Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 21

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 21 Viðskiptahallinn 42,8 milljarðar á síðasta ári SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka Islands var við- skiptahallinn 42,8 milljarðar króna á árinu 1999 samanborið við 40,1 milljarðs króna halla árið áður. I tilkynningu frá bankanum segir að aukinn halli í viðskiptum við út- lönd stafi af lakari jöfnuði þjón- ustuviðskipta og auknum vaxta- greiðslum af erlendum skuldum, en hallinn á vöruviðskiptum varð 2,6 milljörðum króna minni en árið áður. Eftir sem áður var hann stærsti þáttur viðskiptahallans og nam 22,4 milljörðum króna á árinu 1999. I heild var fjármagnsjöfnuður við útlönd jákvæður um 58,1 millj- arð króna. I tilkynningu bankans kemur fram að fjármagnsinn- streymi stafi að mestu leyti af er- lendum lántökum lánastofnana og atvinnufyrirtækja en umtalsvert fjárútstreymi hafi verið vegna fjárfestinga í erlendum verðbréf- um og aukinna innlána í útlöndum. Bein fjárfesting íslendinga er- lendis var um 5 milljarðar króna, sem var álíka fjárhæð og árið áð- ur, en bein fjárfesting erlendra að- ila hér á landi varð heldur minni á árinu 1999 eða um 6,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans jókst um 5,3 milljarða króna og nam um 35,8 milljörðum króna í árslok. í spá Þjóðhagsstofnunar í des- ember sl. var gert ráð fyrir að við- skiptahallinn 1999 yrði 38 milljarð- ar króna. Að teknu tilliti til breyttra uppgjörsaðferða varð út- koman áþekk spánni, vöruskipta- hallinn varð heldur minni en þjón- ustuhallinn meiri en búist var við. 124 milljarðar í erlendum verðbréfum Hækkun á markaðsvirði er- lendra hlutabréfa var mikil á síð- ustu tveimur árum; nær 20% 1998 og 30% 1999. Talið er að í árslok 1999 hafi Islendingar átt jafnvirði 124 milljarða króna í erlendum verðbréfum á markaðsvirði. Þar af voru um 87% í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- sjóða. Hrein erlend staða þjóðar- búsins var neikvæð um 314 millj- arða króna í árslok 1999 samanborið við 285 milljarða króna 1998. Hún hafði því versnað um 29 milljarða króna, sem er mun minna en viðskiptahallinn gaf tilefni til, segir í tilkynningu Seðlabankans. Þar segir að skýringar á þessum mun séu nokkrar en þyngst vegi hækkun á markaðsvirði erlendra verðbréfa í eigu Islendinga auk gengishækkunar íslensku krón- unnar. Einnig kunni stór skekkju- liður greiðslujafnaðar, sem var neikvæður um 15,3 milljarða króna, að benda til þess að fjár- festing innlendra aðila í útlöndum hafi verið meiri en tekist hefur að mæla með reglulegri gagnaöflun Seðlabankans. JT VENTURE ICELAND ________Hverniq getur íslenskt _________hugbúnaðarfyrirtæki_______________ vaxið á aíþjóða markaði? Morgunverðarfundur miðvikudaginn 15. mars kl. 8.00-9.30 f Versölum - Hallveigarstíg 1 Fyrirlesarar: Þorsteinn Guðbrandsson, forstöðumaður Alþjóðasviðs Landsteina International Annie Brooking, framkvæmdastjóri, Shooting Star Ltd. Shooting Star er breskt ráðgjafafyrirtæki, sem sérhæfir sig í ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Fundarstjóri: Helga Valfells, Útflutningsráði íslands. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs íslands í síma 511 4000 eða með tölvupósti icetrade@icetrade.is OTFLUTNINOSHAÐ ISl.ANDS NÝSKÖPUNARSJOÐUR Umskipti í rekstri Myllunn- ar-Brauðs hf. HAGNAÐUR af rekstri Myllunnar- Brauðs hf. á síðasta ári nam 62 millj- ónum króna. Er þetta mikill við- snúningur frá árinu 1998 en þá nam tap af rekstri tæpum 17 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 64 milljónir 1999, en var 38 millj- ónir árið á undan. Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar-Brauðs, segir skýringuna á bættri afkomu fyrirtækisins vera hagræðingu samfara samruna þess og Samsölubakarís hf. „Hagræðing- in er að koma í ljós ári seinna en við áttum von á vegna aðgerða sam- keppnisyfirvalda gegn samrunanum. Arangurinn er sérlega ánægjulegur í ljósi þess að engar hækkanir urðu á vörum fyrirtækisins á síðasta ári.“ Að sögn Kolbeins jókst innflutn- ingur á brauði og kökum til íslands á síðasta ári og segir hann að markað- urinn sé að stækka. Á síðasta ári keypti Myllan-Brauð hf. 30% hlut í bakaríi í Boston. Kol- beinn segir að árangur þess fyrir- tækis sé ekki enn farinn að sjást í af- komu Myllunnar-Brauðs en vonast sé til þess að hann verði góður. „Það fyrirtæki hefur alla tlð skilað hagn- aði og við ætlum að vinna að vexti þess. Starfsfólkið hér mun starfa í mjög nánum tengslum við starfsfólk bakarísins í Boston. Á þann hátt verður reynsla okkar hér nýtt þar úti.“ Tilbúnir að sækja , um skráningu á VÞÍ Um horfur í rekstri Myllunnar- Brauðs á þessu ári segir Kolbeinn að stækkunarmöguleikar hérlendis séu ekki miklir. „Við vonumst eftir því að ná svipaðri afkomu í rekstrinum á þessu ári og á árinu 1999.“ Aðspurð- ur hvort félagið hyggist sækja um skráningu á Verðbréfaþingi íslands segist Kolbeinn álíta að það sé til- búið til þess, enda hafi stefna félags- ins verið í 2-3 ár að fara á markað. „Málið snýst hins vegar um það hvort það sé nógu stórt til að sækja um skráningu. Markaðurinn verður sjálfur að meta hvort sú stund sé komin.“ Á aðalfundi Myllunnar-Brauðs í síðustu viku var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Engin breyting varð á skipan stjórnar en í henni sitja Benedikt Jóhannesson, formað- ur, Jón A. Kristinsson, Anna K. Kristinsdóttir, Sverrir Sverrisson og Bergur Þórisson. GM og Fiat í eina sæng BILARISARNIR General Mot- ors (GM) og Fiat SpA hafa náð samkomulagi sem gerir ráð fyrir því að hvort fyrirtæki um sig öðl- ist eignarhlutdeild í hinu. Kveður samkomulagið á um það að GM eignast 20% hlut í bílaframleiðslu- hluta Fiat, í skiptum fyrir 5,1% hlut sem Fiat eignast í GM. Verð- mæti þess hlutar nemur u.þ.b. 176 milljörðum króna. Þetta var til- kynnt á blaðamannafundi sem fyrirtækin héldu í Tórínó á Ítalíu í gær. Bílaframleiðendurnir sögðu þar að þeir ætluðu að á þriðja ári sam- starfsins myndi sparnaðurinn af því nema tæpum 90 milljörðum króna árlega, en gert væri ráð fyr- ir að sá sparnaður yrði tæpir 150 milljarðar króna eftir 5 ár. Sparn- aður sem af samstarfinu hlýst mun verða á sviði niðurskurðar kostnaðar, samnýtingu véla og bílgrinda, auk samnýtingar í fjár- málaþjónustu fyrirtækjanna. Fyrirtækin sömdu einnig um forkaupsrétt GM að hinum 80% hlutanna í bflaframleiðsluhluta Fiat. Báðir aðilarnir lögðu áherslu á að fyrirtækin yrðu rekin óháð hvort öðru. Forráðamenn Fiat sögðu ennfremur að samkomulag- ið næði ekki til annarra sviða fyr- irtækisins, þ.m.t. framleiðslu Ferrari og Maserati. Samkomulagið er að sögn aðil- anna háð samþykki samkeppnis- yfirvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu. Gleraugnabúðin llagkaup Skoifunni Sími 563 5125 Nýkaup Kringlunni Simi 553 5125

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.