Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 33 Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason áætla að ná norðurpólnum 10. maí að lokinni 60 daga göngu. Leiðin er tæplega 800 km löng og ísvakir og háir ísruðningar tefja fórina. Morgunblaðið/Sverrir Eingöngu nauðsynlegasti búnaður er tekinn með til að komast af við erfið- ar aðstæður því sífellt þarf að taka tillit til þyngdar farangursins. Frá aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík. Talið frá vinstri Stefán Ól- afur Jónsson, fundarsljóri, Ólafur Ólafsson, formaður FEB og fyrrverandi landlæknir, Ragnar Jörundsson, framkvæmdasfjóri, Bryndís Steinþórs- dóttir og Þórir Danielsson, fundaritarar. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Avöxtun lífeyrissjóða verði skattlögð eins og fjármagnstekjur Félag eldri borgara í Reykjavík vill að tekjur fólks af ávöxtun iðgjalda í lífeyrissjóðum verði skattlagðar við útborgun á sama hátt og aðrar fjármagnstekjur, Félagið hafnar sjón- armiðum fiármálaráðuneytisins í málinu. „Við tökum með okkur svokallaðan Iridium-gervihnattasíma og tilkoma hans er gríðarleg bylting í fjarskipt- um okkar við umheiminn," segir Haraldur. „í Suðurskautsleiðangrin- um 1998 vorum við sambandslausir við ísland, en að þessu sinni getum verið í daglegu sambandi við Island sem er gríðarlegur munur. Það mun létta okkur lífið að geta fengið reglu- legar fréttir að heiman og sömuleiðis sent fréttir af okkur. Eg held að þessi samskipti verði því mjög upp- byggileg fyrir okkur í ferðinni." Ekki má þó skilja þetta á þann hátt að þeir geti legið í símanum í tíma og ótíma enda þarf að spara rafhlöðurnar eins og kostur er og fokinni Suðurpólsferðinni. Hún seg- ir að norðurpólsleiðangurinn hafi verið eðlilegt framhald af suður- pólsferðinni og með tfmanum hefur hún komið sér upp ákveðnu kerfí tif að firra sig áhyggjum þegar Ingþór er í burtu. „Þegar Ingþór er fagður af stað í leiðangur, þá velti ég mér ekki upp úr þeim aðstæðum sem bíða hans,“ segir hún. „Að þessu sinni bíða hans opnar vakir, gríðarlegur kuldi og ísbirnir. Ég get lokað á hugsanir um þessar aðstæður og ætla ekki að velta mér upp úr þeim á meðan hann er í burtu. Það sem skiptir þó lang- mestu máli er hugarfar þeirra hafa öll símtöl stutt. „Símtölin verða í mjög föstum skorðum og til að eyða ekki rafhlöðunum um of verðum við að tala mjög stutt í hvert sinn og sleppa öllu óþarfa masi. Síminn sjálf- ur er mjög léttur og vegur ekki nema 400 grömm og rafhlaðan eitt kg.“ Við þetta bætir Ingþór til saman- burðar, að á Suðurskautinu burðuð- ust þeir með 4 kg þunga talstöð og 1500 gramma rafhlöðu að auki. Talinu er nú beint að þyngd ann- ars búnaðar, sem dreginn er á sleð- um á hinni 800 km löngu gönguleið. Við undirbúning að eins umfangs- miklum leiðangri og hér um ræðir þýðir ekki að henda nesti og nýjum beggja. Ég veit að þeir eru mjög varkárir og hafa lesið sér mikið til um aðra leiðangra. Þeir vita hvað ber að varast og eru einstaklega skynsamir. Það er fyrst og fremst þetta sem veitir mér ró.“ Ragna segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum fólks vegna norðurpólsferðarinnar, en tekur fram að sinn tíma hafi tekið að sannfæra fólk um að fullkomin al- vara væri á bak við leiðangra Ing- þórs. „Þegar hann gekk yfir Grænl- andsjökul árið 1993 með Haraldi og föður hans Ólafi Erni, þá heyrði maður nokkrar efasemdaraddir, en að þeirri ferð lokinni þögnuðu þær.“ skóm í poka, arka síðan af stað og vona það besta. Pökkunin er geysi- lega krefjandi verk því velja þarf og hafna miskunnarlaust. Eingöngu nauðsynlegasti búnaður er tekinn með til að komast af við erfiðar að- stæður því sífellt þarf að taka tillit til þyngdar farangursins. „Við höfum vigtað og skráð hvem einasta hlut og það era sífelldar bollaleggingar um vægi margra hluta,“ segir Ingþór. „Þess vegna höfum við flokkað út marga hluti sem hefðu vissulega komið sér vel en eru óþarfir þegar á botninn er hvolft. Við takmörkum okkur t.d. í fatavali og höfum einungis ein föt til skipt- anna.“ Um síðustu helgi hjálpaðist fjöldi fólks að við að pakka nesti þeirra fé- laga niður í 66 plastpoka. Hver poki inniheldur nesti fyrir báða í einn dag. Hver poki er merktur með tússi frá 1 upp í 66 og hafa þeir þá reglu að annar ber þá poka sem merktur er með oddatölunum og hinn sléttu tölunum. Þannig léttist sleði þeiraa til skiptis eftir því sem gengur á nestið. „Það hefur verið gríðarleg vinna við að umpakka tugum kílóa af mat og vigta niður i þá dagskammta sem við þurfum og fjölskyldur okkar tóku það að sér,“ segir Haraldur. Harðfiskur frá Flateyri í hverjum poka eru tvö kg af nesti sem samanstendur af musli, svína- síðu, sérstakri kjöt- og grænmetis- blöndu, kexi, súkkulaði, flögum, hnetum, harðfiski frá Flateyri og frostþurrkuðum mat. „Svo setjum við vænan skammt af ólífuolíu út í matinn til að auka orkuinnihaldið í honum og höfum með okkur smjör á harðfiskinn, enda skiptir mestu að hafa matinn sem fituríkastan á svo köldum slóðum,“ segir Ingþór. „Það er ekki auðvelt að matast á göngunni yfir daginn, enda er öndunin hröð við álagið. Það eitt að tyggja undir slíkum kringumstæðum truflar önd- unina og því er betra að staldra við til að borða og hafa nestið þar sem fljótlegt er að grípa til þess.“ Þeir hafa vanið sig á að ganga í eina og hálfa klukkustund í senn og hvíla síðan stutta stund og svo koll af kolli uns gönguloturnar eru orðnar fimm yfir daginn. Þessi göngutaktur hefur gefist þeim vel en afar mis- munandi er hvað menn venja sig á í þessum efnum. Á leiðinni munu þeir skiptast á um hlutverk forgöngu- manns, sem er mikið ábyrgðarstarf og mun veigameiri þáttur í ferðalagi til norðurpólsins en til suðurpólsins. Forgöngumaður þarf að finna réttu leiðina í gegnum ísruðninga og halda réttri stefnu almennt og fær því kærkomna hvíld þegar hann skiptir við sporgöngumann og hvílir sig á leiðangursstjómuninni um stund. „Forgöngumaður ræður alfarið ferðinni en ef hann er í vafa snýr hann sér hiklaust við og leitar álits hjá sporgöngumanni," segir Ingþór. „Oft sér sá sem gengur aftar í röð- inni betur en sá fremri og í þessari ferð, þar sem leiðin er oft og tíðum óviss, held ég að muni reyna talsvert á aðstoð sporgöngumannsins. Á fyrri ferðum okkar hefur hlutverk for- göngumanns reynst frekar auðvelt en á norðurpólnum verður því ekki að heilsa.“ AÐALFUNDUR Félags eldri borg- ara í Reykjavík ítrekar kröfur um að tekjur fólks af ávöxtun iðgjalda í líf- eyrissjóðum verði skattlagðar við út- borgun á sama hátt og aðrar fjár- magnstekjur og felur stjóm félagsins að fylgja því máli eftir af fullum þunga. I greinargerð með tillögunni segir að óþolandi misrétti sé fólgið í því að skattleggja ávöxtun iðgjalda í lífeyris- sjóði með öðrum hætti en aðrar fjár- magnstekjur. Breytingar á skatt- greiðslum af fjármagnstekjum hljóti að eiga að ná til allra fjármagnstekna, ef hafa eigi í heiðri stjómaskrárvarið jaftu’æði þegnanna. Gildi þar einu þótt dregið hafi úr mismununinni með upp- töku sérstaks fjármagnstekjuskatts. Öllum umleitunum hafnað Vitnað er til þess að svarbréf við kröfum FEB hafi nýlega borist frá fjármálaráðuneytinu þar sem öllum umleitunum félagsins sé hafnað og tal- ið að jafnræðisregla hafi ekki verið brotin. „FEB harmar, að ráðuneytið skuli líta svo á, að ekki séu nein merki um að dómstólar hafi gert auknar kröfur til þess, að jafnræðis væri gætt í skiptum ríkisvaldsins við þegnanna eftir lög- festingu jafnræðisreglunnar í stjóm- arskrá, og að jafnræðisreglan standi því ekki í vegi, að ríkisvaldið skattleggi tekjur af ávöxtun iðgjalda í lífeyris- sjóðum með annarri og miklu hærri skattprósentu en tekjur af öðm fjár- magni, enda þótt lögskylt sé að greiða í slíka sjóði. Jafnframt lýsir FEB vonbrigðum með að ráðuneytið leggi fram tölfræði- lega útreikninga, sem byggjast á allt öðmm forsendum um ávöxtun lífeyris en nú em fyrir hendi, og reyni með þeim hætti að hleypa umræðunni á villigötur. Tölfræðilegh- útreikningar ráðuneytisins sýna ekki fram á annað og meira en að í frestun á skattlagn- ingu iðgjalda til lífeyrissjóða felist hagræði fyrir þá, sem greiða í sjóðina. Sú staðreynd hefur alltaf legið fyrir. Um slíkt hagræði er að ræða, hvort sem á vexti af greiðslum úr lífeyris- sjóðum er lagður 38,37% skattur eða 10% skattur," segir í greinargerðinni. Félagið harmar einnig að fjármálar- áðuneytið skuli kjósa að reyna að draga athyglina frá kjarna málsins með því að draga inn í umræðu um þetta mál staðhæfingar þess efnis að ekki sé í öllum tilvikum beint samband á milli iðgjalda í lífeyrissjóð og þess líf- eyris sem greiddur er úr sjóðnum. „Röksemdir af þessu tagi, um mikil- vægi lífeyristryggingakerfis lands- manna almennt, em óumdeildar. Þær eiga hins vegar ekkert erindi í um- ræðu um þetta mál, enda geta þær ekki réttlætt svo hróplega mismunun í skattlagningu, sem hér um ræðir,“ segir ennfremur. Grunnlífeyrir almanna- trygginga hækki um 24% Á aðalfundinum sem haldinn var 27. febrúar var einnig samþykkt áskorun á heilbrigðis- og tryggingaráðheraa að beita sér þegar fyrir hækkun grunnlíf- •. eyris almannatrygginga um 24% þannig að samanlagður gmnnlífeyrir og tekju- trygging verði eftii' hækkun sama hlut- fall af dagvinnulaunum verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og var árið 1991. Einnig að eftirleiðis verði breytingar á grunnlífeyri látnar fylgja launavísitölu Hagstofu Islands og komi til endurskoð- unar ársQórungslega. Jafnframt er skorað á ráðherra að beita sér fyrir því að frítekjumörk almannatrygginga og skattleysismörk verði alltaf látin fylgja almennri launaþróun í landinu. Einnig skoraði aðalfundurinn á heil- brigðis- og tryggingaráðherra að beita sér fyrir lausn biðlistavanda á sér- greinasjúkrahúsum og þá sérstaklega vegna bæklunar-, hjarta-, æða- og þvagfærasjúkdóma ásamt endurhæf- ingaaðstöðu. Auk þess var ítrekuð áskoran frá síðasta aðalfundi til heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins og borgarstjórnai' Reykjavíkur þess efnis að gert verði vemlegt átak til að auka vistunar- og hjúkmnarrými fyrir aldr- aða og bæta þannig neyð þeirra mörgu sem séu á biðlistum. Áheyrnarfulltrúar í stjórnir Einnig beinir aðalfundurinn því til lífeyrissjóða að tryggja áheymarfull- trúa eftirlaunaþega setu í stjórnum sjóðanna. Jafnframt skorar fundurinn á þá sjóði sem nota vísitölu neyslu- verðs til verðbóta að breyta í viðmiðun við launavísitölu og að sjóðirnir birti í ársreikningum sínum hvað verðtrygg- ingin gefi í samanburði við þróun launa á vinnumarkaði. I greinargerð með tillögunni segir meðal annars að notkun neysluverðs- vísitölu til verðtryggingar eftirlauna sé ófullnægjandi sem sjá megi af því að sú vísitala hafi hækkað um 8,7% síðustu þrjú árin, en launavísitalan hafi hækk- að um 23,7% á sama tíma. Þá hafi vísi- tala lífeyrisskuldbindinga hækkað um 38,6%, en sú vístala sé hluti almennu launavísitölunnar og sýni breytingar á launum opinberaa starfsmanna. Hún hafi verið notuð Irá árinu 1996 til verð- <_ bóta á eftirlaunum þeiraa sem ekki hafi eftirlaun samkvæmt staðgengilsreglu. Fram kemur einnig að lífeyrissjóð- um beri lögum samkvæmt að hækka eftirlaun eða lækka iðgjöldin þegar hagnaður náði 10% eða 5% þrjú ár í röð, en vanhöld séu á því að við það sé staðið, enda engir fulltrúar eftirlauna- fólks í stjórnum sjóðanna. Lki aðskilnaðinum við menn sína Morgunblaðið/Jim Smart Ragna Finnsdóttir og Una Björk Ómarsdóttir verða nú í fyrsta skipti í góðu fjarskiptasambandi við eiginmenn sína og telja það mikinn mun frá fyrri leiðöngrum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.