Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 54

Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens \MAN5TUPE6AR 1HITTUMST FYRSTt ÓJÁ.PAÐVAR 1 MSAMLEGA FALLEGT SUMARKVÖLÖ PUSUNÚIR AF FALLEGUM ELbFLUGUM! SEM BLIKUbUÍ MYRKRINU ; HVAb HELbURbU Ab Vlb HÖFUM BORbAb MARGAR 7 Ljóska FYRST SKROPUM VIÖ, SPÖSLUM SVO, 6RUNN \MALUM 06 TÖKUM SÍÖAN EKH TROÐA Á FÓTUNUM imÉsr- ERPETTA EKKI BESTA MALARA- Smáfólk Two people 5he removed one He touched and a doq walKinq through the snow. of her mitten5,and placed her hand in his. her cheek. “Sooneror later,” -the doq thouqht/‘one of them Í5 goinq to forget and dropthe leash.” Tvær mannverur og Hún tók af sér annan Hann snerti Hundurinn hugsaði með sér: hundur voru á gangi vettlinginn og lagði vanga hennar. »Fyrr eða seinna munu þau í snjónum. höndina í hans. gleyma sér og sleppa ólinni". BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skóli lífsins Frá Margréti S. Sölvadóttur: Á ÁRAMÓTUM lítum við gjarnan til baka og svo var með mig. f rúma hálfa öld hef ég lifað og starfað í okk- ar litla samfélagi. Oft er sagt við þá sem ná 100 ára aldri að þeir hafi lifað tímana tvenna, en ég efast um að þeir hafi lifað jafnhraðar breytingar á sínu æviskeiði öllu, eins og við sem fædd- umst um og eftir seinna stríð. í dag eru skólar að útskrifa fræð- inga í nánast öllum greinum þjóðfé- lagsins. Ungt fólk sem setið hefur yfir bókunum sínum látlaust í mörg ár og jafnvel áratugi. Það kemur útskrifað úr námi með það á hreinu hvemig á að reikna út hagvöxt fyrirtækja í mælieiningum sem á ekkert skylt við mannlegt eðli. En hvemig er hægt að skilja í sundur fyrirtæld sem saman- stendur af fólki og er ekki neitt án þeirra sem þar starfa. Mín kynslóð átti ekki völ á slíkum skólum og lærði annars konar reikning. Okkar skóli var að mestu leyti skóli lífsins, þar sem hagvöxtur fyrirtækja var mæld- ur í manngildi. Fyrirtæki á þjónustusviði er fólkið sem þar starfar. Ef svo væri ekki ætti slíkt fyrirtæki ekkert andlit og ekkert viðmót. Þetta vitum við sem gengum í skóla lífsins, því þar var þetta kennt. Þar fór líka fram sálfræðikennsla sem slípuð var með reynslu áranna, sem gerir það að verkum að eftir því sem árin líða er nemandinn betri sálfræð- ingur og þar með betri starfskraftur. Meinið í íslenskum fyrirtækjum í dag er það að þeir sem lærðu í skóla lífsins og hafa reynsluna, umburðar- lyndið og háttvísina, þeir stjóma ekki fyrirtækjunum, heldur þeir sem lærðu að líta á tölvuskjáinn og reikna út gervifólk sem skipt er í deildir eða eytt „delete“ í einu vetfangi á bláum skjá ef þeir hafa lifað í hálfa öld. „Hagræðing" heitir það á þeirra máli. Andlitslyfting getur heppnast vel ogverið augnayndi, en nýttyfirborðið er oftast grunnt og getur ekki komið í staðinn fyrir hrukkur, - tákn reynslu og manngildis. Ungir stjómendur geysast í einu vetfangi í gegnum tím- ann að settu marki, en skilja ekki að stundin er það sem gefur tímanum gildi. Aðeins það að lifa hverja stund til hins ítrasta og draga lærdóm af, gerir lífið að því sem við öll viljum, en sum- um yfirsést. Þeir hafa aldrei lært þetta gamla orðatiltæki „hvað ungur nemur gamall temur“. Þeir ættu bet- ur að hugleiða að tíminn frá þrítugu til fimmtugs er ótrúlega íljótur að líða og þá er ef til vill komið að þeim að vera eytt af skjánum „delete" því þeir hafa sjálfir komið slíkum skipunum fyrir í tölvunni. Hvað er þá framund- an hjá uppgjafastjómanda sem aldrei fór í skóla lífsins? Við sem þann skóla sóttum lærðum að bjarga okkur við svo mismunandi aðstæður að okkur em allir vegir færir, - en hvemig fer fyrir ungu fræðingunum okkar? Hef- ur ef til vill skólakerfið okkar bmgðist er það hefur ekki á námskrá sinni það sem okkar skóli kenndi - manngildi? Það, að vera eytt í einu vetfangi úr tölvu fyrirtækis þar sem þú hefur lagt þig fram um að þjóna vel. Þar sem ánægðir viðskiptavinir hafa komið ánægju sinni með störf þín og sam- starfsamanna þinna, á framfæri við unga stjómendur, sem því miður hafa aldrei lært neitt um manngildi en horfa daufum augum á tölvuskjá, stynja svolítið og segja „því miður, þín er ekki þörf lengur, - hagræðing þú skilur“ delete! Það gefur til kynna að nýja öldin blási köldum vindum á okkar litla þjóðfélag þar sem stór hluti af þegnunum þess er komin yfir fimmtugt. Ég óska Flugleiðahótelunum og þeim sem þar starfa alls hins besta í framtíðinni og þakka fyrir ánægju- legt samstarf. MARGRÉT SIGRÍÐUR SÖLVADÓTTIR, atvinnulaus. Aðför að köttum Frá Guðnýju Guðjónsdóttur: Undirrituð ólst upp í vanþróuðum löndum, s.s. Indlandi, Úganda og Pakistan. Það var ófögur sjón að fara á markaðinn, þar sem konur, böm og dýr betluðu eða sníktu sér til matar. Eitt sinn hitti ég konu með bam á brjósti. Henni hafði verið hent út af heimili sínu því hún hafði fengið holdsveiki. Eignarréttur karla var svo ríkur að ef konan stóðst ekki kröfur mannsins var henni fleygt á dyr. Vonleysi konunnar var ólýsan- legt. Kaupmennirnir í strákofum sínum fóm sérdeilis illa með dýrin, t.d. skvettu þeir sjóðandi vatni á hunda og ketti sem vom að sniglast í grenndinni. Það er ekki erfitt að ímynda sér sársaukann fyrir bless- aðar skepnurnar. Þegar maður upp- lifði svona framferði hvarflaði hug- urinn heim, þangað sem svona atburðir gætu ekki gerst! En undanfarið hefir mér þótt minnkandi munur á okkur íslend- ingum og vanþróuðu ríkjunum hvað varðar mannúð í garð minni máttar og málleysingja. í fyrra, um hávetur, hætti borgin að gefa fuglum við tjörnina, vegna sparnaðar! Er þetta hluti af nýfenginni velmegur, þjóðar- innar? Einhverjir slepptu fénaði sín- um á ógirt svæði á Sandskeiði. Margar af þessum skepnum urðu fórnarlömb umferðaróhappa. Því var féð ekki fjarlægt eða svæðið girt? Fréttir berast af fjöldaaflífun hrossa vegna vanhirðu eigenda. Nú þykir mér Reykjavíkurborg hafa kórónað allt þetta með aðför að köttum, á versta árstíma! Ef þessi herför var nauðsynleg, því er hún þá ekki framkvæmd í vor þegar hlýrra er í veðri? Ég skora á þig, frú borgarstjóri, að stöðva þessar aðgerðir eða a.m.k. fresta þeim. GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Bakkavör 30, Seltjamarnesi. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.