Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Einn í framkvæmdaráði
8 3/0
Það ættu að vera hæg heimatökin hjá þjóðminjaverði að fá liðsinni frá frægum köppum
að handan eins og farið er að tiðkast í heilbrigðisgeiranum.
Því Serta er leiðandi vörumerki á dýnumarkaðinum
og ávísun á hágaeða lúxus dýnu.
Kauptu dýnu þar sem þú
færð réttar upplýsingar,
góða þjónustu, hámarks
vörugæði, 15 ára ábyrgð
og greiðsluskilmála sem
henta þér.
Teg. Ultima
dýna með ramma
Millistíf Mjúk 1
Queen 54.360 59.840
King 1 79.980,- 84.600
Meiri gæði - betra verð
i—. -mm Raðgreiðslur í allt
vm mj að 36 mánuði
Bíldshöfði 20 - I 10 Reykjavík Sími 5I0 8000 www.husgagnahollin.is
HÚS GAGNAHÖLLIN
Námskeið um atferlismeðferð
Fjallað um fjöl-
þjóðlega rannsókn
Sigríður Lóa Jónsdóttir
Á MORGUN hefst grunn-
námskeið um atferlismeð-
ferð fyrir börn með ein-
hverfu á vegum Grein-
ingar- og ráðgjafarstöðvar
ríkisins. Námskeiðið fer
fram í Gerðubergi og hefst
það klukkan 9 árdegis og
stendur í tvo daga. Meðal
efnis á námskeiðinu eru
fyrirlestrar Sigríðar Lóu
Jónsdóttur sálfræðings.
En hvað skyldi hún fjalla
um í fyrirlestrum sínum?
„Fyrst skal nefna að ég
mun gera grein fyrir sögu-
legri þróun atferlismeð-
ferðar barna með ein-
hverfu og einnig greina
frá stöðu þessara mála hér
á landi. Eg mun einnig
fara ítarlega í helstu hug-
tök og aðferðir svokallað-
rar hagnýtrar atferlisgreining-
ar.“
- Hvernig meðferð er það?
„Hagnýt atferlisgreining á
rætur að rekja til grunnrann-
sókna og kenninga bandaríska
sálfræðingsins Skinners og með-
ferðin beinist að því að breyta
hegðun sem er mikilvæg í félags-
legu samhengi. Það eru notaðar
margvíslegar aðferðir sem að
hafa sýnt sig að vera áhrifaríkar,
bæði við það að kenna nýja færni
og líka við það að uppræta það
sem við skilgreinum sem óæski-
lega hegðun. Það meðferðarform
sem við vinnum eftir í dag það
byggir á þróunarstarfi sálfræðip-
rófessors við Kaliforníuháskóla
sem heitir Ivar Lovaas, hann hef-
ur þróað svokallaða heildstæða
atferlismeðferð og rannsakað ár-
angur hennar á einhverf börn.
Það sem er athyglisvert i þessu
sambandi er að rannsóknir hans
hafa vakið mikla eftirtekt vegna
þess árangurs sem þær hafa gef-
ið. Tæplega helmingur bama,
sem fengu meðferð hjá honum í
þessari rannsókn, greindu sig síð-
ar í engu frá jafnöldrum sínum
hvað varðaði þroska eða hegðun.
Á námskeiðinu verður fjallað um
sams konar rannsókn sem nú
stendur yfir í mörgum löndum,
m.a. á Islandi, með styrk frá
Rannsóknarráði íslands. Markm-
iðið með þeirri rannsókn er að at-
huga hvort hægt sé að ná sam-
bærilegum árangri með þessari
meðferð og Lovaas náði í sinni
rannsókn."
- Eru mörg börn á Islandi
þátttakendur í þessari rannsókn?
„Það eru sex böm sem taka
þátt í þessari fjölþjóðlegu rann-
sókn og auk þess em börn í sam-
anburðarhópi, þau annars konar
meðferð. Örfá ár era síðan fyrst
var farið að nota þessa meðferð
markvisst í starfi með einhverf-
um hér á landi. í tengslum við
meðferð á þessum börnum hefur
byggst upp bæði í-eynsla og þekk-
ing á meðferðinni hérlendis og á
námskeiðinu munu bæði foreldr-
ar þessara barna og þeir sem
vinna með bömunum á leikskól-
um greina frá reynslu sinni.“
- Hvað annað fer
fram á þessu nám-
skeiði?
„Við vitum að til
þess að sjá um ein-
hverfa er þekking á
fötluninni mikilvæg og
þess vegna verður Stefán Hreið-
arsson læknir með fyrirlestur um
einhverfu og skyldar þroskara-
skanir.“
7 Hvað eru mörg einhverfbörn
á íslandi?
„Fyrirliggjandi era niður-
stöður nýrrar íslenskrar rann-
sóknar sem sálfræðingarnir Páll
Magnússon og Evald Sæmunds-
► Sigríður Lóa Jónsdóttir fædd-
ist 1 Rcykjavík 1952. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð 1972, BA-prófi
frá Háskóla íslands í sálfræði
1977 og embættisprófi í sálfræði
frá Árósaháskóla 1980. Fram-
haldsnám stundaði Sigríður við
Kalifomfuháskóla í Los Angeles
1993-94. Sérfræðiviðurkenningu
á sviði fatlana fékk hún árið
1994. Sigríður hefur starfað við
sálfræðistörf á Kópavogshæli,
sem forstöðumaður meðferðar-
heimilia og sambýla einhverfra
frá 1982 þar til hún hóf störf
1995 á Greiningar- og ráðgjafar-
stöð rikisins. Sigríður er gift Sig-
urði Inga Ásgeirssyni, kennara
og kvikmyndagerðarmanni, og
eiga þau dóttur.
en hafa gert, samkvæmt henni
hafa fleiri börn greinst með ein-
hverfu og þeirra niðurstöður
sýndu að 8,6 börn séu greind með
einhverfu af hverjum tíu þúsund
börnum. Þeir athuguðu í þessu
skyni öll börn sem greindust með
einhverfu frá 1984 til 1993. Þeir
báru þessa niðurstöðu saman við
tíu ára tímabil þar á undan þar
sem niðurstaðan var 3,8 börn á
hver tíu þúsund börn. Börnun
greindum með einhverfu virðist
því fjölga. Hugsanlega er þessi
fjölgun tilkomin vegna þess að við
höfum betri greiningaraðferðir
og þekking fólks á þessum efnum
hefur aukist, fleiri börn koma því
til athugunar."
- Er þetta námskeið ætlað fag-
fólki eingöngu?
„Öll námskeið Greiningar-
stöðvar eru jafnframt opin for-
eldram en fagfólk sækir þau í
reynd í meiri hluta. Til að sækja
þetta námskeið þarf fólk að hafa
sótt grunnnámskeið um ein-
hverfu. í kjölfar þessa námskeiðs
gefst þeim sem vilja læra að nýta
aðferðirnar í starfi með börnum
kostur á svokölluðu þjálfunar-
námskeiði sem stendur í tvo
daga. Þar fær fólk æfingu í að
nota aðferðimar undir hand-
leiðslu sérfræðinga."
- Er hægt að hjáipa
einhverfum bömum til
eðlilegs lífs?
„Samkvæmt niður-
stöðum Lovaas er
hægt með öflugri með-
ferð að hjálpa hluta
einhverfra að aðlagast og lifa líf-
inu rétt eins og aðrir en hve stórt
þetta hlutfall einhverfra er liggur
ekki fyrir núna, rannsóknir okkar
í dag miðast að því að varpa skýr-
ara ljósi á einmitt þetta. Markmið
námskeiðsins í dag er að efla
skilning og þekkingu fagfólks og
foreldra á undirstöðuþáttum
heildstæðrar atferlismeðferðar.
Börnum
greindum
með ein-
hverfu fjölgar