Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Orói.jókst í Heklu í gærmorgun og hélst stöðugur fram eftir degi Morgunblaðið/RAX Nokkuð var um tilkynningar um öskufall í grennd við Heklu í gær og mátti sennilega að hluta til rekja það til þess hversu bjart var í veðri og stillt. Hraunið er talið þekja 16 til 18 km2 OROI í Heklu jókst í gærmorgun eftir að hafa dottið niður og hélst stöðugur fram eftir degi. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur flaug yfu- gosstöðvarnar í gaer til að meta hversu mikið hraun hefði flætt í gosinu: „Mér skilst að þetta séu milli 16 og 18 ferkílómetrar af hrauni." Hann sagði að engar mælingar væru komn- ar af þessu hrauni, en í Heklugosinu 1991 hefði verið áætlað að hraunið hefði verið sex metrar á þykkt að meðaltali og líklegt væri að það væri svipað nú. Þegar yfir lauk 1991 þakti hraunið um 24 ferkílómetra. „Það fer eftir því hvað gos- ið stendur lengi,“ sagði Magnús Tumi þegar hann var spurður hvort hann teldi að hraun- rennslið yrði svipað nú. „Heklugos hafa staðið frá þremur dögum upp í tvö ár þannig að ekki er hlaupið að því að áætla það upp á dag.“ Hópur frá Norrænu eldfjallastöðinni, sem hélt til Reykjavíkur í gærkvöld eftir að hafa verið við Heklu frá því á mánudag, komst ekki að gígunum eða hraununum í gær. Karl Grön- vold frá Norrænu eldfjallastöðinni sagði að rennslið væri hins vegar sennilega orðið mun hægara og lítið bættist við. Þó hefði rennsli verið í suðvesturenda Heklu og einnig hefði sést virkni og rennsli í norðaustur. Þá væri ekki ólíklegt að rennsli hefði verið í Skjól- kvíum. Hins vegar hefði engin virkni sést í toppnum á fjallinum í gær og snjór verið sestm- í hann. Virknin væri á öxlinni fyrir neðan. Gosrásin hugsanlega að þrengjast Órói frá Heklu fór stöðugt lækkandi á mánu- dag og í fyrrinótt þar til klukkan fimm í gær- morgun að hann tók að vaxa aftur og náði svip- uðu stigi og á hádegi á mánudag. Var óróinn síðan nokkuð jafn fram á kvöldið í gær, að sögn Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings. Hún sagði að hugsanleg skýring á auknum óróa í gænnorgun gæti verið sú að gosrásin væri að þrengjast og þannig yrðu meiri átök samfara minnkandi gosopi. Jöfn virkni fram- eftir degi styddi þessa kenningu. Hún sagði að á Suðurlandi hefði nokkuð verið um að tilkynnt hefði verið um öskufall. í gærmorgun var til- kynnt úr Fljótshlíðinni og frá Markarfljótsaur- um. Ástæðan gæti verið sú að bjart hefði verið í veðri þannig að askan félli beint til jarðar í stað þess að leysast upp í skýjum. „En það er ekki eins mikil aska og var í byrj- un þótt alltaf komi eitthvað upp,“ sagði hún. Magnús Tumi Guðmundsson sagði að hann hefði verið að fljúga yfir eldstöðvarnar þriðja Morgunblaðið/RAX Gosmökkurinn liggur í Hekluhlíðum innan um ösku og hraun. í baksýn er Búrfell. Morgunblaðið/RAX Gott tækifæri gafst í gær til að skoða aðstæður eftir að gosið hófst í Heklu og sést að hraun hefur runnið bæði til suðurs og norðurs niður hlíðar fjallsins. sinni í gær. Hann fór fyrst kvöidið sem gosið hófst og aftur á sunnudag, en þá hefði lítið sést. Gærdagurinn hefði hins vegar breytt miklu: „Núna höfum við mjög góða mynd af gos- sprungunni og útbreiðslu hraunanna. Að fá svona bjartan og góðan dag breytir því að nú þekkjum við býsna vel aðstæður og hvað hefur gerst meðan á þessu gosi hefur staðið." Morgunblaðið/Golli ' Morgunblaðið/Golli Miklir gufubólstrar stíga frá Heklu en vakin hefur verið athygli á því að flúormengun Reykjarmökkurinn frá Heklu getur verið tignarlegur, en í gær mátti sjá listræn tilþrif þeg- hættuleg búfé hefur mælst í gjósku frá eldfjallinu, ar eldgígurinn sendi frá sér þennan reykhring, sem sveif dágóða stund í stilltu veðrinu. FLÚORMENGUN hættuleg búfé hefur mælst í gjósku frá Heklu og er fólki bent á að vera ekki með búfénað úti við þær aðstæður. Karl Grönvold, Halldór Ólafsson, Guðrún Sverrisdóttir frá Norrænu eldtjallastöðinni og Ármann Höskuldsson frá Nátt- úrufræðistofu Suðurlands hafa verið að taka ösku- og grjótsýni í Heklu. í gær mældust 2.800 milligrömm af flúor í lítra af vatni eða 800 til 900 milligrömm í kílói af gjósku. „Þetta er mjög slæmt fyrir búfénað," sagði Karl. „Almanna- varnir hafa gefið út viðvaranir út af þessu og bent fólki á að vera ekki með búfénað úti.“ Skolast úr við fyrstu úrkomu Hann sagði að þetta skolaðist þó í burtu með fyrstu úrkomu og þá væri hættan liðin hjá. Hins vegar þyrfti að fylgjast með stöðunni. Sigurður Reynir Gíslason, jarð- og jarðefnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands, sagði í gær að tekin hefðu verið sýni þvert í gegnum gjóskugeirann norðvestur frá Heklu, allt frá Þjórsárdal upp í Hrauneyjar, en ekki væri farið að vinna úr þeim enn þá, en niðurstöður gætu legið fyrir í dag eða á morgun. „Við skoðuðum þetta í gosinu 1991 og komumst að þvf að ut- Viðvaranir vegna flúormengunar an á gjóskunni hanga mengandi efni, sem geta verið hættuleg lífi,“ sagði hann. „Sum af þessum efnum eru bæði nauðsynleg fyrir lífið, en ef þau eru í of miklum styrk fara þau að liafa eit- uráhrif og það á við um menn, dýr og gróður." Hann sagði að þau efni, sem alltaf væru hættuleg, væru kad- míum, blý og kvikasilfur. í gjóskunni frá Heklugosinu 1970 hefði í nýjum rannsóknum Svíans Pauls Frogners komið fram að kadmíum og blý losnaði þótt ekki væri stórhættulegt nema við alveg sérstakar aðstæður. „Þau efni, sem hins vegar eru hvað hættulegust; í þessu, eru flúor og ál, sem hanga utan á kornunum og losna þegar fyrst rignir á gjóskuna,“ sagði hann og bætti við, að sérstaklega í súru umhverfi gætu þessi efni komist út í vatn og þá væri greið leið í skepnur, ferskvatnsseiði og gróður, sem reyndar væri ekki í mikilli hættu núna. „1991 voru aðstæður ekki ósvipaðar og núna,“ sagði hann. „Það var kalt og gjóskan féll til jarðar. Nokkrum dögum kom síðan geysilegt vatnsveður í suðaustanátt. Þá fóru þessi efni á hreyfingu - eins og ál og flúor - og bárust í Rangá og styrkur þessara efna var töluvert hár í um sólarhring, fyrsta sólar- hringinn eftir að rigndi.“ Bólusetning náttúrunnar Hann sagði að þá hefði sýnt sig að styrkur áls hefði farið upp undir það, sem teldist hættulegt ferskvatnsfiskum, en ekki yfir þau mörk. Sigurður Reynir sagði að í þessu gangverki náttúrunnar mætti hins vegar greina ákveðna fegurð því að lindár, sem væru næstar eldfjöllum, hefðu mikið af uppleystum efnum í sér og þyldu því meira af utanaðkomandi sýringu: „Þú sveiflar þeim því ekki jafnauðveldlega til í efnasamsetningu eins og ám, sem eru til dæmis lengra frá eldfjöllum. Þannig að eitt- hvað, sem er stórhættulegt fyrir Norðurá í Borgarfirði er ekk- ert endilega hættulegt fyrir Rangá. Ég hef stundum kallað þetta hina fallegu bólusetningu náttúrunnar: Þær ár, sem hættast er við mengun, þola meiri mengun.“ Veðurstofan hefur einnig tekið öskusýni, en tilgangurinn með því er að mæla þykkt öskufallsins og dreifingu um landið, ekki að efnagreina þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.