Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 21
Morgunblaðið/Kristján
Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson láta báðir af störfum hjá
Ríkisútvarpinu á Akureyri á næstunni.
Ríkisútvarpið á Akureyn
Arnar Páll og
Kristján hætta
TVEIR af reyndustu útvarspmönn-
um landsins, þeir Amar Páll Hauks-
son, deildarstjóri Ríkisútvarpsins á
Akureyri, RUVAK, og Kristján Sig-
urjónsson, staðgengill deildarstjóra,
hafa sagt upp störfum. Arnar Páll
hættir 1. júní en Kristján eftir mán-
uð.
Arnar Páll sagðist að öllum líkind-
um vera á leið utan, til Danmerkur
eða Noregs, þar sem fjölskyldan
hyggst dvelja í 1-2 ár. Hann sagði
óráðið hvort hann settist á skólabekk
ytra eða færi að vinna. Kristján hef-
ur ráðið sig á ritstjórn Gen.is, sem er
nýtt bóka- og útgáfufyrirtæki í
Reykjavík.
Arnar Páll hefur starfað hjá Ríkis-
útvarpinu í rúm 12 ár, hann var
fréttamaður á fréttastofu Útvarps á
árunum 1988-1992 en tók við stöðu
deildarstjóra á Akureyri í ársbyrjun
1992. Kristján hefur hins vegar
starfað hjá Ríkisútvarpinu frá því
Rás 2 hóf útsendingar í desember
1983 og verið í fullu staríl frá árinu
1984. Hann kom norður til Akureyr-
ar sumarið 1987 og hefur unnið að
þáttagerð á Rás 1, Rás 2 og svæðis-
útvarpinu. Kristján er jafnframt eini
starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag
sem unnið hefur á Rás 2 frá upphafi.
Þrátt fyrir að Kristján sé að fara að
vinna í Reykjavík, hyggst fjölskyld-
an búa áfram á Akureyri, allavega
fram yfir næsta vetur.
Timabært að Akureyn
hrökkvi í gírinn
Kristján og Amar Páll eiga margt
sameiginlegt, þeir koma báðir úr
Bústaðahverfinu í Reykjavík, gengu
í sömu skóla í höfuðborginni og hafa
starfað við fjölmiðlun í svipaðan
tíma, eða frá árinu 1983. Þeir hafa
því vitað hvor af öðmm til langs tíma
en brotthvarf þeirra frá Ríkisútvar-
pinu tengist þó ekki á neinn hátt.
Amar Páll sagði að rúm 8 ár í starfi
deildarstjóra væra hæfilegur tími og
rúmlega það. Hann sagði að þessi
tími á Akureyri hafi verið bæði at-
hyglisverður og gefandi. Þótt ýmis-
legt hafi breyst, t.d. í atvinnumálum,
sagði Arnar Páll að enn yrði þess
nokkuð að bíða að íbúafjöldinn á Ak-
ureyri færi eitthvað yfir 15.000
manns.
„Ég held að það sé ákveðið nátt-
úmlögmál sem gerir það að verkum
að Akureyri breytist ekki neitt. Það
þaií að verða hér stökkbreyting til
að svo verði og það er orðið tímabært
að Akureyri hrökkvi í gírinn," sagði
Arnar Páll.
Kristján sagði að þessi tími á Ak-
ureyri hafi verið góður en að kominn
hafi verið á tími á að breyta um
starfsvettvang. ,Akureyri er úr-
valsstaður fyrir fjölskyldufólk og ef
fólk hefur góða vinnu er hvergi betra
að vera.“
Félag ungra framsóknarmanna
Fundur um sölu áfeng-
is í matvöruverslunum
FÉLAG ungra framsóknarmanna á
Akureyri og nágrenni efnir til fundar
í kvöld, miðvikudagskvöldið 1. mars
á Kaffi Akureyri og hefst hann kl. 20.
Umræðuefni fundarins er hvort
leyfa eigi sölu áfengis í matvöm-
verslunum og þá hvort Akureyri sé
ekki tilvalið reynslusveitarfélag í
þeim efnum.
Frummælendur verða Kristín
Sigfúsdóttir, kennari við Mennta-
skólann á Akureyri, Sigmundur
Ófeigsson, yfirmaður verslunarsviðs
KEA, Sigmundur Sigfússon, geð-
læknir og formaður SAÁN og Vil-
hjálmur Egilsson, alþingsmaður og
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
Islands. Fundarstjóri verður Birgir
Guðmundsson aðstoðarritstjóri
Dags. Fundurinn verður sýndur á
sjónvarpsstöðinni Aksjón á fimmtu-
dagskvöld, 2. mars.
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901
tn
f'ramttðar
...."v litið
Restar
með allt að
TT1 afslætti
Ulpur
Fleecefatnaður
Bómullarfatnaður
Barna-og fullorðinsstærðir
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeifunni 19 - S. 568 1717-
Russell síðermabolir 4.200 1.995 495
Bomsur 12.900 9.995 5.990
Bama fleece 2.990 1.950 995
Russell fleecepeysur 6.990 2.495 1398
Bamaúlpur 8.900 4.450 1.995
Verðdæmi Verö Otsöluverð Lokaverð
Skíðabrettaúlpur 22.400 9.950 4.480
Allar vetrarvörur á útsölu
Komdu út
og njóttu þess besta
í mat, drykk og tónlist
á eftirtöldum veitingastöðum
Fjöldí tílboða á Góugieði Café Amsterdam
Argentína steíkhús Glaumbar
Vegamót Skóiabrú
Brasserie Askur Carpe Diem
Naustkráín Potturinn og pannan
Sportbarínn Ölver Hard Rock Café
Lónið Hóteí Loftleiðum Hótei Hvoisvöllur
Apótek kaffihús Hótei Selfoss
Veitingahúsið Perlan SKG veitingar-Hótei ísafirði
Kringlukráin Gamli Baukur Húsavík
Gaukur á Stöng Hótel Egilsbúð Neskaupsstað
Jómfrúin Fiðlarinn Akureyri
Ari í Ögri Pizza 67 Akureyri
Catalina Kópavogi Við Pollínn Akureyri
Café Víctor Hótel Barbró Akranesí