Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVTKUDAGUR 1. MARS 2000 ~i------------------------ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er þörf á sameiningu ráðuneyta? NÝLEGA var kynnt vönduð skýrsla nefndar sem forsætisráð- herra skipaði til að gera úttekt á starfsskilyrðum stjómvalda. I skýrsl- unni er m.a. bent á að mpta þurfi framtíðar- stefnu um þróun stjórnsýslukerfisins. í máli forsætisráðherra á Alþingi kom fram að slík vinna verði hluti af endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Is- lands og skipan ráðun- eyta sem ríkisstjórnin hefur heitið að beita sér fyrir á kjörtímabil- inu. Þessi endurskoð- un er löngu orðin tíma- bær. Lög og reglugerð um Stjórnarráð ís- lands eru að stofni til frá 1969. Nú, rúmum þrjátíu árum Sjiiðar, eru lögin og skipulag ráðun- eyta, sem á þeim byggist, orðin úr- elt. Lögunum var upphaflega ætlað að tryggja festu en þau hafa nú leitt til ósveigjanleika og eru dragbítur á eðlilega þróun í stjórnsýslu ríkisins. I þessu sambandi má nefna verka- skiptingu og fjölda ráðuneyta sem kveðið er á um í framangreindri löggjöf. Verkaskipting ráðuneyta I reglugerð um Stjórnarráð ís- lands eru tilgreindir þeir mála- ifljíkkar sem hvert ráðuneyti fer með. Sú upptalning er ónákvæm og endurspeglar ekki nema að hluta til verkefni ráðuneyta. Núverandi verkaskipting hefur þann ókost að vissum málaflokkum, sem eðlileg- ast væri að heyrðu undir einn aðila, er skipt milli tveggja eða fleiri ráð- uneyta. Af handahófi má nefna eft- irlit og rannsóknir á sviði matvæla- framleiðslu, gróðurvernd, rann- sóknir á sviði landnýtingar, málefni geðfatlaðra og alþjóðaviðskipti. Oftar en ekki er skýringa að leita í örum breytingum sem orðið hafa í viðkomandi málaflokki. Sem dæmi má nefna að skilin milli framleiðslu á sjávarfangi, landbúnaðar- og iðn- saþarvörum verða sífellt óljósari en ránnsóknir og eftirlit á sviði mat- vælaframleiðslu heyra enn undir minnst þrjú ráðuneyti. Annað dæmi um úrelta verkaskiptingu er núver- andi fyrirkomulag búnaðarmenn- tunar. Að undanförnu hefur verið unnið að eflingu búnaðarmenntun- ar, m.a. með stofnun sérstaks Landbúnaðarháskóla. Skv. lögum um háskóla heyra þeir stjórnarfars- lega undir menntamál- aráðherra en það á ekki við um Landbún- aðarháskólann, sem heyrir undir landbún- aðarráðherra skv. lög- um um búnaðar- fræðslu. Búnaðarfræðsla á framhaldsskólastigi heyrir einnig undir landbúnaðarráðherra skv. sömu lögum. Mik- ilvægi samhæfingar búnaðarmenntunar við aðra framhalds- og háskólamenntun hlýt- ur að vera augljóst en henni verður tæplega náð nema að búnaðar- menntun falli eins og önnur mennt- un í landinu undir ábyrgðarsvið menntamálaráðuneytis. Með þessu Stjórnsýsla Sameining ráðuneyta ís- lenska ríkisins, segir Ómar H. Kristmunds- son, er nauðsynleg. móti ættu hagsmunir landbúnaðar í landinu að vera tryggðir á sama hátt og hagsmunir iðnaðar eni tryggðir með núverandi fyrirkomu- lagi iðnnáms á Islandi. Fjöldi ráðuneyta Ráðuneyti íslenska ríkisins eru tilgreind í lögum. Fyrir árið 1969 voru þau 11, en það ár fjölgaði þeim í 13 og með stofnun umhverfisráð- uneytisins árið 1990 urðu þau 14 (stofnanir sem voru ráðuneytisíg- ildi eru ekki meðtalin). Árið 1998 voru ársverk ráðuneyta á bilinu 16 til 70. Meðalstærð ráðuneyta í árs- verkum talið var um 27. Ráðuneytin eru því flest fremur fámenn þótt þau séu raunar ekki fámennari en ríkisstofnanir að jafnaði. Þrátt fyrir ákveðna kosti fámennra ráðuneyta, svo sem umtalsverð tengsl ráð- herra við starfsmenn sína, vega ókostirnir þyngra en þeir felast m.a. í þeim breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi ríkisstofnana undanfarin ár. Miklar breytingar hafa orðið á æðstu stjórnsýslu framkvæmda- valds hér á landi eins og annars staðar á Vesturlöndum undanfarin ár. í örstuttu máli má greina þær í þrennt. í fyrsta lagi hafa auknar kröfur um vandaða stjórnsýslu kall- að á bætta starfshætti ráðuneyta og stofnana þeirra. Hér má nefna sem dæmi framkvæmd stjómsýslu- og upplýsingalaga á íslandi. Eftirlits- hlutverk ráðuneyta í þessu sam- bandi er orðið umfangsmeira og meðferð stjórnsýslukæra og vinna vegna álita Umboðsmanns Alþingis hefur aukist. I öðru lagi hafa áherslur á stefnumótunarvinnu æðstu stjórnar ríkis aukist víðast hvar erlendis. Slík stefnumótunar- vinna felst m.a. í mati á framkvæmd tiltekinna verkefna, endurbótum og endurskipulagningu á málaflokkum ráðuneyta, endurskoðun löggjafar á grundvelli mats. í þriðja lagi hafa samskipti og verkaskipting við stofnanir ráðuneyta breyst. Verk- efni og ábyrgð hafa í auknum mæli færst í hendur stjórnenda stofnana, svo sem fjármála- og starfsmann- astjórnun. Jafnframt hefur dregið úr smáatriðastýringu ráðuneyta en áherslan aukist á stefnumótun og mat á heildarárangur stofnana. Þessu fylgja kröfur um að ráðun- eyti hafi innanborðs nauðsynlega sérþekkingu. Álitamál er hve vel núverandi ráðuneyti á Islandi eru í stakk búin til að fást við breytt hlutverk, m.a. vegna smæðar. í flestum nágrannaríkjum okkar hafa á undanförnum árum verið gerðar umtalsverðar breytingar á æðstu stjórnsýslu ríkisins. Þessar breytingar eiga það sammerkt að leitast hefur verið við að auka sveigjanleika og samhæfingu verk- efna. Til að ná þessu markmiði hafa sum ríki farið þá leið að fækka ráðuneytum. Hér má t.d. nefna ný- lega fækkun ráðuneyta sænska rík- isins. Sameining ráðuneyta íslenska ríkisins er nauðsynleg. Stærri starfseiningar innan Stjórnarráðs- ins gera æðstu stjómsýslu ríkisins betur kleift að sinna verkefnum sem undir hana heyra. Á sama tíma mun úreltum landamærum ráðun- eyta fækka. Áður hafa verið gerðar tillögur um breytingar á núverandi Stjórn- arráðslögum og reglugerð en þær hafa ekki öðlast hljómgrunn. Vetur- inn 1989-90 var lagt fram frumvarp til laga um Stjórnarráð Islands sem ekki náði fram að ganga. Ekki er útilokað að fyrirstaðan hafi að ein- hverju leyti verið núverandi kjör- dæmaskipan en í stjórnunarviðræð- um og við val á ráðherrum hefur þótt nauðsynlegt að sem flest kjör- dæmi hafi sinn fulltrúa í ráðherra- hópnum. Með nýrri kjördæmaskip- an ætti þessi fyrirstaða ekki lengur að vera fyrir hendi. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Ómar H. Kristmundsson Að loknu vetrar- fríi í grunnskól- um Garðabæjar SÚ nýbreytni að gefa frí í grunnskól- um í nokkra daga um miðjan vetur, eins og nú er verið að gera í fyrsta sinn, er að mínu mati framfara- spor. Þetta frí er raunar tilkomið vegna þess að skólaárið er óvenjulangt þetta árið eða öllu heldur eru al- mennir frídagar færri en venja er til. Þar sem kjarasamningar kennara gera ráð fyr- ir 170 kennsludögum frá hausti til vors varð annaðhvort að stytta skólaárið eða gefa frí í skóla í þrjá daga. Eftir því sem ég kemst næst varð það fyrirkomulag ofan á í allflestum skólum lands- ins. Hjá okkur í Garðabæ var þetta frí í síðustu viku. Fjölskylda mín Skólamál * Eg fer ekki dult með þá skoðun mína, segir Ein- ar Sveinbjörnsson, að ég tel að koma eigi á ár- vissu vetrarfríi í grunn- skólum landsins og jafn- vel einnig í leikskólum. notaði tækifærið og brá sér á skíði norður til Ólafsfjarðar og einn þessara daga var Hlíðarfjall ofan Akureyrar heimsótt. Það kom skemmtilega á óvart að drjúgur hluti gestanna í fjallinu þennan þriðjudag voru aðrir Garðbæingar sem voru þangað komnir til að njóta útiveru og samvista með fjöl- skyldum sínum. Luku allir sem einn lofsorði á þessa draumadaga sem höfðu dottið eins og af himn- um ofan. Ekki voru þó allir jafnheppnir, því að ég veit til þess að margir foreldrar áttu afar erfitt með að fá sig lausa úr vinnu, enda ekki um hefðbundinn orlofstíma að ræða. Þeir foreldrar sem verst voru sett- ir þurftu þó ekki að örvænta með börn sín. Skólayfirvöld buðu upp á gæslu yngstu barnanna í skólaat- hvarfi og ennfremur var haldið úti auglýstri dagskrá alla þessa daga. Nemend- ur áttu því allir kost á tilbreytingu frá hefð- bundnu skólastarfi. Vetrarfrí verði árvisst Ég fer ekki dult með þá skoðun mína að ég tel að koma eigi á árvissu vetrarfríi í grunnskólum landsins og jafnvel einnig í leikskólum. Helstu rökin eru þau að for- eldrar taki nokkurra daga frí með barni sínu eða börn- um á miðju skólaári og styrki með því fjölskylduböndin. Vitanlega eigum við sameiginlegt jólafrí, en þeir dagar fara frekar í helgihald og samvistir við stórfjölskylduna eða ættina. Til þess að vetrarfrí setji ekki atvinnulíf úr skorðum þyrfti í þéttbýli, a.m.k. hér suð- vestanlands, að dreifa frídögum á sex til átta vikur eftir hverfum og bæjarhlutum. Slíkt kallar þá á samræmingu á milli sveitarfélaga, þar sem frídagarnir færðust til á milli ára. Forsenda þess að koma megi á því fyrirkomulagi sem hér er lýst er þó að ákvæði þess efnis verði sett í kjarasamninga kennara og eins þarf breytingar á almennum kjarasamningum, þar sem laun- þegar fengju ákveðinn rétt til þess að taka hluta orlofs síns að vetrar- lagi. Hjá sumum stéttarfélögum er nú þegar kveðið á um vetrarfrí. Þegar ég hef viðrað hugmyndir mínar um vetrarfrí hef ég jafn- framt látið þess getið að það megi ekki verða til þess að skólaárið styttist. I því skyni tel ég rétt að grunnskólinn hefjist fyrr á haustin eða í kringum 20. til 25. ágúst. Mín reynsla er sú að flestir foreldrar eru hvort eð er farnir að stilla sig inn á skólabyrjun að áliðnu sumri eða um og upp úr miðjum ágúst. Vissulega eru þó til undantekning- ar á þessu eins og öðru. Eitt veit ég þó fyrir víst að stytting sumar- leyfis skólanna er afar umdeild, en umræða um þessi mál skaðar ekki, allra síst ef styttingin er sett í samhengi við almennt þriggja til fimm daga vetrarfrí. Höfundur er veðurfræðingur. Einar Sveinbjörnsson Rás 1 • Kl. 19.00 www.ruv.is/vitinn Málstaður samgönguráðherra SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lýst því yfir að hann muni ekki láta sitt eftir liggja við að kynna þau sjónarmið ráðuneytisins og flug- málayfirvalda sem liggja að baki nýbyggingar Reykjavíkurflugvallar og uppbyggingar allsherjar umferð- armiðstöðvar landsins í tengslum við völlinn. Hann mun þá væntan- lega kynna það ítarlega að Flugmál- astjóm valdi upphaflega milli þriggja leiða, þ.e.a.s. nýbyggingar, uppbrots og yfirlagnar. Hann mun rekja að hún valdi nýbyggingarleið- ina sem þar með bar samkvæmt lög- um frá 1993 að sæta umhverfismati. Ekki er að efa að ráðherrann mun lýsa rækilega samræmdri aðför Borgarskipu- lags, skipulagsstjóra og umhverfisráðherra að sannleikanum, þeg- ar flugmálastjóra var bjargað undan um- hverfismati með því að halda því blákalt fram að með nýbyggingu meinti sá ágæti maður endurbyggingu sem ekki þyrfti að sæta lögformlegu mati á umhverfisáhrifum. Margt er á huldu um Reykjavík- urflugvöll og það þarf sérstakrar skýringar við að hann skuli enn vera starfræktur án starfsleyfis frá Holl- ustuvernd og Vinnueftirliti. Aldrei hefur heldur verið gerð úttekt á um- hverfisáhrifum vallarstarfseminnar í heild og skýrslur um öryggismál, rekstrarafkomu, þjóðhagslega hag- kvæmni og aðra stað- setningarkosti eru böm síns tíma og standast ekki breyttar forsendur og framtíð- arhorfur í þjóðlífinu. Þetta þarf að kynna. Væntanlega mun ráðherrann einnig kynna áform flu- grekstraraðila, svo sem Flugfélags ís- lands, íslandsflugs og Jökuls, um alþjóðlegt farþega- og vöruflug um Reykjavíkurflug- völl, þvert ofan í þá stefnumótun Reykja- víkurborgar að völlur- inn verði eingöngu miðaður við þarf- ir innanlandsflugs fram til 2016. Hann gæti því til áréttingar bent á viðtal í Frjájsri verslun við forstjóra Flugfélags íslands þar sem sú fram- tíðarsýn er sett fram að ramma beri allan Reykjavíkurflugvöll inn með enn fleiri skúra- og braggabygging- um undir flugstarfsemi. Og loks Reykjavíkurflugvöllur Sjónarmið samgöngu- ráðherra um nýbygg- ingu Reykjavíkur- flugvallar eiga, að mati Einars Karls Haralds- sonar, skilið rækilega kynningu. mun hann efalaust upplýsa okkur um það hversvegna útborgarstar- fsemi eins og flugvallarrekstur eigi að hans dómi heima á verðmætasta miðborgarlandinu á tímum þegar gamli miðbærinn á í vök að verjast. Því skal undir það tekið að málst- að samgönguráðherra þarf vissu- lega að kynna rækilega. Höfundur er ritstjóri og félagi íSamtökum um betri byggð. Einar Karl Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.