Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 10

Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þingmenn fylgjast með umræðunum á Alþingi. Hækkun tryggingabóta rædd utan dagskrár RÍKISSTJÓRNIN var gagnrýnd fyrir yfirlýsingu þá sem hún gaf í tengslum við kjarasamninga Flóa- bandalagsins og Samtaka atvinnu- h'fsins í utandagskrárumræðu sem fram fór á Alþingi í gær. Var ríkis- stjómin sökuð um að hafa brotið lög sem hún setti sjálf um að tryggingabætur skyldu fylgja þróun launa og verðlags og aldrei hækka minna en verðlag skv. vísitölu neysluverðs. Fullyrti máls- hefjandi umræð- unnar, Ögmund- ur Jónasson, að bætur gegnum almannatrygginga- kerfið hefðu á síðasta ári lækkað minna en lög kvæðu á um, eða 5,73% á sama tíma og launavísitala hækk- aði um 6,8%. Ögmundur, sem er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist í ræðu sinni ekki geta lesið annað út úr yfirlýsingunni en að bilið væri að aukast milli þeirra sem væru á lágum kauptöxt- um og þeirra sem þyrftu að reiða sig á bætur almannatrygginga. Benti hann m.a. á að frá 1993 til 1999 hefðu lágmarkslaun hækkað um 52% en grunnlífeyrir og tekjutrygg- ing að viðbættum eingreiðslum hefðu hækkað um 26%. Þá sagðist Ögmundur velta því fyrir sér hvort yfirlýsingin fæli í sér beina skerðingu á bótunum í ljósi launaþróunar og þróunar vísitölu neysluverðs, sem hefði hækkað um 5,8% undanfarið ár. Launavísitala hefði hækkað um 6,8% og þar sem þessi hækkun væri rneiri en næmi verðlagsvísitölu hefðu bætur al- mannatrygginga átt að hækka um 6,8% að lág- marki, skv. lög- um frá 1997 sem kveða á um að bætur almanna- trygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni og taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag skv. vísitölu neysluverðs. „En hver var hækkunin í reynd?“ spurði Ögmundur. „Hún var 5,73%. Með öðrum orðum, ríkisstjórnin hef- ur ekki einu sinni farið að lögum gagnvart öiyrkjum og ellilífeyiis- þegum á nýliðnu ári. Og það sem meira er: ef ríkisstjórnin fylgir þeirri yfirlýsingu sem hún nú hefur sent frá sér og verðbólga yrði áfram svipuð og hún er nú - 5,8% - þá væri hún að hafa lögboðnar kjarabætur af öldruðum og öryrkjum sem eru skömmtuð 4,5% á árinu.“ Yfirlýsing ríkisstjómarinnar væri því í besta falli blekkingarleikur, að sögn Ögmundar, en í versta falli hefði hún í för með sér lögbrot og kjaraskerðingu fyrir lífeyrisþega og öryrkja. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að nýgerður kjarasamningur Flóabandalagsins og SA gæti stuðl- að að því, ef hann yrði fyrirmynd annarra samninga, að kaupmáttur launafólks héldist og ykist sjötta ár- ið í röð og slíkt hefði aldrei gerst áð- ur hér á landi. Þá væri það einnig gleðiefni að á sama tímabili hefði tekist að hækka kaupmátt bóta um- fram launavísitölu, um 22%, og slíkt hefði heldur aldrei gerst áður. Davíð sagði að yfirlýsing ríkis- stjómarinnar sýndi og sannaði að hún ætlaði að tryggja að kaupmátt- ur bóta héldi áfram að eflast. Hann benti á að ýmsar breytingar til lækkunar á jaðaráhrifum þýddu aukningu kaupmáttar og einnig hefði verið ákveðið að hækka pers- ónuafslátt, sem kæmi stómm hópi þeirra sem njóta bóta einnig til góða. Sagði Davíð að þessi yfirlýsing væri því afar mikilvæg fyrir bóta- þega í landinu þó að auðvitað vissu menn að bæturnar væm lágar. „Að- alatriðið er þó,“ sagði Davíð, „að þessi kaupmáttur fái að aukast, fái að eflast og fái að styrkjast og það er það sem við eram að standa fyrir með þessari yfirlýsingu." Yfirlýsingin sögð „ekki-yfirlýsing“ Margir þingmenn tóku þátt í pm- ræðunni í gær og m.a. sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingar, úrræði ríkis- stjómarinnar staðfesta enn einu sinni að undir henni væri örorka ávísun á fátækt. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, tók í sama streng og sagði mega ráða af kjara- samningum Flóabandalagsins og yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar að hag- ur öryrkja og aldraðra myndi ekki batna á næstu áram. Þar væri enn á ný verið að reikna prósentutölur of- an á allt of lágan grunn. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagðist hins vegar hafa átt afar gott samstarf við flesta forystu- menn öryrkja í landinu og að með samvinnu, samráði og málamiðlun- um hefði á margan hátt tekist að bæta mjög stöðu öryrkja. Gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ummæli Ingibjargar harkalega enda hefði vantað í nafnakall ráð- herrans nafn Garðars Sverrissonar, formanns Öryrkjabandalagsins. Fór hann hörðum orðum um það sem hann kallaði aðför Ingibjargar og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á hendur Garðari. Steingrímur sagði jafnframt að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fælist ekkert til handa bótaþegum al- mannatrygginga sem ekki væri lög- bundið eða búið að lofa áður af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Hér væri því um „ekki-yfirlýsingu“ að ræða. Arnbjörg Sveinsdóttir og Ásta Möller, þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, töldu hins vegar stefnt í rétta átt undir forsæti þessarar ríkisstjórnar hvað varðaði viðhald velferðarkerf- isins en Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingai', minnti forsætisráðherra á það loforð sem þeir hefðu gefið saman um að þegar betur færi að ára yrði öryrkjum og lífeyrisþegum bætt skerðing bóta. ALÞINGI Öryggi í ferðum fólks um miðhálendið verði tryggt í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem geri tillögur um aðgerðir til að auka öryggi þeirra sem ferðast um hálendi íslands að vetrarlagi. Eink- um verði athuguð dreifing NMT- kerfisins, Tetra-kerfisins, samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörg um ferðaáætlanir ferðalanga og nýt- ingu björgunarbúnaðar almennt. Sex þingmenn úr fjóram þing- flokkum leggja tillöguna fram en Hjálmar Ámason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, er fyrsti flutnings- maður hennar. I greinargerð með til- lögunni er vísað til þess að björgunarsveitir hafi að undanförnu iðulega verið kallaðar út til að leita fólks á fjallvegum eða hálendinu. Mikilvægt sé að auka öryggi í ferðum fólks um miðhálendið enda sé um mannslíf að tefla og mikinn kostnað að ræða. Segir í greinargerðinni að klukku- stundir geti ráðið úrslitum um það hvort takist að bjarga mannslífum en það hafi komið fyrir að björgunar- sveitir hafi leitað í fárviðri í meira en sólarhring að týndu fólki. Slíka leit megi hins vegar stytta veralega með markvissum aðgerðum. Til dæmis séu gloppur í dreifikerfi fjarskipta (NMT og GSM) en með tveimur til þremm- dreifistöðvum til viðbótar á hálendinu mætti bæta fjarskiptin þannig að þau næðu til algengustu ferðamannastaða þar. Jafnframt segir í greinargerð að æskilegt sé að kanna hvort koma megi upp ódýram búnaði miðunar- tækja sem ferðalangar geti haft með sér í ferðum um fjallvegi þannig að auðveldlega megi miða út nákvæma staðsetningu þeirra ef óhapp eigi sér stað. Ef til vill megi líka efla „tilkynn- ingaskyldu" þeirra sem fara um há- lendið. Jafnframt þurfi að kanna hvernig megi tryggja að ferðalangar hafi með sér ýmsan neyðarbúnað, t.d. álteppi, blys, flautur og margt fleira. Aukaá aðgengi að neyðar- getnaðar- varnapillu FRAM kom í svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær að í undirbúningi væri að auka aðgengi að neyðargetnaðarvarnapillunni svokölluðu. Verður þetta líklega gert í kringum næstu áramót en þá kemur á markaðinn ný pilla sem hefur minni aukaverkanir eii sú sem nú er í umferð. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hafði lagt tvær fyrir- spurnir fyrir heilbrigðisráðherra um viðbrögð við þungunum ung- lingsstúlkna og aðgengi að neyðar- getnaðarvarnapillunni og kom fram m.a. í máli hennar að tíðni þungana unglingsstúlkna hér á landi væri afar há. Ásta benti á að neyðargetnaðar- varnapillan væri gott úrræði til að stuðla að bættu ástandi, en talið væri að hún hindraði % þeirra þungana sem ella yrðu. Hún sagði hins vegar að pillunni hefði ekki verið haldið á lofti hér á landi og hún væri aðeins afhent gegn lyf- seðli. Stakk Ásta upp á að aðgengi að pillunni yrði t.d. aukið með því að ljósmæður og hjúkrunarfræð- ingar gætu afhent pilluna. I svörum heilbrigðisráðherra kom m.a. fram að hún hefði mjög nýlega fengið í hendurnar skýrslu, sem unnin hefði verið, þar sem fjallað væri um þunganir unglings- stúlkna. Kvaðst hún hafa falið landlækni að mynda faghóp til að fara yfir efni skýrslunnar með það í huga að móta tillögur um hvernig bregðast skuli við. Eitt af því sem þessi hópur myndi athuga væri hvernig best mætti auka aðgengi að neyðargetnaðarvarnapillunni. Það var mat Ingibjargar og fjöl- margra annarra, sem tóku þátt í umræðum um þessi mál í gær, að hugarfarsbreyting þyrfti að koma til á íslandi hvað varðaði þunganir unglingsstúlkna og reyndar hvað varðaði iðkun öruggs kynlífs al- mennt en fram kom að tíðni fóst- ureyðinga hér á landi væri alltof há. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Tilfærsla á aflahlutdeild, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 2. Varnarsamstarf Islands og Bandaríkjanna, 1. umræða. 3. Skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vör- ur og fjarþjónustu, 1. um- ræða. 4. Endurskoðun viðskipta- banns á Irak, fyrri umræða. 5. Friðlýsing íslands fyrir kjarnorkuvopnum, 1. um- ræða. 6. Skipulags- og byggingarlög (úrskurðir, undanþágur, teikningar, deiliskipulag o.fl.), 1. umræða. 7. Náttúruvernd, 1. umræða. 8. Vernd votlendis, fyrri um- ræða. 9. Rannsókn á mengun við Keflavíkurflugvöll, fyrri umræða. 10. Umhverfisáhrif af völdum erlendrar hersetu, fyrri umræða. 11. Grundvöllur nýrrar fisk- veiðistjórnar, fyrri um- ræða. 12. Stjórn fiskveiða (sólarlags- ákvæði, sóknardagar, veið- ar smábáta o.fl.), 1. um- ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.