Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Drekinn tekinn SKAK F i n n 1 a n d NORÐURLANDAMÓT í SKÓLASKÁK 24.-27. febrúar 2000 JÓN Viktor Gunnarsson er einn af okkar efnilegustu skákmönnum og margir telja hann líklegasta stór- meistaraefni okkar Islendinga. Um síðustu helgi bætti hann enn einni fjöðrinni í hattinn þegar hann varð Norðurlandameistari í skólaskák í - sínum aldursflokki, eins og fram kom í síðasta skákþætti. Jón Viktor hefur skýrt eina bráðskemmtilega skák frá mótinu fyrir skákþátt Morgunblaðsins. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Kjetil Lie (Noregi) I.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 0-0 8.Dd2 Rc6 9.Bc4 Upphafsleikurinn að hinni stórhættulegu júgóslavnesku árás í drekaafbrigðinu í Siki- leyjarvöm sem oft leiðir til mikilla sviptinga 9.Bd7 10.h4 Re5 U.Bb3 Da5 12.0-0-0 Hfd8 13.Kbl b5 14.h5 Annar möguleiki var að leika 14. Rcxbð Dxd2 15.Bxd2 Rc4 og svartur hefur þrýsting á drottn- ingarvæng auk þess sem flest endatöfl í drekanum eru svörtum í hag sökum góðrar staðsetningar svörtu peðanna. Ég ákváð því að velja hvassara afbrigði og lék h5. 14...Rxh5 Héma fer svartur út úr byrjuninni með slæmum afleiðingum. Það hefði * eflaust verið betra að leika 14...Rc4 og framhaldið hefði getað orðið eftir- farandi 15.Bxc4 bxc4 16.Bh6 Bxh6 17.Dxh6 Hab8 18.Rd5 Rxd5 19.exd5 Da3 20.Rb3 cxb3 21.bxa3 bxc2+ 22.Kal cxdl=D+ 23.Hxdl Bf5 24.g4 Hc2 25.gxf5 H8b2 og þó að svartur sé einungis með hrók fyrir drottn- inguna nær hann þráskákarafbrigði. Þetta afbrigði er dæmigert fyrir drekann, en víkjum nú aftur að skák- inni. 15.Bh6 Bxh6 16.Dxh6 Hxc3 17.bxc3 Rc4? Hér leikur Norðmaðurinn skák- inni af sér. Betra hefði verið 17.RÍ6 og staðan er óljós. Hvítur er skipta- mun yfir, en svartur er með ágætis færi á drottningarvæng í staðinn. 18.Hxh5! Ra3+ Ef til vill hélt Norðmaðurinn í fyrstu að hann gæti í 18. leik drepið hrókinn á h5 með peði, en þá á hvítur Dg5+ og síðan fylgir Bxc4 og hvítur vinnur mann sökum leppunarinnar á a5. • > 19.Kcl gxh5 20.Bxf7+! Leikurinn sem jarðar svartan. 20...Kxf7 21.Dxh7+ Kf8 22.Dh8+ Kf7 23.Dxh5+ Kf8 24.Hhl og svart- ur lagði niður vopnin. Þessi skák sýnir vel hversu illa getur farið fyrir svörtum ef hann er ekki alveg klár í júgóslavnesku árásinni í drekanum. Anna Lilja kvenna- meistari Hellis Anna Lilja Gísladótt- ir sigraði á kvenna- meistaramóti Hellis sem fram fór um síðustu helgi. Þetta var í annað sinn sem Taflfélagið Hellir stendur fyrir kvennameistaramóti og Anna Lilja vann titilinn einnig í fyrra. Tefldar voru sjö um- ferðir á mótinu og um- hugsunartíminn var 15 mínútur. Anna Lilja sigraði alla andstæðinga sína og varð tveimur vinningum á undan næstu keppendum. Úr- slit á mótinu urðu þessi: 1. Anna Lilja Gísladóttir 7 v. 2. Hallgerður Helga Þorsteinsd. 5 v. (13 st.) 3. Steinunn Kristjánsd. 5 v. (11 st.) 4. Eydís Arna Sigurbjörnsd. 4 v. 5. Klara Kristjánsdóttir 3 v. 6. Jónína Sveinbjarnardóttir 3 v. 7. -8. Bergþóra Rós Ólafsdóttir, Sigyn Jónsdóttir 'á v. Teílt var í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1. Sævar efstur fyrir síðustu umferð Sævar Bjarnason bætti við sjötta sigrinum í jafnmörgum skákum í næstsíðustu umferð meistaramóts Hellis sem tefld var á mánudaginn. Hann sigraði Róbert Harðarson og hefur eins vinnings forystu á Sigur- björn Bjömsson. Röð efstu manna er þessi fyrir síðustu umferðina: 1. Sævar Jóhann Bjarnason 6 v. 2. Sigurbjörn Björnsson 5 v. 3. Davíð Kjartansson 4'á v. 4. -7. Róbert Harðarson, Pétur Atli Lárusson, Jóhann Hjörtur Ragnarsson og Baldur Möller 4 v. Frestaðar skákir geta haft áhrif á þessa stöðu. í keppninni um meist- aratitil Hellis stendur Davíð Kjart- ansson best að vígi með 4'Æ, en helsti keppinautur hans um titilinn, og nú- verandi meistari Hellis, Björn Þor- finnsson, er með 3 vinninga og á auk þess eina frestaða skák til góða. Síð- asta umferðin verður tefld í kvöld, miðvikudaginn 1. mars, og hefst klukkan 19:30. Teflt er í Hellisheim- ilinu, Þönglabakka 1. Linares-skákmótið hafíð Linares-skákmótið er jafnan eitt sterkasta skákmót ársins og svo er einnig í þetta sinn. Mótið hófst 28. febrúar og stendur til 10. mars. Úr- slit fyrstu umferðar urðu þessi: Kasparov - Shirov 1-0 Khalifman - Kramnik 0-1 Leko - Anand 'fir-'Á Shirov tapaði fyrir Kasparov eftir að hann lék illa af sér í jafnri stöðu. Skákmót á næstunni 3.3. Hellir. Klúbbakeppni 3.3. SA.7 mínútna mót 4.3. SÍ. íslandsm. barnask.sv. 5.3. SA. 15 mínútna mót 5.3. Síminn-Internet. Mátnet 6.3. Hellir. Atkvöld 7.3. TR. Stofnanir og fyrirt. Daði Orn Jónsson Jón Viktor Gunnarsson Jón Viktor Gunnarsson VEIMKATVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þjónusta og gæði HRAÐI er einkenni á öllu í okkar ágæta neysluþjóðfé- lagi. Þjónusta og gæði þess sem við erum að kaupa á hlaupum gætu verið betri. Á mánudagsmorgni 21. febrúar fór ég í Nýkaup í Kringlunni til þess að kaupa smurt brauð o.fl. þar sem ég átti von á gestum um há- degið. Áður en ég bar þessar veitingar fram komst ég að raun um að dökkt brauð sem var undir álegginu var bæði þurrt og hart og skar því svolítið utan af og henti. Brauðsneiðarnar kosta kr. 249 sneiðin, með nautakjöti o.fl., og með rækjum og eggjum, sem er í sjálfu sér viðunandi verð ef eitthvað væri í þær varið annað en að þær líta girnilega út. Sem betur fór hafði ég annað til að bjóða uppá en brauð- sneiðarnar frá Ostabúðinni í Nýkaupi í Kringlunni. Nautakjötið reyndist svo vera seigt og bragðlaust. Eftir að gestir mínir voru farnir hringdi ég í Ostabúð- ina og spurði um þann sem þar væri í forsvari. Sú ágæta kona reyndist ekki vera viðstödd og bar ég því upp kvörtun mína við þann sem svaraði í símann og fékk þau svör að hjá þeim væri ekki notað annað en nýtt brauð undir áleggið. Mér varð hugsað til þess er ég var stödd í stórmark- aði í London fyrir skömmu síðan ásamt nokkrum vin- konum mínum og við fórum í kaffistofuna og fengum okkur smárétti í sjálfsaf- greiðslunni. Þegar við höfð- um lokið við að borða kom þjónn til þess að taka af borðinu. Ein okkar, sem hafði fengið sérgrænmetis- rétt, sagði við hann að hún væri með sviða í munninum vegna þess að eitthvað hefði verið í réttinum sem var svo bragðsterkt. Rétt í því er við vorum að standa upp og tína saman innkaupapok- ana birtist maður við borðið og spurði kurteislega hvort eitthvað væri að. Okkur varð hverft við og héldum að við hefðum gert eitthvað af okkur. Nei, hann kom beint úr eldhúsinu til þess að athuga hvað hefði verið að grænmetisréttinum. Bað okkur afsökunar og kvaðst mundi sjá um að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Með þökk fyrir birting- una, Guðný Jóhannsdóttir. Eftirminnilegt helgihald Á þessu merka aldamótaári 2000 eru hátíðahöld af margvíslegu tilefni, menn líta um öxl eins og maklegt er við slík tímamót, gera upp fortíðina og minnast lið- inna atburða eða einstakl- inga sem settu mark sitt á liðnar aldir eða árþúsund. Tvennt vil ég minnast á sem minnst er á þessu ári, þús- und ára kristnitökuafmæli okkar Islendinga og 250 ára ártíð tónsnillingsins Jó- hanns Sebastians Bachs, en þessa var minnst með eftir- minnilegum hætti við heigi- hald í Langholtskirkju um nýliðin jól og áramót. Þá var flutningur á Jólaóratoríunni eftir Bach felldur inn í 6 messur frá jóladegi til þrettánda. Flytjendur voru Kór og Kammerkór Lang- holtskirkju ásamt kammer- sveit og einsöngvurum und- ir stjórn Jóns Stefánssonar. Jólaóratorían er frá hendi tónskáldsins einmitt ætluð til flutnings á þennan máta og ég held að þátttakendum og áheyrendum þessa flutn- ings hafi mörgum fundist sem þeir færðust nær Bach og sæju verkið í nýju ljósi þegar messugjörð hátíðis- daganna rammaði inn hverja kantötu fyrir sig. Texti og tónar þessa mikla verks leiða okkur 2000 ár aftur í tímann að jötunni í Betlehem og vekja til um- hugsunar um gildi boðskap- ar Krists fyrir nútíma- manninn. Kirkjugestir virtust sannarlega kunna að meta þessa nýbreytni því að óvenju margir lögðu leið sína í Langholtskirkju yfir hátíðirnar. Til dæmis vil ég nefna að sunnudaginn eftir nýársdag var víða fellt niður helgihald en þá mættu á fjórða hundrað manns til messu í Langholtskirkju og um 300 til aftansöngs á þrettándanum, sem var virkur dagm-. Vert er að þakka /orsvarsmönnum Esso og íslandspósts hlý- hug og virðingu fyrir kristn- um menningarverðmætum sem þeir sýndu með því að styrkja þennan flutning rausnarlega. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera þátttakandi í þessu helgi- haldi og finnst nú nánast óhugsandi að haga ókomn- um jólum með öðrum hætti. Sigrún Stefánsdóttir. Otrúlegt næturlíf Fyrr má nú rota en dauð- rota hefð miðbæjar Reykja- víkur með bjórstofum. Finnst borgarstjóm, al- þingismönnum og íbúum borgarinnar að örva þurfi drykkju til að auka menn- ingu? I morgun las ég í News from Iceland á tölvunni að opna eigi í vor tvo meiri- háttar bari í hjarta bæjar- ins, sem opnir verði allan sólarhringinn. Nágrannar mínir gáfu mér mars eintak af Travel and Leisure-tímaiitinu. Þar las ég grein, skrifaða í létt- um jákvæðum tón um unga og „primitive" Island þar sem búi ellefta ríkasta þjóð jarðar og að flestir þeirra trúi á álfa. Mest var þó skrifað um hið ótrúlega næturlíf í Reykjavík. Nú þegar er bar fyrir hvem 500 manna hóp íbúa, menn, konur og börn. Hér er stöðugt verið að spyrja mig um Island. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að vara fólk við að búa á hótel- um í hjarta höfuðborgarinn- ar. Hallfríður G. Schneider, U.S.A. Um ófærðina Góðir Islendingar. Við til- kynnum hér með að vera gangandi vegfarandi getur valdið dauða, stórslysi og vonleysi, þunglyndi og var- anlegri líkamlegri og and- legri bæklun. Hvað er um að vera þeg- ar gangandi vegferendur geta ekki komist leiðar sinna, vegna snjós og hálku, hvemig getur það verið að í svona góðæris samfélagi að ekki sé gert meira í því að moka gangstéttir svo fólk komist leiðar sinnar. Auð- vitað er mikilvægt að rutt sé fyrir strætó en hvernig væri að ryðja líka á gangstéttum í hverfum borgarinnar og auðvitað hjá strætóskýlum. Undanfarið hef ég þurft að nota strætó til að komast leiðar minnar (sem undir venjulegum kringumstðum er frábær og afslappandi ferðamáti) en til að komast að næsta strætó skýli hef ég þurft að klifra 1 metra fjöll vaða í gegnum meira salt en til er í sjónum, fara út í um- ferðina með hjartað í hálsin- um í þeirri von að bílamir sem era að flauta og taka fram úr mér keyri ekki á mig. Og þegar ég loksins kemst að skýlinu þá þarf ég að klífa annað 1 metra fjall og standa á tindi þess til að bíða eftir strætó og vona að meðan ég bíð að ég renni ekki af tindi mínum og lendi á næstu bifreið. Ég veit að það eru margir sem taka undir þetta með mér. Hvemig væri að Reykja- víkur borg færi nú að ganga í að gera gangandi vegfar- endum þann sjálfsagða hlut að gera gönguleiðir greiðar og hættu minni. Auðvitað sér maður að verið er að vinna í þessum málum en það er ekki er nóg. Að mínu áliti eiga gangandi vegferendur og strætó að ganga fýrir þegar svona færð er eins og við höfum haft síðustu daga. Síðast enn ekki síst, væri gott að þeir sem era að keyra tækju tilit til þeirra sem berjast áfram gang- andi og þurfa að deila með þeim akgreinum því gang- stéttir era undir fjöllum. Rut. Víkverji skrifar... BREYTTUR sýningartími kvik- myndahúsanna er Víkverja mjög að skapi. Ekki það að hann telj- ist til fastagesta húsanna og þurfi að skipuleggja allt líf sitt út frá sýning- artímum þeirra en hann hefur þegar prófað að fara í bíó klukkan 20 og kann því vel. Þá getur fréttafíkillinn nefnilega bæði séð sjö-fréttir og tíu- fréttir ef svo ber undir. En það er kannski ekki aðalatriðið. Eftir sýn- ingu kl. 20 er nóg eftir af kvöldinu og hægt að gera eitthvað annað því Vík- verji er nefnilega nátthrafn og fer sjaldnast í bólið fyrr en um eða eftir miðnætti. Kannski helst ef einhver reyfarinn á náttborðinu er nógu spennandi. Sýning klukkan 22 er líka góður kostur því þá er hægt að ljúka vinnu- deginum og borða í rólegheitum og jafnvel ákveða í sömu rólegheitunum hvaða mynd skal sjá í það skiptið. Ekki er heldur vandi að halda sér vakandi milli 22 og miðnættis (jafn- vel fyrir þá sem ekki eru nátthrafn- ar) meðan á sýningu stendur og þannig eru mörg rök fyrir því að þessi breyting sé heppileg. Liggur nærri að spyija megi af hverju þetta var ekki gert fyrr? Getur það verið að fréttir RÚV kl. 20 hafi ráðið hér miklu eins og einhver bíóstjórinn nefndi? Kannski stjórnast líf okkar svo mikið af fjölmiðlum. xxx AFRAM verður fjallað um fjöl- miðla og fréttir á ríkissjónvarp- inu. Víkverja leiðist nefnilega einn háttur í klippingu á sjónvarpsfrétt- um (hann heldur að minnsta kosti að það sé klippingin) sem lýsir sér í eft- irfarandi: Fréttaþulur kvöldsins kynnir frétt með tveimur setningum - og allt í lagi með það. Viðkomandi fréttamað- ur tekur síðan við og segir nokkrar setningar um málið og á meðan koma nokkur myndskeið sem tengjast málinu - og allt í lagi með það. Næst kemur síðan rödd einhvers viðmæl- anda fréttamannsins og áfram renn- ur hvert myndskeiðið á fætur öðru um skjáinn, einhver myndskreyting tengd málinu. Og það er ekki í lagi. Viðmælandinn getur nefnilega talað fram og aftur um málið löngu áður en hann birtist sjálfur á skjánum. Og þá fyrst kemur borðinn með nafni hans. Ef maðurinn á „borðavélinni" er þá ekki veikur. Þetta er sem sagt ekki í lagi að mati Víkverja. Víkveiji veit náttúrlega ekkert hvort hann á að kenna klippara um, íréttamanninum, fréttastjóra, vakt- stjóra eða einhverjum öðrum um þetta háttalag enda er það ekki aðal- atriðið. En þetta ættu menn að laga. í leiðinni mætti alveg íhuga hvort ekki sé rétt að setja borðann með nafni viðmælandans á skjáinn aftur t.d. ef frétt er löng og viðmælandinn birtist oftar en einu sinni. En nóg um þetta. xxx FORVITNILEGT verður að sjá hvernig reiturinn á kafla milli Skúlagötu og Lindargötu eða jafnvel Hverfisgötu verður í framtíðinni. Eimskip, sem ræður yfir lóðinni, virðist hafa huga á að skipuleggja þar fjölbreytta byggð, blöndu af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Víkverji leyfir sér að skora á þá sem þarna taka til hendinni að sleppa sér dálítið lausum og láta sköpunargáfu og frumlegheit njóta sín. Það hlýtur að vera unnt þegar menn fá svo stóran reit til meðferðar og það hlýtur líka að vera vel tekið í það af hálfu borg- aryfirvalda að leyfa mönnum að „sprikla“ dálítið á þessu svæði. Mat Víkverja er að borgin þarfnist meiri ferskleika í skipulags- og bygginga- málum og þarna gæti verið eitt tæki- færið til að láta ljós sitt skína í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.