanleg-
ur.“ Tillögur Vegagerðarinnar í
skýrslunni miðast þannig við að
áfram verði haldið á þeirri braut að
byggja upp heilsársfjallvegi þar sem
þess sé kostur og fresta um sinn
gerð jarðganga á þeim stöðum, með-
an enn sé verið að byggja upp hið al-
menna vegakerfi landsins.
Þannig er til dæmis lagt til að veg-
ur milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
verði lagður í jarðgöngum, þar sem
mjög erfítt er talið vera að byggja
upp veg og tryggja vetrarþjónustu á
Hrafnseyrarheiði, en hins vegar er
það talið gerlegt á Dynjandisheiði.
Þá kemur fram í skýrslunni að meg-
inröksemd fyrir tillögu um jarðgöng
milli Siglufjarðar og Ólafsjarðar sé
sú að með því tengist Siglufjörður
byggðum við Eyjafjörð á þann hátt
að Eyjafjarðarsvæðið í heild verði
öflugra mótvægi við höfuðborgar-
svæðið. „Göng milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar þétta byggðina á
Mið-Austurlandi og koma í stað
hættulegs vegarkafla um Vattarnes,
sem að öðrum kosti þarf að byggja
upp á næstu árum,“ segir ennfrem-
ur. Þá kemur fram að öll þessi þrjú
verkefni komast næst því að sýna
arðsemi með hefðbundnum reikniað-
ferðum þar sem um töluverðar stytt-
ingar vegalengda er að ræða.
Jarðgangaáætlun endurskoðuð
á fjögurra ára fresti
I skýrslunni kemur fram að jarð-
göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð-
ar myndu stytta leiðina milli kaup-
staðanna um 45 km sé miðað við
veginn um Lágheiðina. Vegalengdin
milli kaupstaðanna yrði með öðrum
orðum um 15 km. „Heildarkostnaður
við þessa vegtengingu, þ.e. 10,2 km
löng einbreið jarðgöng, 500 m langa
vegskála og 4 km af nýjum vegum,
er áætlaður um 4,3 milljarðar króna.
Borið saman við nýjan veg um Lág-
heiði er framkvæmdin talin geta skil-
að tæplega 7% arðsemi og er þá mið-
að við töluvert mikla umferðar-
aukningu, mun meiri en á upp-
byggðum Lágheiðarvegi. Með tví-
breiðum jarðgöngum er heildar-
kostnaður áætlaður um 5,3 millj-
arðar,“ segir í skýrslunni.
Jarðgöng milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar myndu stytta vega-
lengdina milli þéttbýlisstaðanna um
30 km og verða um 22 km. Heildar-
kostnaður með tvíbreiðum göngum,
150 m löngum forskálum og 7,5 km
nýjum vegum utan ganga er áætlað-
ur um 3 milljarðar. Þegar kostnaður
við umræddar framkvæmdir á þessu
svæði hefur verið borinn saman við
endurbyggingu núverandi vegs milli
staðanna og leggja á hann bundið
slitlag reynist arðsemin vera um 4 til
8%.
Þá kemur fram í skýrslunni að
gert sé ráð fyrir því að jarðgöng
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
yrðu um 5,1 km að lengd en það
myndi stytta leiðina milli staðanna
um 25 km, þ.e. vegalengdina úr Arn-
arfirði að Dýrafjarðarbrú. Kostnaður
við þessar framkvæmdir er áætlaður
um 2,3 milljarðar miðað við einbreið
göng, tvo 100 m langa forskála og
tæpa 7 km af nýjum vegum að göng-
unum.
Vinnuhópur Vegagerðarinnar sem
áður var greint frá leggur til í
skýrslunni að jarðgangagerð á ísl-
andi sé gerð til tíu ára hverju sinni
og endurskoðuð á fjögurra ára fresti.
Miðað við það ætti að ákveða eftir
fjögur ár í hvaða verkefni ætti að
ráðast næst þ.e. þegar lokið hefur
verið við þau þrjú verkefni sem hér
hafa verið til umræðu. Vegagerðin
gerir í skýrslunni tillögu um að þau
verði á Vestfjörðum. Þar á eftir verði
síðan ráðist í jarðgangagerð á Aust-
fjörðum. Samkvæmt þessu koma
jarðgöng varla til álita milli Staðar-
sveitar og Kolgi’afarfjarðar, í Bröttu-
brekku, Klettshálsi og fleiri stöðum
fyrr en eftir 30 ár í fyrsta lagi.
Vegtenging til Eyja ekki
á dagskrá á næstunni
A fundinum var einnig kynnt for-
könnun Vegagerðainnnar um veg-
tengingu milli Vestmannaeyja og
lands en sú könnun var einnig gerð
að tillögu Alþingis sem samþykkt var
vorið 1998. í niðurstöðum forkönn-
unarinnar kemur fram að aðrar
lausnir en jarðgöng milli lands og
Eyja komi ekki til álita vegna kostn-
aðar en samkvæmt grófu kostnaðar-
mati kosta jarðgöng milli lands og
Eyja um 20 til 35 milljarða króna,
svokölluð botngöng milli lands og
Eyja um 110 til 140 milljarða og svo-
nefnd flotgöng um 120 til 150 millj-
arða.
í skýrslunni eru tvær jarðganga-
leiðir skoðaðar milli lands og Eyja.
Önnur er í föstu bergi alla leið, þ.e.
frá Eyjafjöllum og er um 26 km löng
en hin leiðin er mun styttri eða um
18 km. Sú hefst við Kross í Landeyj-
um en þar éru laus og opin jarðlög
40 til 50 metra þykk ofan á föstu
bergi.
í könnuninn kemur þó fram að
báðar leiðirnar liggi um eldvirk
svæði og einnig að óvissa sé um jarð-
lög og eiginleika þeirra til jarð-
gangagerðar. „Náttúrufarslegar
ástæður valda því að áhætta við
vinnslu og rekstur ganganna verður
að teljast mikil miðað við þá þekk-
ingu sem nú er fyrir hendi. Þekking-
in er hins vegar takmörkuð og því er
í raun ekki unnt að meta áhættuna
svo að gagni verði,“ segir í könnun-
inni. Þar kemur einnig fram að arð-
semi fæst ekki af framkvæmdinni
miðað við hefðbundna arðsemis-
reikninga og lýsir Vegagerðin yfir
þeirri skoðun sinni að ekki eigi að
leggja í slíka fjárfestingu að sinni
miðað við þá áhættu sem talin er
vera á svæðinu. „Ef vilji er til að
halda þessu máli áfram er brýnast
að auka þekkingu á svæðinu til að
festa hendur á áhættuni eftir því
sem unnt er.“
Á fundinum kom fram í máli ráð-
herra að hann teldi alls ekki að jarð-
göng til Eyja væru með þessu af-
skrifuð en benti á að til þess að af
þeim geti orðið þyrftu nánari rann-
sóknir að fara fram. Þær rannsóknir
þyrftu þó að fara fram í samvinnu
við stofnanir sem væru að vinna að
jarðfræðirannsóknum í landinu.
Einn helsti talsmaður vegtenging-
ar milli lands og Eyja er Árni John-
sen, formaður samgöngunefndar Al-
þingis, en hann sagði aðspurður að
niðurstöður könnunarinnar væru
engin vonbrigði fyrir hann. Hann
sagði hins vegar í þessu sambandi að
það væri eðlilegt að farið væri var-
lega þessum athugunum þar sem
ýmsir óvissuþættir væru til staðar.
Hann bendir þó á að komið hafi fram
í skýrslunni að með nútímatækni
ætti að vera hægt að gera göng milli
lands og Eyja. „Ég tel þó rétt að það
verði einnig skoðaðir aðrir möguleik-
ar og mun ég beita mér fyrir því að
það verði gerð úttekt á möguleikum
ferjuaðstöðu á Bakkafjöru gegnt
Eyjum og gerðar verði líkanaprófan-
ir og aðrar skoðanir á því,“ sagði
Árni Johnsen að síðustu.
AP
ítalskir hermenn standa vörð við brú er skilur að borgarhluta Serba og Albana í bænum Kosovska Mitrovica. Solana
segir mikilvægt að Evrópusambandið geti í framtíðinni gripið til aðgerða á borð við þær í Kosovo upp á eigin spýtur.
Sterkari, skuld-
bundnari og
ábyrgari Evrópa
European Viewpoint.
eftir Javier Solana
ASÍÐASTA ári hefur Evrópu-
sambandið tekið sögulegar
ákvarðanir um stefnu þess í
öryggis- og vamarmálum.
Þetta eru mikilvægar ákvarðanir fyrir
Bandaríkin og bandamenn Evrópu
sem eru ekki aðilar að sambandinu.
Þessar ákvarðanir heimila hinum
evrópsku meðlimum bandalagsins að
leggja meira til málanna innan NATO
svo og í aðgerðum sem er stjórnað af
NATO. Einnig er heimilað að þessi að-
ilar taki frumkvæðið í aðgerðum sem
ekki taka til allra bandamanna. Þessi
stefnumörkun mun hafa mjög jákvæð
áhrif á öryggismál beggja vegna Atl-
antshafsins um leið og þær koma til
framkvæmda.
Hugmyndin um evrópskt öryggi og
vamarmálastefnu er ekíci ný af nálinni.
Hún hefur verið á dagskrá frá því í síð-
ari heimsstyijöldinni. Raunveruleiki
kalda stríðsins hafði hins vegar í för
með sér að öryggismál Evrópu voru
best tryggð í samvinnu við Bandaríkin.
NATO reyndist eina stofnunin sem gat
fengist við hvoru tveggja; að tryggja
samstöðu milli ríkja beggja vegna Atl-
antshafsins og skipuleggja öflugar
vamir fyrir frjálsa og lýðræðislega
Evrópu.
Allar tilraunii- til að byggja upp sér-
stakar evrópskar varnir hafa síðan ver-
ið mótaðar í nánu samstarfí við NATO
og með hvatningu frá meðlimum þess.
Ef þróunin hefúr verið of hægfara hef-
ur það oftar en ekki stafað af of veikri
Evrópu en ekki of sterkri Ameríku.
Það era einkum tveir þættir sem
hjálpa okkur að skilja hvers vegna
þessar breytingar eiga sér stað. í
fyrsta lagi hefur upplausn Sovétríkj-
anna leitt til róttækra breytinga á
hemaðarlegu umhverfi í Evrópu.
Hættan af stórfelldum árásum, hefð-
bundnum eða óhefðbundnum, á aðild-
arríki NATO blasa ekki lengur við.
Þess í stað þurfum við að takast á við
margvíslegar hættur sem ógna stöðug-
leikanum í Evrópu, án þess þó að ógna
tilvist viðkomandi samfélaga.
Innan hins nýja hemaðarlega um-
hverfis munu félagar okkar handan
Atlantshafsins ekld endilega sækjast
eftir afskiptum af svæðisbundnum eij-
um í álfunni. Þær aðstæður munu
koma upp að þeir muni vera ánægðir
yfir því að Evrópa geti átt framkvæðið
eftir að viðeigandi pólitískt samráð hef-
ur átt sér stað.
Síðara atriðið varðar samþættingu
Evrópu og mótun sameiginlegra hags-
muna innan hennar. Af þessu leiðir að
aðilar Evróupsambandsins munu vilja
koma sér upp nauðsynlegum tækjum
til að standa vörð um þessa hagsmuni.
Evrópusambandið heftir nú þegar yfir
að ráða öflugum leiðum tíi halda uppi
trúverðugri alþjóðlegri utanríkisstefnu
í diplómatískum, hagfræðilegum og
viðskiptalegum efnum. Það vill nú
styrkja þessar leiðir enn frekar ef
nauðsynlegt reynist að beita hervaldi
þar sem veigamiklir
hagsmunir era í húfi.
Að þessu leyti hefur
deilan í Kosovo vakið
evrópska ráðamenn og
almenningsálitið upp af
svefni. Hún hefúr afhjúp-
að vankantana á evrópsk-
um hemaðarmætti hvort
sem litíð er til einstakra
ríkja eða Evrópu í heild.
Þrátt fyrir nægjanlegan
fjölda vopnaðara sveita
geta Evrópumenn ein-
ungis kallað til örlítið
brot af þeim mætti sem
nauðsynlegur er til að
skipuleggja og viðhalda
þeim í því skyni að bregð-
ast við þeim ógnum við
öryggi sem við horfumst nú í augu við
og munum gera í framtíðinni.
Leiðtogar Evrópusambandsins
ákváðu á fundi sínum í Helsinki í des-
ember að þessu yrði að breyta. Þeir
ákváðu að Evrópusambandið yrði að
auka styrk sinn svo það gæti bragðist
við hættuástandi með áhrifaríkari
hætti hvort sem væri á sviði hemaðar
eða á öðrum sviðum. Þannig var ákveð-
ið að árið 2003 yrðu ríki ESB að vera
tilbúin að kalla út 60 þúsund manna
herlið til að bregðast við á hættustund.
Markmiðið er að ESB, ásamt öðrum
ríkjum og samtökum sem geta gert til-
kall til hlutverks á þessu sviði, leggi
meira til alþjóðlegs friðar og öryggis í
því skyni að viðhalda og styrkja öryggi
Evrópu. Mai’kmiðið er ekki að skapa
fjölþjóðlegan evrópskan her. Og það er
ekki heldur stefnan að byggja upp nýtt
hernaðarbandalag í Evrópu sem
keppti við NATO eða kæmi í þess stað.
Hér er heldur ekki verið að hervæða
Evrópusambandið eða beina sjónum
þess frá meginmarkmiðinu; samruna
Evrópu. Hér er um að ræða jákvæða
viðleitni í því skyni að styrkja ábyrgð
og skuldbindingu Evrópusambands-
ins.
Auk þess að styrkja hernaðarmátt
Evrópusambandsins hefur það ákveðið
að efla getu þess til að bregðast við
hættuástandi. Leiðtogar Evrópusam-
bandsins hafa ákveðið að sambandið
samhæfi getu sína til að bregðast við á
áhættutímum. Eins og nýleg reynsla
hefur leitt í Ijós krefst þetta mun meira'
en hernaðarlegra afskipta. Til að ná
árangri á þessu sviði skiptir sköpum að
geta beitt öllum þeim tækjum sem til
staðar era: aðstoð á sviði hagstjórnar
og tækni; borgaralega lögreglu og tæki
til að byggja upp stofnanir; hvatningu
á sviði viðskipta eða viðskiptaþinganir
og þannig mætti áfram
telja. Þessi tæki gætu
þvingað deiluaðila að
samningaborðinu og
hjálpað til að byggja upp
hagkerfi og endurreisa
samfélög átakasvæða.
Evrópusambandið býr
yfir einstökum leiðum til
að veita slíka alþjóðlega
aðstoð.
Leiðtogar Evrópu-
sambandsins hafa einnig
ákveðið að þetta verkefni
verður að vinna í náinni
samvinnu við NATO og
fyrir opnum tjöldum.
Þeir vora einnig ákveðnir
í að þau Evrópuríki sem
ekki eiga aðild að
Evrópusambandinu ættu að vera ná-
tengd verkefninu. Með því að stykja
hemaðarmáttinn í sameiningu, myndu
aðildarríki ESB, sem aðilar eða sam-
starfsaðilar NATO, sem og bandalags-
ríkin í Norður-Ameríku, styrkja al-
þjóðlegan mátt Atlantshafsbanda-
lagsins til að gegna hlutverki sínu og
renna styrkari stoðum undir öryggi
Evrópu.
Þetta var ástæða þess að þeir fyrstu
sem fögnuðu þeirri stefnu sem mörkuð
var í Helsinki voru ráðherrar NATO-
ríkjanna á fundi í Brassel hinn 15. des-
ember sl. Sú skuldbinding að styrkja
möguleika Evrópu til aðgerða mun
leiða til meira jafnvægis í samskiptum
þjóða beggja vegna Atlantshafsins.
Sem talsmaður Evrópusambandins í
utanríkis- og öryggismálum og sem
fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO
er ég ákveðinn í að þær ákvarðanir
sem teknar voru í Helsinki muni vera
mikilvægt framlag tíl að styrkja*'
Evrópu og til að styrkja Atlantshafs-
bandalagið. Það er Evrópu í hag að vel
takist til. Það er einnig Bandaríkjunum
íhag.
Höfundur er talsmaður Evrópu-
sambandsins í utanrikis- og öryggis■
málum og framkvæmdastjóri
Vestur-Evrópusambandsins.
Javier
Solana