Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
Guitar Wolf Jet Generation
Matador
Japanskt
slagsmálarokk
ROKKAÐASTA rokksveit nútím-
ans kemur frá Japan, landinu þar
sem allt virðist gerilsneytt og
formfast en piltarnir í hljómsveit-
inni „Guitar Wolf' færa okkur
skít, hávaða, leður og geðveiki.
Leðurklædd afsprengi Hiroshima-
kjarnorkusprengjurinar spila gam-
aldags rokk og ról í anda Ramones
og Cramps. Peir Seiji, Billy og
Toru kunna lítið annað í ensku en
„one, two, three, four“ en þeir hafa
farið sigurför um bandarísku neð-
anjarðarsenuna undanfarin miss-
eri. Þeir eru sannir pönkarar og
kunna varla á hljóðfærin sín en
þeir rokka, guð minn góður, þeir
rokka!
Platan sem hér er til umfjöllun-
ar er þeirra nýjasta „Jet Generat-
ion“ eða þotukynslóðin. Platan
hefst á „feedbakki", drengirnir
telja inní og þá hefst rokksurg
sem hljómar eins og eftirköst
kjarnorkusprengjunnar. Hávaðinn
og geðveikin eru ólýsanleg meðan
þeir spila heimskuleg rokklög full
af krafti og ofbeldi. Hvert einasta
hljóðfæri er þanið í botn þannig að
yfirkeyrslusurgið er alls ráðandi.
„Guitar Wolf‘ snýst eiginlega
meira um töffaraskap heldur en
tónlist, enda hafa þeir verið að hita
upp fyrir „The Jon Spencer Blues
explotion" sem eru framherjar
töffararokksins í dag.
Stemmningin, rokkið og rólið
skiptir úlfana meira máli en tón-
listin enda segir gítarleikarinn
Seiji að það eina sem skipti máli í
rokkinu sé að hoppa nógu flott á
sviði. Úlfarnir eru fyrst og fremst
tónleikaband en stemmningin skil-
ar sér líka á disknum þar sem þeir
taka allt upp í einu í sveittu hljóð-
veri og láta allar vitleysur standa.
Þrátt fyrir að hljómurinn sé hrárri
en hrátt og tónlistin greinist varla
fyrir yfirkeyrslusurginu er gífur-
legur kraftur og þyngd í hljómnum
á disknum, öfugt við fyrri útgáfur
sveitarinnar þar sem krafturinn
fær ekki að njóta sín eins vel.
Þessi diskur er hreinasta snilld og
greinarhöfundur stendur sig yfir-
leitt að því að hækka allt í botn og
brjóta nokkra vasa þegar strákun-
um er skellt í spilarann. „Guitar
Wolf‘ eru svo sannarlega komnir
til að bjarga heiminum, óþvegnir
og ógeðslegir færa þeir mannkyni
tæra, ofbeldisfulla hamingju.
Ragnar Kjartansson
r \
BÆTT HEILSA - BETRI
LÍÐAN! BÆTT AFKÖST!
Vara sem allstaðar slær í gegn
300 kr. á dag! Uppl. í s. 698 3600.
^^mmmmmmmmmm^mmm^mmmmmmmm^mi^^mmmmmmmmmm^r
Sjavarrettadagar
1,- 5. mars
Við komum þér á óvart með sérlega girnilegu og
gómsætu sjávarréttahlaðborði.
Matreiðslumeistarar frá Sikiley
Sarino Damiano og Franco Mentesana munu sjá um
matreiðsluna ásamt matreiðslumönnum Perlunnar.
Sarino Damiano hefur rekið hótel- og veítingahús á
Sikiley um árabil, sem orðið er þekkt fyrir fiskisúpur
og Ijúffenga sjávarrétti og hefur Franco starfað þar
með honum sl. 17 ár. Þeir hafa ferðast víða og hafa
sérhæft sig i því að matreiða ferskan fisk á einfaldan
og náttúrulegan hátt á Miðjarðarhafsmáta.
Með matnum verður að sjálfsögðu boðið upp á ítölsk
eðalvin.