Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJORG JÓSEFSDÓTTIR + Guðbjörg Jósefs- dóttir fæddist að Hlíðartúni í Miðdöl- um í Dalasýslu 13. septembcr 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykja- vík hinnlö. febrúar siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólafía Nikkilína Ólafsdóttir og Jósef Agúst Jóns- son sem bjuggu í Hlíð- artúni. Böm þeirra voru 13. Tólf þeirra náðu fullorðinsaldri. Fyrri maður Guðbjargar var Höskuldur Ottó Guðmundsson, ættaður úr Breið- dal, og eignuðust þau fjögur böm. Þau slitu samvistum. Böm þeirra eru Guðmund- ur, maki Anna Þóra Sigurþórsdóttir; Sig- ríður Hera, maki Ást- valdur Hóhn Arason; Ólafía Guðrún, maki Hreinn Ómar Sig- tryggsson; og Bergl- ind Jóna, maki Daní- el Helgason. Seinni maður Guðbjargar var Páll Friðrik Eyj- ólfsson frá Stuðlum í Norðfirði. Útfor Guðbjargar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 24. febrúar. Hlíðartún var harðbýlt og efnin lítil. Þegar Guðbjörg var fimm ára fór hún í fóstur ásamt Óskari bróð- ur sínum til Guðbjargar Ólafsdótt- ur, móðursystur sinnar og Jónasar Arngrímssonar sem bjuggu á Smyrlahóli í Haukadal í Dalasýslu. Þar ólust upp líka Margrét Odds- dóttir og Þorsteinn Sigurðsson. Guðbjörg bar fósturforeldrum sín- um alla tíð góða sögu, enda lýsir þetta samábyrgð þeirra til samfé- lagsins. 16 ára fer hún til Reykja- víkur og vinnur fyrir sér á matsölu- stöðum og víðar. Síðan fer hún til Danmerkur og vinnur á hóteli á Jótlandi um tíma. Síðan kemur hún til Reykjavíkur aftur og fer að vinna á matsölustöðum. Þá kynnist hún fyrri manni sínum, Höskuldi Ottó Guðmundssyni. Þau byrjuðu sinn búskap á Randversstöðum í Breiðdal. Hann vann í vegavinnu á sumrin og hún oft ráðskona hjá vegavinnuflokkum. Síðan voru þau um tíma í Heydölum í Breiðdal. + Ástkasr faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis maður, afi og langafi, EINAR KRISTJÁNSSON skipstjóri frá Akranesi, Dalhúsum 86, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu daginn 2. mars kl. 14.00. Eyleifur Hafsteinsson, Sigrún Gísladóttir, Eymar Einarsson, Geirfríður Benediktsdóttir, Kristján Einarsson, Ingibjörg H. Kristjánsdóttir, Einar Vignir Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Viggó Jón Einarsson, Hafdís Óskarsdóttir, Þuríður Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ERLENDUR HILMAR BJÖRNSSON, Hæðargarði 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 2. mars og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Helga ívarsdóttir, Björn Erlendsson, Þórunn Brandsdóttir, fvar Erlendsson, Þóra Ingvarsdóttir, Magnús Erlendsson, Sigríður Erlendsdóttir, Jón Víkingur Hálfdánarson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HINRIK ANDRÉSSON frá Siglufirði, andaðist föstudaginn 25. febrúar. Minningarathöfn fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 10.30. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 4. mars kl. 16.00. Margrét Pétursdóttir, Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir, Jón Andrjes Hinriksson, Brynja Gísladóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Ragnarsson og barnabörn. Þaðan fluttust þau aftur til Reykja- víkur og bjuggu lengst af í Skerja- firði, þar sem börnin ólust upp. Höskuldur Ottó vann algenga verkamannavinnu. Guðbjörg var harðdugleg og hannyrðakona. Hún vann hjá útgerðarfélaginu Alliance og skúraði Lögreglustöðina í Reykjavík um langt árabil. Hún saumaði og prjónaði fatnaðinn fyrir heimilið og fleiri. Þannig tókst henni að hafa heimilið og börnin sín til fyrirmyndar í hreinlæti og snyrtimennsku. Guðbjörg var glæsileg kona eins og allar hennar systur. Á hátíðisdögum og 17. júní klæddist hún ávallt íslenska bún- ingnum. Það sópaði að henni. Seinni maður Guðbjargar var Páll Friðrik Eyjólfsson frá Stuðlum í Norðfirði. Honum hafði ég kynnst ungur maður í verstöð á eyju úti í Hornafirði, sem nú er orðin tengd fastalandinu, Álaugarey. Þar höfðu Norðfjarðarbátar aðstöðu á vetrar- vertíð og var hann landmaður við einn þeirra en ég var vélstjóri á v/b Hafþór NK 76. Eg held þau hafi átt góð ár saman meðan heilsan entist. Hann vann almenna verkamanna- vinnu. Hún sá um kaffið og þrifin hjá Landmælingum Islands. Frítíma sínum eyddu þau við lestur, einkum bóka sem áttu rætur i lífi liðinna kynslóða. Fóru á gömlu dansana og ferðuðust mikið um landið. Þau voru skráðir félagar í Ferðafélagi Islands, enda náttúru- börn. Eitt sumar fórum við, ég og konan mín Sigríður Hera, með þeim í rútu á vegum Ferðafélagsins norður Sprengisand í Skagafjörð og Kjalveg til baka. Ferðin tók sex sólarhringa og mikið skoðað og skýrt frá á leiðinni. Hvað þau nutu þess að fara þessar fornu þjóðleið- ir, rifja upp söguna þar sem for- feðurnir glímdu við óblíða náttúru svo sem Fjalla-Eyvindur og fleiri. Á Beinahólnum var rifjuð upp hörmungarsaga Reynistaðabræðra og þau málaferli sem á eftir fóru. Allt þetta var þeim eðlislægt að lifa sig inní. Grunur minn er sá að hún hafi verið driffjöðrin í þessum ferðalögum þeirra, hún var harð- dugleg og ákveðin. Oft fóru þau í Þórsmörk með Ferðafélaginu og gistu þá í skála þess í Langadal. Svo er það einu sinni að þau eru þar um hvítasunnu í skálanum þá er margt ungt fólk í tjöldum í Mörk- inni, misjafnlega búið. Það brestur á stórhríð og kalsaveður. Unga fólkið leitar skjóls í skálanum, sumt illa til reika. Þá tók hún sér alræð- isvald í eldhúsinu og fór að hita eitthvað til að gefa þeim sem verst var komið fyrir af kulda. Þannig vildi hún gera sitt til að unglingarn- ir bæru sem minnstan skaða af. Síðan fór heilsan að bila. Páll missti heyrnina. Það var þeim áfall. Hann andaðist 20. október 1997. Hún fór á sjúkrahús og heilsunni hrakaði með árunum, þangað til yf- ir lauk. Nú er þessi mæta kona far- in yfir móðuna miklu. Okkur er sagt að von sé til endurfunda. Kannski hittir hún Palla sinn og móðurina góðu, sem vegna fátækt- ar gat ekki haft börnin sín hjá sér. Slíkt gerðist oft á fyrstu árum lið- innar aldar. Vonandi berum við gæfu til að gera þjóðfélag okkar þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Nú er ísland ríkt land, áður var það fátækt. Hafðu þökk fyrir öll fjölskyldu- boðin og allt sem þú varst okkur. SIGURÐUR GUNNARSSON + Sigurður Gunn- arsson var fædd- ur á Velli, Hvol- hreppi í Rangárvalla- sýslu 10. ndvember 1906. Hann lést hinn 20. febrúar síðastlið- inn 93 ára að aldri. Hann var sonur Jón- ínu Þorkelsdóttur og Gunnars Jónssonar á Velli. Hann var næst- yngstur af níu börn- um þeirra hjóna. Ein- ungis fimm þeirra komust upp og eru þau nú öll látin. Þau voru: Kristin, f. 2.okt. 1898, d. 13. jan. 1994; Sigurjón Þorkell, f. 30 maí 1904, d. 9. feb. 1960; Viktoría, f. 10. ágúst 1905, d. 7. jan. 1946; Jón Valur, f. 12. nóv. 1909, d. 15. apr. 1977. Hinn 15. maí 1953 kvæntist Sigurður eftirlifandi eigin- konu sinni, Þor- björgu Einarsdóttur frá Hvalnesi í Lóni, f. 16. maí, 1916. For- eldrar hennar voru Einar Eiríksson og Guðrún Þórðardótt- ir í Hvalnesi. Sigurð- ur og Þorbjörg eign- uðust tvær dætur, Guðrúnu Viktoríu, f. 23. des. 1952, og Guðbjörgu, f. 17. júní 1956. Sonur Guðrúnar er Sig- urður Victor Chelbat, f. 13. jan. 1977. titför Sigurðar fór fram í kyrr- þey 28. febrúar. Hinlangaþrauter liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, núsæll ersigurunninn ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykrn þungt að sldlja, enþaðerguðsaðvilja, og gott er allt, sem guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Hinsta kveðja frá Sigríði Heru, Bergdísi Lilju, Höllu Kristínu, Gísla Erni og langömmubörnum Ástþóri Gíslasyni og Hallfríði Heru Gísladóttur Ástvaldur Hólm Arason. Elsku amma mín, mig langar að skrifa nokkrar línur og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig á meðan þú varst á meðal okkar. Nú ertu farin og þó það sé erfitt að hugsa sér að geta ekki alltaf far- ið til ömmu þá veit ég að þar sem þú ert núna þá líður þér afar vel og get ég alltaf farið til þín í huga mínum. Þú varst alltaf svo góð amma og man ég rosalega vel eftir því er ég var lítil og í heimsókn þá fékk ég alltaf kaffi í litlu bollana sem þú geymdir í glerskápnum því „litlir bollar eru fyrir litlar stelpur" eins og þú sagðir alltaf. Hjá þér, amma min, lærði ég allar bænir sem ég kann, því er ég var lítil og átti að fara að sofa þá lagðist þú hjá mér og fórum við saman með Faðir vor- ið og kenndir þú mér aðrar fallegar bænir og var þessi alltaf í upp- áhaldi hjá mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) En nú ertu farin, amma mín. Eg mun alltaf sakna þín en minnast allra góðu stundanna og geyma þær í hjarta mér. Eg elska þig afar heitt, amma mín. Hvíl þú friði. Þín dótturdóttir, Lísa Rósa. Við þökkum allt liðið. Þínar dætur, Guðrún og Guðbjörg. Elsku afi minn, þú varst ímynd mín um sannan karlmann, traustur, fyndinn, heiðarlegur og umfram allt höfuð og herðar fjölskyldu okkar. Þar sem ég reyndist eina barnabam þitt naut ég óskiptrar athygli þinnar og þrátt fyrir verulegan aldursmun fannst mér við ávallt skilja hvor ann- an. Sem dæmi nefni ég sunnudags- bíltúrana okkar þar sem þú sann- færðir mig um að ég væri sá eini sem kynni að aka í reykvískri umferð. En undirritaður fékk alltaf klapp á öxl- ina fyrir vel heppnaða „salíbunu" eins og þú nefndir ferðirnar okkar. Það eina sem ég harma er það að hafa aldrei getað farið með þér á veiðar. Þú hefur sjálfsagt skynjað það, enda gafstu mér fluguveiðistöng sem reyndist hátt á þriðja metra. Stoltur og ánægður arkaði ég niður á höfn með stöngina í marhnútaleit að- eins sex ára að aldri, gangandi veg- farendum og öðrum sem urðu á vegi mínum til mikils ama. Traust handtak þitt bar vott um styrk og reynslu sem ég get einungis vonast til að öðlast með tímanum. Stoltur yfir því að vera einn af af- komendum þínum kveð ég þig með söknuði en jafnframt bros á vör, sannfærður um það að við munum fara á veiðar síðar meir. Sigurður Victor Chelbat. Elsku Siggi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hugann fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þin minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með þökk fyrir allt. Elsku Þorbjörg, Guðrún, Guð- björg og Siggi. Guð veri með ykkur. Jónina María (Maja).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.