Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 23 Hagnaður Flugleiða hf. 1,5 mill.iarðar króna Söluhagnaður eigna 1.377 m.kr. FLUGLEIÐIR hf. skiluðu 1.515 milljóna króna hagnaði á árinu 1999 og er það tífoldun frá árinu áður en þá nam hagnaður samstæðunnar 151 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar var 138 milljónir króna árið 1999 en árið áður var 136 milljóna króna tap af reglu- legri starfsemi sem þýðir 274 milljóna króna bata á árinu. Þá nam veltufé frá rekstri samstæðunnar 2.103 milljón- um króna á árinu 1999 sem er 27% aukning frá 1.657 milljónum ársins 1998. Af 1.515 milijóna króna hagnaði samstæðunnar skilar móðurfélagið 239 milljóna króna hagnaði af reglu- legri starfsemi, sem er rúmlega sexfóldun frá í fyrra, áhrif dótturfé- laga nema 100 milljóna króna tapi og eignasala skilar 1.377 milljóna króna hagnaði. Verulegur hagnaður varð af sölu eigna hjá félaginu á árinu 1999. Flug- leiðir seldu tvær hótelbyggingar í Reykjavík í upphafi ársins með 1.311 milljóna króna söluhagnaði en dóttur- félag Flugleiða, Flugleiðahótel, leigði byggingamar aftur af kaupanda. Þá var Boeing 737-400 flugvél seld í mars með 307 milijóna króna hagnaði en fé- lagið leigði flugvélina aftur af kaup- anda í þrjú ár. Loks seldi félagið í des- ember síðastliðnum 34% af hluta- bréfum sínum í alþjóðafjarskipta- félaginu Equant með 436 milljóna króna söluhagnaði. Hagnaður af sölu eigna nam því alls 2.055 milljónum króna fyrir skatta en reiknaður tekjuskattur af söluhagnaðinum var 678 milljónir króna. Velta Flugleiða jókst um 8,7% á ár- inu vegna aukinnar starfsemi í far- þega- og fraktflugi, ferðaskrifstofu- rekstri og fleiri rekstrarþáttum. Rekstartekjur samstæðunnar námu 30.4 milljörðum króna miðað við tæpa 30 milljarða króna árið 1998. Rekstr- argjöld jukust einnig, um 9,2%, voru 27.5 milljarðar árið 1998 en fóru í 30 milljarða á árinu 1999. Fjármagns- gjöld félagsins lækkuðu hins vegar úr 625 milljónum króna á fyrra ári í 83 milljónir króna árið 1999 og er lækk- unin fyrst og fremst rakin til aukinna vaxtatekna, virkrar áhættustýringar og fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar dótturfélaga Flugleiða. Mjakast í rétta átt Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða hf., er ekki alls kostar ánægður með afkomuna en segir hana ekki koma á óvart. „Við erum ekki nægilega ánægðir með að hagnaður af reglulegri starf- semi hafi ekki orðið meiri en raun ber vitni, þó að hann batni mikið á milli ára. Hins vegar erum við að mjakast í rétta átt en flest flugfélög í Evrópu skiluðu lakari afkomu á árinu 1999 heldur en á árinu 1998. Reksturinn er smám saman að styrkjast en fyrir- tækið hefur vaxið heilmikið á undan- fömum ámm og síðastliðin 10 ár höf- um við verið að byggja upp nýtt leiðakerfi. Það hefur smám saman verið að stækka, sem skilar sér í auk- inni hagræðingu. Nú, við sköpuðum einnig töluverða fjármuni á síðasta ári, veltufé frá rekstri em rúmir 2 milljarðar króna og er það 446 milljóna króna aukning miðað við árið á undan. Þá höfum við losað um ýmsar eignir sem vom fastar í rekstrinum með sölu þeirra og höfum fengið góða ávöxtun á þá pen- inga sem við fengum fyrir þær eignir. Það kemur fram í því að nettó fjár- magnskostnaður lækkar“, segir Sig- urður. Hann segir síðasta ársfjórðung ársins 1999 hafa verið heldur erfiðan, eins og gert hafi verið ráð fyrir, vegna hækkunar á eldsneytisverði og vegna mikillar samkeppni og umframfram- boðs í flugi yfir Norður-Atlantshaf. „Þessi síðasti ársfjórðungur var að skila okkui' minna heldur en við gerð- um ráð fyrir í upphafi en svipuðu og við sáum fram á seinnipart sumars. Þá var nokkuð minna um ferðalög í desember og í kringum áramót held- ur en við og önnur flugfélög gerðum ráð fyrir. Fraktflutningamir hafa hins vegar verið að aukast mjög mikið og tekjur af þeim flutningum jukust mikið á ár- inu,“ segir Sigurður. Verð hlutabréfa lækkar um 15,2% Verð hlutabréfa í Flugleiðum lækk- aði á Verðbréfaþingi íslands í gær í kjölfar þess að félagið birti afkomu sína. Lokaverð bréfanna var 4,25 sem er 15,2% lækkun frá deginum áður. Hvað þetta varðar segir Sigurður að svo virtist sem væntingar ýmissa verðbréfafyrirtækja um niðurstöðu ái'suppgjörsins haii verið töluvert meiri en ástæða vai' til. „í ljósi þessa áttum við von á því að bréfin lækkuðu eitthvað. Við sjáum svo á næstu dögum hvemig það leið- réttist," segir hann. Smári Rúnai' Þorvaldsson hjá fyr- irtækjagreiningu íslandsbanka F&M r. P^r'iSr -ánf VIÐ UTLOND Verðmæti innflutnings og útflutnings Jtnir S í jan.-ágúst 1999 og 2000 1999 (fob virði í milljónum króna) janúar 2000 janúar Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 8.192,4 9.185,0 +15,6% Sjávarafurðir 5.175,8 5.310,1 +5,8% Landbúnaðarvörur 165,2 265,6 +65,7% Iðnaðarvörur 2.126,4 3.472,4 +68,4% Ál 1.599,3 2.166,7 +39,7% Kísiljárn - 290,3 - Aðrar vörur 725,0 137,0 -80,5 Skip og flugvélar 656,9 - - Innflutningur alis (fob) 10.783,7 10.987,6 +5,1% Matvörur og drykkjarvörur 842,2 858,3 +5,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 2.660,9 2.404,5 -6,8% Óunnar 58,4 111,6 - Unnar 2.602,5 2.292,9 -9,2% Eldsneyti og smurolíur 498,1 1.374,3 - Óunnið eldsneyti 0,4 63,2 - Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 118,8 194,2 +68,6% Annað unnið eldsn. og smurolíur 378,8 1.116,9 - Fjárfestingarvörur 3.550,4 2.724,7 -20,9% Flutningatæki 1.455,9 1.703,1 +20,6% Fólksbílar 947,8 987,2 +7,4% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 226,4 408,6 +86,1 % Skip 12,9 6,2 -50,1% Flugvélar 0,2 39,6 - Neysluvörur ót.a. 1.764,9 1.879,9 +9,8% VÖrur ót.a. (t.d endursendar vörur) 11,3 42,7 - Vöruskiptajöfnuður -2.591,3 -1.802,6 " Miðað ef við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann maelikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar 2000 3,0% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS Vöruskiptin óhagstæð um 1,8 milljarða HALLI var á vöruskiptum Islend- inga við útlönd í janúarmánuði síð- astliðnum og nam hann 1,8 milljörð- um króna. Til samanburðar var vöruskiptahallinn 2,5 milljarðar króna í janúarmánuði árið 1999. Útflutningur nam 9,2 milljörðum króna síðastliðinn janúar en inn- flutningur 11,0 milljörðum. Verð- mæti vöruútflutnings var 16% meira á fostu gengi en á sama tíma árið áð- ur, og verðmæti vöruinnflutnings var 5% meira, einnig á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hag- stofu íslands. í töflu sem fylgir frétt- inni kemur fram að útflutningur sjávarafurða jókst um 5,8%, en út- flutningur landbúnaðarafurða jókst hins vegar um 65,7% og iðnaðarvara um 68,4%. Útflutningur á öðrum vör- um dróst hins vegar saman um 80,1% og munar þar mestu um að engin skip eða flugvélar voru seld úr landi í janúarmánuði á þessu ári. Hvað innflutning varðar má nefna að innflutningur á matar- og drykkj- arvörum jókst um 5,1% frá janúar- mánuði 1999 til janúarmánaðar árið 2000. Þá jókst innflutningur á flutn- ingatækjum um 20,6%, og um 9,8% á neysluvörum, áður ótöldum. Þá jókst innflutningur á eldsneyti og smurol- íum úr 498 milljónum í 1.374 milljón- ir króna. Innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum dróst hins vegar saman um 6,8%. Jafnframt dróst innflutningur á fjárfestingarvörum, öðrum en flutningatækjum, saman um 20,9%. Flugleiðir hf. Úr uppgjöri samstæðu 1999 | Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 30.418 27.984 +9% Rekstrargjöld 30.023 27.502 +9% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -83 -625 Tekju- og eignarskattar -173 8 Hagnaður af reglulegri starfsemi 138 -136 Aðrar tekjur og gjöld 1.377 287 +380% Áhrif dótturfélaqa 0 0 Hagnaður ársins 1.515 151 +903% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 25.272 20.685 +22% Eigið fé 8.179 6.409 +28% Skuldir 17.093 14.276 +20% Skuldir og eigið fé samtals 25.272 20.685 +22% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár —-ý 23,40% 2,40% Eiginfjárhlutfall r^Í 32% 31% Veltufjárhlutfall 1,25 0,88 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 2.103 1.657 +27% segir að ársuppgjör Flugleiða verði að teljast vonbrigði. „Framlegð félagsins síðasta árs- fjórðung ársins var -13,1% en í fyrra var hún -3,4%. Framlegð félagsins allt árið lækkar frá 1998 úr 5,9% í 4,7%. Rekstrartekjur félagsins jukust um 8,7%. Tekjur af farþegaflugi auk- ast um 18% en mestu munar um auknar tekjur af ferðaskrifstofum en rekja má 46% af tekjuaukningu til þeirra eða um rúman milljarð króna af rúmlega 2,4 milljörðum. Jafnframt er aukning í vöru- og póstflutningum 21%. Rekstrargjöld félagsins hækka um 9,17% og líkt og í tekjuhlutanum má relga 46% af aukningunni til rekstar ferðaskrifstofa eða rúman milljarð af rúmlega 2,5 milljarða gjaldaaukn- ingu. Hótelrekstur félagsins gengur Ola en tekjur af þeim hluta rekstrar- ins dragast saman um 3% á meðan kostnaður eykst um 14%. Þó ber að hafa í huga í þessu sambandi að Flug- leiðir hafa selt hótel og endurleigt á tímabilinu og því kemur til einhver sparnaður í afskriftum og fjármagns- gjöldum á móti. Fram kemur í fréttatilkynningu fé- lagsins að félagið hafi verið varið að nokkru leyti fyrir áhrifum eldsneytis- verðhækkunar en samt sem áður hafi áhrif þessa á reksturinn verið þó nokkur. Jafnframt er offramboð á sætum á Norður-Atlantshafsleiðum og kom það félaginu illa á síðustu 3 mánuðum ársins. Það má því búast við því að komandi misseri verði fé- laginu erfið þar sem það mun búa við mun hærra eldsneytisverð sem erfitt verður að fleyta yflr í verðlag þar sem félagið býr við harða samkeppni,“ segir Smári. 1,3 milljónirfarþega á milli landa Flugleiðir fluttu rúmlega 1,3 millj- ónir farþega í millilandaflugi á árinu 1999, sem er 0,4% fleiri en árið áður. Þá voru farþegar í innanlandsflugi Flugfélags íslands 310 þúsund, 6,3% fleiri en 1998. Sætanýtingí millilanda- flugi lækkaði milli ára um 2,5 prós- entustig og var 71,4%. Fraktflutning- ar voru liðlega 24 þúsund tonn, sem er 26,4% aukning frá árinu 1998. Megináherslur félagsins á árinu 2000 felast m.a. í stóraukinni notkun upplýsingatækni í rekstrinum svo ná megi fram aukinni hagi'æðingu á ýmsum sviðum auk þess sem lögð verður áhersla á styrkari markaðs- sókn. Aðalfundur Flugleiða verður hald- inn á Hótel Loftleiðum hinn 16. mars næstkomandi og hefst klukkan 14:00. A fundinum verða meðal annars lagð- ar fram tillögur um 10% arðgreiðslu, um heimild til kaupa á eigin hluta- bréfum að nafnvirði allt að kr. 230.000.000 og um stjómarlaun vegna ársins 1999 þar sem stjórnarmenn fái 600.000 krónur hver og formaður 1.200.000 krónur. Ný sölu- og þjónustumiðstöð Ako-Plastos hf. r ■■■■■■■■•■■ ■ ■ Ako-Plastos hf. hefur flutt alla starfsemi sína úr Suðurhrauni 3 í Garðabæ og opnar í dag nýja sölu- og þjónustumiðstöð að Klettagörðum 15 í Reykjavík (VM-húsið). Tryggjum viðskiptavinum um allt land aukna þjónustu í samstarfi við vöruhótel Eimskips og miðstöð Flytjanda. Verið velkomin ePlastos M*sr Plástos V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.