Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 40
j40 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Byggjum brýr ILLUGI Jökuls, minn uppáhalds pistlahöfundur, hefur nú eins og margir aðrir viðrað sínar skoðanh- á grein Toshiki Toma í Morgunblaðinu þann 8.2. í grein sinni spurði Toshiki hvort ekki sé kominn tími til að ís- lenska þjóðfélagið hlusti á hvað inn- flytjendur hafi að segja, en ekki aðeins hvemig þeir tala. Grein Illuga „stig- matisering tungunnar" birtist í Skessuhomi þann 17.2. Ég er sammála 111- uga um það að útvarps- konan Anna Kristine hafði leyfi til að velja sjálf þátttakendur í sinn útvarpsþátt og ég við- urkenni að það var fár- anlegt af mér að stilla henni upp við vegg þeg- ar hún vildi viðtal við mig, með því að fara fram á að hún tæki einnig viðtal við Tos- hiki. Aðferð mín var svo hallærisleg * að ég sleppi því að reyna að afsaka mig. Auðvitað átti ég að nota ein- hverjar aðrar leiðir til að stuðla að því að meira heyrðist í útlendingum bús- ettum hér á landi. Ég skildi það vel þegar Anna Krist- ine sagði mér að Islendingar hefðu ekki þolinmæði til að hlusta á útlend- inga tala bjagaða íslensku í löngu við- tali. Ég er oft óþolinmóð sjálf, þegar ég hlusta á útlendinga tala íslensku og stundum vildi ég helst tala ensku (þegar viðkomandi talar ensku) til _J>ess að samræðumar gangi betur og •'maður þurfi ekki alltaf að vera að geta í eyðumar. Sem betur fer venst þetta og það verður auðveldara að hlusta á útlendinga tala íslensku, eftir því sem maður gerir meira af því. Auk þess er ég svo veik fyrir því sem er framandi og tími ekki að missa af einhverju sem vekur forvitni mína. Svo sem af hveiju Japani gerist krist- inn prestur og vinnur á Islandi m.a við að aðstoða múslíma. Það sem kom mér á óvart í samtali mínu við Önnu Kristine var að margir hlustendur hefðu hringt og kvartað undan því að hafa þurft að hlusta á bjagaða íslensku, eftir að hún tók við- tal við útlending í þætti sínum og þar af leiðandi gæti Anna Kristine ekki “’tboðið hlustendum sínum uppá viðtal við Toshiki Toma. Að mínu mati er óþolinmæði okkar íslendinga eitthvað sem vert er að skoða og þá hvaða afleiðingar það getur haft. Það er vert að athuga hvort til séu aðrar leiðir en að hætta að taka löng viðtöl við útlendinga í út- varpi, ef pirraðir hlustendur kvarta. Eigum við að láta það eftir okkur að nenna ekki að hlusta á útlendinga af því að það krefst þess að við leggjum eitthvað á okkur sem hlustendur? Það að Anna Kristine vildi ekki tala við Toshiki er algert aukaatriði að mínu mati, hún vill auðvitað að þátturinn hennar haldi áfram að vera jafn vinsæll og tala við fólk sem henni finnst spenn- andi. Hún sagði í viðtali við Eirík Jónsson í DV að sér fyndist Toshiki ekki spennandi. Það finnst mér alveg nægi- leg ástæða fyrir hana að fá hann ekki í viðtal og þá skiptir uppruni hans og tungumál engu máli. Anna Kristine hefði reyndar aldrei verið neftid til sögunnar í þessari umfjöllun um tungumálið, ef hún hefði ekki kosið að láta Eirík Jónsson taka við sig viðtal fyrir DV. Ég er sammmála Illuga um að við förum villigötur ef menning minni- Tungumálaskilningur Aðalatriðið í þessari um- fjöllun og það sem mér finnst skipta máli, segir Helga Þórólfsdöttir, er að íbúar þessa lands hafa mismikið vald á tungumálinu. hlutahópa og innflytjenda er gerð rétthærri vegna misskilins frjálslynd- is og pólitískrar rétthugsunar. Satt best að segja virðist hættan á rétt- hærri menningu aðfluttra ekki bein- linis blasa við hér á landi og ég skildi grein Toshiki ekki þannig að við ætt- um að skammast okkar fyrir að hér sé talað almennilegt mál. Menning er meira en tungumál og mér fínnst spennandi að velta fyrir mér hvað er íslenskt og hvað er að- flutt í okkar menningu. Ég söngla oft lag eftir Grýlumar þar sem textinn byrjar svona ... „Hvað er svona merkilegt við það að vera ...“ og bæti svo við Islendingur? - í staðinn fyrir karlmaður, sem er í upprunalega textanum. Ég hef nú reyndar sætt mig við það að fá aldrei svar, en geta skemmt mér við að leita þess um mörg ókomin ár. Ég óttast forsjárhyggju þeirra sem telja sig frjálslynda og fylgja póli- tískri rétthugsun. Við fórum villigöt- ur ef útlendingar sem búsettir eru hér á landi eru meðhöndlaðir sem þurfalingar og skjólstæðingar sem við hin verðum að vera góð við og tala fyrir. Ef þeir sem hér búa hafa ekki möguleika sjálfir á að láta í sér heyra, því enginn nennir að hlusta og þeir tala aldrei nógu góða íslensku tU að hafa áhrif, lendum við á þeim villigöt- um að velmeinandi smælingjavinir gerast óbeðnir málsvarar útlendinga án þess að það sé þeim nokkuð til framdráttar. Þeir sem hafa flust til landsins og eru af erlendum uppruna koma úr ólíkum aðstæðum, eru með mismun- andi réttarstöðu, hafa ólíkar skoðanir og þarfir. Sumir eru spennandi og aðrir hundleiðinlegir. Innflytjendur eru bæði ríkir og fátækir, vel mennt- aðir og með litla skólagöngu að baki, sumir eru veikir, aðrir frískir og flest- ir eru vinnandi rétt eins og þeir inn- fæddu. Flestir hafa valið að búa hér á landi vegna þess að það er betri kostur en að búa einhvers staðar annars staðar, örfáir búa hér af því að þeir eiga ekki annarra kosta völ. Á sama hátt hefur fjöldi Islendinga valið að búa annars staðar en á Islandi. Tungumálið er oftast nefnt af út- lendingum þegar talað er um erfið- leika við að aðlagast íslensku þjóðfé- lagi og að fá vinnu við hæfi. Tungumálið er lykillinn að íslensku samfélagi og eflaust vilja allir sem hingað flytjast a.m.k geta tjáð sig á málinu og sumir vilja ná svo langt að geta talað almennilegt mál og allir vilja að bömin þeirra tali tungumálið það vel að þau geti nýtt sér íslenskt skólakerfi og verið fullgildir þátttak- endur í samfélaginu. Aðalatriðið í þessari umfjöllun og það sem mér finnst skipta máli er að íbúar þessa lands hafa mismikið vald á tungumálinu. Þeir sem eru aðfluttir og eru að læra málið hafa líka eitt- hvað til málanna að leggja og ættu að geta tekið þátt í mótun samfélagsins á j afnréttisgrundvelli. Það hefur verið mér mikilvægt og hjálpað mér til aukins skilnings á sjálfri mér sem manneskju og Islend- ings að hafa átt kost á því að kynnast viðhoríúm annarra en innfæddra ís- lendinga og ég vil ekki vera án þess þó að ég þurfi að leggja það á mig að hlusta á bjagaða íslensku. Ég held líka að við hljótum að fara að verða uppiskroppa með spennandi lífsreynslusögur innfæddra þannig að viðbótervelþegin. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur slurfað á vegum Rauða kross íslands. Helga Þórólfsdóttir Reykjalundur.is STARFSEMI end- urhæfingarmiðstöðvar- innar að Reykjalundi er fjölþætt og viðamik- ' Uil. Margt hefur breyst í áranna rás í endurhæf- ingu. Reykjalundur hefur fylgt framþróun á flestum sviðum og er í dag nútíma endurhæf- ingarmiðstöð. Endurhæfing er flókið og sértækt ferli sem kallar á sérþekk- ingu og sérhæfingu. Hugmyndafræðin byggir á heildrænni sýn á heilbrigði sem _endurspeglast meðal ■annars í aðlögun einstaklingsins að umhverfi sínu. Virk endurhæfing fel- ur í sér samvinnu ólíkra faghópa og í starfsliði Reykjalundar er að finna fulltrúa allra faghópa sem koma við sögu í endurhæfingu. Endurhæfing á Reykjalundi skipt- ist í níu meginsvið: Atvinnulega end- urhæfingu, geðsvið, gigtarsvið, hæf- ’ Aigarsvið, næringarsvið, miðtaugakerfissvið, hjartasvið, verkjasvið og lungnasvið. Á Reykjalundi fer fram einstaklings- og hópþjálfun. Mikil áhersla er lögð á mikil- vægi ábyrgðar ein- staklingsins á eigin heilsu. Fræðsludag- skrá er í gangi og hald- in eru námskeið, m.a. í streitustjómun og lík- amsvitund. Sjúklingum stendur einnig til boða nám í bak- og verkjaskóla. Áhersla er lögð á breyttan lífsstíl með breyttu mataræði og líkamsþjálfun. Beiting hugrænnar atferlismeð- ferðar hefur verið í þróun á Reykja- lundi, auk þess sem sértæk meðferð hefur verið byggð upp fyrir Parkin- son- og heilablóðfallssjúklinga. Skipulögð þjálfunardagskrá er fyrir hjartasjúklinga og greining á þörf- um fjölfatlaðra einstaklinga fyrir hjálpartæki er gerð. Greining og Endurhæfing Beiting hugrænnar at- ferlismeðferðar, segir Bára Jóna Oddsdóttir, hefur verið í þróun á Reykjalundi. meðferð á gigtarsjúkdómum er fjöl- þætt og er veitt einstaklingsfræðsla um liðvernd. Lungnasjúklingar fá tilsögn í orkusparandi vinnuaðferð- um og kröftug reykingavarnamám- skeið eru í gangi. Á Reykjalundi tók nýlega til starfa svið atvinnulegrar endurhæfingar þar sem markmiðið er að meta vinnuhæfni einstaklingsins. Lesa má nánar um endurhæfingu á Reykjalundi á vefsíðu Reykjalund- ar. Slóðin er: http:/Avww.reykjalund- ur.is Höfundur er vefstjóri Reykjalundar. Bára Jóna Oddsdóttir Davíð og ör- yrkinn Golíat FYRIR nokkru heyrði ég í frétt- um að ísraelskur læknir hafi komist að því að miklar líkur væru fyrir að Golíat sem Davíð drap forðum í frægum bardaga hafi verið öryrki. Læknirinn telur líklegt að Golíat hafi verið með hor- mónasjúkdóm sem leitt hafi til þess að mikill þrýstingur hafi verið á augnstöðvar í höfði sem orsakað hafi mikla sjóndepurð. Einnig hafi þessi sjúkdómur valdið miklum ofvexti í öllum likamanum. Allt þetta hefur gert Golíat mjög stirðan og illa sjáandi. Þessa veikleika nýtti Davíð sér til hins ýtr- asta og hefur Golíat í raun og veru verið auð- veld bráð fyrir Davíð. Þegar Davíð slöngv- aði vað sínum gat Gol- íat ekki séð vaðinn og svo stirður að hann gat ekki vikið sér undan. Felldi Davíð öryrkjann Golíat með slöngvuvað sínum og þjóðin lofaði Davíð, hinn mikla leiðtoga sinn. Enn í dag slöngvar Davíð vað sín- um og fellir Golíata á báða bóga. Enn í dag tekst Davíð að gera risa úr ör- Oryrkjar Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? spyr Stefán Gissur- arson, og slöngva vaðn- um til baka og miða á hinn mikla leiðtoga Davíð án hlífðar? yrkjum og þjóðin lofar hinn mikla leiðtoga. Stundum getur verið erfitt að koma orðum að því sem allir eiga að vita, t.d. þegar Ári í Aravísum spyr: ,jLf hverju er eldurinn heitur, af hverju er himininn blár?“ Þessu er erfitt að svara en Ari fær svör þegar hann er orðinn stór. Hinn mikli leiðtogi Davíð er orð- inn stór en hann veit ekki, eða rétt- ara sagt, hann þykist ekki vita af hverju eldurinn er heitur o.s.frv. Hinn mikli leiðtogi Davíð þykist ekki vita hvað kjör öryrkja eru slæm og hvað einmanaleikinn og eymdin er víða mikil. En hinum mikla leið- toga Davíð tekst að blekkja þjóð sína, gerir Golíata úr öryrkjum og slöngvar vað sínum og fellir þetta fólk til enn meiri fátæktar og enn meiri einsemdar og meirihluti þjóð- arinnar lofar hinn mikla leiðtoga sinn Davíð og sjaldan hefur Davíð verið vinsælli og Pétur Blöndal skríkir. „Dúfu augað, höggorms hjartað/ hunangsvarið eiturtungu." (Með leyfi höfundar.) Hvað hefur kirkjan gert í þúsund ár nú á kristnitökuári. Ég hef ekki orðið var við að kirkj- an hafi beitt kröftum sínum í þágu öryrkja, a.m.k. ekki í þeim mæli sem ég tel vera eðlilegt. Eg las ábyggi- lega söguna um Davíð og Golíat í biblíusögunum og ég tel líklegt að það séu frekar fáir þjóðfélagshópar sem biðja jafn heitt og innilega til Guðs og Jesú þegar farið er til hvílu á kvöldin og öryrkjar, enda trúin ein eftir þegar allt um þrýtur og fólk í óviðráðanlegum vítahring er bendl- að við óráðsíu af hinum mikla leið- toga Davíð. Ég tel líklegt að sumir öryrkjar hafi átt erfiðara með að sofna eftir ræðu hins mikla leiðtoga Davíðs nú á dögunum og margir hafi spurt sig: „Er þetta virkilega mér að kenna að svona er komið fyrir mér, var ég með óráðsíu? ... bara ég hefði, bara ég hefði ...“ Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn og slöngva vaðnum til baka og miða á hinn mikla leiðtoga Davíð án hlífðar? Ég vil benda hinum mikla leiðtoga Davíð á það og hans líkum að góður bóndi hlúir sérstak- lega að þeim búsmala sem er gamall og veikur eða hefur ekki getu til að ganga innan um hraustan búsmala. Þeir sem ekki fara þannig að missa hinn veika búsmala úr hor og jafnvel dauða. Slíkir bændur eru stundum kallaðir horkóngar. Ég fæ ekki betur séð en hinn mikli leiðtogi Davíð stefni að því að verða einn mesti hor- kóngur þessa lands. Ég vil nefna dæmi að títtnefndur útgerðar- maður og fyrrum skip- stjóri græddi, ef marka má fréttir, um fimm hundruð þúsund á dag í mörg ár og hafði líka sem skipstjóri góð laun á sama tíma. Þetta var ekki nóg. Viðkomandi hafði einnig rétt á styrk frá ríkinu á þessu tímabili sem nefnist sjómannaafsláttur. Þessi afsláttur er það góður að ef öryrkjar hefðu rétt á slíku myndi það bæta kjör þeirra verulega. Fullur af- sláttur fyrir árið 1999 hækkar pers- ónuafslátt um 239 þúsund og kostar ríkið um 1.250 milljónir á ári. Þetta telur hinn mikli leiðtogi Davíð mjög eðlilegt og segir að ekki komi til greina að fella niður afslátt- inn, eða að tekjutengja jiann líkt og laun (bætur) öryrkja. Á sama tíma berst hinn mikli leiðtogi Davíð fyrir því að aðrar þjóðir leggi af ríkis- styrki í sjávarútvegi. Og þjóðin lofar hinn mikla leiðtoga sinn Davíð. Á laugardögum stillir Mogginn upp á sömu síðu bótum örorku- og ellilífeyrisþega og þróun kauphallar- viðskipta, en samt þykist hinn mikli leiðtogi Davíð ekki vita hver kjör þessa fólks eru og þjóðin þykist ekki vita heldur hver þau eru. Hinn mikli leiðtogi Davíð og stór hluti þjóðarinnar getur ekki borið við bamaskap eins og Ari forðum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að meirihluti þjóðarinnar vilji frekar borga sjómönnum, sem eru mjög tekjuháir, styrk en bæta kjör þeirra sem ekkert eða lítið geta unnið. Ekki einu sinni að tekjutengja þennan styrk til sjómanna líkt og laun (bæt- ur) öryrkja. Á meðan þjóðin er á þessari skoðun tel ég ekki miklar lík- ur á að kjör öryrkja batni og leiðtog- ar stjórnmálaflokkanna og óbreyttir þingmenn eru flestir á sömu skoðun. Getur verið að meirihluti þjóðar- innar með hinn mikla leiðtoga Davíð í fararbroddi sé í eðli sínu horkóng- ar. Ég hef lengi alið þá von í brjósti og sérstaklega fyrir og ekki síður eftir síðustu kosningar í ljósi sterks meirihluta á þingi að sjómannaaf- slátturinn yrði felldur niður og hann færður til öryrkja. Ef þessi sjálfsagða og jafnræðis- lega aðgerð væri framkvæmd, yrði tekinn beiskur bikar frá sjómönnum og þeir leystir undan þessari skömm að vera styrkþegar, um leið mundu þeir sem mesta eymd búa við sjá ör- lítið ljós í myrkrinu. Ég vil segja hér frá því að maður einn, sem er öryrki og vinnur hluta úr degi, mun stefna ríkinu á næstu dögum á grundvelli jafnræðisregl- unnar og fara fram á sama skattaaf- slátt og sjómenn. Ætli hinn mikli leiðtogi Davíð reyni að hafa áhrif á dóma í þessu máli? Að lokum. Á meðan stjórn- málamenn, kirkjan og það sem mér finnst sárast meirihluti þjóðarinnar hefur ekki meiri áhuga á þessum málaflokki, segi ég: skammist ykkar (í Davíðs nafni). Amen. Höfundur starfar sem vátryggingaráðgjafi og er öryrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.