Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNB L AÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
]
rt
Styðjum strákana -
en ekki stelpurnar?
Frá Ragnheiði Stephensen:
KVEIKJAN að þessu bréfí er sjón-
varpsauglýsing þar sem Sláturfélag
Suðurlands er að kynna úrslitaleiki
SS-bikarsins í karla- og kvenna-
flokki. í lok auglýsingarinnar hljóm-
ar svo þessi setning: „Styðjum strák-
ana!“ og þá er ekki laust við að ég
spyrji sjálfa mig hvað sé verið að
meina með þessu. Er Sláturfélag
Suðurlands eingöngu að hvetja fólk
til að koma og sjá og styðja karlalið-
in?_
Ég veit hvernig ég og mitt félag
hefðum brugðist við ef kvennalið fé-
lagsins hefði verið í úrslitum. Það er
ekki raunin þetta árið svo ég beið í
nokkra daga eftir viðbrögðum frá
Gróttu-KR eða Val. Ég er nefnilega
viss um að leikmenn þessara liða eru
ekki síður óánasgðir með þá fram-
komu sem kvennahandboltanum er
sýnd og íþróttum kvenna yfirleitt!
En þar sem ekkert hefur heyrst frá
liðunum hef ég ákveðið ég að taka af
skarið og vekja í leiðinni athygli á því
hvemig komið er fyrir kvennaboltan-
um í dag.
Ég fagna því alltaf þegar fyrirtæki
styðja við bakið á íþróttum. Ég segi
þetta ekki aðeins vegna þess að þetta
snertir mig persónulega heldur einn-
ig vegna þess að afreksfólk í íþrótt-
um er fyrirmyndir þeirra sem yngri
eru. Rannsóknir sýna það ótvírætt að
þátttaka barna og ekki síst unglinga í
íþróttum hefur mikið að segja í for-
vörnum gegn áfengis- og vímuefna-
misnotkun. Fyrirtæki sem vísvitandi
hefur karlaíþróttir yfir kvennaíþrótt-
ir er þar með að vissu leyti að segja
að stúlkur þurfi síður á fýriiTnyndum
að halda en drengir. Til að skapa af-
reksfólk er nauðsynlegt að hafa fjár-
magn og þá verða styrktaraðilar að
koma þar að. Það er orðið ansi erfitt
að búa til afreksmenn á áhugamenn-
skunni einni saman þó að kvenfólkið
sé enn að reyna það.
Ég er ekki að halda því fram að
Sláturfélag Suðurlands hafi, með
þessari auglýsingu, ætlað að lítil-
lækka kvennahandboltann en sú
varð engu að síður raunin. Það er
nógu erfitt að berjast við stefnu, eða
öllu heldur stefnuleysi HSI, í málefn-
um kvennaboltans, þó að yfirlýstir
styrktaraðilar, eins og Sláturfélag
Suðurlands, séu ekki að núa okkur
því um nasir hversu vonlaus þessi
barátta er.
Nú eru eflaust einhveijir sem
velta fyrir sér hvað ég eigi við með
stefnuleysi HSÍ. Það er nefnilega
þannig að á tímum gæðastjórnunar
og stefnumörkunar ríkir algjört
stefnuleysi um málefni kvenna-
landsliðsins. Staða íslensks kvenna-
handbolta á heimsmælikvarða er
þannig í dag að það verður að setja
langtímamarkmið ef árangur á að
nást. Árangur á borð við árangur
karlalandsliðsins síðustu ár mun ekki
nást á einu ári. Það þarf að ákveða
leiðir að markmiðunum og setja síð-
an raunhæf skammtímamai-kmið
fyrir hvert skref á þeirri leið. I dag
kæmi það mér mjög á óvart ef for-
maður HSI gæti svarað því hver
Margskipt plast-
gler með umgjörð
stefna HSÍ í málefnum kvenna-
landsliðsins er.
Fyrir einu og hálfu ári hefði hann
hins vegar átt auðveldara með að
svara þeirri spurningu. Það ár var
fjárveiting til landsliðisins í kringum
7 milljónir og hafði aldrei, að ég held,
verið meiri. Undankeppni HM var á
næsta leiti, landsliðið búið að taka
þátt í æftngamóti á Spáni sem hafði
gengið vel og var á leið til Tyrklands
að _taka þátt i öðru móti.
í desember kom áfallið. Þegar
dregið var í HM-riðlana fengum við
Rússa og Króata. Landsliðshópurinn
hafði þá misst tvo af lykilmönnum
sínum út vegna meiðsla, fyrirliðann
Höllu Maríu Helgadóttur og varnar-
jaxlinn Auði Hermannsdóttur. Þar
sem ekki var raunhæft að ætla að lið-
ið kæmist áfram í keppninni var
reynt að halda kostnaði við keppnina
í lágmarki en samt spila eitthvað af
leikjunum hér heima. Rússaleikimir
voru því spilaðir hér og leikirnir við
Króata úti.
Annað áfall dundi svo yfii' hópinn
þegar nýr fyrirliði liðsins og leik-
stjórnandi liðsins til margra ára
meiddist í seinni Rússaleiknum.
Vængbrotið hélt liðið til Króatíu og
tapaði báðum leikjunum stórt, líkt og
Rússaleikjunum, og þar með hrundi
allt. Það var greinilegt að menn
höfðu ekki hugsað dæmið til enda og
sett sér raunhæf markmið. A um-
fjölluninni sem fylgdi í kjölfarið
mátti sjá að vonbrigðin vegna þess-
ara úrslita voru gífurleg í röðum
stjórnarmanna.
Niðurstaðan varð sú að næsta fjár-
veiting var tæpum 80% lægri eða
u.þ.b. 1,6 milljónir á meðan fjárveit-
ingin til karlalandsliðsins var að mig
minnir u.þ.b. 25 milljónir. Þetta þótti
flestum sem eitthvað vissu um málið
mjög skrítið þar sem kvennalandslið-
ið hafði fengið nýjan styrktaraðila
sem var Europay. Var sá styrkur
einn og sér, að ég held, hærri en
heildarfjárveitingin þetta ár. Menn
reyndu að afsaka lækkunina með því
að vitna í að unglingalandsliðið væri
á leið til Kína. Það var vissulega
kostnaðarsamt verkefni, en hvenær
hefur rekstur unglingalandsliða haft
áhrif á rekstur A-landsliða þegai'
karlmenn eiga í hlut?
Nú þegar íslenska karlalandsliðið
er nýbúið að bíða afhroð á loka-
keppni EM (og þeirri umræðu sem
því fylgdi er lokið) vakna að nýju
ákveðnar spurningar. Hvernig var
hægt, á sínum tíma, að ætlast til að
kvennalandsliðið næði, á einu ári að
breyta stöðu sinni í handboltaheim-
inum (á sama tíma og þrír af lykil-
leikmönnum liðsins duttu út!) þegar
karlalandsliðið (sem inniheldur nær
eingöngu atvinnumenn, sem flestir
spila í sterkustu deild í heimi og hafa
leikið að meðaltali tvöfalt fleiri lands-
leiki en leikjahæstu menn í kvenna-
liðinu) náði ekki betri árangri en
raun ber vitni?
Urslit á lokakeppni HM-kvenna í
desember síðastliðnum benda til
þess að nú sé tími til að sækja fram í
kvennaboltanum. Þar náðu Hollend-
ingar, sem við höfum á síðustu fjór-
um árum háð margar og jafnar við-
ureignir við, að sigra Norðmenn sem
eru nýkrýndir heimsmeistarar. Til
úrslita léku, ásamt Norðmönnum,
Frakkar sem við sigruðum fyrir tæp-
um þremur árum í Kanada. Þetta
sýnir okkur hvað er hægt að gera ef
viljinn er fyrir hendi!
Ef það á að sækja fram þarf að
sjálfsögðu aukið fjármagn. Til þess
að fá fyrirtæki til að leggja fram pen-
inga þarf að sýna fram á að pening-
unum sé vel varið. Það þarf að marka
stefnu. Það er ekki endalaust hægt
að segja að það sé ekki hægt að afla
fjármagns fyrir kvenfólkið, nýráðinn
fjármálastjóri handknattleiksdeildar
Stjömunnar er búinn að afsanna það.
Peningamir einir sér bjarga samt
ekki öllu. Leikmenn verða að vera til-
búnir að fórna ýmsu og setja jafnvel
áður ákveðin áform í biðstöðu. En tif
þess að það sé hægt að fara fram á
þannig fórnir af hálfu leikmanna
verða þeir að sjá einhvern tilgang
með fórnunum og án stefnu er hann
vandfundinn!
En hvað sem því líður mun ég fara
í höllina og styðja strákana mína til
sigurs í SS-bikarnum. Að sjálfsögðu
horfi ég einnig á Gróttu-KR og Val í
kvennaboltanum því ég á von á
hörkuleik sem ekki verður síður
skemmtilegt að horfa á.
Hvað viðkemur Sláturfélagi Suð-
urlands þá vona ég að í framtíðinni
komi þeir til með að halda áfram að
styrkja íslenskan handbolta!
RAGNHEIÐUR STEPHENSEN
fyrirliði mfl. kvenna Stjörnunnar í
handknattleik.
Af fúkyrðum
Listapóstsins r
Frá Guðbjörgu Lind Jónsdóttur og
Hirti Marteinssyni:
SVO sem kunnugt er gaf Magnús
Stephensen út mánaðarritið Klaust-
urpóstinn á áranum 1819-27 í Viðey.
Bar ritið mönnum fréttir og fræðslu
af innlendum jafnt sem eriendum at-
burðum. Klausturpósturinn var eitt
af skilgetnum afkvæmum upplýsing-
arstefnunnar, sem hafði það að leið-
arljósi að ljúka upp vitund manna
þannig að hverjum og einum tækist
að kalla fram það besta og göfugasta
sem í honum sjálfum bjó með aðstoð
upplýsts fræðara. Markmið stefn-
unnar hérlendis var keimlíkt því sem
gerðist utanlands: að vinna á land-
lægum fordómum og stöðnun í and-
legum jafnt sem veraldlegum efnum.
Nú er Klausturpósturinn löngu
hættur að koma út en svo virðist sem
hugblær hans hafi hrært sál list-
munasala eins hér í borg og vakið
honum löngun til að feta í fótspor
Magnúsar Stephensen með upplýs-
ingu að leiðarljósi. En aðeins á yfir-
borðinu! Hér er verið að vísa til
fréttabréfs sem kallast Listapóstur-
inn og kemur út á þriggja vikna fresti
í 2200 eintökum. Éinblöðungur þessi
er fréttabréf og boðskort listmuna-
sölu sem kennir sig við allt hið þjóð-
legasta og sannasta í íslenskri myndl-
ist; nefnilega jörðina undir fótum
okkar. Heitir hún því fagra nafni Fold
en hefur að viðhengi til að þóknast
hinum alþjóðlega anda listanna orð-
myndimar Art Gallery þar undir.
Eigendur Foldar bjóða listamönn-
um að sýna í baksal listmunasölunnar
gegn því að þeir greiði 120 þúsund
krónur í kostnað. Kostnaðarliðir era
m.a. kaup á víni á opnun ásamt ljós-
ritun og útsendingu Listapóstsins. Ef
listamaðurinn selur fyrir meira en
120 þúsund fær listmunasalan 30% af
söluandvirði verkanna. Ætla mætti
að fyrir hluta af tekjum þessum
mætti prenta þokkalegt boðskort
með ljósmynd af verki eftir lista-
manninn og markvissri kynningu á
honum. En sú er ekki raunin. í stað
þess fær listamaðurinn nafn sitt
prentað á einblöðung stundum fullan
af fúkyrðum í garð þeirra sem að list-
um koma - og efalaust oftast í óþökk
listamannsins. Stundum verða allir
hlutir að andskotum ritstjórans, sem
ryðst fram á ritvöllinn - sjálfum sér
og öðram til ama. Að sönnu er alltaf
hægt að finna ámælisverð atriði í um-
fjöllun um listir og framsetningu
þeirra en skrifarinn virðist sjá púka í
hverju horni menningarinnar svo að
það hvarflar að lesendum hans að
andi Jóns Magnússonar þumlungs
svífi yfir vötnum einblöðungsins.
I síðasta Listapósti fjallar skrifar-
inn um Menningarverðlaun DV. Hér
talar hinn víðsýni og framúrstefnu-
legi listmunasali sem vill hafa vit fyrir
öðram: „Blaðið rembist við að vera
nútímalegt á flestum sviðum nema í..
myndlist. Tilnefndir eru atburðir sem
hvergi í veröldinni teljast til þess sem
helst er á döfinni í myndlist, enda má
líkja gerendunum við gamla skalla-
poppara." Fremstur í flokki skalla-
poppara að mati hins önuglynda
skrifara er Magnús Pálsson, sem oft á
tíðum hefur náð að tengja saman hið
afkáralega og þjóðlega í samtíð okkar
á hnitmiðaðan hátt. Um tilnefnt verk
hans viðhefur skrifarinn ummælin:
„Vá en spennandi og flott!“ Á enginn
að velkjast í vafa um að þar sem list
Magnúsar fer er á ferðinni gamal-
dags og lúið rasl. Ekki teljum við
undirrituð þörf á að halda uppi vöm-
um fyrir DV eða umfjöllun „stúlkunn-
ar“ eins og skrifari Listapóstsins kýs
að kalla gagnrýnanda DV en púkam-
ir í þessu tilfelli era „stúlkan" og Að-
alsteinn Ingólfsson, sem sagður er
ráða því hver verðlaunin hlýtur - eða
með orðum skrifara: „Spumingin er
bara hversu vinalisti hans er langur."
Svo mælfr sá sem vegur að heiðri
manna með fukyrðum og dylgjum.
í stað þess að gerast sjálfskipaður
mótandi hins eina og sanna lista-
smekks meðal fólksins í landinu -
eins og skrifara Listapóstsins virðist
dreyma um - færi honum miklu betm-
að reyna að standa fyrir málefnalegri. • -
umræðu um stöðu listarinnar í samfé-
laginu og þeirra sem fást við listsköp-
un hér á landi. I ritlingi sínum gæfist
honum enn fremur tækifæri til að
vinna þeim listamönnum sem era á
hans snæram frekara brautargengi í
stað þess að ausa úr skálum vandlæt-
ingar sinnar og hneykslunar yfir hinn
almenna listunnanda. Á þann hátt
tækist skrifaranum að starfa í sönn-
um anda upplýsingarmannsins en
ekki þess sem kýs að rífa allt niður án
þess að byggja upp neitt í staðinn.
GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR,
HJÖRTUR MARTEINSSON,
seinþreyttir lesendur Listapóstsins,
Grandarhúsum 36, Reykjavík. t
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með
aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) ( samband við fjölda leigjenda. Skráðu (búðina núna
áður en hún losnar og komdu (veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
V
Skráning í síma 511-1600
IEIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholti 50B, • 105 Reykjavík