Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 64
Heimavörn Drögum næst 10. mars Sími: 580 7000 SltovgisttMbftfrifr HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLADW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Landssíminn vill stærri lóð við Suðurlandsbraut Forstjóra “'veitt lieim- ild til við- ræðna STJÓRN Landssíma íslands hefur veitt Pórarni V. Þórarinssyni for- stjóra heimild til að ganga til við- ræðna við Reykjavíkurborg og Orkuveituna um kaup á húsum Raf- magnsveitu Reykjavíkur á mótum Suðurlandsbrautar og Grensásveg- ar. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen upp- lýsingafulltrúa Landssímans rúma r-»é>úsin sem fyrir eru á lóðinni ekki " starfsemi Landssímans og þyrfti að ræða við borgaryfirvöld um mögu- leika á stækkun. Lóðin nær frá Suð- urlandsbraut að Armúla og er því nær Múlastöðinni en lóðin sem vil- yrði var veitt fyrir í Laugardal. „Ef saman gengur mun það fela í sér talsvert hagræði fyrir okkur,“ sagði hann. --------------- Aðalfundur FEB # # Vilja áheyrn- arfulltrúa í stjórnum líf- eyrissj'óða AÐALFUNDUR Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni beinir því til lífeyrissjóða að tryggja áheyrnarfulltrúa eftirlaunaþega setu í stjórnum sjóðanna. Jafnframt skorar fundurinn á þá sjóði sem nota vísitölu neysluverðs —, 4jl verðbóta að breyta í viðmiðun við Taunavísitölu og að sjóðimir birti í ársreikningum sínum hvað verð- tryggingin gefi í samanburði við þró- un launa á vinnumarkaði. I greinargerð með tillögunni segir meðal annars að notkun neyslu- verðsvísitölu til verðtryggingar eft- irlauna sé ófullnægjandi sem sjá megi af því að sú vísitala hafi hækkað um 8,7% síðustu þrjú árin, en launa- vísitalan hafi hækkað um 23,7% á sama tíma. Þá hafi vísitala lífeyris- skuldbindinga hækkað um 38,6%, en sú vísitala sé hluti almennu launa- vísitölunnar og sýni breytingar á launum opinberra starfsmanna. Hún hafi verið notuð frá árinu 1996 til verðbóta á eftirlaunum þeirra sem ekki hafi eftirlaun samkvæmt stað- gengilsreglu. ■ Ávöxtun lífeyrissjóda/33 Trúnaðarmaður sjúkraliða á SHR segir þungt hljóð í mönnum eftir árangurslausar viðræður Búast við uppsögnum nú um mánaðamótin VIÐRÆÐUR milli fulltrúa sjúkra- liða á Landsspítalanum og Sjúkra- húsi Reykjavíkur við fulltrúa stjóm- enda sjúkrahúsanna báru ekki árangur í gær og sagði Oddný Fjóla Lárusdóttir, trúnaðarmaður sjúkra- liða á SHR, í gærkvöldi að hún teldi hætt við því að kæmi til uppsagna nú um mánaðamótin febrúar-mars. Sagði hún að samkvæmt því myndu uppsagnir koma til fram- kvæmda 1. júní. Að hennar sögn eru þeir, sem tóku þátt í viðræðunum fyrir hönd sjúkraliða, ekki bjartsýnir og var þungt hljóð í mönnum á fundi sjúkraliða í gærkvöldi. Að sögn Oddnýjar Fjólu eru sjúkraliðar á Landsspítalanum í sömu aðstöðu. Kristín A. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði í gærkvöldi að félagið hefði gert kjara- samninga 1997, sem ætlast væri til að farið væri eftir. „Það er verið að fara yfir það og vinna innan kjarasamn- ingsins," sagði hún. „Það er ekki ver- ið að taka upp neina kjarasamninga." Hún kvaðst vilja biðja fólk að halda ró sinni því að félagið myndi „auðvitað halda áfram að gera kröfu um það að farið yrði eftir kjarasamn- ingnum út í ystu æsar“. Þegar Kristín var spurð hvort henni fyndist vera farið að draga saman milli aðila eða skortur væri á skilningi sagði hún að haldið yrði áfram að fara yfir samninginn svo lengi, sem hann væri í gildi. Kristín sagði að ýmis álitamál væru varðandi útfærslu kjarasamn- ingsins og teldu sjúkraliðar að hallað væri á þá. Um 140 sjúkraliðar lögðu fyrir mánuði niður störf og héldu fund um kjaramál og hefur verið gefið til kynna að komið gæti til uppsagna sjúkraliða. Kristín sagði að hún hefði gert sjúkraliðum grein fyrir stöðunni eftir fundina í gær, en hún vissi ekki hvort ákveðið hefði verið að fara út í aðgerðir á borð við uppsagnir: „Eg er ekki í neinum aðgerðahópi hjá sjúkraliðum." Morgunblaðið/RAX Gosbólstrar yfir Heklu Órói í Heklu jókst um fimm leytið í gærmorgun eftir að hafa dottið niður á mánudag og hélst stöðugur fram á kvöld. Miklir bólstrar stigu upp af fjallinu og var Frúin, flugvél Omars Ragnarssonar fréttamanns, lítil í samanburði. Steinunn Jakohs- dóttir jarðeðlisfræðingur sagði hugsanlega skýringu á auknum ór- óa að gosrásin væri að þrengjast en samfara því yrðu meiri átök. Hún sagði að þetta væri líkt því að hald- ið væri að hluta til fyrir stút á gos- flösku sem hrist hefði verið upp í. Þrýstingurinn ykist þótt ekki væri meira í flöskunni. Bjart var í veðri í gær og gátu því jarðeðlisfræðingar sem flugu yfir eldstöðvarnar feng- ið góða mynd af gossprungunni og útbreiðslu hraunanna. Flugumferð var mikil yfir Heklu í gær. ■ Hraunið/4 Hagnaður Flugleiða tífaldast milli ára Hagnaður af reglulegri starfsemi batnaði um 274 milljónir Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT FLUGLEIÐIR hf. skiluðu 1.515 milljóna króna hagnaði á árinu 1999 og er það tíföldun frá árinu áður en þá nam hagnaður samstæðunnar 151 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar var 138 milljónir króna árið 1999 en árið áður var 136 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi sem þýðir 274 milljóna króna bata á ár- inu. Þá nam veltufé frá rekstri sam- stæðunnar 2.103 milljónum króna á árinu 1999, sem er 27% aukning frá 1.657 milljónum ársins 1998. Af 1.515 milljóna króna hagnaði samstæðunnar skilar móðurfélagið 239 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi, sem er rúm- lega sexföldun frá í fyrra, áhrif dótturfélaga nema 100 milljóna króna tapi og eignasala skilar 1.377 milljóna króna hagnaði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., segist ekki alls kostar ánægður með þá upphæð sem reksturinn var að skila frá reglu- legri starfsemi, þó svo að afkoman batni mikið á milli ára. Tölurnar þokist þó í rétta átt en að hans sögn voru flest flugfélög í Evrópu með nokkuð lakari afkomu á árinu 1999 heldur en á árinu 1998. Verð hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði á Verðbréfaþingi íslands í gær í kjölfar þess að félagið birti afkomu sína. Lokaverð bréfanna var 4,25 sem er 15,2% lækkun frá deginum áður. Hvað þetta varðar segir Sigurður að sér virðist sem væntingar ýmissa verðbréfafyrir- tækja um niðurstöðu ársuppgjörs- ins hafi verið töluvert meiri en ástæða var til að ætla. Hann hafi því átt von á því að bréfin lækkuðu eitthvað í fyrstu eftir birtingu árs- uppgjörsins. ■ Söluhagnaður/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.