Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Smáfólk til hreiður i trénu, þá féll það. 50 AFTER. YOU BUILT YOUfA í NEST INTHI5TREE,THE ) | FELL POUIN ■ § Svo eftir að þú hafðir búið þér til hreiður i trénu, þá féll það. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Örugg blóðgjöf hefst hjá mér - ár öruggs blóðs Frá Birni Harðarsyni: ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin (WHO) vill helga árið 2000 upphaíi þess að koma öllum í skilning um mikilvægi öruggs blóðs og að hvetja þjóðir heims til að koma á kerfi sem tryggir aðgang að nægum og örugg- um blóðbirgðum. Þema dags Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 7. apríl verður öruggt blóð og slagorð dagsins „safe blood starts with me“ mætti þýða sem „örugg blóðgjöf hefst hjá mér“. Gefum þeim Gro Harlem Brundt- land, framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, og George Weber, ritara alþjóðasam- bands Rauða krossins og Rauða hálf- mánans orðið: „Um allan heim hefur fólk af göf- uglyndi gefið blóð svo bjarga megi lífi annarra. Við þökkum öllum blóð- gjöfum fyrir hönd þeirra milljóna sjúklinga sem bjargað hefur verið fyrir tilstilli blóðgjafar. Óviðjafnan- leg gjöf frá einum einstaklingi til annars, þar sem blóðgjafinn fær varla nokkurn tímann þakkir fyrir. Við vottum sérstaka virðingu okkar þeim blóðgjöfum sem gefa reglulega blóð sitt af fúsum og frjálsum vilja og þiggja ekki greiðslu fyrir. Þannig stuðla þeir að viðvarandi framboði á öruggu blóði. Við biðjum þig að íhuga slagorð dags Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar í ár, „safe blood starts with me“. Alþjóða samfélagið á sér sameiginlega uppsprettu lífs; blóð. Þörfin fyrir blóðgjafa sem gefa af fúsum og frjálsum vilja er viðvarandi - blóð er notað allan sólarhringinn allt árið um kring.“ (Lausleg þýðing undirritaðs) Við íslendingar erum svo lánsam- ir að eiga blóðgjafa að sem eru meðal öruggustu blóðgjafa í heimi. Við þurfum hins vegar á fleiri blóðgjöf- um að halda. Blóðgjafar eru ekki sjálfkrafa uppspretta sem sækja má endalaust í. Þetta þurfa yfirvöld heil- brigðismála að gera sér grein fyrir. Öll markaðssókn, hvort sem um nýj- ar tryggingar eða nýtt símafyrirtæki er að ræða eða öflun nýrra blóðgjafa, kostar sitt. Heilbrigðisyfirvöld verða að styðja með myndarlegum hætti við þá sem vinna að öflun nýrra blóð- gjafa og viðhaldi reglulegra blóð- gjafa. Við munum öll eftir ári aldraðra í fyrra. Þá helgaði Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin árið 1999 málefnum aldraðra. Haldin var ráðstefna í nýja tónlistarhúsinu í Kópavogi, margar ræður haldnar og settir á laggimar starfshópar. Hér er gullið tækifæri fyrir yfir- völd heilbrigðismála til að koma fram og láta í ljós þakklæti til þeirra fjölmörgu blóðgjafa og annarra sem styðja blóðgjafa- og blóðbankaþjón- ustu í landinu. Blóðgjafafélag íslands gekk árið 1998 í alþjóða blóðgjafasamtökin IFBDO (Intemational Federation of Blood Donor Organizations). Meðal markmiða IFBDO era sjálfbæri (self-sufficiency) hvað varðar blóð og afurðir þess, frá sjálfboðaliðum sem þiggja ekki greiðslu fyrir (nonpaid voluntary donors) og að stuðla að auknu trausti almennings á blóð- framboði þjóða með því að samstilla öryggisstaðla og eftirlit með blóð- gjöfum. í Blóðbankanum í Reykjavík ligg- ur frammi efni um starfsemi Blóð- gjafafélags íslands, vilji menn kynna sér það. Þriðjudaginn 29. febrúar verður haldinn aðalfundur félagsins þar sem m.a. hetjublóðgjöfum verða veittar viðurkenningar og flutt verða erindi tengd blóðgjöfum. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.00 í anddyri K-byggingar Landspítalans. BJÖRN HARÐARSON, formaður Blóðgjafafélags íslands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Qj § QJ 'fQ •6 fl) Nettoú^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Frí teiknivinna og tilbobsgerb ^Fríform HÁTÚNI6A (i húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Byggingaplatan WOtMKS® sem allir hafa beðið eftir VIROC'byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROC*byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC*byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC®byggingaplatan er umhverfisvæn VIROC*byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 86401 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.