Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 13 Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn Stuðningur við setu Islands í öryggisráðinu staðfestur Nordfoto Utanríkisráðherrar Norðurlanda að loknum fundi sínum í Kaupmanna- höfn í gær. Frá vinstri: Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra fslands, Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, Anna Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, og Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur. STUÐNINGUR við umsókn ís- lands um setu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna á tímabilinu 2009-2010 var endanlega staðfest- ur á fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda í Kaupmannahöfn í gær. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Um þessar mundir er framboð Norðmanna í undirbúningi. Þeir sækjast eftir setu í ráðinu 2001- 2002 og þar á eftir mun röðin koma að Dönum sem sækjast eftir setu í ráðinu 2005-2006. Norður- löndin hafa hagað samvinnu sinni vegna umsókna um setu í öryggis- ráðinu á þann veg að alltaf líði eitt tímabil milli þess sem eitthvert þeirra sækist eftir setu þar. Reiknað er með því að þessari venju verði við haldið og eru Finn- ar næstir í röðinni á eftir okkur. Fyrirkomulagið er þó háð því að aðildarríkjum ráðsins verði ekki fjölgað á tímabilinu. Slíkt gæti haft í för með sér breytingar á því,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna hittast reglulega og var fund- urinn í gær sá fyrri af tveimur á þessu ári. Halldór sagðist hafa gert ráðherrunum grein fyrir ný- ÁRLEGA fá um tuttugu manns hér á landi heilahimnubólgu eða men- ingókokkasjúkdóm en rannsóknir sýna að hér á íslandi er sjúkdómur- inn í tæplega 9% tilfella banvænn. Tæpur aldarfjórðungur er nú liðinn síðan sjúkdómsfaraldur gekk yfir hér á landi og haldi sjúkdómurinn sínu fyrra háttalagi má búast við faraldri hvenær sem er, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Á undanförnum þremur mánuð- um hafa þrír látist af völdum heila- himnubólgu, nú síðast í Vestmanna- eyjum aðfaranótt laugardags. Haraldur er þó ekki á þeirri skoðun að hér sé um faraldur að ræða, enda séu tilfellin landfræðilega óskyld. Segir hann ekki óalgengt að nokkur sjúkdómstilfelli komi upp á skömm- legum viðræðum sínum við Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, um kjarnorkuendurvinnslu- stöðina í Sellafield. Stöðin hefur lengi verið Norðurlöndunum þyrn- ir í augum og nýlega sendu um- hverfisráðherrar landanna Bretum frá sér sameiginlega ályktun vegna hennar. Rætt um öryggis- og varnarmál Á fundi utanríkisráðherranna í gær var einnig rætt um ástand mála í Tsjetsjníu, samstarfið innan Eystrasaltsráðsins og stækkun Evrópusambandsins (ESB). „Við gerðum grein fyrir því hvaða áhrif stækkunin hefði á stöðu okkar. Stækkun ESB leiðir til stækkunar á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) og þær breyt- ingar sem eru að verða innan ESB hafa veruleg áhrif á aðgang okkar að ákvörðunarferlinu innan EES. Við ræddum einnig mikið um nýskipan öryggis- og varnarmála í Evrópu og ég gerði grein fyrir þeim viðræðum sem ég átti við ut- anríkisráðherra Bretlands um þau mál. Finnland og Svíþjóð eiga ekki aðild að Atlantshafbandalaginu (NATO) og tengjast fyrirhuguðu um tíma en svo gerist kannski ekk- ert í marga mánuði. Faraldur gekk síðast yfir á ís- landi árið 1976 en hlutfall þeirra sem dóu úr sjúkdómnum þá hélst í kringum 10% af þeim sem veiktust. Segir Haraldur að þetta háa hlutfall virðist ekki taka neinum breyting- um þrátt fyrir aukna tækni í lækn- isvísindum og ný lyf á markaði. Aðspurður um það hvort men- ingókokkasjúkdómur sé læknum þá talsverð ráðgáta segir hann hér um að ræða bakteríur sem allir hafi í sér, og að um 10-15% þjóðarinnar gangi með bakteríuna á hverjum tíma. „Þetta eru semsé bakteríur sem eru í umhverfinu og taka sig svo til allt í einu og ráðast á einn og einn,“ varnarsamstarfi ESB-ríkja með öðrum hætti en aðildarríki NATO. Það er mikilvægt fyrir okkur að Svíar og Finnar hafi fullan skiln- segir Haraldur. Er þetta ferli næsta tilviljanakennt, að hans sögn, „en síðan geta þær jafnframt fengið einhverja eiginleika sem gera það að verkum að faraldur brýst út“. Haraldur segir miklu máli skipta að greina sjúkdóminn snemma. Einkenni hans geta þó verið lúmsk og í upphafi líkst venjulegri kvefpest eða flensu. Akveðin ein- kenni eru þó mjög sérstök fyrir þennan sjúkdóm, þ.e. miðtauga- kerfiseinkenni eins og höfuðverkur, hnakkastífleiki, ógleði, hiti og síðan þau einkenni, sem tengjast bakter- íum í blóðinu, t.d. litlar húðblæðing- ar, sem oft eru ekki stærri en títu- prjónshausar, og geta breyst í marbletti. „Takist að greina þetta snemma ing á stöðu íslands og ég tel að viðræður okkar hafi verið mjög gagnlegar fyrir alla aðila,“ sagði utanríkisráðherra. er hægt að hefja meðferð með sýklalyfjum og þá er líklegra að hægt verði að koma í veg fyrir að þessi sjúkdómur þróist yfir í það að verða banvænn," segir Haraldur. Hann segir hins vegar að stundum þróist sjúkdómurinn svo hratt að ekki verði við neitt ráðið, jafnvel þótt menn bregðist fullkomlega rétt við. M.a. af þeirri ástæðu sé mikil- vægt að fylgjast náið með sjúk- dómnum svo hægt sé að grípa til að- gerða ef fjöldi tilfella verður mikill. Ekki hægt að bólusetja alla alltaf fyrir sjúkdómnum Það eru einkum þrjár gerðir af meningókokkum sem valda sjúk- dómi, en það eru gerð A, B og C. Hér á íslandi hafa þó einkum gerð B og C valdið sjúkdómi, og er skipt- ingin á milli þeirra nokkuð jöfn. Ekkert gott bóluefni hefur fundist gegn B-stofni sjúkdómsins en til er bóluefni gegn C-stofni. Það verkar hins vegar ekki nema í stuttan tíma, u.þ.b. 2-3 ár og ennfremur veldur aldursdreifingin því að ekki er talið mögulegt að bólusetja alla alltaf fyrir sjúkdómnum. „Ef við fengjum faraldur í ein- hverjum aldurshópum yrði vita- skuld gripið til þess að stöðva hann,“ segir Haraldur. „Á meðan það er hins vegar algjörlega tilvilj- anakennt hvar þetta kemur upp er ekki mögulegt að nýta þennan möguleika." Hann segir ennfremur að þegar tilfelli af heilahimnubólgu komi upp séu þeim, sem verið hafa í miklu ná- vígi við hinn sýkta, gefin sýklalyf til að draga úr líkum á að þeir veikist líka. Loks megi grípa til sérstakra ráðstafana, eins og t.d. var gert á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum þegar upp höfðu komið þrjú tilfelli á mjög skömmum tíma. Var þá gripið til þess ráðs að bólusetja alla á staðnum sem voru undir 20 ára aldri og fjaraði sjúkdómurinn þá út. Sigurður Bessason formaður Eflingar AÐEINS eitt framboð barst í kjöri til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar í Reykjavík. Sigurður Bessason varð sjálfkjörinn formaður og kemui' í stað Halldórs Björnssonar sem ekki gaf kost á sér áfram. Sigurður hefur setið í stjóm Eflingar og áður Dags- brúnar sl. fjögur ár. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er áfram varaformaður og Inga Þor- steinsdóttir er áfram gjaldkeri. Guð- mundur Þ. Jónsson var kjörinn nýr annar varaformaður og Hjördís Baldursdóttir sem áður var annar varaformaður var kjörin ritari. Ný stjóm Eflingar samanstendur af 25 mönnum sem flestir vora áður í stjórn félagsins eða þeirra félaga sem mynduðu Eflingu. ------------- Eldur í húsi á Ísafírði ELDUR kom upp í einbýlishúsi á ísafirði rétt eftir tvö í fyrrinótt. Þrennt var í húsinu en vora þau komin út úr húsi þegar lögregla og slökkvilið mættu á staðinn. Ekki var mikill eldur í húsinu og greiðlega gekk að slökkva hann. Hins vegar urðu miklar skemmdir á húsinu vegna reyks og sóts. Talið er að kviknað hafi í útfrá eldavél. Snjóflóð féll í Breiðuvík Hellnum - Síðastliðið sunnudags- kvöld eða aðfaranótt mánudags féll mikið snjóflóð yfir þjóðveginn í Botnshlíð í Breiðuvík á Snæfelllsnesi. Flóðið var um 250 m breitt og um 4 m djúpt á veginum og náði um 100 m niður fyrir veginn. Annað snjóflóð féll nokkru vestar, rétt við Smálækj- arhlíð. Það var um 100 m breitt og um V/i m djúpt á veginum og náði svipað langt niður fyrir veg og stærra flóðið. Á þennan veg, sem liggur þarna í hlíðarrótunum, hafa áður fallið snjó- flóð. Vegurinn er nokkuð fjölfarinn, m.a. er farið um hann með skólaböm kvölds og morgna. Dæmdur ábyrgur fyrir skuld HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur hefur dæmt mann til að greiða sláturfélaginu Ferskum afurðum á Hvammstanga rúm- ar fjórar milljónir auk vaxta og málskostnaðar. Maðurinn hafði skrifað nafn sitt á þrjá víxla eins og hann hafði gert fyrir fyrirtækið Dalshraun 15 ehf. um árabil, en hann var varamaður í stjórn félagsins. Víxlarnir eru greiðsla fyrir- tækisins til Ferskra afurða og báru bæði bókari og fram- kvæmdastjóri Dalshrauns ehf. að maðurinn hefði séð um allar fjárreiður fyrirtækisins án þess að nokkur athugasemd hefði verið gerð við það. I hluthafaskrá er bókarinn sagður með prókúra fyrirtæk- isins en hún mun hafa starfað sem fulltrúi stefnda. Þrátt fyr- ir að hann hafi um árabil séð um öll fjármál fyrirtækisins og skrifað uppá marga víxla hafði hann ekki heimild til þess og því er honum nú gert að greiða úr eigin vasa skuldina við Ferskar afurðir. Landssíminn sendir Póst- og fjarskiptastofnun kæru Utlandaþjónusta Islands- síma verði bönnuð LANDSSIMINN sendi Póst- og fjarskiptastofnun kröfu í gær þar sem farið er fram á að Íslandssíma verði þegar í stað bannað að bjóða, skrá og taka við viðskiptavinum í útlandaþjónustu með föstu forvali sem auglýst er undir heitinu „Frí- mínútur". I kröfu Landssímans segir að samkvæmt fjarskiptalög- um skuli fyrirtæki sem veita al- menna fjarskiptaþjónustu birta viðskiptaskilmála og gjaldski'á fyr- ir alla þjónustu sína og að gjöld skuli vera sundurliðuð svo notend- ur eigi þess kost að að meta sjálftr hvaða þætti þjónustu þeir vilji kaupa. Islandssími hafi enga gjald- skrá birt fyrir umrædda þjónustu og því augljóslega gerst brotlegur við fjarskiptalög. Ennfremur segir í kröfunni að kynning Islandssíma sé með slíkum ólíkindum að svo virðist sem for- svarsmenn fyrirtækisins hafi ekki gert upp hug sinn varðandi gjald- töku fyrir þjónustu sem verið sé að falbjóða, engin grein sé gerð fyrir gjaldtökunni utan fullyrðingar um að kostnaður vegna útlandasímtala lækki, en þeirri fullyrðingu fylgi engin gögn til staðfestingar. Gjaldskráin var ekki birt vegna tækniörðugleika Sigurður Ingi Jónsson, yfirmað- ur viðskiptamótunar hjá Islands- síma, sagðist, í samtali við Morgun- blaðið í gær, vera hissa á þessum viðbrögðum Landssímans. Hann sagði að ætlunin hefði verið að birta gjaldskrána um leið og byrjað var að auglýsa þjónustuna. „Ef við höfum gerst brotlegir við einhver formsatriði þykir okkur það miður. Gjaldskráin liggur fyrir og það verður hægt að skoða hana á vefnum hjá okkur núna sem allra fyrst. Við áttum við smávægileg tæknileg vandamál að etja, það var ekki hægt að skoða vefinn okkar, en það er verið að laga það nú. Þetta var því tæknilegs eðlis en ekki neitt sem átti að vera Landsímanum til trafala,“ sagði Sigui'ður Ingi. Þrir hafa látist úr heilahimnubólgu undanfarna þrjá mánuði Mikilvægt að greina siúkdóminn snemma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.