Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 37 ------------------------r T LISTIR Islensk mynd- list fær konung- leg verðlaun Soffía Sæmundsdóttir lenti í verðlaunasæti í alþjóðlegri samkeppni fyrir listmálara og tók vlð verðlaununum úr hendi Karls Breta- prins í St James’s höllinni í London. Dagur Gunnarsson hitti Soffíu skömmu eftir verð- launaafhendinguna og spjallaði við hana um þessa fjölbreyttu keppni. EGAR Karl Bretaprins varð fimmtugur 1998 hélt hann meðal annars upp á það með því að standa fyrir málverkasamkeppni fyrir unga breska myndlistarmenn. Karl er frí- stundamálari og nokkuð laginn með vatnslitina en hann málar landslags- myndir og segist alltaf reyna að mála eitthvað á ferðalögum sínum vítt og breitt um heiminn. Winsor & Newton hafa framleitt liti og málningarvörur fyrir listamenn frá 1832 og eru í dag með umboðsaðUa í öllum heimshom- um, þeir gáfu einmitt málaravörur í verðlaun fyrir bestu myndimar í sam- keppninni sem krónprinsinn stóð fyrir á sínum tíma og fengu upp úr því þá hugmynd að standa fyrir samskonar samkeppni á alþjóðlegum vettvangi í tengslum við aldamótin og notfæra sér hið umfangsmikla umboðs og dreifingarkerfi sitt. Prinsinum mun hafa þótt þetta góð hugmynd og sam- þykkti hann að ljá keppninni nafn sitt og einnig var hann fús til að taka sæti í dómnefndinni sem sinnti lokastörfum sínum sl. fimmtudag í St. James’s höllinni í London. Keppnin bar yfir- skriftina Our World in the Year 2000. Skemintilegt ævintýri Soffía sagði að þetta hefði verið skemmtilegt ævintýri og það kom henni á óvart hvað þetta var afslapp- aður viðburður þrátt fyrir konunglega umgjörð og hátíðleika. Karl Breta- prins mun hafa hreinlega geislað af persónutöfrum og haft raunverulegan áhuga á keppendunum og list þeirra. „Við vorum látin standa við myndim- ar okkar og svo gekk Karl á röðina og tók í höndina á okkur, þegar röðin kom að mér spurði hann mig út í myndina, hvað textinn segði og hvaða efni og tækni ég hefði notað og spurði almennt gáfulegra spuminga um myndefnið. Hann sagðist líka þekkja landslagið vel af ferðum sínum til Is- lands.“ Soffía sagðist hafa fengið skyndinámskeið í siðum og venjum sem lúta að hegðun manns í konung- legri návist en að það hefði allt gleymst í taugatitringnum. „Ég gleymdi alveg að hneigja mig og svo mundi ég ekki nákvæmlega hvemig ég átti að ávarpa hann, hvort það var „Your Majesty" eða „Your Royal Highness“ eða hvemig maður nú á að titla prinsa, svo ég sleppti því bara al- veg og notaði bara gömlu góðu ís- lensku kurteisina og var ekkert að láta þetta vera að flækjast fyrir mér. Síðan fór ég upp á svið og tók við verðlaununum og þá tók hann í hönd- ina á mér og hélt henni virkilega fast og lengi, eða það fannst mér, skilurðu, og svo óskaði hann mér góðs gengis á listabrautinni og sagðist vonast til þess að þetta myndi hvetja mig áfram og hjálpa mér lengra á þeirri braut. Þannig að þetta var í alla staði ánægjuleg reynsla og upplyftandi." Hunsar ekki boð hjá prinsinum Myndin sem Soffía sendi inn heitir Bird Paradise. Hún segist ekki hafa málað hana sérstaklega fyrir keppn- ina, en Soffía var að velja mynd til að senda í keppnina á síðustu stundu og það kom í ljós að myndin var ná- kvæmlega jafnstór og keppnisregl- umar leyfðu og réð það úrslitum um að þessi mynd fór í keppnina. „Það Soffía Sæmundsdóttir og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Karl Bretaprins skoðar verk á sýningunni Our World in the year 2000. var reyndar kona sem hafði sýnt henni mikinn áhuga og beðið mig að setja myndina til hliðar, en ég hafði nú ekki reiknað með því að þetta myndi ganga svona vel. Síðan fæ ég að vita það að ég er í hópi þeirra fimm listamanna sem íslenska dómnefndin valdi úr og þá fékk ég viðurkenning- arskjal hjá Pennanum og peninga- upphæð sem ég gat tekið út fullt af lit- um út á til að halda áfram að mála og ég var bara mjög ánægð með þann ár- angur. Svo í sumar var mér tilkynnt að ég væri verðlaunahafi, þ.e. ein af tólf listamönnum sem fá viðurkenn- ingu fyrir þátttöku í keppninni. Síðan var það ekki tilkynnt fyrr en í janúar hverjir það voru sem hlutu fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. Þegar ég las betur keppnisreglurnar sá ég að Winsor & Eaton eiga þessar tólf verð- launamyndir, sem þeir greiddu okkur listamönnunum 1.000 pund fyrir, þannig að ég varð að hringja í konuna sem hafði sýnt myndinni áhuga og biðja hana að afsaka það að því miður sé mjmdin komin annað.“ Það var til mikils að vinna, fyrstu verðlaun hljóðuðu upp á 100.000 pund eða rúma milljón íslenskra króna. Soffía þurfti sjálf að standa straum af kostnaðinum við Lundúnaferðina en eins og hún sagði sjálf: „Maður huns- ar nú ekki boð hjá prinsinum, það er tæplega hægt að segja honum að maður sé vant við látinn!“ Berfættur í konungshöllinni Aðalverðlaunahafinn, Ramón Piag- uaje, er secoya-indíáni, fæddur og uppalinn í Amazon-regnskóginum í Ekvador, hann mætti í fullum skrúða, berfættur og málaður í framan. Hans mynd heitir Etemal Ecuador, olía á striga, Ramón sagðist vilja leggja á herslu á mikilvægi þess að varðveita „lungu jarðarinnar" fyrir mengun og eyðileggingu. Ramón er algerlega sjálfmenntaður, 1993 sá bandarískur mannfræðingur, sem var að stúdera secoya-ættbálkinn, teikningar eftir hann og gaf honum litakassa og pensla og kynnti honum þann mögu- leika að nota olíuliti og striga. Svíinn Stanislaw Zoladz fékk önnur verðlaun fyrir framúrskarandi góða vatnslitamynd, þegar Karl Breta- prins sá þá mynd sagðist hann ætla að leggja vatnslitina á hilluna, það væri ekki hægt að keppa við svona galdra- unum. Fyrstu verðlaun hlaut Secoya indjáninn Ramón Piagnaje. Hann er fæddur og uppalinn í Amazon-regnskóginum í Equa- dor. Hans mynd heitir Eternal Ecuador, olía á striga, menn. Rezvan Sadeghzadeh frá íran hlaut þriðju verðlaun fyrir mynd sem hann nefndi Dialog, þar sem sjást sjö konur við læk, andlit þeirra eru hulin slæðum og segir Rezvan mynd þessa vera hugsaða sem ádeilu á stöðu kvenna í heimalandi sínu. Það voru dreifingar- og umboðsað- ilar Winsor & Newton í hverju landi fyrir sig sem stóðu fyrir keppni á landsvísu, á íslandi var það Gunnar $<■ Straumland myndlistarmaður og yfir- maður myndlistardeildar Pennans sem sat í og sá um að skipuleggja dómnefndina. Ásamt Gunnari sátu myndlistarmennimir Georg Guðni Hauksson og Guðrún Einarsdóttir í nefndinni. Þeir fimm Islendingar sem komust í undanúrslit voru; Ema G. Sigurðardóttir, Guðrún E. Ólafsdóttir, Sigrún Eldjám, Soffía Sæmundsdóttir og Þorsteinn Helgason. Our World in the Year 2000 var yfirskrift keppninn- ar og þegar flett er í gegnum sýning- arskrána sést að náttúran og nánatjtc* umhverfi mannsins var flestum lista- mönnunum ofarlega í huga, keppnin var opin öllum og engin takmörk sett á aldur, menntun eða annað slíkt og er niðurstaðan ákaflega íjölbreytt sýning sem mun standa í nokkra daga í The Mall Galleries í London (23. febr- úar-26. febrúar). World Trade Centre í Stokkhólmi er næsti áfangastaður (19. mars-2. apríl) og að lokum verður hún sett upp í aðalstöðvun Sameinuðu- þjóðanna í New York (12 júlí-28. ágúst) undir yfirskriftinni The United Nations Millennium Art Exhibition. Allur ágóði af sýningunum rennur til Unicef sem mun veija honum til að- stoðar við fátæk böm í þróunarlönd- NÚ á vordögum kemur út í London hjá bókaútgáfunni Harwood Academic Publish- ers safn ljóða eftir Árna Ibsen í þýðingum skáldsins sjálfs og Péturs Knútssonar lekt- ors. Útgáfan er tvítyngd þ.e. íslensku frum- ljóðin fylgja ensku þýðingunum. Ljóðasafnið hefur þegar vakið athygli ytra og má þar meðal annars nefna að Pétur Knútsson hlaut fyrir það 1. þýðendaverðlaun American- Scandinavian Foundation í New York í haust sem leið, en þýðing úr íslensku hefur ekki áður unnið til þeirra verðlauna. Bókmennta- kynningasjóður styður útgáfuna. Formála að ljóðasafninu skrifar Þröstur Helgason bókmenntafræðingur og gagnrýn- andi, og gerir þar grein fyrir stöðu og erindi skáldsins í íslenskri nútímaljóðlist. Það er ekki á hverjum degi sem skáldi er sýndur slíkur sómi og þarna er á ferðinni. En hvað skyldu þeir félagar Árni og Pétur hafa að segja okkur um útgáfuna og þýðinguna? „Þetta fyrirtæki Harwood er hluti af al- þjóðlegu útgáfusamsteypunni Gordon og Breach sem er með aðsetur í London en helsti markaður þeirra er í Bandaríkjunum. Þeir eru að setja í gang bókaflokk sem þeir kalla International Poets’ Voices," svarar Árni Ibsen. „Vel er vandað til útgáfu bók- anna, ljóðin fá að njóta sín á frummálinu en allar útgáfurnar eru tvítyngdar. Síðan fylgir geisladiskur hverri bók með upplestri skáld- anna bæði á frumtexa og þýðingum. Bók okkar Péturs er önnur í röðinni, það er pólska skáldið Adam Chernyavski sem ríður á vaðið. Það sem meðal annars vakir fyrir þeim er að koma upp safni í leiðinni á upp- lestri samtímaskálda á ljóðum sínum, og það er merkilegt hversu vel þeir láta frummálið njóta sín í samanburði við þýðinguna. Slíkar útgáfur eru sjaldgæfar í ensku málsamfé- Ljóðaþýðingar vekja athygli lagi. í bókinni birtist úrval úr öllum ljóðabókum mínum og svo er þarna einhver slæðingur af óbirtum ljóðum.“ Nú má ætla svona fyrirfram, að ýmislegt í ljóðunum komi Englendingum spánskt fyrir sjónir! íslensk ljóð ber væntan- lega ekki fyrir augu þeirra á hverjum degi? „Þröstur Helgason skrifar formála að bókinni þar sem hann víkur að baklandi ljóðanna og Pétur skrifar aðfaraorð," svarar Árni. „Auðvitað þarf að árétta ýmislegt fyrir erlendum lesendum. Þröstur gerir svona snarpa úttekt á nútímaljóðlist okkar og á því hvað þetta skáld á að fyrir- stilla, og Pétur veltir fyrir sér aðferðarfræð- inni og kemur með margvíslegar vangavelt- ur um þýðingar, hreint ansi skemmtilegar! Bókin á sér langan aðdraganda, ein tíu ár og sumar þýðingarnar hafa birst áður. Ég fór til Bandaríkjanna árið 1992 og las allvíða upp úr þýðingum okkar Péturs, og síðan þá hafa einstök ljóð líka verið að birtast í blöðum og tímaritum hér og þar. Þá las ég einnig víða úr þessum þýðingum á Englandi síðastliðið haust. Útgáfufyrirtækið enska hafði sam- band við mig af fyrra bragði fyrir um tveimur árum og bauð mér að senda sýnishorn sem ég og gerði. Árangurinn er semsagt að koma í ljós, en bókin kemur út ytra með hækkandi sól. Samvinna okkar Péturs var afbragðsgóð, við sátum eins og grámyglur tvær frammi fyrir hvor öðrum, skiptumst á hugmyndum í tölvupósti og unnum okkur í átt að lausn- um. Það er flókið að þýða ljóð svo vel sé, því ljóðið er sam- gróið því tungumáli sem það er ort á. Þá er því ekki að leyna að stundum læðist sá grunur að þeim sem þýðir, að hann sé að reyna að þræða kaðal í gegnum nálarauga, því þurfí fyrst að greina þræðina að en þætta síðan saman á ný þegar komið er í gegn. Þetta útheimtir nákvæman lestur og mikla yfirlegu, ef vel á að takast til.“ Pétur Knútsson starfar sem lektor í ensku við Háskóla íslands. Hann hlaut eins og áður segir þýðingarverðlaun 1999 frá American- Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til bókarinnar. Verðlaunin eru veitt árlega, en aldrei fyrr fyrir þýðingu úr íslensku. Árni Ibsen „Ég hef fiktað við ljóðaþýðingar í mörg ár en hef sjaldan orðið nógu ánægður með þær til að láta þær frá mér. Oánægja er held ég ein- hver drifkraftur við þýðingar," segir Pétur „óánægja við að ljóðið sé óþýðanlegt, að þýð- ingin sé litlaus, vitlaus, röng. Maður situr við og er óánægður, ber í brestina og hamrar á óánægjuna. I þetta sinn vorum við tveir í þessu og óánægðir á víxl, þannig að oftast var annar okkar nokkurn veginn ánægður, og þannig hafðist það. Það fór gífurlegur tölvu- póstur á milli okkar þegar við unnum að þessu og svo sátum við líka lengi saman og köstuðum hugmyndum fram og tilbaka yfir borðið eins og borðtenniskappar. Gátum orðið ansi flinkir. Það var kannski frjóasta vinnan. Annars hrá- þýddi Árni mörg ljóðanna fyrst og sumar þýð- ingar hans standa óbreyttar. Eins eru ein- hverjar þýðingar alfarið mínar. En flest ljóðin eru árangur þessara borðtennisæfinga. Þetta er eins og að yrkja ljóðið að nýju, að yrkja þýð- ingu ljóðs sem þegar er til, það er eins og að yrkja eftir mjög nákvæmri pöntun. Það var merkilegt að fá að fara í gegnum þetta ferli með manninum sem hafði þegar ort frumljóð- ið. Annars höfða ljóð Árna sérstaklega vel til mín, við erum nokkurn veginn sammála um það hvað er ljóð og hvað er ekki ljóð. Sum ljóð- anna voru einstaklega erfið og við urðum sjálf- ir undrandi þegar við duttum niður á lausnina, í rauninni hissa og glaðir. Það er gott Ijóð séíffi gerir mann glaðan og hissa, og ekki verra ef þýðingin gerir það sama. Arni er sjálfur af- bragðs ljóðaþýðandi á íslensku, og það var gaman að horfa á hann hugsa afturábak, bakka stundum öfugur útur eigin ljóði og inn í allt annað ljóð sem hann vissi ekki að hann hafði ort. Þó svo að ég hafi hlotið heiðurinn af þýðingunum, áttum við alltaf báðir saman síð- asta orðið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.