Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 1
51. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar ná þorpinu Shatoi á sitt vald MORGUNBLAÐIÐ 1. MARS 2000 5 690900 090000 Síðasta höf- uðvígi skæru- liða er fallið Mozdok. Reuters, AFP. SÍÐASTA höfuðvígi skæruliða í Tsjetsjníu er nú fallið, að sögn Gennadí Troshevs, undirhershöfð- ingja, næstæðsta yíirmanns rússn- esku hersveitanna í héraðinu. Troshev sagði í gær, að hersveit- imar hefðu náð meginhluta Argun- gljúfursins á sitt vald, m.a. þorpinu Shatoi og níu öðrum þorpum. Shatoi var síðasta höfuðvígi skæruliða, sem flúðu til fjalla í suð- urhluta Tsjetsjníu fyiir mánuði þeg- ar Rússar náðu Grosní, höfuðstað héraðsins, á sitt vald. Fall Shatoi er mikill sigur fyi-ir rússneska herinn en hermálasérfræðingar segja að honum stafi samt enn hætta af skæruhernaði Tsjetsjena í fjöllun- um. Babítskí kominn til Moskvu Ennfremur var skýrt frá því í gær að rússneski fréttamaðurinn Andrei Babítskí væri kominn aftur til Moskvu en hann hvarf í Tsjetsjníu fyrir mánuði. Babítskí kvaðst hafa sætt barsmíðum „sadista" í Tsjerno- kozovo-fangabúðunum í héraðinu og heyrt óp annarra fanga sem hefðu augljóslega verið pyntaðir. „Þetta er mjög alvarleg yfirlýsing Austurríki Afsögn Haiders breytir litlu Vín. Reuters, AFP. AFSÖGN Jörgs Haiders úr leið- togasæti Frelsisflokksins í Austur- ríki dugði í gær ekki til að ráða- menn hinna ESB-ríkjanna fjórtán sæju ástæðu til að draga úr þeirri pólitísku einangrun, sem þeir hafa sett Austurríki í eftir að Frelsis- flokkurinn myndaði nýja ríkisstjórn ásamt flokki austurrískra íhalds- manna fyrir tæpum mánuði. Gagnrýnendur sögðu þetta skref Haiders vera útspil í pólitískri ref- skák; með þessu gæti hann firrt sig ábyrgð á óvinsælum aðgerðum sem ríkisstjórnin á eftir að þurí'a að grípa til og búið í haginn fyrir end- urkomu sína í stjórnmálabaráttuna í Austurríki sem kanzlaraefni í næstu þingkosningum. Hann verður áfram fylkisstjóri í Kárnten og ætlar arf- taki hans í flokksformannshlutverk- inu, varakanzlarinn Susanne Riess- Passer, að eiga áfram náið pólitískt samráð við Haider. Wolfgang Schússel, kanzlari og leiðtogi Þjóð- arflokksins, sagði fréttamönnum að hann teldi Haider vera með þessu að leggja heiðax-legan skerf til þess að reyna að draga úr hinum alþjóð- lega þrýstingi á nýju ríkisstjórnina. ■ Lítil áhrif/28 Þúsund- ir bíða björgunar FJÖLDI fliúa Mósabíkur bíður björgunar eftir mikil flóð í land- inu undanfarið. Hundruð biðu björgunar á þessari brú í ná- grenni við borgina Xiu-Xiu og margir höfðust við á húsþökum og í trjám. Þrjár þyrlur í eigu mósambíska hersins hafa sl. daga tekið þátt í björgunaraðgerðum og í gær bættust sjö þyrlur frá suður- afríska flughernum í hópinn, auk vestrænna hjálparsveita sem einn- ig hafa tekið þátt í hjálparstarf- inu. Tekist hefur að bjarga þús- undum manna, en að sögn yfirvalda eru tugir þúsunda enn strandglópar og óttast erlendar hjálparsveitir að aðgerðirnar gangi ekki nógu hratt fyrir sig til að mannslífum verði bjargað. Rúmlega 300.000 manns eru nú án húsaskjóls, matar eða annarrar neyðarhjálpar, að því er John Nkomo, einn ráðherra mósam- bísku ríkisstjórnarinnar, sagði. „Þá er ekki vitað hve margir eru enn einangraðir, eða hversu mörg heimili hafa eyðilagst," sagði Nkomo. „Það þarf að auka af- kastagetu [björgunarsveitanna].“ Yfirvöld í Mósabík hafa varað við að vatnavextir kunni að auk- ast enn frekar þegar vatn af flóðasvæðum í Botswana og Zimbabwe flæði yfir mið- og suð- urhéruð landsins á næstu dögum. sem krefst mjög ítarlegrar rann- sóknar,“ hafði fréttastofan Itar-Tass eftir háttsettum embættismanni í rússneska innanríkisráðuneytinu. Mannréttindahreyfingar segjast hafa fengið þær upplýsingar frá fólki, sem haldið var í Tsjemokoz- ovo, að fangar hafi verið pyntaðir og drepnir í fangabúðunum og mörgum þeirra hafi verið nauðgað. Rússnesk yfirvöld hafa harðneit- að þessum ásökunum og fréttamenn sem fengu að skoða búðirnar í fyrra- dag sáu engin merki um illa meðferð á föngum. Babítskí kvaðst vera staðráðinn í að skýra frá öllu sem henti hann í Tsjetsjníu síðustu vikurnar. Hann var í þjónustu vestrænu útvarps- stöðvarinnar Radio Free Europe þegar hann var handtekinn nálægt Grosní um miðjan janúar og sakað- ur um að hafa gengið erinda skæru- liða. Rússnesk yfirvöld skýrðu frá því í byrjun febrúar að hann hefði verið afhentur Tsjetsjenum í skipt- um fyrir nokkra rússneska fanga. Síðan var ekkert vitað um ferðir fréttamannsins þar til hann kom fram í grannhéraðinu Dagestan á föstudag. George Bush spáð sigri í Virginíu Óvissa ríkir um úr- slit í Washington Washmgton, Stockton, Kaliforníu. AFP, AP, Reuters. GEORGE Bush, ríkisstjóra Texas, var spáð stórsigri á John McCain, öldungardeOdarþingmanni frá Ar- izona, í forkosn- ingum banda- riskra repúblik- ana í Virginíu í gær skv. útgöngu- spám bandarískra sjónvarpsstöðva, sem sögðu Bush hljóta 58% at- kvæða á móti 38% John McCain McCains. Mikil ovissa ríkti hins vegar um úrslit forkosninga forseta- kosninganna í Washingtonríki þar sem McCain og Bush voru taldir standa jafnt að vígi, en Bush var tal- inn sigurstranglegri á kjörfundi sem haldinn var í Norður-Dakóta. A mánudag höfðu frambjóðendur- nir báðir uppi ásakanir í garð hvor annars. McCain sagði Bush vera full- trúa kristinna öfgamanna sem bæru ábyrgð á því umburðarleysi sem ríkti. „Hvorugur flokkurinn ætti að- stíga í vænginn við öfgaöfl banda- rískra stjórnmála og fulltrúa um- burðarleysis," sagði McCain á fundi í Virginíu. Bush sakaði McCain hins vegar um að gera lítið annað en að gagnrýna. „Það er mikilvægt að sam- eina flokkinn og leiða hann tO sigurs," sagði Bush og kvaðst fær um að leysa vandamál sem við flokknum blöstu á meðan McCain gagnrýndi aðeins. Bush fagnaði útgöngumspám fyrir Virginíu í gær og sagði kosningabar- áttu sína hafa verið þá „réttu“. Bush vinsælli hjá repúblikönum Fylgi McCains hefur aukist meðal bandarísku þjóðarinnai’ undanfarið og líta fleiri McCain jákvæðum aug- um en Bush. Hann hefur hins vegar enn forskot meðal repúblikana, en 57% þeirra myndu veita Bush at- kvæði sitt á móti 33% McCain. Tapi McCain í Washington kann honum að reynast erfitt að viðhalda því fylgi sem hann þarf á að halda í komandi forkosningum. Erfiðar kosningamar eru framundan í Kali- forníu, New York og öðrum ríkjum þar sem repúblikanar einir kjósa um fulltnía flokksins í komandi forseta- kosningum. Óbundnar kosningar demókrata fóru einnig fram í Washingtonríki í gær og var talið að A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, myndi bera sigur afBill Bradley. ■ Eitt skref/27 Einka- leyfí á sjálfri sér London. Reuters. KONA nokkur í Bretlandi hefur sótt um einkaleyfi á sjálfri sér að sögn bresku einkaleyfisskrifstofunnar. „Já, ég get staðfest, að við höfum fengið umsókn, sem titluð er „Ég sjálf“, frá Donnu Rawlinson MacLean,“ sagði Brian Caswell, starfsmaður einkaleyfisskrifstofunnar. Dagblaðið Guardian hafði eftir MacLean, skáldkonu og þjónustustúlku frá Bristol, að hún væri yfir sig hneyksluð á því, að maðurinn sjálfur og erfðaefni hans væru orðin að einkaleyfi í höndunum á ýms- um stórfyrirtækjum. „I 30 ár hef ég barist við að skilja sjálfa mig og finna og ég vil ekki, að sá fundur verði öðrum að féþúfu," sagði MacLean. Að sögn Caswells er hins vegar ekki þess virði að sækja um einkaleyfi nema hluturinn sé talinn mjög verð- mikill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.