Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 53 I DAG BRIPS IIiiiNjón (iuömiiiidiir l'áll Arnarsnn HOLLENDINGURINN Bauke Muller fann fallega leið til að tryggja sér tíu slagi í fjórum hjörtum í spili dagsins, sem kom upp í Forbo-Krommenie-keppn- inni í Hollandi um síðustu helgi. Norður A K64 »9742 ♦ ADG 4* A62 Su^ur ♦ A92 » A10853 ♦ 8 * KG54 Muller opnaði á einu hjarta á suðurspilin og end- aði í fjórum eftir nokkar slemmuþreifingar. Vestur kom út með hjartakóng og Muller gaf slaginn. Aftur kom hátt hjarta og nú henti austur tígli. Hvernig myndi lesandinn spila? Samningurinn er mjög sterkur og vinnst í flestum legum með því að fara í laufið. Þá er best að taka tvo efstu og spila að gosanum. Þannig fæst slagur á lauf nema þegar vestur liggur með drottning- una ijórðu í bakið á sagnhafa. Sem var raunin: Norður 4. K64 »9742 ♦ ADG *A62 Vestur * G75 » KDG * K75 * D1083 Austur * D1083 » 6 * 1096432 * 97 Su^ur * A92 » A10853 ♦ 8 + KG54 Ekki lakari spilari en Paul Soloway, nýkrýndur heims- meistari og stigakóngur í Bandaríkjunum, fór niður á fjórum hjörtum með þessari spilamennsku. Hann átti enn þann möguleika að svína tíguldrottningu, en valdi frekar að trompsvína fyrir kónginn í austur. Vissulega var Soloway óheppinn með leguna, en eins og Muller spilaði var sama hvernig spil AV litu út. Hann svínaði einfaldlega tíguldrottningu í þriðja slag! Sviningin heppnaðist, svo spilinu var þar með lokið, en það var í sjálfu sér aukaat- riði. Ef austur hefði átt tíg- ulkóng var hugmynd Mull- ers sú að henda spaða niður í tígul, trompa út spaðann, taka síðasta tígulinn og senda vestur inn á tromp. Þannig fengi hann útspil í tvöfalda eyðu og sendingu upp í KG í laufi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæh, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þríggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Davíð SKAK Umsjún llelgi Áss Grétarssnn Þessi staða kom upp á milli tveggja af efnileg- ustu skákmönnum Taflfé- lagsins Hellis á meistara- móti þess. Kjartansson (2235) stýrði hvítu mönnunum gegn Birni Þor- finnssyni (2255), en hann lék illi- lega af sér með síðasta leik sín- um, 10...0-0?? 11. Rgð! Bxg5 U...Bxg2 12. Dxh7 er mát. Með textaleikn- um tapar svartur þvingað skipta- mun fyrir engar bætur. 12.Bxb7 Bxcl 13.Haxcl Rd7 14.Bxa8 Dxa8 15.dxc5 bxc5 16.Hxd6 Re5 17.Hcdl Rxc4 18.Hd7 Re5 19.Hc7 c4 20.Dd2 a5 21.Dd4 f6 22.f4 Db8 23.Dc5 Rg4 24.De7 Db6+ 25.Khl Rf2+ 26.Kg2 Dxc7 27.Hd7! og svartur gafst upp. I fitií JM Hvítur á leik. COSPER Segðu þeim sem bíða frammi að búið sé að ráða í báðar stöðurnar. Með morgunkaffinu Ast er... 12-27 að vera saman í fjallakofa oglanga ekki að moka sig út. Þú mátt gjarnan bíða eftir strætó hérna Ef þú heldur að ég ætli að klæða mig í kjól og hvítt þótt við séum að fara að gifta okkur, er það misskilningur. Dag einn munt þú eignast þetta allt, son- ur sæll. LJOÐABROT TAR Blíður er blærinn yfir hæðunum sem horfa yfir byggðina en við jaðar þeirra býr sorgin Hún fæddist í fyrra þegar barnið dó og fuglarnir flykktust að litla leiðinu og súngu um það fegursta og saklausasta er deyr kemur aldrei aftur En fólkið kunni ekki að sýngja eins vel og fuglarnir aðeins að gráta nokkrum höfgum tárum sem féllu á gljúpa jörðina og hurfu Jóhann Hjálmarsson. STJÖRNUSPA eftir Frances llrake BRIDS FISKAR Afmælisbarn dagsins: Bjartsýni þinni er viðbrugð- ið og þú festir helzt ekki sjónir á neikvæðu hliðunum. Hrútur (21. mars -19. apríl) "r* Það getur bæði verið gagn og gaman af því að kynnast fjar- lægum löndum og íbúum þeirra. Skildu fordómana eft- ir heima, þeir flækjast bara fyrir. Naut (20. apríl - 20. maí) í*t Sjálfsöryggi þitt er slíkt, að menn kynnu að taka það fyrir hroka. Leggðu þig fram um að koma öðrum kurteislega í skilning um hvað fyrir þér vakir. Tvíburar ^ (21. maí-20. júní) AA Nú þarftu að taka til hendinni og klára allt það sem þú hefur látið sitja á hakanum. Yttu nýjum verkefnum frá þér á meðan; öðru vísi hefst það ekki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki Gróu á Leiti halda fyrir þér vöku. Það verða hennar fylgisveinar, sem fara verst út úr þvi, en þú stendur uppi með pálmann í höndun- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er bráðnauðsynlegt að leika við barnið í sjálfum sér af og til. Aðeins þannig get- urðu haldið þér síungum, hvað sem árunum líður. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) <S$L Þig langar að brjóta af þér hlekki vanans. Gerðu það! Það er upplagt að byrja á smábreytingum og taka svo stærri skref, þegar reynslan er fengin. (23. sept. - 22. október) m Þér hættir til þess að taka of mörg verkefni að þér í einu. Utkoman er svo sú að þú situr uppi með að hafa svikið gefin loforð. Þú verður að breyta til. Sþorðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) HE Það er stundum freistandi að stökkva strax, en þú verður að athuga vel þinn gang áður en þú lætur til skarar skríða. Þannig tryggir þú árangur- inn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er oft betra að fylgjast með hlutunum úr fiarlægð, en demba sér umsvifalaust í þá í návígi.\Þú þarft Iíka á allri þinni fýrirhuggju að halda. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er góð regla að teygja sig helzt til lengra en maður get- ur. Þannig tryggir þú fram- farir þínar og aðrir sjá stöð- ugan vöxt þinn og viðgang. Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) WE- Þú kemst ekki hjá því að vinna ákveðið verkefni í sam- starfi við aðra. Leggðu þig fram um að ná samkomulagi og hafði forystu þar um, ef með þarf. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) V i7_ Enginn hefur alltaf rétt fyrir sér um alla skapaða hluti. Það er þroski fólginn í þvi að við- urkenna mistök sín og hafa kjark til þess að breyta til. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. I! iii n j ó ii A r ii ó r G . It a g n a r s s o n Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Bridskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánudaginn 21. febrúar. Sveitakeppni. Á mánudögum stendur nú yfir sveitakeppni með þátttöku 10 sveita. Eftir 6 umferðir er staða efstu sveita þannig: Albert Þorsteinsson 117 Rafn Kristjánsson 107 Margrét Margeirsdóttir 104 Fimmtud. 24. febrúar. Tvímenn- ingskeppni. 22. pör. Meðalskor 216 stig. Arangur N-S.Olíver Kristófersson - Kristján Olafsson 260 Auðunn Guðmss. - Albert Þorsteinss. 256 Bergljót Rafnar - Soffía Theódórsdóttir 249 Arangur A-V.Perla Kolka - Stefán Sörensson 301 Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss. 277 Hjálmar Gíslason - Viggó Nordquist 229 Bridsklúbbur félags eldri borgara í Hafnarfirði Úrslit í tvímenningskeppni Brids- klúbbs félags eldri borgara í Hafnar- firði urðu sem hér segir: 18. febrúar Jón Pálmason - Ólafur Ingimundarson 127 StígurHerlufsen-JónAndrésson 124 KjartanElíasson-RagnarHalldórsson 118 Árni Guðmundsson - Hera Guðjónsd. 115 25. febrúar Guðm. Guðmundss. - Sigurlín Ágústsd. 134 Sævar Magnússon - Ámi Bjamason 127 Stígur Herlufsen - Jón Andrésson 125 Jón Pálmason - Ólafur Ingimundarson 115 Fimmtudagsspila- mennska í Þönglabakka Fimmtudaginn 17. febrúar mættu 15 pör til leiks. Spilaður var Mitchell með fjórum spilum á milli para. Miðl- ungur var 168 og lokastaða varð þessi: NV Helgi Jónsson-HelgiSigurðsson 192 ElíasIngimarss.-GuðmundurHanss. 177 JónAmason-JökullKristjánsson 177 AV Kristján Blöndal - Hrólfur Hjaltason 192 JónStefásson-ÓliBjömGunnarss. 181 Guðmundur Péturss. -Baldur Óskarss. 180 Helgamir og Guðmundur Péturs- son eru þar með jafnir og efstir í flestum bronsstigum skoruðum í febrúar með 50 stig. Guðmundur Pétursson og Aron Þorfinnsson eru með bestu prósentuskor mánaðarins 57,69% Bæði bronsstigin og prósentu- skorin gefa glæsilega vinninga á Þremur frökkum. Bridsfélag Suðurnesja Sveit Gunnlaugs Sævarssonar sigraði með nokkrum yfirburðum í aðalsveitakeppni félagsins sem lauk sl. mánudagskvöld. Átta sveitir tóku þátt í mótinu og fékk sigursveitin 164 stig af 175 mögulegum. I sveitinni spiluðu ásamt Gulla þeir Karl G. Karlsson, Gísli Torfa- son, Jóhannes Sigurðsson, Karl Her- mannsson og Arnór Ragnarsson. Lokastaðan í mótinu: Gunnlaugur Sævarsson 164 Eyþór Jónsson 135 Þröstur Þorláksson 130 Svala Pálsdóttir 90 Næsta mánudagskvöld hefst þriggja kvölda Michell-tvímenning- ur þar sem tvö efstu kvöldin telja til verðlauna. Spilað er í félagsheimil- inu við Sandgerðisveg og hefst keppni kl. 19.30. Bridsfélag Hreyfils Hafin er Butler-tvímenningur hjá félaginu og mætti 21 par til keppni. Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi: Skafti Bjömsson - Jón Sigtryggss. 53 ÁrniHalldórss.-ÞorsteinnSigurðss. 52 Erlendur Björgvinss. - Friðbj. Guðmss. 47 Kristinn Ingason - Guðm. Friðbjömss. 45 Ingunn Sigurðard. - Eiður Gunnlaugss. 40 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Lágmarks- ríkið á vefnum MINIMAL State - íslenski frjáls- hyggjuvefurinn, hefur hafið göngu sína á http://minimal- state.com. Ætlunin með vefnum, sem er á ensku, er að boða hug- sjónina um frelsi einstaklingsins, hérlendis sem erlendis, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Áhersla er lögð á takmörkun ríldsvaldsins - lág- marksrikið, sem sinnir aðeins lög- gæslu, starfi dómstóla og land- vörnum. Grundvallarhugsjón vefjarins er að einstaklingar eigi að hafa frelsi til allra athafna sem ekki skaði aðra. Réttur ríkis- valdsins til að ákveða fyrir ein- staklingana hvernig þeir ráðstafa fé sínu er ekki viðurkenndur. Vefurinn er hannaður með það í huga að vera aðgengilegur þeim sem lítið vita um frjálshyggju en vilja kynna sér frelsishugsjónina, en að auki verða á forsíðu hans stuttar greinar um málefni líð- andi stundar, skrifaðar frá sjón- arhóli frjálshyggjumannsins. Þótt vefurinn hafi lítið sem ekkert verið auglýstur hefur hann verið aðgengilegur í rúma viku og á þeim tíma sankað að sér heimsóknum, jafnt ensku- sem ís- lenskumælandi vefnotenda." Vilja sam- stöðu um launakröfu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur í samninganefnd Bárunnar-Þórs haldinn 27. 2. 2000 hvetur til samstöðu félaga innan Verkamannasambands Is- lands við þá hófsömu launakröfu VMSÍ, sem farið hefur verið fram með, á hendur Samtökum atvinnurekenda. Kröfugerðin byggist á þeim einfalda veruleika sem blasir við fólki í félögum innan Verka- mannasambandsins, þegar litið er til launahækkana ráðamanna þjóðarinnar og annarra hópa eins og meðal annars hefur kom- ið fram L fréttum undanfarna daga. Fundurinn hvetur því fólk í fé- lögum VMSÍ -til samstöðu um að- gerðir til stuðnings við kröfugerð Verkamannasambands íslands." Gengið á miili fjarða Hafnargönguhópurinn stendur fyrir gönguferð í kvöld frá Hafn- arhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður upp Grófina, með Tjörninni og um Háskólahverfið suður í Skerjafjörð og eftir strandstígnum að Skeljanesi. Þar er val um að ganga strandstíginn og Suðurgötuna að Hafnarhúsinu eða fara með SVR frá Skeljanesi. Allir velkomnir. Fundur um barnsmissi NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, heldur fyrir- lestur fimmtudaginn 2. mars kl. 20 í Háteigskirkju. Álfheiður Steinþórsdóttir, sál- fræðingur, mun fjalla um barns- missi og er fyrirlesturinn öllum opinn. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.