Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 45 + Svava Einars- dóttir fæddist á Kleifarstekk í Breið- dal 13. ágúst 1922. Hún lést á heimili sínu, Draumalandi á Stöðvarfirði, 1. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stöðvar- fjarðarkirkju 12. febrúar. Með sorg í hjarta vil ég fá að minnast tengdamóður minnar, Svövu Einarsdóttur. Svava var mér ekki bara sem tengdamamma, heldur minn besti ráðgjafi, besti félagi og besta vin- kona sem ég hef átt. Það er svo margt hægt að skrifa um Svövu, hún var alveg sérstök kona, stór- brotin og fjölhæf. Hún var vinur allra, börnin löðuðust að henni, hún var alltaf svo góð og þolinmóð við þau og hafði tíma fyrir þau. Aldrei komu þau svo til hennar að þau fengju ekki eitthvað gott í litla munninn sinn. Eg dáðist að hennar eiginleikum, alltaf hress og kát og þessi þolinmæði sem hún hafði var mér alveg hulin ráðgáta. Aldrei sá ég hana breyta um skap, hún var alltaf eins og allt léki svo létt um hennar hendur. Þegar stelpan mín byrjaði í leikskólanum var ég að segja henni tengdamömmu það að ég hefði verið að kaupa garn í peysu handa litlu minni og nú væri ég að fara að prjóna. Ég var varla byrjuð á peysunni þegar pakki var kominn á pósthúsið. I honum var lítil útprjónuð peysa. Svona var hún, átti alltaf eitthvað handa öll- um, en vildi lítið Jjiggja, því hennar orð voru þau: „Eg þarf ekki neitt, ég á nóg af öllu.“ Garðurinn og lautin hennar fal- lega var líf hennar og yndi, þar gat hún verið tímunum saman, því hún + Soffía Björnsdóttir fæddist á Kleppjárnsstöðum í Hróars- tungu í N-Múlasýslu 26. janúar 1936. Hún lést á Reykjalundi 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Sel- tjarnarneskirkju 25. febrúar. Soffía er dáin. Þessi grandvara gæðakona er horfin okkur vinum hennar. Kunningsskapur okkar Soffíu spannar ekki mörg ár en það þróaðist í vinskap. Kveikjan að þeim góðu kynnum var Bjarni Ólafsson eftirlifandi eiginmaður Soffíu sem frá fyrstu kynnum hefur verið mér, sem þessar línur rita, ljúfur vinur. Soffía var uppalin dreifbýlisvera sem vafalaust hefur mótað hennar traustu skapgerð sem þoldi það að eiga manninn sinn á sjónum meira og minna í áratugi samfara því að hún var ekki heilsusterk meirihluta ævinnar. Það að vera húsmóðir og húsbóndi og uppalandi í oft löngum fjarverum heimilisföðurins reynir meira á líkamlegt og andlegt atgervi húsmóðurinnar en margan grunar. í mörg ár var hún meira og minna þjáð af liðagigt en þrátt fyrir það hirti hún heimilið sitt af slíkri snilld að sambærilegt hef ég ekki séð svo ég muni. Þegar sjóarinn kom í land þá komu hans hraustu hendur að sjálfsögðu til skjalanna með erfið- ustu verkin. En svo kom höggið stóra. Eftir vel heppnaða aðgerð á spít- ala, stutta vist þar og flutning að Reykjalundi til frekari meðferðar kom kallið fyrirvaralaust. Elsku Bjarni minn. Ég bið góðan Guð að styrkja þig, bömin ykkar og nána vini og kunningja. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En huggun harmi gegn var mikið náttúru- barn. Á veturna var síminn hennar lífæð, aldrei var svo hringt til hennar að það væri ekki talað í lágmark klukkutíma, oft í einn og hálfan tíma, aldrei nokkurn tíma hringdi maður á vitlausum tíma, aldrei bað hún um að hringja seinna af því að hún væri upptekin, hún átti allt- af tíma handa manni. Ég á eftir að sakna sárt þessara síma- spjalla okkar, sem var alltaf nota- leg stund. Alltaf þegar við heyrð- umst kom þessi sama setning: „Jæja, Ella mín, hvað ertu með á prjónunum?“ Já, hún var mikil handavinnukona, hún var listakona í höndunum og eftir hana liggja mörg verk, sem margir eiga eftir hana. Ég á henni mikið að þakka, það verður aldrei fullþakkað. Hún fór alltof snögglega og skilur eftir mikið tómarúm. Ég drúpi höfði í bljúgri bæn og veit að nú er hún komin til sinnar dóttur og Kalla sonar síns og allra sem farnir voru á undan. Ég trúi því að henni líði vel núna, blessuð sé minning hennar ævinlega. Ég bið að lokum um styrk handa tengdapabba sem hef- ur misst svo mikið. Megi algóður Guð vernda hann og styðja, ásamt börnunum og fjölskyldunni á þess- ari sorgarstund. Ó, vina kær, ég sáran sakna þín en samt ég veit, að ávallt hjá mér skín þín minning fögur, göfug, hrein og góð sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð. (Margrét Jónsdóttir.) Þín tengdadóttir Elín Hauksdóttir. er að Soffía er þjáningalaus flutt til æðri heima. Með ósk um góða heimkomu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj Sig.) Þórarinn Samúelsson. Nú blundar fold í blíðri ró ábrotterdagsinsstríð, oglíðuryfir landogsjó hin ljúfa næturtíð. (J. Helgason) Soffía Björnsdóttur var fædd austur á landi og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Ég kynntist henni veturinn 1952-53 þegar við vorum við nám í Húsmæðraskólan- um á Hverabökkum í Hveragerði. Við vorum 14 námsmeyjar þennan vetur, og er Soffía sú fjórða sem kveður. Það er stórt skarð í svo lítinn hóp. Það er mikil kynning og þrosk- andi að dvelja saman heilan vetur. Námfúsar stúlkur sem hugsuðu um að fá sem mest út úr skólaverunni. Margar voru að fara í fyrsta sinn að heiman til dvalar fjarri heimilum sín- um. Það var langt frá Hveragerði austur á Hérað á þessum ánim. Samgöngur voru ekki sambærilegar við það sem er í dag. Soffía var góður félagi, prúð, hjálpfús og létt í lund. Við kynntumst fljótlega, þar sem hún lagðist í mislinga, en þá hafði ég fengið áður, ég reyndi því að stytta henni stundir þegar tími var til. I minningunni var þessi tími dá- samlegur. Glaðlyndur hópur sem Nú ertu horfin, héðan kæra hjartans vina, burt mér frá þér ég nú vil, þakkir færa þögul tárin, leika um brá. Lengi götu, ganga máttum grýtt og hörð, var stundum braut en við marga einnig áttum yndisstundir, gengum þraut. Því ég stilli harm í hljóði, horfi yfir forna slóð, kveð þig nú, með litlu ljóði, ljúfa mamma, kona góð. Fyrir handan, hafið kalda hygg ég, að þú bíðir mín. Minning þín um aldir alda eflaust verður sólin mín. Elsu mamma, einnig viljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt, er hér við skiljum, hjörtum klökkna nú um sinn. Muna blíða, bernsku kæra börnin þín og þakkir nú fyrir ást og allt það kæra okkur, sem að veittir þú. Barnabörnin bljúg nú senda blíða hinstu kveðju þér. Tengdaböm og tryggir vinir til þín allir beinast hér, koma nú, að kistu þinni, krjúpa þar svo undur hljótt. Allir hafa sama sinnis segja þökk - og góða nótt. (Borgfjörð.) Þinn sonur, Guðlaugur Aðalsteinn. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur svo alltof fljótt. Það er erfitt að trúa því, þú sem varst svo hress og lífsglöð. Þú áttir eftir að gera svo mikið. Mamma mín talaði við þig tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim og hún spurði þig hvort þú legðir þig ekki á daginn, hvort þú værir ekki þreytt á að hugsa um svo stórt hús og stóran garð en þú svaraðir: „Nei, reyndar finnst mér að ættu að vera fleiri klukkutímar á sólar- hring.“ Þannig varst þú amma mín, allt- af á fullu, en aðallega varstu með starfaði saman í níu mánuði. Vetur- inn leið við leik og störf, vorið kom og leiðir skildu. En minningarnar eru bjartar. Við skólasysturnar frá Hvera- bökkum þökkum Soffíu samveruna og frábær kynni. Innilegar samúðar- kveðjur til eiginmanns og barna. Guð blessi minningu þína. Þó hverfí árin, líði líf við líkam skilji önd ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Margr. Jónsdóttir) Hvíl þú í friði. F.h. skólasystranna, Guðríður Bjarnadóttir. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. SVAVA EINARSDÓTTIR * « m 4 :f SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR aðra í huga þínum. Þú gafst gjafir til okkar í fjölskyldunni eða til vina þinna. Flest lagaðir þú sjálf, eitthvað sem var heklað, prjónað eða saum- að, þú varst svo umhýggjusöm, vildir allt fyrir aðra gera. Þín gleði var að gleðja aðra. Ég minnist þess þegar ég var lít- il og mamma sagði við okkur systkinin að nú værum við á leið til ömmu og afa á Stöðvarfirði. Til- hlökkunin var svo mikil að bíltúr- inn austur virtist marga daga að líða. Og þegar við loksins renndum í hlaðið á Draumalandi tókstu á móti okkur með opnum örmum, góðum mat og hlýju rúmi. Þannig tókstu á móti öllum. Fyrir mér var Draumaland sannkallað drauma- land. Ég man að við frændsystkin- in lékum okkur í öllum stóru her- bergjunum með allt skemmtilega dótið, ég man eftir fallegu og dul- arfullu steinunum sem þú tíndir í gönguferðum þínum um fjöll og firnindi pg mér þótti svo gaman að skoða. Ég man þegar þú sýndir mér allar myndirnar af ná- og fjar- skyldum ættingjum, þú kenndir okkur að kynnast og virða alla ætt- ingja okkar. Ég man eftir kleinun- um góðu og öllum góðu kökunum sem þú bakaðir. Ég man eftir randaflugunum sem fylltu garðinn þinn á sumrin, sem var sönnun þess hve fallegur og vel hirtur hann var. Garðurinn var ævintýraland fyr- ir mér og veitti þér mikla lífsgleði. Ég man eftir rabbabaragarðinum stóra, lautinni fallegu, öllum trján- um og fallegu blómunum. Þær voru ófáar berjaferðirnar sem við fórum saman upp á fjall, fjöruferðirnar og heimsóknirnar til ættingja okkar og vina þinna á Stöðvarfirði. Þú varst dugleg við að kynna mig fyrir öllum sem við hittum á gönguferðum okkar um bæinn. Ég man ferðirnar niður að á, sem mér þótti þá mjög stór og ógnarleg, en þú hélst í hönd mína og passaðir mig vel. Þú hefur gefið mér svo margar góðar minningar, elsku amma mín, sem ég get yljað mér við um ókomna tíð og þú hefur kennt mér svo mikið um lífíð bæði beint og óbeint. Það mun alltaf verða tómlegt að koma til Drauma- lands án þess að heyra rödd þína og hlátur. Ég flutti til Noregs fyrir tveim- ur árum og við hittumst sjaldnar en þú varst dugleg við að senda mér myndir og fréttir af ættingjum okkar á íslandi. Fjölskyldan var líf þitt og yndi og fannst þér mikil- vægt að við fengjum fréttir hvert af öðru og lagðir þú þig alla fram í því hlutverki, því langt var á milli okkar sumra og hópurinn stór. Enda þótt ég væri langt í burtu þegar þú kvaddir kom ekki annað til greina en að koma til landsins og kveðja þig í hinsta sinn og ekki síst til að hitta hina í fjölskyldunni, við styrktum hvert annað í sorg- inni, sem mér þótti afskaplega gott. En því miður gátu ekki allir komið. Þú varst kona sem allir á jörð- inni ættu að taka til fyrirmyndar, þú varst svo örlát, kærleiksrík og góð við þá sem minna máttu sín. Einnig fórstu vel með náttúruna. Amma, þú ert sannur engill guðs, Hann hefur sparað besta plássið í himnaríki handa þér. Ég mun ætíð vera foreldrum mínum þakklát fyr- ir að hafa skírt mig í höfuðið á þér. Ég ber nafn þitt með stolti. Elsku amma mín, ég og bræður mínir, Eðvald og Stefán Karl, þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur á meðan þú varst hér á meðal okkar og allar minningarnar sem við munum varðveita í hjarta okkar og hug um ókomna tíð. Þín er sárt saknað. Elsku besti afi minn og fjöl- skylda, megi guð vera með okkur öllum og gefa okkur styrk í sorg- inni. Þín nafna Svava Sandra. Elsku amma, takk fyrir að fá að kynnast þér og þakka þér fyrir þennan stutta tíma sem við áttum saman. Leggðu augun aftur, allt er kyrrt og hljótt. Þig blíður drottinn blessi. Ég býð þér góða nótt. (A.H.V.) Þín sonardóttir Eydís Eva Guðlaugsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI HARALDSSON, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi. Svava Hjaltadóttir, Elsa Tryggvadóttir, Páll Jónsson, Áslaug Tryggvadóttir, Nebojsa Hadzic, Haraldur Tryggvason, Sigrún Eiríksdóttir, Ásta Tryggvadóttir, Svava Tryggvadóttir, Sigríður Tryggvadóttir, Héðinn Sveinbjörnsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, sonur, bróðir, frændi og tengdasonur, BJÖRN GÍSLASON, Háagerði 41, Reykjavík. lést föstudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Bústaðakirkju. Vilborg Hannesdóttir, Elín Björg Björnsdóttir, Gísli Björnsson, Gréta Ósk Björnsdóttir, Elín Björg Magnúsdóttir, FinnurTorfi Hjörleifsson, Laufey Gísladóttir, Hafdís Björg Kristjánsdóttir, Borgþóra Gréta Óskarsdóttir, Hannes Benediktsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.