Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Frummat á arðsemi þess að byggja járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar STEINGRÍMUR Ólafsson iðn- rekstrarfræðingur kemst að því í frummati sínu á arðsemi þess að byggja járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, að margt bendi til þess að slík framkvæmd geti orðið hagkvæm. Steingrímur kynnti niðurstöður sínar á þriðju- dag á opnum fundi Landverndar sem haldinn var í samstarfi við um- hverfisráðuneytið, Landsvirkjun og Staðardagskrá 21. 1 upphafi skýrslu sinnar segir hann að samfélagsgerðin á suðvest- urhorni landsins valdi því að vert sé að meta arðsemi hugmyndarinnar. Flestir íbúar landsins búi á þessu tiltölulega afmarkaða svæði og eini alþjóðaflugvöllur landsins sé þar, í 60 kílómetra fjarlægð frá höfuð- borginni. Vegna þeirrar griðai’legu umferðar þai’ á milli, ásamt sívax- andi áhrifum umhverfissjónarmiða, segir hann afar mikilvægt að kanna hugmyndina ítarlega. Steingrímur segir að gera megi ráð fyrir því að umferð um Reykja- nesbraut aukist töluvert á næstu ár- um auk þess sem fjöldi farþega um Leifsstöð fari sívaxandi. Samkvæmt áætlun vinnuhóps á vegum sam- gönguráðuneytisins muni fjöldi er- lendra ferðamanna aukast um 6% á ári og einnig sé búist við síauknum fjölda áningarfarþega, sem gætu haft áhuga á því að skreppa til Reykjavíkur ef fljótur og öruggur ferðamáti væri í boði. Ferðin frá Reykjavík til Kefla- víkur tæki 20 til 25 mínútur Hugmyndin er sú að teinai-nir lægju frá Mjóddinni í Reykjavík, upp fyrir Vífilsstaði og Asfjall, það- an niður að álverinu í Straumsvík og meðfram þjóðveginum til Leifs- stöðvar. Teinarnir lægju þaðan nið- ur í Reykjanesbæ og aftur upp að stofnæðinni. Um yrði að ræða ein- falt teinastæði með afreinum svo lestir gætu mæst. Lengd sporsins yrði um 65 km og ferðin frá Reykja- vík til Keflavíkurflugvallar ætti að geta tekið 20 til 25 mínútur, en ferð- in niður í Reykjanesbæ um 30 mín- útur. Arðsemismat Steingríms byggir á upplýsingum um stærð markaðarins og þróun hans hvað varðar fólks-, eldsneytis- og vöruflutninga. Gengið er út frá því að stofnkostnaður yrði um sex milljarðar króna og er sú tala framreiknuð áætlun sem verk- fræðinemar í Háskóla íslands gerðu árið 1996. Rekstrarkostnaður er áætlaður 550 milljónir á ári og tekjur 1200 milljónir. Reiknað er með því að farþegaflutningar verði arðbærir og vöru- og eldsneytis- flutningar óarðbærir, en að fram- kvæmdin sem heild yrði arðbær. Hægt að flytja innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur Steingrímur segir að fram- kvæmdin gæti opnað ýmsa mögu- leika bæði í samgöngumálum og at- Morgunblaðið/Golli Steingrímur Ólafsson kynnir niðurstöður sínar á þriðjudag: Afar mikilvægt að kanna hugmyndina ítarlega. Margt bendir til þess að framkvæmd- in yrði hagkvæm Er lagning járnbrautar á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar virkilega raunhæfur kostur? Birna Anna Björnsdóttir hlýddi á Steingrím Qlafsson iðnrekstrarfræðing kynna frummat sitt á arðsemi framkvæmdarinnar á opnum fundi á þriðjudag. vinnumálum. Til dæmis yrði hægt að flytja innanlandsflug frá Reykja- víkurflugvelli til Keflavíkurflugvall- ar án þess að lengja ferðalag þeirra sem ættu leið til og frá höfuðborgar- innar verulega. Hann segir að þegar hugmyndin um aðflytja innanlands- flugið sé reifuð vefjist einkum tvennt iyrir fólki, annars vegar auk- ið umferðarálag á Reykjanesbraut og hins vegar óhagræði fyrir far- þega, en ljóst sé að ef af lagningu jámbrautar yrði, myndi umferðará- lag á Reykjanesbraut ekki aukast og óhagræðið yrði hverfandi þar sem einungis 20 til 25 mínútur tæki að fara milli flugvallar og Reykja- víkur. Ef af flutningum yrði myndi sparast heilmikill kostnaður því ekki þyrfti að ráðast í frekari fram- kvæmdir við Reykjavíkurflugvöll, auk þess sem verðmæti núverandi flugvallarstæðis sem byggingarland fyrir borgina væri mjög mikið. Hugmynd um legu járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar : Keflavík óífeifsstöðil. jXiL Njarðvík Keflavíkur- x flugvöllur 1 Hafnirrf 'Qrlndayíþ^rf ' i? Ktííúvík Reykjanestá Mosfellsbpr .. /ífihstaöir HEIOMÓRK Hann segir að einnig mætti kanna hvort að hluti af þeirri upp- og út- skipun sem fram fer í Reykjavík og Hafnarfirði gæti farið fram í Reykjanesbæ eða Grindavíkurhöfn og járnbrautin yrði þá notuð til að koma vörum til og frá þessum stöð- um. Tilkoma lestar drægi úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda Steingn'mur ítrekaði að þetta væri aðeins frumathugun og að fjöl- mörgu þyrfti að huga við gerð ítar- legri úttektar. Hann brýndi nauð- syn þess að skoða málið í mjög stóru samhengi og sagði það tengjast heildarstefnumótun sveitarfélag- anna í skipulagsmálum. Spurningin væri hvort ýta ætti undir einkabíla- notkun eða almenningssamgöngur og að framkvæmd þessi myndi tengjast uppbyggingu almennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hún myndi breyta forsendum skipulagsmála höfuðborgarsvæðis- ins, hafa áhrif á byggðaþróun og stuðla að uppbyggingu byggðar meðfram línustæðinu sem gæti jafn- vel gert svæðið frá Mosfellsbæ að Reykjanesbæ að einu atvinnusvæði. I skýrslunni bendir Steingrímur einnig á að járnbrautarlest sem gengur fyrir rafmagni sé umhverfis- vænt farartæki og að tilkoma henn- ar myndi draga úr notkun mengandi farartækja og þar með útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Einnig yrðu minni líkur á umhverfisslysum ef lest yrði notuð við eldsneytisflutn- inga í stað bíla. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að heimsmarkaðs- verð á olíu faiá sífellt hækkandi, samhliða þvi sem olíubirgðir fari þverrandi og því sé nauðsynlegt að huga að öðrum orkugjöfum þegar litið sé til framtíðar. Áætlaður stofnkostnaður sagð- ur óraunhæfur I umræðum að lokinni framsögu Steingríms gagmýndi Arni John- sen, formaður Samgöngunefndar Alþingis, skýrsluna og sagði hug- myndir hennar mjög óraunhæfar. Það væri út í hött að áætla að stofn- kostnaður yrði aðeins sex milljarðar og benti hann á kostnað við lagn- ingu járnbrautarteina í nágranna- löndum máli sínu til stuðnings. Hann sagði einnig setja strik í reikninginn, hvað arðsemi varðar, að það væri klár og almennur vilji íslendinga að aka um á einkabílum og að því yrði erfitt að breyta. Einn- ig gagnrýndi hann hugmyndir um að flytja innanlandsflug frá Reykja- víkurflugvelli og sagði að hann væri lykill landsbyggðarinnar að höfuð- borg sinni. Steingrímur ítrekaði þá að þetta væri aðeins frumathugun og innlegg í þessa umræðu. Niðurstaða sín væri fyrst og fremst sú að mikils- vert sé að skoða nánar hvort lagn- ing þessarar járnbrautar sé virki- lega raunhæfur kostur. N ýr skemmti- ferðabátur til Stykkishólms Stykkishólmur. Morgunblaðið. NÝTT skemmtiferðaskip sigldi inn í höfnina í Stykkishólmi í miklu hvassviðri s.l. mánudag eft- ir langa og erfiða siglingu frá Noregi. Það er ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir ehf. sem keypti bátinn frá Noregi. Báturinn er tvíbytna, smíðaður árið 1979. Hann er 26,4 metrar á lengd og 9,3 metra breiður og er 188 tonn. í bátnum eru tvær MTU-vélar, 1,300 ha hvor vél, og gengur báturinn 27 mflur á klukkustund. Skipið hefír hlotið nafnið Særún. Það mun annast skemmtisiglingar um Breiðafjarðareyjar. Verulegar tafír urðu á heimsiglingu vegna veðurs og þurfti að hafa viðdvöl í Bergen, Hjaltlandseyjum, Færeyj- um og Bolungarvík. Reyndi því mikið á skipið á siglingunni og var áhöfnin ánægð með hvernig það reyndist. Miklar endurbætur verða nú gerðar á bátnum eftir heimkomu og hefur verið samið við Skipavík í Stykkishólmi um að annast þær að mestu. Brú skipsins verður hækkuð, skipið lengd um einn metra og aðstaða fyrir ferðafólk ofan dekks bætt til mikilla muna. Veitingasalur og eldhús verða innréttuð upp á nýtt og verður þá hægt að taka á móti stórum hóp- um í mat á meðan siglt er um Breiðafjörð. Skipið fer strax í slipp og er áætlað að það verði tilbúið til Nýja skemmtiferðaskipið Særún komið til heimahafnar. Sæferðir ehf., eigandi bátsins á fyrir Brimrúnu og munu bæði skipin þjónusta ferðamenn í sumar. siglinga um miðjan maí. Sæferðir ehf. eiga fyrir annað svipað skip, tvíbytnu, og mun gera þau bæði út í sumar til skemmtisiglinga um Breiðafjörð og til hvalaskoðunar. Áhöfnin sem sigldi Særúnu til Stykkishólms var fegin þegar fast land var undir fótum. Hún fékk slæmt veður á heimleiðinni og reyndist skipið vel. Á myndinni eru Þórarinn Siggeirsson, Kolbeinn Björnsson, Pétur Ágústsson og Siggeir Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.