Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ¥ FRETTIR , •■ ■ • •■•, *s<• . . ,• ■',• .■• ; ■“'***'**? ***%*& &tm - V\NÍÍ' -<!$*>** w'^r4' ^ /,<§ífr^, S&' " f*** v. •>' áflWCaf■'* -«.’• ' > í*.*11-' V< ^§jj|& ** Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Framkvæmdir að hefjast við Reykjavfkurflugvöll og ný flugstöð á deiliskipulagi Framtíð vallarins er mál allra landsmanna Ráðgert er að efna til atkvæðagreiðslu með- al Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Jóhannes Tómasson dregur fram nokkur atriði úr umræðunni um kosti og galla flugvallar í Vatnsmýri. FRAMTÍÐ Reykjavíkurflugvallar eftir árið 2016 er óljós en þá rennur út gildistími núverandi aðalskipu- lags Reykjavíkur. Endurgerð flug- vaHarins er nú að hefjast en það er framkvæmd upp á um i,5 milljarða króna. Þýðir hún að samgönguyfir- völd gera sér vonir um lengri ævi flugvallar í Vatnsmýri? Hefði mátt komast af með ódýrari aðgerðir? Er hagkvæmt að flytja völlinn? Eða leggja hann niður en færa flugið annað? Flugvöllur í miðri höfuðborg héf- uf kosti og galla. Mikið hefur verið rætt um þá og menn hafa skipst í fylkingar út frá þessum atriðum. Borgarstjóri hefur líkt þessum hóp- um við villutrúar- eða rétttrúnaðar- menn. Spyrja má þá hverjir eru villutrúar og hverjir rétt- _______ trúnaðarmenn í þessu sambandi. landsflugi - að minnsta kosti ef gert er ráð fyrir að samgöngur á landi haldi áfram að batna. Einnig hefur verið bent á nálægð vallarins við að- alsjúkrahús landsins og að hann sé því nauðsynlegur sem sjúkravöllur. Enn má nefna að talsvert ferjuflug hefur farið um völlinn og því hafa fylgt nokkur störf og tekjur vegna margs konar þjónustu. Gallar Kostir Ný flugstöð styrkir f lug- völlinn í sessi Kostir eru nálægð þessarar miðstöðvar flugsamgangna innanlands við aðrar lífæðar á höf- uðborgarsvæðinu, tenging lands- byggðar og höfuðborgar. Þeir sem búa fjarri höfuðborginni og eiga þangað erindi með flugi hljóta að vilja lenda sem næst henni og það sama hlýtur að eiga við um þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir myndu kjósa annan ferðamáta ef akstur milli miðborgar og flugvallar tæki hálftíma eða meira ef miðað er við Keflavíkurflugvöll, en hann hlýt- ur að vera helsti kosturinn fyrir inn- anlandsflug verði Reykjavíkurflug- völlur lagður niður. Það þýðir að fækka myndi farþegum í innan- Meðal galla sem hafa verið nefnd- ir er ónæði fyrir nágranna flugvall- arins. Flugumferðinni fylgi hávaði, oft fnykur og margs konar truflun. Einnig að þessi stóri reitur hefti mjög allt svigrúm borgarinnar hvað varðar skipulag, ekki aðeins hvað varðar flugvallarsvæðið sjálft, held- _________ ur miðborgina, tengingu gatna vegna aukinnar umferðar við hana og betra væri að nýta svæð- ið til að byggja nýtt hverfi íbúa og fyrirtækja arins. Hefur þegar dregið úr áhrif- um vegna ílugumferðar að þessu leyti og benda má líka á að flugvélar verða sífellt hljóðlátari. Fyrirhugað er að flytja æfinga- flug eða snertilendingar frá vellin- um á aðra nálæga velli eða leggja nýja braut sem gæti tekið að nokkru að sér hlutverk kennsluflugsins. Flugmenn benda á að öryggismál- um nágrannaflugvalla sé þannig komið að þeir dugi ekki að óbreyttu til þess ama. Telja þeir næsta frá- leitt að hægt sé að nota nokkurn nú- verandi valla. Þannig sé völlurinn við Tungubakka í Mosfellsbæ of takmarkaður og varla raunhæft að flytja vandann frá Reykvíkingum til dæmis til Sélfyssinga. Ekkert liggur enn fyrir hvar má koma fyrir nýrri braut sem gæti verið viðunandi fyrir snertilendingar. Margir horfa þó á Kapelluhraunið í því skyni. Unnið að forathugun og þann veg styrkja borgina í sessi. Spuming er hins vegar hversu góð- ar eða hagkvæmar byggingarlóðir verða í mýri. Dregið úr umhverfisáhrifum Ljóst er að flugvöllur í Vatnsmýri verður við lýði næstu 16 árin en hugsanlegt er að margt muni breyt- ast í starfsemi hans á næstu áram. Þannig hafa borgaryfirvöld og sam- gönguráðherra komist að samkomu- lagi um að dregið verði nokkuð úr áhrifum flugumferðar og ekki era mörg misseri síðan gefnar vora út viðbótarreglur um aðflug og fráflug, hávaðareglur og þjónustutíma vall- Málið er nú til athugunar á vegum samgönguráðuneytis en allmörg ár eru síðan tillögur komu fram um að flytja æfinga- og kennsluflugið frá Reykjavík á nýjan flugvöll. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra seg- ir að unnið sé nú að forathugun og gert ráð fyrir rúmlega 100 milljóna króna framlagi vegna þess. í september á síðasta ári fór fram skoðanakönnun á viðhorfum lands- manna til Reykjavíkurflugvallar. í niðurstöðum hennar kom fram að 47% úr 1.100 manna úrtaki með 616% svarhlutfalli var mjög eða frekar sammála því að völlurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, 31% voru því ósammála og 22% hafði ekki mynd- að sér skoðun. Nokkur munur var á afstöðu ef svör voru greind eftir búsetu. Þannig var 45,5% íbúa á höf- uðborgarsvæðinu mjög eða frekar sammála því að hafa völlinn áfram í Vatnsmýri en um 50% íbúa lands- byggðarinnar vora á þeirri skoðun. hluta flugvallarstæðisins að austan- verðu. Gert er ráð fyrir því að á þessu og næsta ári verði nokkrum fjármunum varið til undirbúnings hennar. Samgönguráðherra kveðst vilja kalla saman fjárfesta og þá sem tengjast flugrekstri og gætu verið reiðubúnir að standa að fjárfestingu í allsherjar umferðarmiðstöð. Hún myndi þjóna öllum flugrekendum, geta sinnt hlutverki núverandi Um- ferðarmiðstöðvar og þannig verða alhliða miðstöð. „Ég legg mjög mik- ið upp úr því að kanna hvort þarna geti ekki verið um einkafjármögnun að ræða. Að henni kæmu fjárfestar og þeir sem sinna þarna rekstri, langferðabílar og aðrir þjónustuaðil- ar sem vildu koma sér upp aðstöðu þar,“ sagði ráðherra og kvaðst einn- ig geta ímyndað sér að þar yrði komið upp verslunarrekstri. „Þá geta menn verslað, tekið flug eða rútu út á land og rekið önnur erindi undir sama þaki.“ Er þá ekki verið að horfa til lengri tíma en 2016 með slíka fjárfestingu? „Jú, ég held að það sé líklegt að menn vildu vita hvað verður ögn lengra fram í tímann. Hins vegar má benda á að þjónustumiðstöð á þess- um stað, sem sinnti áætl- unarbílum, strætisvögn- um, leigubílum, verslun og ýmsu öðra, myndi kannski nýtast áfram og hugsanlega þótt völlur- sagði Ingibjörg Sólrún í samtali við Morgunblaðið. „Það þarf að koma ákveðnum upplýsingum á framfæri og ákveðnir hlutir sem þarf að vinna og ég stend í þeirri meiningu að borg og ríki ættu að standa sameig- inlega að því. Þar er ég að tala um hina fjárhagslegu þætti málsins, hvaða möguleikar eru í stöðunni ef flugvöllurinn verður ekki í Vatns- mýri og hvað það þýðir, hvaða tekjur fengjust með nýtingu á Vatnsmýri og hvaða þýðingu það hefði fyrir skipulag svæðisins í heild og miðborgarinnar og líka hvaða þýðingu flugvöllur hefur þar sem hann er eða annars staðar fyrir ferðaþjónustuna og landsbyggðina og svo mætti áfram telja.“ Samgönguráðherra kveðst hafa svarað borgarstjóra því til að komi formlegt erindi um slíka nefnd myndi ráðuneytið tilnefna sinn eða sína fulltrúa. „Ég mun ekki láta mitt eftir liggja að kynna það fyrir lands- mönnum hvers vegna ákvörðun var tekin um endurbyggingu vallarins," segir ráðherra. „Ég hef líka minnt á að þegar endurbygging Reykjavík- ur var undirbúin var skipaður starfshópur undir forystu Guðrúnar Ágústsdóttur, sem þá var borgar- fulltrúi, og fór hann yfir málið vand- lega og fól meðal annars Hagfræð- istofnun Háskólans að meta allar hliðar og kosti þess að flugvöllurinn færi eða væri. Niðurstaða þessa starfs varð sú að endurbyggja skyldi flugvöllinn en færa hann ekki þann- ig að það er búið að skoða sitthvað í málinu,“ sagði ráðherra og benti á að í úttekt Hagfræðistofnunar kæmi fram að þjóðhagslega hagkvæmt væri að völlurinn yrði áfram í Vatns- mýri og það væri ekki bundið við nú- verandi skipulagstímabil. Sagði hann flugmálastjórn einnig hafa lagt til grandvallar nýtt áhættumat vegna flugvallarins þegar endur- byggingin var ákveðin. „En það er líka mjög mikilvægt að stjórnmála- menn, bæði hjá borg og ríki, gefi skýr svör um pólitíska afstöðu í þessu máli sem væntanlega yrði byggð á gögnum og rökum.“ Efnt verður til atkvæðagreiðslu Keflavík helsti kosturinn fyrir innanlandsflug Gert ráð fyrir nýrri flugstöð Samkvæmt deiliskipulagi er nú gert ráð fyrir nýrri flugstöð á suður- inn væri fluttur. En hann er hins vegar aðalatriðið í slíkri miðstöð.“ Nefnd skoði framtíðarhugmyndir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur óskað eftir því við samgönguráðherra að sett verði á laggirnar nefnd sem hefði það hlut- verk að fara yfir helstu þætti er varða framtíð flugvallarins í Reykja- vík. „Það væri hópur skipaður fagfólki sem vega skyldi og meta og skoða hlutlægt kostina í stöðunni og undir- búa þá umræðu sem þarf að fara fram meðal borgarbúa um málið,“ Borgarstjóri segist vænta þess að þessi vinna skýri mjög hvaða kostir eru í stöðunni um framtíð flugvallar- ins. Efna á til atkvæðagreiðslu á ár- inu meðal borgai'búa um það hver sé vilji þeirra varðandi flugvöllinn eftir að núverandi skipulagstímabil renn- m- út árið 2016. „Ef það verður nið- urstaða borgarbúa að þeir vilja hafa flugvöllinn áfram þá vinnum við að- alskipulagið samkvæmt því en ef það verður niðurstaðan að færa eigi flugvöllinn myndum við vinna aðal- skipulag með það í huga að hann færi eftir 2016 og þá hafa menn þennan aðlögunartíma." Borgarstjóri segist vilja taka mik- ið mark á væntanlegri atkvæða- greiðslu, það fari þó eftir þátttök- unni hversu bindandi niðurstaða hennar geti verið. „Ég get séð það fyrir mér að við reyndum einhverja nýja leið í atkvæðagreiðslunni. Það er ekki víst að við þyrftum að draga alla á kjörstað heldur gæti póst- kosning eða svipað fyrirkomulag komið til greina," segir borgarstjóri. Stefnt er að atkvæðagreiðslunni á árinu en líklega verður hún ekki fyrr en með haustinu. Sturla Böðvarsson telur mikil- _________ vægt að gefa fleirum tækifæri til að taka af- stöðu til málsins ef leita á eftir afstöðu almenn- ings. Athuga bæri að flogið væri yfir Seltjarn- arnes og Kópavog og því mætti ef til vill kanna hug þeirra. „Flugvöllur- inn er mikilvæg samgönguæð fyrir landsmenn alla og því skiptir það mjög miklu máli að fleiri komi að þessari ákvörðun en höfuðborgar- búar einir, enda gerir tillaga borgar- yfirvalda ráð yfir því að afstaða ann- arra verði könnuð.“ Nokkuð Ijóst er því að ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar snertir alla landsmenn. Málið er hvorki einkamál Reykvíkinga né þeirra sem búa úti á landi né heldur þeirra sem hafa beinna hagsmuna að gæta vegna starfsemi sinnar eða starfa. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.