Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vfkingar áætla stækkun á vallarsvæði sínu við Traðarland inn f Kópavog Alagið á nú- verandi svæði er of mikið Fossvogur KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur áformar nú stækkun á Víkingssvæðinu við Traðar- land, enda núverandi svæði löngu orðið of lítið og álagið á grasvöllum verið meira en góðu hófu gegnir. Þá gera fyr- irliggjandi skipulagstillögur ráð fyrir að keppnisvöllurinn verði færður á núverandi mal- arvöll til þess að ná betri teng- ingu við vallarhúsin. Til þess að stækkunin geti orðið að veruleika hefur þurft að sækja um spildu úr landi Kópavogs og hefur nú náðst samkomulag milli Kópavogs og Reykjavíkur um 9.000 ferm landsvæði undir stækk- unina. Viðbótin veldur því að hægt verður að bæta við ein- um æfingavelli, og rúmlega það. Jafnframt stækkuninni verða gerðar skipulagsbreyt- ingar á svæðinu. Morgunblaðið ræddi á dög- unum við þrjá af forsvars- mönnum Víkings, þá Þór Sím- on Ragnarsson formann félagsins, Ragnar Ragnars- son gjaldkera og Harald Har- aldsson stjórnarmann. Þeir segja breytingarnar fela í sér að bætt verður við svæðið 9.000 fermetrum sem nú eru í landi Kópavogs. Þar sem nú- verandi keppnisvöllur er í dag verður útbúinn malarvöllur, sem þá liggur meðfram Trað- arlandi og er jafnframt hugs- aður sem möguleiki fyrir fjölgun bílastæða. Keppnisvöllurinn verður staðsettur þar sem malarvöll- urinn er í dag og þar er gert ráð fyrir áhorfendastæðum og jafnvel stúku í framtíðinni fyrir allt að 2.500 manns, en ekki verða hafnar fram- kvæmdir við gerð stúkunnar í þessum áfanga. Með því að færa aðalvöllinn næst betri tenging við vallarhúsið og hægt verður að búa til varða leið fyrir leikmenn og dómara til og frá vellinum. Einnig verður hægt að þjóna áhorfendum betur með þessum hætti. Með fram- kvæmdum við áhorfenda- stúku og tengingu við vallar- húsið opnast sá möguleiki að völlurinn geti rúmað stórleiki Víkinga í framtíðinni, t.d. Evrópuleiki. Mikið álag á núverandi svæði Stækkunin á svæðinu gerir síðan kleift að útbúa tvo æf- ingavelli í fullri stærð og má segja að hver fermetri verði nýttur til hins ítrasta. Sam- kvæmt skipulagstillögu er gert ráð fyrir að fjölga tennis- völlum um tvo, en það verður látið bíða og sléttur grasvöllur látinn vera þar í staðinn. Félagið er búið að vera í vandræðum á svæðinu í mörg ár og grassvæðið hefur gengið sér til húðar nánast á hveiju ári. Stór hluti af svæðinu er í stöðugri notkun og því hefur ekki verið ráðrúm til að hlífa grasinu með því að færa álag- ið til. Það er grundvallaratriði fyrir svona svæði að hægt sé að hvíla ákveðna bletti til þess að grasið nái sér og sem dæmi um álagið nefnir Þór Símon að æft hafi verið á grasinu í rúma 62 tíma á viku síðasta sumar, á meðan talið er hámark að æfa 15 tíma vikulega á gras- völlum á þessari breiddar- gráðu. Stækkunin mun bæta úr þessu að einhverju leyti, en þó telja þeir að nauðsynlegt verði í framtíðinni að fá til af- nota annað svæði til æfinga, td. fyrir meistaraflokk. Árið 1988 gerði Víkingur samning við Reykjavíkurborg þar sem borgin skuldbatt sig til að kosta gerð malar- og grasvallar í Fossvogsdal í stað tveggja valla á fyrra félags- svæði Víkings í Hæðargarði, sem látnir voru af hendi árið 1992. Aðalstjórn setti á þeim tíma fram beiðni um 15.000 fm landstækkun inn í land Kópa- vogs og samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs samþykkti á fundi sínum í aprfl 1993 að leggja til verða við þeirri beiðni. Skipulags- nefnd Kópavogs samþykkti síðan á fundi í júní sama ár óskir Víkinga um afnotarétt af þessu landi. Bæjarstjórn Kópavogs breytti hins vegar stærð landrýmisins í endanlegri af- greiðslu málsins og minnkaði það niður í 9.000 fermetra. Tilgreind ástæða fyrir minnk- un svæðisins um 6.000 fer- metra var áætluð gerð golf- vallar í Fossvogsdal, sem síðar var hætt við að gera, að sögn Þórs Símonar. Framkvæmdum Ijúki á sem skemmstum tíma Hann segir að þetta hafi verið eitt helsta baráttumál stjórnarinnar síðustu árin og Morgunblaðið/Eiríkur Þrír af forráðamönnum Knattspyrnufélagsins Víkings. Frá vinstri: Haraldur Haraldsson stjórnarmaður, Þór Sfmon Ragnarsson formaður og Ragnar Ragnarsson gjaldkeri. Vallarhús TRAÐARLAND Malarvöllur Núverandi íþróttahús Tennisvellir Grassvæði, æfinga-og p" • færanlegir keppnisvellir 58 bílastæði Byggingarsv. fyrir stúku og stæði Keppnis- fyrir2500 manns völlur >m reykjavIk KÓPAVOGUR Fyrirhuguð stækkun á svæði Knattspyrnufélagsins Víkings Gróðrastöðin Mörk - sgt j Víkingssvæðið að loknum framkvæmdum. Á kortinu er línan sem skipt- ir Kópavogi og Reykjavík, en stækkun svæðisins er innan Kópavogs. hafi loks fengist í gegn á síðasta ári. Þó er enn eft- ir að ganga frá ýmsum formsat- riðum auk þess sem að skurðir og frárennsli á svæðinu er ófrá- gengið. Kostnað- ur við fram- kvæmdir á svæðinu er áætl- aður um 65 millj- ónir, en samning- urinn við Reykja- vík frá 1988 gerði ráð fyrir 30 millj- ónum. Að sögn þeirra félaga er vonast til að hægt verði að hefja fram- kvæmdir á svæð- inu í vor. Nauð- synlegt er að ljúka þeim á sem skemmstum tíma og má vart taka lengri tíma en eitt ár. Félagið þarf að nota svæðið jafnóðum og framkvæmdir standa yfir og því er ekkert svigrúm til að dreifa framkvæmdum á lengri tíma. Áður en hægt verður að hefjast handa þarf að ganga frá því við borgina að endur- meta samninginn frá 1988 til núvirðis. Telur Ragnar að þegar búið sé að meta þessar framkvæmdir og bera saman við samninginn í upphafi verði upphæðin sem borgin eigi að greiða mjög nálægt því sem kostnaðaráætlunin gerir ráð fyrir. ■ Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu við leikskólann Norðurberg Rými fyrir 120 börn Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við leikskólann Norður- berg á föstudaginn ásamt leikskólabörnunum. Hafnarfjörður BÖRNIN í leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu leik- skólans ásamt bæjarstjóran- um, Magnúsi Gunnarssyni, á föstudaginn. Að sögn Bryn- dísar Garðarsdóttur, Ieik- skólaráðgjafa bæjarins, eru framkvæmdir þegar hafnar, en ráðgert er að bæta tveim- ur deildum við leikskólann, sem staðsettur er við Norð- urvang 13, en eftir það verð- ur hann fjögurra deilda og mun rúma um 120 börn. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 96 milljónir króna. „Þetta er iítill gamall leik- skóli, sem hefur haft lélega aðstöðu og þetta er því mikil bót,“ sagði Bryndís. „Aðstaðan fyrir bæði starfs- fólk og börn verður bætt til muna og hönnunin tekur svolitið mið af þeirri um- hverfísstefnu sem skólinn hefur rekið.“ Haustið 1997 hófst þróun- arverkefni í Norðurbergl, þar sem stefnt var að því að gera leikskólann vistvænan. Fengin var fjárveiting frá menntamálaráðuneytinu til verkefnisins og vinnuhópar settir af stað, sem tóku að sér ýmis verkefni, með það markmið að gera starf leik- skólans vistvænt og veita börnunum umhverfísmenn- tun. Þetta hefur leitt til þess að nú er úrgangur og rusl leikskólans flokkað og allt endurunnið sem hægt er. Gamla húsnæðið verður tekið í gegn Framkvæmdirnar við leik- skólann skiptast í tvo megin- áfanga. Fyrri áfanginn tek- ur til nýbyggingar austan megin við núverandi hús og eru áætluð verklok þann 18. ágúst í sumar. Síðari áfang- inn tekur til nýbyggingar norðan megin við núverandi hús og frágang lóðar, í síð- ari áfanganum verða einnig gerðar endurbætur á núver- andi húsi. Áætluð verklok eru 4. október. „Gamla húsnæðið verður tekið alveg i gegn, búið til nýtt eldhús og dyttað að ýmsu öðru,“ sagði Bryndís. „Lóðin mun einnig stækka töluvert og verður mjög náttúruleg og skemmtileg. í framtíðinni gerum við siðan ráð fyrir að í leikskól- anum verði deild fyrir yngstu börnin, þ.e. ársgömul böm. Húsið er teiknað með það í huga, en ég er ekki búin að sjá að við getum sett það í framkvæmd strax.“ Bryndís sagði að starf- semi leikskólans yrði í lág- marki í sumar og að þegar framkvæmdir stæðu sem hæst myndu börnin verða flutt annað, en að líklega yrði það ekki nema í 3 vik- ur. Hún sagði að komið hefði til tals að flytja börnin í Engidalsskóla, en að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun f þvi máli. Það er verktakafyrirtæk- ið Feðgar ehf. sem sér um framkvæmdir, en alls tóku 4 fyrirtæki þátt í útboði vcgna framkvæmdanna. Tilboð Feðga hljóðaði upp á 96 milljónir króna, eins og áður sagði, en kostnaðaráætlunin upp á um 98 milljónir. Sundlaug Kópavogs óvenju köld Kópavogur SUNDLAUG Kópavogs hefur verið óvenju köld undanfarnar vikur og vegna þessa hefur nokkr- um sinnum þurft að hætta við skólasund í lauginni. Að sögn Péturs Sveinssonar, vaktfor- manns sundlaugarinnar, má líklega rekja kuldann til þess að heitavatnsdæl- ur laugarinnar séu farnar að gefa sig, en hann sagði að þessa dagana væri ver- ið að gera við þær. „Þegar það koma mikil hvassviðri þá verður yfir- borðskælingin svo mikil að dælurnar hafa ekki undan,“ sagði Pétur. „Laugin er 25 gráður í dag (í gær), en hún fór al- veg niður í 23 í gær (í fyrradag). Eðlilegt hitast- ig er hinsvegar 29,3 gráð- ur. Við höfum líka verið að gæla við það að við fáum ekki eins mikið vatn og við þurfum, en það er óm- ögulegt að staðfesta neitt um það fyrr en dælurnar eru komnar í lag.“ Að sögn Péturs urðu þeir fyrst varir við þetta vandamál í haust, en síð- an hefur það verið að smáaukast, ekki síst síð- ustu vikur þegar kalt hef- ur verið í veðri. Nóg til af heitu vatni Pétur sagði að viðgerð- in á dælunum myndi klár- ast í dag eða á morgun, en um er að ræða fjórar dælur sem verið hafa í gangi frá því laugin var opnuð árið 1991. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að þrátt fyrir kuldatíð væri nóg af heitu vatni til handa höfuðborgarbúum. „Við höfum mjög mikla ónotaða framleiðslugetu á Nesjavöllum,“ sagði Guð- mundur. „Það er því langt frá því að við séum að nálgast einhver hættum- örk í þeim efnum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.