Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 21 Viðskiptahallinn 42,8 milljarðar á síðasta ári SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka Islands var við- skiptahallinn 42,8 milljarðar króna á árinu 1999 samanborið við 40,1 milljarðs króna halla árið áður. I tilkynningu frá bankanum segir að aukinn halli í viðskiptum við út- lönd stafi af lakari jöfnuði þjón- ustuviðskipta og auknum vaxta- greiðslum af erlendum skuldum, en hallinn á vöruviðskiptum varð 2,6 milljörðum króna minni en árið áður. Eftir sem áður var hann stærsti þáttur viðskiptahallans og nam 22,4 milljörðum króna á árinu 1999. I heild var fjármagnsjöfnuður við útlönd jákvæður um 58,1 millj- arð króna. I tilkynningu bankans kemur fram að fjármagnsinn- streymi stafi að mestu leyti af er- lendum lántökum lánastofnana og atvinnufyrirtækja en umtalsvert fjárútstreymi hafi verið vegna fjárfestinga í erlendum verðbréf- um og aukinna innlána í útlöndum. Bein fjárfesting íslendinga er- lendis var um 5 milljarðar króna, sem var álíka fjárhæð og árið áð- ur, en bein fjárfesting erlendra að- ila hér á landi varð heldur minni á árinu 1999 eða um 6,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans jókst um 5,3 milljarða króna og nam um 35,8 milljörðum króna í árslok. í spá Þjóðhagsstofnunar í des- ember sl. var gert ráð fyrir að við- skiptahallinn 1999 yrði 38 milljarð- ar króna. Að teknu tilliti til breyttra uppgjörsaðferða varð út- koman áþekk spánni, vöruskipta- hallinn varð heldur minni en þjón- ustuhallinn meiri en búist var við. 124 milljarðar í erlendum verðbréfum Hækkun á markaðsvirði er- lendra hlutabréfa var mikil á síð- ustu tveimur árum; nær 20% 1998 og 30% 1999. Talið er að í árslok 1999 hafi Islendingar átt jafnvirði 124 milljarða króna í erlendum verðbréfum á markaðsvirði. Þar af voru um 87% í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- sjóða. Hrein erlend staða þjóðar- búsins var neikvæð um 314 millj- arða króna í árslok 1999 samanborið við 285 milljarða króna 1998. Hún hafði því versnað um 29 milljarða króna, sem er mun minna en viðskiptahallinn gaf tilefni til, segir í tilkynningu Seðlabankans. Þar segir að skýringar á þessum mun séu nokkrar en þyngst vegi hækkun á markaðsvirði erlendra verðbréfa í eigu Islendinga auk gengishækkunar íslensku krón- unnar. Einnig kunni stór skekkju- liður greiðslujafnaðar, sem var neikvæður um 15,3 milljarða króna, að benda til þess að fjár- festing innlendra aðila í útlöndum hafi verið meiri en tekist hefur að mæla með reglulegri gagnaöflun Seðlabankans. JT VENTURE ICELAND ________Hverniq getur íslenskt _________hugbúnaðarfyrirtæki_______________ vaxið á aíþjóða markaði? Morgunverðarfundur miðvikudaginn 15. mars kl. 8.00-9.30 f Versölum - Hallveigarstíg 1 Fyrirlesarar: Þorsteinn Guðbrandsson, forstöðumaður Alþjóðasviðs Landsteina International Annie Brooking, framkvæmdastjóri, Shooting Star Ltd. Shooting Star er breskt ráðgjafafyrirtæki, sem sérhæfir sig í ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Fundarstjóri: Helga Valfells, Útflutningsráði íslands. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs íslands í síma 511 4000 eða með tölvupósti icetrade@icetrade.is OTFLUTNINOSHAÐ ISl.ANDS NÝSKÖPUNARSJOÐUR Umskipti í rekstri Myllunn- ar-Brauðs hf. HAGNAÐUR af rekstri Myllunnar- Brauðs hf. á síðasta ári nam 62 millj- ónum króna. Er þetta mikill við- snúningur frá árinu 1998 en þá nam tap af rekstri tæpum 17 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 64 milljónir 1999, en var 38 millj- ónir árið á undan. Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar-Brauðs, segir skýringuna á bættri afkomu fyrirtækisins vera hagræðingu samfara samruna þess og Samsölubakarís hf. „Hagræðing- in er að koma í ljós ári seinna en við áttum von á vegna aðgerða sam- keppnisyfirvalda gegn samrunanum. Arangurinn er sérlega ánægjulegur í ljósi þess að engar hækkanir urðu á vörum fyrirtækisins á síðasta ári.“ Að sögn Kolbeins jókst innflutn- ingur á brauði og kökum til íslands á síðasta ári og segir hann að markað- urinn sé að stækka. Á síðasta ári keypti Myllan-Brauð hf. 30% hlut í bakaríi í Boston. Kol- beinn segir að árangur þess fyrir- tækis sé ekki enn farinn að sjást í af- komu Myllunnar-Brauðs en vonast sé til þess að hann verði góður. „Það fyrirtæki hefur alla tlð skilað hagn- aði og við ætlum að vinna að vexti þess. Starfsfólkið hér mun starfa í mjög nánum tengslum við starfsfólk bakarísins í Boston. Á þann hátt verður reynsla okkar hér nýtt þar úti.“ Tilbúnir að sækja , um skráningu á VÞÍ Um horfur í rekstri Myllunnar- Brauðs á þessu ári segir Kolbeinn að stækkunarmöguleikar hérlendis séu ekki miklir. „Við vonumst eftir því að ná svipaðri afkomu í rekstrinum á þessu ári og á árinu 1999.“ Aðspurð- ur hvort félagið hyggist sækja um skráningu á Verðbréfaþingi íslands segist Kolbeinn álíta að það sé til- búið til þess, enda hafi stefna félags- ins verið í 2-3 ár að fara á markað. „Málið snýst hins vegar um það hvort það sé nógu stórt til að sækja um skráningu. Markaðurinn verður sjálfur að meta hvort sú stund sé komin.“ Á aðalfundi Myllunnar-Brauðs í síðustu viku var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Engin breyting varð á skipan stjórnar en í henni sitja Benedikt Jóhannesson, formað- ur, Jón A. Kristinsson, Anna K. Kristinsdóttir, Sverrir Sverrisson og Bergur Þórisson. GM og Fiat í eina sæng BILARISARNIR General Mot- ors (GM) og Fiat SpA hafa náð samkomulagi sem gerir ráð fyrir því að hvort fyrirtæki um sig öðl- ist eignarhlutdeild í hinu. Kveður samkomulagið á um það að GM eignast 20% hlut í bílaframleiðslu- hluta Fiat, í skiptum fyrir 5,1% hlut sem Fiat eignast í GM. Verð- mæti þess hlutar nemur u.þ.b. 176 milljörðum króna. Þetta var til- kynnt á blaðamannafundi sem fyrirtækin héldu í Tórínó á Ítalíu í gær. Bílaframleiðendurnir sögðu þar að þeir ætluðu að á þriðja ári sam- starfsins myndi sparnaðurinn af því nema tæpum 90 milljörðum króna árlega, en gert væri ráð fyr- ir að sá sparnaður yrði tæpir 150 milljarðar króna eftir 5 ár. Sparn- aður sem af samstarfinu hlýst mun verða á sviði niðurskurðar kostnaðar, samnýtingu véla og bílgrinda, auk samnýtingar í fjár- málaþjónustu fyrirtækjanna. Fyrirtækin sömdu einnig um forkaupsrétt GM að hinum 80% hlutanna í bflaframleiðsluhluta Fiat. Báðir aðilarnir lögðu áherslu á að fyrirtækin yrðu rekin óháð hvort öðru. Forráðamenn Fiat sögðu ennfremur að samkomulag- ið næði ekki til annarra sviða fyr- irtækisins, þ.m.t. framleiðslu Ferrari og Maserati. Samkomulagið er að sögn aðil- anna háð samþykki samkeppnis- yfirvalda í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu. Gleraugnabúðin llagkaup Skoifunni Sími 563 5125 Nýkaup Kringlunni Simi 553 5125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.