Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 41 ------------------------ I Athugasemd við skrif fréttaritara Morgunblaðsins á Skjaldfönn Tófan, sem Indriði á Skjaldfönn skaut, gekk undir nafninu Kúla. Hér er mynd af henni sem yrðlingi sumarið 1998. FRÉTTARITARI Morgunblaðsins Skjaldfönn er iðinn við að birta fréttir af bóndanum á Skjald- fönn. Nokkrum sinn- um hafa birst myndir af honum í fjölmiðlum, haldandi í tófuskott, þar sem hann býsnast yfir því að nú hafi tóf- um fjölgað svo á norð- anverðum Vestfjörð- um að þær komi alla leið heim á hlað til sín. Fréttaritarinn „gleymir" hins vegar að geta þess að bónd- inn ber út æti á hlaðinu í því skyni að lokka ferfætlingana þangað svo að hann geti skotið þá út um gluggann hjá sér. í Morgunblaðinu 24. febrúar, bls. 20, birtist sú „frétt“ sem hér verður gerð að umtalsefni. Þar segir orð- rétt: „Allt frá því að frumvarp til laga frá ’94 um friðun refa og minka á Hornströndum tók gildi hefur Indriði ásamt flestum bændum í ná- grenni friðlandsins verið á móti frið- uninni og talið fullvíst að þegar sult- urinn sverfði að legðu dýrin land undir fót og leituðu fanga þar sem ætis væri von, en líffræðingar hafa haldið hinu gagnstæða fram, þ.e. að dýrin haldi sig á sínum heimaslóð- um. Því þótti honum fengur í merktu tófunni sem með komu sinni hingað, ásamt hinum þremur merktu tófum, sannar kenningar þeirra fyrmefndu." Að vísu hefur aldrei verið lagt fram frumvarp á Alþingi með því nafni sem að ofan get- ur en látum það liggja milli hluta. Fréttarit- arinn á Skjaldfönn hef- ur þetta vafalaust eftir helsta heimildamanni sínum, Indriða á Skjaldfönn, sem hann telur líklega vera ái'eiðanlegan. Einn líffræðingur er nefndur á nafn í frétt- inni, en það er undir- ritaður. Mín er getið bæði fyi'ir og eftir hinn tilvitnaða texta og sér- staklega tekið fram að við Indriði hefðum Refir Taldi ég að málinu væri þar með lokið en afsök- unarbeiðni Indriða á Skjaldfönn, segir Páll Hersteinsson, virðist hins vegar hafa farið framhjá fréttaritaran- um á Skjaldfönn. staðið í deilum í fyrravetur. Lesandi fréttarinnar hlýtur því að álykta að það sé undiiTÍtaður sem hafí haldið því fram að dýrin haldi sig ávallt á heimaslóðum, gagnstætt kenningu Indriða, enda virðist markmið fréttaritarans á Skjaldfönn vera að gera hlut bóndans á Skjaldfönn sem mestan. Hið rétta í málinu er þó að Indriði setti sjálfur fram kenninguna um að refir yfirgæfu ekki heimaslóðir sín- ar en ákvað að klína henni á mig svo að hann gæti upphafið sjálfan sig með því að benda á hve heimskuleg kenningin væri. Tilefni ritdeilna okkar Indriða í Vestra var einmitt það að hann eignaði mér sínar eigin heimskulegu kenningar. Er skemmst frá því að segja að deilum okkar Indriða í Vestra síðastliðinn vetur lauk með því að hann bað mig opinberlega afsökunar á málflutn- ingi sínum (Vestri, 11. mars 1999, bls. 8). Taldi ég að málinu væri þar með lokið en afsökunarbeiðni Indr- iða á Skjaldfönn virðist hins vegar hafa farið fram hjá fréttaritaranum á Skjaldfönn. Ólíkt Indriða, sem lætur sér nægja að sitja heima á Skjaldfönn og smíða kenningar í eigin nafni og annarra um ferðir refa, hef ég gert mitt besta til þess að afla raunveru- legra gagna um þessar ferðir. Þegar eru liðnir tveir áratugir síðan ég stóð fyrst fyrir eyrnamerkingum á yrðlingum á Vestfjörðum en endur- heimtur þá sýndu m.a. að ungir, vestfirskir refir fara allt að 60 km er þeir yfirgefa heimasvæði foreldr- anna þótt meðalvegalengdin væri u.þ.b. 25 km. í bókinni Agga Gagg - með skollum á Ströndum, sem kom út árið 1997, sagði ég einnig frá tveim radíómerktum geldlæðum Páll Ilersteinsson sem yfirgáfu heimkynni sín og fóru töluverðar vegalengdir áður en þær settust um kyrrt. Indriði á Skjald- fönn átti því að vita betur þegar hann tók að heimfæra eigin kenj^- ingar upp á mig sl. vetur enda veit ég ekki til að nokkur maður hafi tekið mark á honum, nema e.t.v. fréttaritarinn á Skjaldfönn. Fréttaritarinn á Skjaldfönn telur það mikla frétt að Indriði á Skjald- fönn skuli hafa veitt merkta tófu við agn sem hann lagði sjálfur út í hlaðvarpanum á Skjaldfönn. Jafn- framt telur fréttaritarinn að sá at- burður sanni kenningu Indriða en afsanni kenninguna sem Indriði setti fram í mínu nafni. Ég verð þó að hryggja fréttaritarann með því að þetta telst varla frétt. í bókinni- Refirnir á Hornströndum, sem út kom sl. haust, sagði ég frá því að einmitt þessi tiltekna tófa, sem Indi'iði skaut um daginn, hefði flutt úr friðlandinu og verið búin að koma sér fyrir í grennd við Skjaldfönn sumarið 1999. I sömu bók er einnig getið örlaga nokkurra annarra ra- díómerktra refa sem fluttu út úr Hornstrandafriðlandi. Hver er þá fréttin og hver hefur sannað hvað? Ég hlýt að gera ráð fyrir að fréttaritari Morgunblaðsins á Skjaldfönn fari ekki vísvitandi með rangt mál enda má hann vita að hann missir starfið samstundis ef slíkt sannast á hann. Til þess að koma í veg fyrir að svona lagað end#-- urtaki sig vil ég ráðleggja frétta- ritaranum tvennt. í fyrsta lagi ætti hann að kynna sér fyrirliggjandi og aðgengileg gögn, þar á meðal nýút- gefnar bækur, um málefnin sem hann fjallar um áður en hann sendir frá sér frétt. I öðru lagi ætti hann að vanda betur val sitt á heimildar- mönnum hér eftir en hingað til. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands og hefur stundað rannsóknir á refum íáratugi. í réttu Ijósi frá morgni til kvölds Estée Lauder kynnir Revelation Light Responsive Compact Makeup SPF 15 Nú getur húð þín verið frábærlega frísk- leg og lýtalaus ásýndum í hvaða Ijósi sem er - hvort heldur dagsbirtu eða raf- Ijósum. Leyndardómurinn felst í þessum nýja andlitsfarða sem í eru sérstök litar- efni er laga sig að birtunni og stýra þekjuhæfni farðans. Tregsmitandi efna- blandan veitir húðinni nauðsynlega vernd og þægilega áferð daglangt. Clara Kringlunni Sara Bankastræti Lyfja Lágmúla Lyfja Setberg Lyfja Hamraborg Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáranum Snyrtistofan Hrund, Crænatúni Amaró, Akureyri Apótek Keflavíkur Fasteignir á Netinu vDmbl.is Ríkisvívlar í markflnklcnm Utboð miðvibudagmn 1. mars í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 2 í mánaða ríkisvíxil en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Núverandi Áætlað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða R700-0S17 17.maí 2000 2* mónuður 4.400 2.000.- ♦Milljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tílboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tífboð í meðalverð samþykktra tílboða að lágmarld 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, miðvikudaginn 1. mars 2000. Útboðsskilmálar, önnur tílboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgöm 6, í síma S62 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. haeð • Sími: S62 4070 • Fax: S62 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.