Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stúlkurnar þrettán sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurlands. Myndin er tekin í kynnisferð til Reykjavík- ur. Þær eru í aftari röð Sjöfn Ólafsdóttir Vestmannaeyjum, Helga Þórlaug Jónsdóttir Selfossi, Anna Stella Ey- þórsdóttir Selfossi, Hugborg Kjartansdóttir Ölfusi, María Karen Jósefsdóttir Selfossi og Hildur Marta Val- garðsdóttir Hveragerði. f fremri röð eru: Þórey Jóhannsdóttir Vestmannaeyjum, Sigurrós Steingrímsdóttir Vestmannaeyjum, Sylvía Karen Heimisdóttir Selfossi, Katrín Dögg Pálsdóttir Hveragerði, Sif Jónsdóttir Hveragerði, Aðalbjörg Jóhanna Þorláksdóttir Vestmannaeyjum og Kristinn Bergsson bflstjóri. Á myndina vantar Ragnheiði Þorvaldsdóttur frá Flúðum. Fegurðarsamkeppni Suðurlands Þrettán stúlkur keppa Selfossi - Þrettán stúlkur taka þátt í undirbúningi fyrir Fegurðarsam- keppni Suðurlands sem fer fram á Hótel Selfossi 4. mars næstkomandi. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkrar vikur en talsverðar áherslu- breytingar hafa verið gerðar á keppninni frá þvi sem áður var. Þriggja manna stjórn keppninnar stýrir undirbúningnum og í fréttatil- kynningu frá henni segir m.a. að þegar sé farið að huga að næstu keppni sem verður keppni um Herra Suðurland. Stúlkurnar sem eru víðs vegar að af Suðurlandi hafa stundað fjöl- breytta líkamsþjálfun í líkamsrækt- arstöðinni Styrk og fengið æfingar hver við sitt hæfí. Þá er snyrtistofan Myrra þeim innan handar varðandi förðun og hárgreiðslustofan Ozone sér um hárgreiðslu fyrir keppnina og leiðbeiningar til stúlknanna um það efni. Sjálfstraust og framkoma Kadri Hint-Dagbjartsson frá Tall- inn í Eistlandi er stílisti keppninnar og sér um stílsetningu og þjálfun stúlknanna. Hún segir mikið lagt upp úr samvinnu stúlknanna. „Þetta er góður og skemmtilegur hópur og ég tel að það sem við erum að gera sé gott fyrir stúlkurnar, þetta snýst ekki bara um að líta vel út heldur einnig um sjálfstraust og fram- komu,“ sagði Kadri. Netstúlkan valin Sérstök vefsíða hefur verið sett upp fyrir keppnina og þar geta þeir sem heimsækja hana valið Netstúlku Suðurlands, slóðin er www.ka.is/feg- urd. Úrslit í því vali verða kynnt 4. mars á úrslitakvöldinu. Úrslitakvöldið verður mjög veg- legt með fjórréttuðum matseðli, Eg- ill Ólafsson verður kynnir kvöldsins og hljómsveitin Á móti sól mun leika fyrir dansi. Sérsmíðað svið verður í húsinu fyrir keppnina. Lionsmenn kynna sér búskapinn Stykkishólmi - Lionsklúbbur Stykk- ishólms hefur starfað í yfír 30 ár. Starfið hefur gengið vel í vetur og hafa 6 nýir félagar bæst við í hópinn og eru félagsmenn 32 talsins. Stærsta verkefnið á þessu starfsári var endur- bygging Lionshússins sem ráðist var í í haust. Skiluðu félagar þar mikilli vinnu og lítur Lionshúsið nú vel út. Nýlega var Lionsmönnum boðið í heimsókn að Hraunhálsi í Helgafells- sveit til eins félagans, Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar. Hann sýndi félögunum sínum nýbyggt fjárhús sem hann hafði byggt að mestu leyti sjálfur í sumar. Farið var fjósið og heilsað upp á kýmar. í fjósinu eru 30 mjólkandi kýr auk geldneytis. Eyberg framleiddi 130.000 mjólkur- lítra á síðasta ári. Að lokum var boðið í hlöðuna þar sem bóndi hafði útbúið aðstöðu til að taka á móti gestunum. Þar var boðið upp á veitingar, m.a. osta frá Mjólkurbúinu í Búðardal. Á meðan gestir nutu veitinganna flutti Eyberg erindi um starf bóndans. Hann lýsti því hvernig lífið gengi fyr- ir sig hjá bóndanum og húsdýrum hans. Með natni, snyrtimennsku og mikilli vinnu nær búið að skila eig- endum sínum viðunandi afkomu. Lionsmenn höfðu mikla ánægju af heimsókninni og fóru heim fróðari um starfsskilyrði félaga sinna í sveitinni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Lionsmenn í Stykkishólmi í heimsókn í fjósinu á Hraunhálsi. Á myndinni er með þeim Jóhannes Eyberg bóndi í Hraunhálsi og kálfurinn Óþörf sem kom í heiminn tveimur dögum áður. Morgunblaðið/Sigurgeir Magnús Kristinsson með fulltrúum styrkþega; frá Sambýlinu Sæfinna, frá fþróttafélaginu Ægi Hera, og frá Meðferðarheimilinu Búhamri Mar- grét. Morgunblaðið/GPV Unnið að viðgerð á Kvíabryggju. Viðgerð á Kvía- bryggju Grindavík - Verið var að vinna að viðgerð á Kvíabryggju þegar blaðamaður leit við nýlega. Menn eru farnir að tala um fasta liði eins og venjulega í þessu sam- bandi því bryggjan er búin að vera í viðgerð frá því f janúar en hún fór illa f illviðri 10. janúar og svo aftur í lok febrúar. Morgunblaðið ræddi við Viðar Má Aðalsteinsson bæjartæknif- ræðing og kom fram í máli hans að mjög reyndur hafnarverktaki ynni við framkvæmdirnar, Lárus Einarsson. „Viðgerðin var rétt hálfnuð þegar bryggjan fór aftur og eiginlega verr en áður því að það brotnuðu staurar og burðar- viður á köflum. Það verður því meira mál að gera við bryggjuna en áður. Viðlagatrygging greiðir allan kostnað við viðgerðina að frádreginni sjálfsábyrgð upp á 500.000 kr. Þó er eitthvað til við- bótar sem fellur á bæinn,“ sagði Viðar. Vigdís Ylfa íþrótta- maður ársins Bfldudal - Á sólarkaffi Bílddæl- inga í febrúar var tilkynnt val á íþróttamanni ársins hjá Iþrótta- félagi Bíldudals. Það var Vigdís Ylfa Hreins- dóttir sem hreppti titilinn fyrir góða frammistöðu á íþróttamót- um sumarsins. Að auki hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur þau Arna Margrét Arnardóttir, Pálmi Gíslason, Bryndís Hreinsdóttir, Karl Orri Einarsson, Andrés G. Andrésson og Anna Steinunn Árnadóttir. Það var nýkjörinn formaður ÍFB, Gísli Ægir Ágústsson, sem afhenti verðlaunin. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Pétursdóttir Frá kjöri íþróttamanns ársins 1999 á Bíldudal. Eyjaís með 300 þús- und tonn Vestmannaeyjum - Sl. föstudag varð sá merki viðburður í sögu Eyjaíss, að fyrirtækið seldi frá sér 300 þúsundasta tonnið af ís. Það var árið 1986 að fyrirtækið Eyjaís hóf starfsemi öflugrar ísstöðvar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum, og hefur fyrirtækið allar götur sfðan þjónustað bátaflotann og fiskvinnslufyrirtækin í Eyjum. Á síðari árum hefur heldur dregið úr sölu á ís vegna fækkun- ar í bátaflota Eyjamanna auk þess sem fiskvinnslufyrirtækjunum hefur fækkað og í seinni tíð er árs- salan um 17 þúsund tonn en var mest á árinu 1990, 29 þúsund tonn. Vegna þessara tímamóta ákvað stjórn fyirtækisins að styrkja þrjá aðila sem vinna að málefnum fat- laðra í Vestmannaeyjum, um 100.000 þúsund krónur hvern. Meðferðarheimilið að Búhamri, íþróttafélagið Ægi og Sambýlið við Vestmannabraut. Fulltrúar þessara aðila tóku við gjöfinni úr hendi Magnúsar Kristinssonar stjórnarformanns Eyjaíss, í fund- arherbergi fyrirtækisins. Full- trúar styrkþega þökkuðu rausnar- lega gjöf sem þeir sögðu að kæmi í góðar þarfir og væri þeim hvatn- ing í mikilvægum störfum í þágu fatlaðra í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.