Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur MATUR ER MANNSINS MEGIN Forvitnilegar bækur TIM MOORE Frost on my Moustaclie TtTK Ant.tu Kxei.orrs or a íxmi» anu *J>>*rnn Þreytandi vandræður Titill: Frost on my Moustache Útg: Abacus, 1999 Höf: Tim Moore Bókin er 280 blaðsíður og fæst í Bóksölu stúdenta fyrir 2.177 krónur. GRUNNUR allra sagna er einhvers- konar ferðalag hetju sem yfirgefur ' sitt vanalega umhverfi og heldur inn í lönd sem hún þekkir ekki. Þar þarf hún að takast á við eitthvað til að komast heim aftur, þá yfirleitt aðeins betn og sterkari. Það sem kemur í veg fyrir að allar sögur séu eins er að framsetning þessa ferðalags er mis- munandi. Það er ýmist inn eða út á við, „heim“ getur verið margt og sam- eiginlegi grunnurinn er mismikið skreyttur. I skáldsögum er oft búið að splæsa við hann svo miklum viðbótum að við áttum okkur ekki á honum. En í ævintýrum er ferðalag hetjunnar 'augljósara þrátt fyrir allt dótaríið í kring. Og í ferðasögunni blasir þessi hrygglengja beinlínis við okkur. Þess- vegna er hún í eðli sínu mjög tært bókmenntaform, enda eitt það elsta. Ferðasagan Frost on my Moust- ache segir frá ferðalagi blaðamanns- ins Tim Moore um Island, Færeyjar, Hjaltland, Noreg, Jan Mayen og Svalbarða. Tildrög þess eru að Moore rekst á ferðabók eftir breskan lávarð sem hafði farið þessa leið árið 1856 og hrífst mjög af frásögn hans. Hann ákveður að endurtaka ferðalagið eins nákvæmlega og mögulegt er og kynn- ast þannig lávarðinum betur. Moore siglir með Dettifossi til Reykjavíkur, hjólar sem leið liggur á Hveravelli og þaðan á Blönduós. Stekkur svo aftur um borð í skip og fer sjóleiðina um hin löndin að leiðarendanum við Sval- barða. Eins og Moore bendir á eru íslend- ingar mjög uppteknir af hvemig þeir koma útlendingum fyrir sjónir og at- hugasemdir hans um land og þjóð að sjálfsögðu forvitnilegasti hluti bókar- innar. Hinsvegar segir hann fátt sem ekki hefur verið bent á margoft áður af öðrum útlendingum og virkar því frekar klisjulegur þegar hann greinir íslensku þjóðarsálina, að minnsta kosti fyrir Islending. Hann talar um að Reykjavík sé stundum kölluð Bangkok norðursins, að við þömbum kaffi, að við séum vinnusjúk, að við drekkum mikið. Og svo framvegis. Þegar hann yfii’gefur Island taka við áhugaverðari slóðir en um leið eru þær erfitt efni í ferðasögu. Það „ger- ist“ afskaplega fátt úti á hafi við norð- urheimskautið og það hentar höfund- inum Moore illa. Hans aðall virðist hasar og til að fá meira fjör í bókina fer hann þá leið að segja frá öllu því sem kemur fyrir hann. En þótt hann hafi góðan húmor fyrir sjálfum sér verður þetta þreytandi frásögn því einlægnina skortir algerlega. Hann hleypir lesandanum aldrei að sér og í lokin veit maður ekkert annað um ' Moore en að þetta ferðalag hefur ver- ið ofsalegt basl. Reyndar kemur ým- islegt í Ijós um lávarðinn en hann er bara ekkert sérstaklega áhugaverð- ur. Helsti gaUi bókarinnar er hinsveg- ar sá að þrátt fyrir allan hasarinn er ekkert í húfi og því skiptir það les- andann litlu máli hvort hetjan Tim Moore kemst „heim“ eða ekki. 'j Huldar Breiðfjörð Lystaukandi matarlist Matarveisla í góðra vina hópi gerir margt fleira en að seðja sárasta hungrið. * Dóra Osk Halldórsdóttir skoðaði skrif hönnuða og arkitekta um matar- menningu í nýlegri bók. Á SIÐASTA ári kom út bókin „Food: Design and Culture" hjá Laurence King-útgáfunni, þar sem átta sérfræðingar í arki- tektúr, hönnun, Ijós- myndun og matreiðslu- pistlaskrifum fjalia um mat og þá menningu j sem í kringum þessa j frumþörf mannsins hefur myndast. Claire Catterall er ritstjóri bókarinnar, en hún hefur getið sér gott orð fyrir skrif sín um sögu hönnunar og listar. I formála bók- arinnar bendir hún á þá alkunnu stað- reynd, að matur þjónar miklu stærra menningarlegu hlut- verki í lífi manna en annarra dýrategunda jarðarinnar, og að hægt sé að komast að miklu um menningu hverrar þjóðar með því að skoða matseðla veitingahúsa hennar. i Sú áhersla sem lögð , , . b : . se a utlit matarms tengi matargerð við list, enda viti allir matgæðingar að gott bragð er aðeins einn þáttur í velheppnaðri máltíð - framreiðsla matarins og smekklegt útlit skipt- ir ekki síður máli. Keppst um athygli neytandans Þetta vita þeir sem framleiða matvörur og í stórmörkuðum eykst úrvalið stöðugt af vörum sem eru hannaðar með það í huga að örva matarlyst neytandans á listilegan hátt. Æ fleiri keppast um athygli neyta- ndans og stöðugt koma nýjar vörur á markaðinn til að mæta nýjum áhersl um og tískust- raumum í matar- menningu hverrar þjóðar. Á síðustu ára- tugum hefur um- ræðan um holl- ustu fæðis orðið æ meira áberandi og hægl er að skipta matvörum í marga undirflokka fyrir mismunandi þarfir óli'kra neyt- enda. Árið 1995 komu 4.596 nýjar matvörur á markaðinn í Bret- landi einu, eða 88 nýjar vörur viku- lega. Ekki er mat- urinn einungis háður tfskust- raumum heldur allt umhverfi hans einnig. Nýj- ar eldhúsvörur, f tæki og tól, sem eru ómissandi til að skapa þá ímynd sem fylgir neytanda Eins og tískustraumar hafa áhrif á matinn hafa þeir einnig áhrif á eldhústækin. Nýstárlegur ísskápur hann- aður af Roberto Pezzetta fyrir Zanuzzi. hvers tíma og á sama hátt og fatatíska síðustu áratuga þykir skemmtilega skrítin í dag, þykja eldhúsáhöld og helstu réttir fimmta áratugarins sérkennilegir í nútímaeldhúsum. Að mörgu leyti má segja að það sem þú borðar segi heilmikið uin það hvernig þú vilt að aðrir sjái þig. I Banda- ríkjunum þar sem stór hluti þjóðarinnar er ofþungur er nánast sett samasemmerki á milli fitu og lágrar þjóðfé- lagsstöðu. Ham- borgarar og ann- að hitaeiningaríkt skyndifæði er ódýrasti kosturinn fyrir snauða neytend- ur á meðan hollari kostur er dýrari. I stórmörkuðunum er einnig Inegt að skipta neytendunum í hópa með því að li'ta á innihald inn- kaupakörfunnar og það gera markaðsfræðingar matvörumarkaðsins hik- laust. Á sama hátt höfða matsölustaðir til mismun- andi hópa með matreiðslu ■ sinni, unihverfi og verð- Dæmi um snakk- arkitektúr á matvælum má sjá á þessu fótlaga sælgætishlaupi. lagi. Arkitektinn Paola Antonelli bendir á mikilvægi hönnunar í kaflanuni „Hönnunarbitar" og bendir á hið ítalskættaða pasta því til sönnunar. Slaufur, skrúfur, plötur, fiðrildi, breiðar og mjóar spaghettflengjur eru í raun allar úr sama efninu en útlitið er mis- munandi. Margar mismunandi útfærslur á pasta hafa verið settar á markaðinn í gegn- um tíðina en ekki allar haft erindi sem erfiði. Antonelli bendir á að þær útfærslur sem vinsælda njóta eigi það allar sammerkt að vera merki um góða hönnun. Skrúfur og fiðrildi eigi til dæmis ræt- ur að rekja til expressjónisma og henti vel í rétti þar sem þykkar, matar- miklar sósur séu í veigamiklu hlutverki. Sú hönnun, sem geri bæði ráð fyrir notagildi og fagurfræði, sé sú hönnun sem virkar, bæði í matvöru- hönnun sem og annarri hönnun. Tískustraumar í matarmenn- ingu Stephen Bayley er þekktur í heimi hönnunar og hefur verið hönnun- arráðgjafi hjá mörgum stórfyrir- tækjum, auk þess að vera vinsæll fyrirlesari, sem oft er fenginn í fjölmiðla til að tjá sig um hönnun og menningu. Hann skrifar í bók- ina kafla um mat sem tískufyrir- bæri og bendir á að árið 1964 hafi fyrsti pítsuofninn verið sett- ur upp á veitingastað í London sem hafi markað alveg nýja stefnu í breskri matargerð. Þrem- ur árum síðar opnaði fyrsta Ha- bitat-verslunin og Bayley tengir hina nýju matargerðarlist, ættaða frá Ítalíu, við nýjar áherslur í húsbúnaði, og þá ekki síst eldhús- vörum. Fyrir breska neytendur segir Bayley að ítölsk matargerð- arlist tengist sterklega hugmynd- um um þjóðfélagslegan uppgang. I kjölfar pítsu- og pastaáhrifanna á breskt eldhús opnaðist flóðgátt fyrir nýjar vörur sem aldrei höfðu sést fyrr í verslunum. Framandi ávextir, nýjar vörur og matargerð frá fjarlægum heims- hornum breytti ímynd breskra neytenda, sem fengu á sig al- þjóðlegan blæ. Hin hefðbundna breska matargerð með sínum steikar- og nýrnabökum hélt enn- þá velli á krám og víða í heima- húsum en veitingahúsaflóran varð stöðugt fjölbreyttari og nýir tískustraumar í húsbúnaðinum fylgdu í kjölfarið. Bayley bendir á að bragðskyn manna sé menningar- og þjóðfé- lagslega skilyrt. Það ættu íslend- ingar að vita manna best, því flestir útlendingar taka fyrir nef- ið þegar minnst er á hákarl og annan þjóðlegan mat sem íslend- ingum, kannski vel að merkja eldri Islendingum, finnst, hið mesta hnossgæti. Þetta með al- durinn segir einnig sína sögu því á íslandi hafa nýir tískustraumar einnig leikið um eldhús manna og bragðlaukarnir breyst í túnans rás. • • Oruggt skrið Titill: SIow Boats to China Höf: Gavin Young Útg: Penguin Books, 1983 Bókin er 489 blaðsíður og má panta hjá Bóksölu stúdenta. FERÐASÖGUM má gróflega skipta í tvo flokka. Annarsvegar eru það þær sem lýsa ferðalögum sem liggja ekki síður inn á við í sálarlíf hetjunnar en frá einum stað til annars. Hinsvegar eru það þær sögur sem liggja aðallega um yfirborðið og fylgja hetjunni um einskonar þverskurð á umhverfi hennar. I fyrri flokknum þarf hetj- an, sem í ferðasögunni er jafn- framt höfundurinn, að yfirstíga eitthvert innra vandamál til að ná sáttum og komast „heim“. í þeim síðari sigrast hetjan á einhverju í umhverfinu eða finnur sig þegar hún kynnist því betur og kemst þannig „heim“. Oft renna þessir flokkar saman í eitt en sumar bæk- ur er ómögulegt að staðsetja innan þeirra. Til dæmis þegar höfund- urinn er fyrst og fremst ferðamað- ur og bara að skoða heiminn en ekkert sérstakt er í húfi. Þá verður líka eitthvað annað að koma í stað- inn svo að lesandinn nenni að fletta ferðalagið á enda. Og þannig er það í Slow Boats to China. Gavin Young ákveður að taka sér þrjá mánuði til að ferðast sjó- leiðina frá Aþenu til Canton í Kína. Ætlunin er að koma við á sem flestum stöðum og um borð í sem flest skip. Hann rekur sig fljótlega á að þessi ferðamáti er að hverfa og víða er erfitt að komast í skip. Ef það er þá yfirleitt nokkurt skip sem siglir á næsta ákvörðunarstað hans. Young neyðist því til að taka á sig ýmsar krókaleiðir og ferða- lagið teygist upp í sjö mánuði. Þótt hann lendi í óveðrum, sjóræningj- um og fái nokkrar matareitranir á leiðinni eru það allt aukaatriði í frásögninni. Það fer lítið fyi'ir hans persónu og Young er fyrst og fremst sjónarhorn. Hann hefur starfað sem fréttaritari víða um heim og þekkir vel sögu allra þeirra landa sem hann kemur til. Sá fróðleikur er vindurinn í seglum bókarinnar og hún skríður örugg- lega áfram þótt fátt gerist. Sagan er jafnframt fallegur óður til skipasiglinga og sæfara heimsins. Young tekur sér góðan tíma til að lýsa lífinu um borð í hinum ótrú- legustu döllum og stundum verður þetta svo heillandi að maður vonar að hann nái aldrei landi. Slow Boats to China kom út 1981 og varð strax metsölubók. Síðan er hún orðin klassísk í ferða- bókageiranum og endurútgefin á nokkurra ára fresti. Fjórum áram eftir útgáfu hennar kom önnur bók frá Gavin Young sem hét Slow Boats Home og þótti ekki síðri. I dag er hann fréttaritari fyrir Observer og hefur sent frá sér samtals ellefu ferðabækur sem all- ar gerast í Asíu eða Arabaríkjun- um. Huldar Breiðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.