Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frettastofur útvarps og sjónvarps saman í eina deild STOFNA á eina sameiginlega deild fréttastofa útvarps og sjónvarps í skipuriti Ríkisútvarpsins þegar sjónvarpið flytur starfsemi sína í út- varpshúsið í Efstaleiti og eiga breyt- ingamar að vera komnar til fram- kvæmda ekki síðar en 1. september n.k. Samvinna fréttastofanna verður stóraukin og íréttaþjónusta svæðis- stöðva RÚV, textavarpið, netrit- stjóm og íþróttadeildir útvarps og sjónvarps verða einnig innan hinnar nýju deildar RÚV. Þetta eru tillögur starfshóps á vegum Rfldsútvarpsins sem skilaði niðurstöðum sínum sl. mánudag. Voru tillögumar kynntar á fundi með starfsmönnum fréttastofanna á þriðjudag og í útvarpsráði. Markús Óm Antonsson útvarpsstjóri segir að þessar breytingar verði til umræðu innan stofnunarinnar á næstunni og segist hann vona að hafist verði handa við að koma á þeim breyting- um sem starfshópurinn gerir tillögu um. Forstöðumaður ráðinn yfír starfsemi deildarinnar Þrátt fyrir aukna samvinnu og samnýtingu er ekki gert ráð fyrir að fréttastofur útvarps og sjónvarps verði lagðar niður heldur starfi áfram sem tiltölulega sjálfstæðar einingar innan hinnar nýju deildar. Verða fréttastjórar yfir daglegri starfsemi þeirra en gerð er tillaga um að ráðinn verði forstöðumaður yfir deildina sem fær það hlutverk að stjóma starfsemi hennar og skipu- leggja og útfæra þessar breytingar í samvinnu og samráði við starfshóp- inn, sem unnið hefur að undirbúningi málsins. „Markmiðið er að efla hlut Ríkis- útvarpsins í fréttamiðlun til lands- manna, auka gæði þeirrar þjónustu og samræma aðgerðir sem hafa verið hingað til aðskildar á vegum frétta- stofu sjónvarps og útvarpsins hins vegar. Með flutningi sjónvarpsins í útvarpshúsið skapast tækifæri til þess að breyta þessu skipulagi og efla samstarf á milli fréttastofanna og fréttamanna í því augnamiði að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins í fram- tíðinni á fjölmiðlamarkaði," segir út- varpsstjóri. Sameiginleg fréttaöflun „Fyrstu aðgerðir felast í því að fréttaöflun svæðisstöðva og frétta- ritara verði sameiginleg fyrir báða miðlana. Ennfremur ritstjóm fyrir þingið og stjómmálafréttir en þetta hvorttveggja hefur nú þegar komist að veralegu leyti í framkvæmd. Einnig er gert ráð fyrir samvinnu um fréttaöflunarferðir þegar menn era sendir út af örkinni innanlands og ut- an,“ segir Markús Örn. „Breytingarnar eiga að leiða til betri fréttaöflunar og styrkja hæfni fréttastofanna til þess að fást við málefni með aukinni sérhæfingu, þannig að þeir fréttamenn, sem hafa sérþekkingu á tilteknum sviðum, geti nýst báðum fréttamiðlunum. Von- andi leiðir þetta líka til bættrar ím- yndar og betri og samræmdari áferð- ar á heildar-fréttaframboðinu hjá okkur. Eg bind miklar vonir við þess- ar breytingar," segir Markús Öm. Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjón- varpsins, er formaður starfshópsins en auk hans era í nefndinni fram- kvæmdastjórar útvarps og sjónvarps og fulltrúar beggja fréttastofanna. Hláka framundan VEÐURSTOFA íslands spáir hláku á næstu dögum, en í nótt og í morgun var gert ráð fyrir allt að 10 stiga hita. Hlýindin má rekja til þess að hlýtt loft berst til landsins með lægðum sunnan úr höfum. í dag er gert ráð fyrir ögn kóln- andi veðri en á föstudag og laugar- dag verður hiti væntanlega yfir frostmarki. Frá sunnudegi og fram á þriðjudag er síðan aftur gert ráð fyr- fr hlýju og vætusömu veðri. ------------- Launí Vinnu- skólanum hækka um 8 krónur BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjómar Vinnuskólans um að hækka laun unglinga sem starfa hjá Vinnuskólanum í sumar. Tímakaupið hækkar um 8 krónur, en það sam- svarar 2,4-3,5% hækkun. Tímakaupl4 ára unglinga verður 226 kr„ 15 ára unglinga 255 kr. og tímakaup 16 ára unglinga 339 kr. Tillagan var samþykkt með tveim- ur atkvæðum fulltrúa R-listans í stjóm Vinnuskólans, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. 3 | H *r I - áu... — MÉ é 4 ■! B íHpsfc2- w*i ite. i|» í j f ,J f | \ 'j | f ; |{ « : " í i i mg&X'&u i IwIHBS-Lík Vil l ; r*fSljGF | V) ’mp'. '■ M Efl . ^BT 81 k&t MB Ný verslun á tveimur hæðum opnaði í Lækjargötu í gær. Morgunblaðið/Arm Sæberg Ný verslun opnuð í miðbænum TOPSHOP-verslun var opnuð í gær í nýju húsnæði í Lækjargötu þar sem Nýja bíó stóð áður. Verslunin er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er nettengt kaffihús. Baugur mun sjá um rekstur verslunarinnar en fyrir- tækið hefur fengið rekstrarleyfí fyrir TopShop á öllum Norðurlöndum og hyggst opna fleiri verslanir á næst- unni. Sigrún Andersen er framkvæmdastjóri. „Þetta er fyrsta sérhannaða verslunin sem opnuð er í miðbæ Reykjavíkur í langan tíma og er í nýju og glæsi- legpi húsi sem fyllir skemmtilega upp í götumyndina í Lækjargötu," sagði Sigrún. TopShop, sem er bresk vei-slunarkeðja sem leggur áherslu á hátískufatnað fyrir konur og karla á aldr- inum 15 til 35 ára, er hluti af fyrirtækinu Arcadia Group sem er annað stærsta fyrirtækið á þessu sviði í landinu. Arkitekt hússins er Guðni Pálsson hjá A1 Arki- tektum en Smáralind byggði húsið. Landssíminn býður 40 heimilum upp á nettengingu 1 gegnum breiðbandið Margfalt hrað- virkara en ISDN LANDSSÍMINN hefur boðið 40 heimilum á höfuðborgarsvæðinu upp á nettenginu í gegnum breiðbandið, en um er að ræða tengingu sem býð- ur upp á rúmlega tiu sinnum hrað- virkari gagnaflutning en ISDN-teng- ing. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ólaf Þ. Stephen- sen, forstöðumann upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. „Þetta er tilraunaverkefni sem við eram að koma af stað, “ sagði Ólafur. „Búnaðurinn sem notaður er í þetta hefur hingað til verið of dýr og óhent- ugur, en nú er það að breytast og því erum við að prafa þetta. Við reiknum með að sá fyrsti tengist inn á inter- netþjónustuna á morgun [í dag].“ Ólafur sagði að breiðbandið, sem er ljósleiðarakerfi sem um helmingur heimila á höfuðborgarsvæðinu á kost á að tengjast, hefði gífurlega flutn- ingsgetu og að í tilraunaverkefninu væri bara verið að nýta brot af henni. í verkefninu yrði heimilum boðið upp á tengingu með 700 kb gagnaflutn- ingshráða á sekúndu, en til saman- burðar má geta þess að flutningsgeta ISDN-tengingar er 64 kb á sekúndu. Ólafur sagði að breiðbandið væri hannað með gagnvirkni í huga, þ.e. til að taka á móti og senda gögn, en að hingað til hefði sá möguleiki ekki verið nýttur og breiðbandið aðeins notað fyrir útsendingar á sjónvarps- efni. Ólafur sagði að settur hefði verið upp búnaður í 8 götuskápa í Grafar- vogi og Kópavogi og 240 heimilum boðið að taka þátt í verkefninu. Hann sagði að viðbrögð hefðu verið mjög góð, um 65 manns hefðu viljað vera með og þar af hefðu 40verið valdir til að taka þátt. Að sögn Ólafs var heim- ilunum síðan útvegaður sérstakur búnaður. Breiðbandsmótald, sem tengist breiðbandstenglinum og snúra úr mótaldinu í tölvuna og sér- stakt netkort í hana. Verkefnið stendur fram til 1. júní og sagði Ólafur að þá yrði reynslan metin, en hann sagðist fastlega gera ráð fyrir því að almenningi yrði boðið upp á þessa þjónustu á árinu og þá ættu öll internetfyrirtækin að geta gert það. Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. Formannsembætti Samfylkingarinnar Lúðvík gefur ekki kost ásér LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla síð- degis í gær þar sem hann lýsir því yf- ir að hann hyggist ekki gefa kost á sér til embættis formanns Samfylk- ingarinnnar. Frestur til að skila inn framboði til embættisins rennur út í kvöld og er útlit fyrir að Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, verði einn í kjöri og þar með fyrsti formaður Samfylk- ingarinnar. Lúðvík sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að framboð hans og Össurar myndi kosta sex vikna harð- vítuga kosningabaráttu og að hann mæti það svo að slík barátta væri ekki góður undanfari að uppbygg- ingu Samfylkingarinnar sem stjóm- málaflokks. I fréttatilkynningu Lúðvíks frá því í gær segir að háværar raddir hafi verið uppi innan Samfylkingarinnar undanfama daga um nauðsyn þess að endurnýja forystu hreyfingarinn- ar á stofnfundi hennar í vor. „Síðustu daga hefur vaxið veralega þrýsting- ur á mig að gefa kost á mér til emb- ættis formanns gegn Össur Skarp- héðinssyni. Eftir vandlega umhugsun og viðræður við fjölda fólks hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér í formannskjörið. Eg tel að slíkar kosningar þjóni ekki hags- munum Samfylkingarinnar á þessari stundu. Framundan er uppbygging framtíðarhreyfingar íslenskra jafn- aðarmanna og vonandi mun reynsla Össurar Skarphéðinssonar nýtast í því starfi næstu tvö árin.“ Ossur fái tækifæri næstu tvö árin Aðspurður segir Lúðvík að hann hafi alvarlega farið að íhuga framboð þegar ljóst var að hvorki Guðmund- ur Ámi Stefánsson né Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmenn Samfylking- arinnar, gæfu kost á sér í formannskjörið. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú, eins og áður seg- ir, að bjóða sig ekki fram. „Ég lít svo á að með þessari niðurstöðu hafi menn sammælst um að gefa Össuri Skarphéðinssyni tækifæri næstu tvö árin,“ segir Lúðvík. Inntur eftir því hvaðan helstu stuðningsmenn hans í embættið hafi komið segir Lúðvík að þeir séu hvaðanæva af landinu en þó aðallega frá Suðurlandi og Reykja- nesi. Menn innan Samfylkingarinnar sem og utan. „Ég ligg þó ekki á því að stærstur hluti þeirra sem studdi mig kemur úr Alþýðuflokknum hin- um forna.“ ---------------- Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur mönnum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað þrjá sakbominga í stóra fikniefnamálinu í áframhald- andi gæsluvarðhald til 26. apríl að kröfu ríkissaksóknara, sem hefur tekið málið til ákærameðferðar. Gæsluvarðhald þeirra var markað jafnlöngum tíma og þeirra sex, sern færðir voru fyrir dómara á þriðjudag og verða því allir gæsluvarðhalds- fangarnir níu í gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 26. aprfl. Ríkissaksóknari tók nýverið við málinu af lögreglunni í Reykjavík og ríkislögreglustjóra að lokinni margra mánaða rannsókn. Málið kom upp í september 1999 en hafði verið til rannsóknar frá því í mai sama ár. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.