Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 27

Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 27 ERLENT Bush og McCain keppa um athygli repúblikana Eitt skref til hægri og tvö skref til vinstri Vika er þar til „Super Tuesday“ rennur upp; dagurinn þegar forkosningar vegna komandi forsetakosninga verða haldnar í fjölmennusturíkjum Bandaríkjanna. Ragn- hildur Sverrisdóttir segir mikla baráttu vera á milli repúblikananna George W. Bush og John McCain. Demókratinn A1 Gore siglir hins vegar lygnan sjó og ólíklegt að Bill Bradley veiti honum ágjöf héðan af. George W. Bush á kosningaferðalagi í Virginíu. Þar þótti hann öruggur um sigur í kosningunum í gær. KALIFORNÍA, New York, Ohio og tólf önnur líki halda forkosningar þriðjudaginn 7. mars. í ellefu þessara ríkja eru bæði forkosningar demó- krata og repúblikana, demókratar eru að auki með forkosningar í þrem- ur ríkjum og repúblikanar í einu. Þrátt fyrir að landsþing flokkanna velji ekki frambjóðendur sína form- lega fyrr en í júlí og ágúst eru allir sammála um að úrslitin á „Super Tuesday“ ráði í raun valinu, enda verður þá búið að kjósa um meiri- hluta íúlltrúa á flokksþingunum. Baráttan um útnefningu demó- krataflokksins er fjarri því að vera jafn spennandi og barátta repúblik- ana. A1 Gore varaforseti siglir lygnan sjó og hefur raunar haft sig nokkuð hægan allt frá því að hann gerði út um vonir Bill Bradleys um að sigra í fyrstu forkosningunum í New Hampshire. Bradley neitar að gefast upp, en enginn spáir honum sigri á „Super Tuesday". Hann vill þó gjam- an ná að ýta aðeins við Gore áður en hann játar sig sigraðan. Undanfama daga hefur hann ferðast um Wash- ingtonríki á vesturströndinni, þar sem demókratar halda forkosningar 7. mars. Stuðningsmenn hans viður- kenna, að John McCain hafi tekist að ná athygli kjósenda sem frambjóða- ndinn sem vill berjast gegn „kerfinu" og þar af leiðandi telji þeir enga þörf fyrir Bradley, jafnvel þótt í öðmm flokki sé. McCain hefur reyndar gengið svo vel að heilla til sín demó- krata, að pistlahöfundar dagblaða hafa séð ástæðu til að minna kjósend- ur á, að McCain sé repúblikani og stefnumál hans fari alls ekki saman við pólitískar skoðanir þess fólks, sem lætur þó heillast. Tugir milljóna í auglýsingar Auk þess að halda kosningafundi í Washingtonríki hefur Bradley ákveð- ið að sæta lagi og auglýsa stíft í fjöl- mennustu ríkjunum, Kalifomíu og New York. Gore hefur farið sér frem- ur hægt í auglýsingum allt frá því að hann sigraði léttilega í New Hampshire. í hans herbúðum telja menn stöðuna svo góða, að hann þurfi ekki að auglýsa í sjónvarpi nema síð- ustu dagana fyrir forkosningar, svona rétt til að minna á sig. Þess vegna sé nær að geyma auglýsingaféð þar til síðar, þótt vissulega ætli Gore sér mikinn meirihluta kjörmanna demó- krata í Kalifomíu. Hann hefur ágæt- an stuðning ílokkshollra demókrata þar, sem annars staðar, meðal annars ríkisstjórans Gray Davis. Bradley hefur reynt að nýta sér hvað Gore er rólegur í tíðinni og hóf að birta sjónvarpsauglýsingar í Kali- fomíu 11. febrúar, þar á meðal auglýsingu þar sem körfuboltahetjan Michael Jordan lýsir ágæti fram- bjóðandans. í lok síðustu viku hafði Bradley eytt 1 milljón dollara (um 73 milljónum króna) í auglýsingar í hvoru ríkinu fyrir sig, Kaliforníu og New York, en Gore hafði hins vegar aðeins auglýst fyrir 300 þúsund doll- ara (um 22 milljónir kr.) í New York og 450 þúsund dollara í Kalifomíu (um 33 milljónir kr.). Þessar tölur eiga líklega eftir að tvöfaldast hjá báðum frambjóðendum fram að kjör- degi. Til hægri og inn að miðju Eftir forkosningar undanfarinna vikna er fróðlegt að fylgjast með breyttum áherslum frambjóðenda repúblikana. Bush, sem leitaði mjög til afla yst til hægri í Repúblikana- flokknum þegar hann sigraði í Suður- Karóhnu, keppist nú við að færa sig aftur nær miðjunni. Hann er enn gagnrýndur mjög fyiir að hafa þegið boð frá Bob Jones-háskóla í Suður- Karólínu, en skólinn missti opinber fjárframlög vegna stefnu sinnar í kynþáttamálum og enn í dag eru sam- bönd nemenda af ólíkum kynþáttum bönnuð innan skólans. Þá mun skól- inn lítt hrifinn af kaþólsku, a.m.k. ef marka má þau orð sem Bob Jones jr., sonur stofnanda skólans, lét eitt sinn falla, um að páfinn væri And-Kristur. Bush þykir gagnrýnin ómakleg, en segir þó að eftir á að hyggja hefði hann átt að nefna andstöðu sína við stefnu skólans í ræðu sinni þar. Þau léttvægu mistök heimili hins vegar ekki McCain að ráðast að sér og efast um heilindi sín. Hvað sem því líður er Ijóst að þessi mistök geta orðið Bush dýrkeypt, enda vandséð hvemig hann ætlar að ná því takmarki sínu að höfða til allra repúblikana á meðan hann dettur æ ofan í æ í þá gryfju að gera eins og hægri armurinn vill. McCain, sem hefur náð að fylkja demókrötum og óháðum kjósendum að baki sér, reynir nú að höfða meira til flokkssystkina sinna, þar á meðal hægri armsins, enda þarf hann nauð- synlega á stuðningi flokksbundinna repúblikana að halda á næstunni. Hann lýsir sjálfum sér sem íhalds- manni í anda Reagans og vonast greinilega til að sú lýsing hjálpi sér til að vinna traust kjósenda í Kalifomíu, þar sem Reagan var eitt sinn ríkis- stjóri. Hörð barátta Bush og McCain veldur mörgum repúblikönum hugar- angri. Bob Dole, sem bauð sig fram gegn Bill Clinton fyrir fjómm ámm, hefur hvatt þá til að fara sér hægt í harkalegri gagnrýni hvor á annan, vel minnugur þess að hann þurfti alla sína kosningabaráttu að súpa seyðið af hörðum árásum keppinautar síns um útnefningu repúblikana, Steve Forbes. Sigurvegarinn ekki endilega vinsælastur I fjölmennasta ríkinu, Kalifomíu, era forkosningamar með nokkuð sér- stökum blæ. Þar geta allir kjósendur gengið að kjörborði og valið þann frambjóðanda sem þeim sýnist, þ.e. repúblikanar era ekki bundir við að kjósa Bush eða McCain, heldur geta allt eins veitt Gore eða Bradley at- kvæði sitt. Repúblikanar hafa hins vegar þann háttinn á, að aðeins at- kvæði flokksmanna gUda þegar talið er hvor frambjóðendanna, Bush eða McCain, fær kjörmenn ríkisins. Kjör- mennimir skiptast heldur ekki hlut- fallslega á milU frambjóðenda eftir at- kvæðamagni eins og í mörgum öðram ríkjum, heldur fær sigurvegarinn þá alla í sinn hlut. Sú staða gæti því kom- ið upp, að Bush fengi alla kjörmenn- ina 162, enda stendur hann sterkar að vígi meðal flokksmanna. I skoðana- könnun, sem birt var sl. laugardag, sögðust 48% repúblikana ætla að kjósa Bush, en aðeins 28% McCain. McCain gæti hins vegar fengið fleiri atkvæði en Bush samtals í ríkinu, með stuðningi óháðra kjósenda og flokksbundinna demókrata. Hann sigraði til dæmis í forkosningum í Michigan í síðustu viku með stuðningi óháðra og demókrata, eftir að Bush hafði verið spáð þar sigri. Ef niðurstöður forkosninganna yrðu á þessa leið í Kaliforníu væri McCain í þeirri einkennilegu stöðu að vera álitlegri kostur í baráttunni við Gore næsta haust, þar sem hann hefði sýnt og sannað að hann gæti aflað fylgis utan flokksins, en hins vegar fjær því markmiði sínu að ná útnefn- ingu, því Bush hefði kjörmennina á bak við sig. í forkosningum í New York, Conn- ecticut og fleiri ríkjum 7. mars geta aðeins flokksbundnir repúblikanar kosið frambjóðanda, en í Ohio er mál- um öðravísi háttað. Þar gæti McCain leikið sama leikinn og í Michigan, því allir kjósendur mega taka þátt í for- kosningunum. Tveir þriðju hlutar kjósenda í Ohio era ekki flokks- bundnir og það er eina stóra ríkið, af þeim sem halda forkosningar á „Sup- er Tuesday", sem hefur þann háttinn á. McCain hefur því eytt dijúgum tíma í að sannfæra Ohiobúa um ágæti sitt. Það þótti hins vegar lýsa stöðu hans innan flokksins vel, að á ferðum hans um ríkið var aðeins einn maður úr flokksforastunni í för með honum, öldungardeildarþingmaðurinn Mike DeWine. Aðrir fylkja sér að baki Bush. Þvert á flokkslínur A umræðufundi í Kaliforníuhá- skóla í Davis sl. sunnudagskvöld sagði Bob Woodward, blaðamaður Washington Post, sem átti ásamt fé- laga sínum Carl Bernstein mestan þátt í að fletta ofan af Watergate- hneykslinu, að frambjóðendum mætti hæglega skipta í tvo hópa. Ekki eftir flokkum, heldur eftir því hvort þeir teldust stjómmálamenn sem vildu viðhalda ríkjandi ástandi eða hvort þeir boðuðu breytingar. Gore og Bush væra í fyrmefnda hópnum, Bradley og McCain í þeim síðari. Woodward benti á, að á tímum upp- sveiflu í efnahagslífinu ættu þeir stjórnmálamenn oftast auðveldast uppdi-áttai’ sem vildu sem minnstu breyta. Hins vegar kæmu af og til upp þær aðstæður, þegar fólk fylkti liði þvert á allar ílokkslínur. Það hefði t.d. gerst þegar andstaða reis við Víetn- am-stríðið, einnig þegar Watergate- málið kom upp á yfirborðið, Ross Per- ot hefði náð upp slíkri stemmningu árið 1992, þegar hann fékk 19% at- kvæða í forsetakjöri, Colin Powell hefði án efa getað gert það ef hann hefði ákveðið að bjóða sig fram í kjölf- ar Persaflóastríðsins og hugsanlega hefði John McCain hitt á svipaða óskastund. „Stjómmálaflokkar leika eftir gömlu reglunum. Þeir era frem- ur lokaðir, þeir þrífast á peningum og þeir gæta ýmissa sérhagsmuna, sem þarf ekki að vera neikvætt, enda geta þeir hagsmunir verið af ýmsum toga. Þeirra kerfi er þrautreynt og hingað til hefur það virkað vel,“ sagði Woodward. „En svo koma fram fram- bjóðendur, sem boða húmanískara viðhorf í ýmsum málum, þeir taka ekki ákvarðanir í nafni flokkssam- stöðu og þeir gæta þess að aðgangm- að þeim sé auðveldur líkt og McCain hefur augljóslega gert. Þetta er bæði óvenjulegt og nútímalegt, en ég átta mig ekki á hvaða þýðingu þetta hefur í kosningabaráttunni nú. Stjómmála- menn af þessu tagi hafa aldrei náð verulegum árangri. Þeir hafa ekki komist alla leið í forsetastólinn." YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR I HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Þriðjudaga og fimmtudaga ki. 10:30 og 12.05 Leiðbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennari Innritun og upplýsingar f síma 561 0207 Bæjargil - Gbæ. - raðh. Nýkomið glæsil., 186 fm, tvílyft raðh. auk 32 fm bílskúrs. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpsskáli, stofa, borðstofa o.fl. Góður garður, möguleiki á sólskála. Fullbúin eign í sérflokki. Áhv. Byggsj. ríkisins ca 5,2 millj. 68279. Setbergsland - Hf. - einb. Nýkomið glæsil., nýlegt, pallabyggt einb. m. innb. bílskúr (íbúð), samtals ca 220 fm. Sólskáli, 4 svherb., arinn o.fl. Áhv. hagst. lán. Verð 22 millj. 67652. Suðurvangur - Hf. - 3ja. Nýkomin mjög falleg ca 95 fm íbúð á þriðju hæð (efstu) í fjölbýli. Sérþvherb. Svalir. Nýtt eldhús og parket. Áhv. hagst. lán ca 7 millj. Verð 9,5 millj. Sléttahraun Hf. m. bflsk. Nýkomin mjög falleg 3ja herb. 85 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli auk 24 fm bilsk. Rúmgóð svefnherbergi Suðursvalir. Áhv. hús- bréf. Verð 9,3 millj. 38622. Upplýsingar veitir fasteignasalan Hraunhamar, Bæjarhrauni 10, sími 520 7500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.